Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 41 Enn um Steindórsmál Svar við athugasemd 5 leigubflstjóra — eftir Sigurð Sigurjónsson í langan tíma hafa verið uppi deilur á milli sendibílstjóra og leigubílstjóra vegna vöruflutninga þeirra síðarnefndu. Þessir vöru- flutningar hafa farið fram í leigu- bifreiðum til mannflutninga vegna þess að þær hafa verið á lægra gjaldi en sendibílarnir hingað til. Þessa flutninga hafa leigubíl- stjórar varið með þeim rökum að viðskiptavinurinn eigi að ráða hvaða þjónustu hann kaupi. Og hér er ég sammála þeim. En síðan breytast málin þegar hafinn er rekstur smásendibíla frá Hafnar- stræti 2, sem við höfum kosið að nefna Greiðaþjónustubifreiðir. Þessir bílar eru á lægra gjaldi en leigubifreiðir til mannflutninga og er samkeppnisaðstaðan þvi orðin breytt, þannig að fólk hefur notað þessa bíla til flytja þá pakka sem fólksbifreiðarnar hefðu annars flutt og einnig til að flytja sig á milli staða. Og nú á viðskiptavin- urinn ekki lengur að ráða. Ef um lögbrot er að ræða þá er alvarleg- asti hluturinn sá að 600 leigubílar skuli stunda pakkaflutninga í rík- um mæli, en ekki hvort 14 smá- sendibílar flytji einn og einn far- þega. En síðastliðið laugardagskvöld keyði um þverbak og þar sem leigubílstjórar virðast gera sér grein fyrir því að þar hafi þeir gengið alltof langt, þá hafa þeir reynt að einangra málflutning sinn við aðgerðir gegn einum manni. En sannleikurinn er sá að undanfarið hafa þeir tekið lögin í sínar hendur með því að stöðva Greiðaþjónustubílana. Svo langt hafa þeir gengið að „blokkera" af eina slíka bifreið og aka á hana, auk þess sem hleypt hefur verið lofti úr dekkjum nokkurra bif- reiða. En nóg um það, ég sný mér aft- ur að þessum eina manni, sem ekið hefur ólöglega að sögn. Hann sótti um atvinnuleyfi síðastliðið haust eins og aðrir, en mjög freklega var gengið á rétt hans sem og nokk- urra annarra. Má í þessu sam- bandi rifja upp að einn úthlutun- armanna, Þorgils Þorvarðarson bílstjóri á BSR, úthlutaði sjálfum sér leyfi og fór með því fram fyrir marga aðra sem meiri rétt höfðu til akstursleyfis skv. gildandi reglugerð. Þar sem ítrekuðum tilraunum Steindórsbílstjórans til að ná rétti sínum var í engu sinnt, átti hann engra annarra kosta en að taka fram bifreið sína og hefja akstur til að mótmæla og vekja athygli á því siðleysi sem viðgengist hefur við úthlutun atvinnuleyfa. Þetta kalla leigubílstjórar lögbrot og vitna í reglugerðarákvæði um að menn skuli hljóta sérstök atvinnu- leyfi frá samgöngumálaráðuneyt- inu (FRAMA). En það gleymist ávallt að geta þess að samkvæmt sömu reglugerð á úthlutun að fara fram eftir vissum reglum. Og hefði þeim verið fylgt væri um- ræddur bílstjóri og nokkrir aðrir nú með atvinnuleyfi sem þeim ber. Með þessu er ég þó ekki að segja að reglugerðin sé réttmæt því svo er ekki, en það er of langt mál að rekja hér. í grein sinni segja leigubílstjór- arnir: „Þegar sást að fólksbíll sem tilheyrði Bifreiðastöð Steindórs var enn einu sinni kominn úr vörslu lögreglu, sem hafði fyrr um daginn tekið hann vegna ólöglegs leiguaksturs, vildum við fylgjast með framhaldinu." Sannleikurinn er sá að bifreiðin var í vörslu lögreglunnar vegna þess að fjöldi leigubíla hafði fyrr um kvöldið umkringt hana og hleypt var úr framdekkjum henn- ar, ventilpílur teknar úr og þeim fleygt. Vegna þessa og hótana um að kveikja í bifreiðinni var hún tekin i krana og dregin upp á lög- reglustöðina við Hverfisgötu. Þeg- ar bílstjórinn hafði orðið sér úti um nýjar pilur í dekkin sótti hann bifreiðina og var hún dregin á bensínstöðina við Klöpp þar sem lofti var dælt i dekkin. Þar beið þá einn leigubíll átekta og hóf þegar eftirför. Þegar ég sá hverju fram fór og þar sem ég vissi um þær hótanir sem leigubílstjórar höfðu haft i frammi við Steindórsbilstjórann og fjölskyldu hans, þá slóst ég í för með honum. Ókum við einn hring í bænum og safnaðist hópur leigu- bíla á eftir okkur. Þá ákváðum við að aka í suður og sjá til hvað langt þeir myndu elta okkur. Þegar hóp- urinn var kominn í Kópavog hafði bæst i hópinn sendiferðabifreið frá okkur og ók ég samhliða þeim bíl en með allan hópinn á eftir okkur. Bifreiðin, sem elt var var nokkru framar. Eins var einn bíl- stjóri á leið heim til sín í Garðabæ og ók hann Greiðaþjónustubifreið en með honum í bílnum var kona hans og fjögurra ára dóttir. Þarna við Kópavoginn trylltust leigubíl- stjórarnir og geystust fram hjá okkur. Þegar þetta gerðist var ég kom- inn nokkru framar en sendibif- reiðin en þá þjösnaðist flösku- grænn Mercedes Benz-station fram úr mér og hægði siðan skyndilega á sér þannig að ég mátti hafa mig allan við að lenda ekki aftan á honum þar sem geysi- lega hált var þarna. Þessum bíl, Y 5101, ók Grímur Grímsson bif- reiðastjóri hjá Hreyfli, sem þarna virtist gegna forystuhlutverki. Stuttu eftir að ég hafði nær stöðv- að heyri ég i talstöðinni að bíl- stjóri sendibilsins kallar á lög- reglu því það hafði verið skotið í framrúðu á bíl hans. Um leið og græni Bensinn eykur aftur ferðina heyri ég að bílstjóri Greiðaþjón- ustubifreiðarinnar tilkynnir að einnig hafi verið skotið á hann. Hvað fjölda leigubifreiðanna varðar þá hurfu nokkrir inn í Kópavog en rétt getur verið að einungis greinarhöfundarnir 5 hafi elt Steindórsbílinn til Hafn- arfjarðar en aðrir hætt eftirför Borgarspítalinn: Nýr aðstoðar- framkvæmda- stjóri NÝLEGA tók Magnús Skúlason, viðskiptafræðingur, við starfi aöstoð- arframkvæmdastjóra Borgarspítal- ans. Magnús lauk kandidatsprófi í viðskiptafræðum frá Háskóla fs- lands vorið 1975. Að því loknu réðst hann til starfa hjá Banda- lagi háskólamanna og starfaði þar fram á vor 1979. Frá því í maí 1979 hefur hann starfað hjá Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna sem deildarstjóri hagdeildar. Magnús Skúlason. þegar þeir sáu hversu ljótur leikur þeirra var orðinn. Hvað margir þeir voru er ekki aðalatriðið held- ur hvað þeir gerðu. En lítum á hvernig þeim segist frá í grein- inni: „Það vitnast af þeim 2 leigu- bílstjórum sem á eftir komu, að engar rúður voru brotnar." Hér eru þeir ekki lengur sam- kvæmt eigin sögn 5 heldur 7? Eftirleikurinn var sá að nokkrir bílar með Grím í fararbroddi fylgdu Steindórsbílnum til Hafn- arfjarðar þar sem hann leitaði vars á lögreglustöðinni. Þegar leigubílstjórarnir sáu Steindórs- bílinn beygja að lögreglustöðinni í Hafnarfirði tóku þeir stefnuna framhjá og hurfu á braut. Þeir þykjast hafa ætlað að láta lögregluna hafa tal af „lögbrjót" og var því ekki kærkomið tækifæri fyrir þá að hafa tal af lögreglunni þegar Steindórsbíllinn ók að lög- reglustöðinni? En hvað gerðist, leigubílstjórarnir forðuðu sér í burtu. Höfðu þeir ef til vill eitt- hvað í bílunum sem þeir þurftu að fela? Þær fullyrðingar hafa verið í blöðum að ekki hafi verið um það gjöf. Bækurnar hafa verið undanfar- ið til skráningar hjá Bókasafni ísafjarðar, en í dag voru þær tekn- ar til útlána á sjúkrahúsinu. Guð- mundur Marinósson fram- kvæmdastjóri fjóröungssjúkra- hússins þakkaði gjöfina og sagði að stjórnin hefði sent bókafélag- inu þakkarbréf fyrir þessa höfð- inglegu gjöf. Jóhann Hinriksson yfirbókavörður sagði að bækurnar kæmu sér mjög vel og var afar að ræða að skotið hafi verið á bif- reiðirnar tvær. Því hafði ég sam- band við lögregluna í Kópavogi og spurðist fyrir um hvernig þessar upplýsingar væru frá þeim fengn- ar og var mér tjáð, að þeir hafi einungis sagt að ekki hafi verið skotið venjulegri kúlu. Frá atviki þessu hefur Steindórsbílstjórinn og fjölskylda hans sætt stöðugum hótunum og áreitni, sem einungis sýnir sjúkt hugarfar þessara aum- ingja manna sem slíkt viðhafa. Eg vil að það komi fram sem leigubílstjórarnir vita ekki, að vitni voru að atburðinum í Kópa- vogi. Nokkur ungmenni urðu vitni að þessu. Einnig voru þar staddir 2 óeinkennisklæddir lögreglumenn við störf.- En vitnisburður þessara vitna mun áreiðanlega eyða þeim óþverralega orðrómi sem leigubíl- stjórar keppast við að koma á kreik undir forystu Guðmundar Valdimarssonar, formanns Frama, að um sviðsetningu hafi verið að ræða af okkar hálfu. Sigurður Sigurjónaaon er leigubíl- atjóri í Bifreióaatöð Steindórs. þakklátur gefendunum og sagði að bækurnar sem eru 103 að tölu, allt nýlegar og athyglisverðar bækur, léttu töluvert á störfum bókavarð- anna á bókasafni ísafjarðar sem að öllu jöfnu þurfa að flytja allar bækur til útlána á sjúkrahúsinu, en bókasafnið hefur annast slíka þjónustu um árabil. Bækurnar sem gefnar voru verða varðveittar á sjúkrahúsinu, en bókasafnið hef- ur umsjón með útlánunum. Úlfar. Morgunblaftið/Úlfar Ágústsson Bækurnar skoðaðar. Talið frá vinstri: Jóhann Hinriksson yfírbókavörður, Elín Magnfreðsdóttir bókavörður, Kristrún Guðmundsdóttir hjúkrunarfor- stjóri og Guðmundur Marinósson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahúss- ins á Isafírði. tr Isafjörður: Bókagjöf til fjórð- ungssjúkrahússins Ísafírði, 13. mars. í TILEFNI af 10 ára afmæli bókaklúbbs Almenna bókafélagsins á sl. hausti ákvað félagið að gefa Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði myndarlega bókar- 1 1 #■ ém LAUGARDAG 10-5 OG SUNNUDAG 1-4 Komid og skoóið úrval innréttinga sem við bjóðum upp á. Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, fataskápar, stigar og margt fleira. Þjónusta innanhúsarkitekta á staónum. Borgartúni 27 Sími 28450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.