Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 21 V axtaverkir — eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson í þessu verðbólguþjóðfélagi hafa oss ölium lærzt nokkur grund- vallaratriði verðlags- og pen- ingamála. Ég ætla að byrja með því að ræða eitt slíkt grund- vailaratriði, sem mörgum gekk illa að skilja í fyrstu. Þetta er sú staðreynd að króna er ekki endi- lega króna, krónan ekki endilega sama verðmætið, krónu verðmæti, ekki eftir að verðbólguþróunin er komin vel af stað. Menn höfðu al- ist upp við það að krónan væri króna, þar sem hún var verðmælir efnahagskerfisins, og hafði lengi verið. En nú var svo komið að stærð krónunnar, verðmæti henn- ar, fór eftir öðru, eftir öðrum hlut- um, aðstæðunum. Breytist að- stæðurnar, breytist krónan. Þegar verðlagið hefir tvöfaldast, þá hefir krónan minnkað um helming, það er að segja verðmæti hennar. Sá sem átti hús sem var 25.000 kr. virði, hann átti nú orðið hús sem var 50.000 kr. virði. Hann átti sitt hús eftir sem áður, sama hús- ið, hafði engu tapað og ekkert grætt. Eigandinn, sem selur húsið á 50.000 kr. stendur alveg jafnt að vfgi og hann hefði staðið, hefði hann selt húsið á sínum tíma fyrir 25.000 kr. Krónan er orðin að hálfri krónu. Sá sem áður hafði 500 kr. í kaup á mánuði er jafn vel settur nú með 1.000 kr. Mæli- kvarði hinna efnislegu verðmæta hefir minnkað um helming, allar stærðir peningakerfisins hafa því tvöfaldast (aðrar en hlutfallstöl- ur). Þótt mörgum væri það erfitt, þá beygðu menn sig seint og síðar- meir fyrir þessari staðreynd: stærð eða verðgildi krónunnar fer eftir aðstæðunum. Menn tóku upp verðtryggingu peninganna, það er að segja nýjan verðmæli: visitölu af einhverju tagi, og mældu stærð eða verðgildi krónunnar með þess- um nýja verðmæli. Farið var að greiða „verðbætur" á upphæðir peninga, það er að segja að leið- rétta verðgildi krónunnar, pen- ingaupphæðanna, vegna breyttra aðstæðna. Verðlagið, sem skráð er í krónum eftir sem áður, hafði breytzt þrátt fyrir rýrnun sína hélt krónan hlutverki sínu sem samfösunartæki efnahagskerfis- ins. Af lánsfé og innlánsfé var far- ið að greiða verðuppbót, þannig að sá sem hafði peningana á leigu, hann varð að greiða verðuppbót, og auk þess að sjálfsögðu vexti. Þessi upphæð heitir nú á íslenzku — upphæðin i heild — nafnvextir, eins og Bjarni Bragi Jónsson hefir réttilega bent á í nýlegri blaða- grein. Nafnvextir eru því ekki vextir frekar en sæhesturinn hest- ur. Setjum sem svo að lántakinn reki atvinnufyrirtæki. Hvemig fer hann með fjármagnið, sem hann á að greiða nafnvexti af, þ.e. bæði verðbætur og vexti? Því er auð- svarað. Við verðlagningu vöru sinnar og þjónustu lætur hann sér alls ekki nægja að verðleggja hana þannig, að hann fái við sölu á markaðnum aðeins uppborinn framleiðslukostnaðinn, þar með reiknaða vexti, raunvexti. Hann verðleggur þannig, að fyrirtækið fái uppborið fyrirsjáanlegan fram- leiðslukostnað, sem er dálitið hærri en framleiðslukostnaður- inn, í krónum reiknað, var fyrir stundu. Það er orðið daglegt mál „að ætla fyrir verðhækkunum". Þetta fyrirbrigði ætti ekki að þurfa að tyggja í neinn útskrifað- an hagfræðing, sízt af öllu ef hann ber doktorstitil, eins og dr. Magni Guðmundsson gerir, en hann hefir nýlega flutt erindi í útvarpi um þetta mál, og birt það í Tímanum hinn 8. þ.m. Hann ber það blákalt fram að nafnvextir séu vextir og að verðbætur á fé eigi að greiðast út sem laun, eða verða eftir sem hagnaður. En lántakinn, sem ég er að lýsa, innheimtir daglega verð- bætur gegnum fyrirtæki sitt, verðbætur sem hann á að greiða lánardrottni sínum. Hagfræðing- ur sem kallar nafnvextina vexti og fullyrðir að nafnvextirnir séu vextir, fer með blekkingar og ósannindi. Hann veit betur. Geri hann það ekki, þá á hann ekki að kynna sig sem hagfræðing. í báð- um tilfellunum einangrast hann, eins og annað sem menn vilja ekki samlagast. Dr. Magni talar um það, að „áróðurskallar lánskjaravisitöl- unnar“ kalli „vexti aðeins þann hluta vaxta sem er ofar verðbólg- umörkunum". Hér er um að ræða enn nýja blekkingu hjá honum. Verðbætur á fjárupphæðir má vel reikna eftir öðrum verðstuðli en lánskjaravísitölunni, sem við nú- verandi aðstæður hefir reynzt misheppnaður verðstuðull. Það voru mikil mistök í annars ágæt- um ráðstöfunum að láta ekki sama verðstuðul gilda um lánin og giltu um kaupgjaldið, og það af pólitísk- um ástæðum. Þeir sem settu saman láns- kjaravísitöluna hafa hugsað sér, að sparifjáreigandinn fengi svo- litla hlutdeild í réttlætinu, sem verið var að úthluta. Hann átti að fá einn þriðja upp í hækkun fast- eigna, sem hann kynni að vilja kaupa síðar. Vegna hinnar gífur- legu sveiflu neyzluvöruverðlags- ins, framfærsluvísitölunnar, og seinkun kaupgjaldsins, og valda- hlutfallanna milli sparifjáreig- andanna annars vegar og launþeg- anna hinsvegar, í þjóðfélaginu, hefir þetta skapað erfitt vandamál fyrir þá sem standa í íbúðakaup- um og yfirvöldin. Strax og menn áttuðu sig á því hvert stefndi hefði ríkisstjórnin þurft að taka í taum- ana. Lagasetning hefði sennilega kostað árekstra við dómarana, a.m.k. vegna þegar gildandi sam- ninga. En í versta tilfelli hefði Benjamín H J. Eiríksson „Verdbætur á fjárupp- hæðir má vel reikna eft- ir öðrum verðstuðli en lánskjaravísitölunni, sem við núverandi að- stæður hefír reynzt mis- heppnaður verðstuðull. Það voru mikil mistök í annars ágætum ráðstöf- unum að láta ekki sama verðstuðul gilda um lán- in og giltu um kaup- gjaldið, og það af póli- tískum ástæðum.“ borgað sig fyrir ríkið að greiða einfaldlega sem styrk til skuldar- anna mismun þann sem mis- munur á verðstuðlum olli og veld- ur. Enda munu ráðstafanir af þessu tagi vera nú f fullum gangi hjá henni. Það hefir þó ekki haldið aftur af þeim sem hafa hvað mest- an hag af framleiðslu óánægju í þjóðfélaginu, enda er sú atvinnu- grein orðin að stóratvinnurekstri, sem nú upp á síðkastið nær viðstöðulaust um allt land. Það eru því grófar blekkingar, byggðar á hreinum ósannindum, það sem dr. Magni segir um vext- ina. Hver einasti kaupsýslumaður og atvinnurekandi veit, að hann er ekki að ávaxta upphæð peninga með gefnu verðgildi. Þvert á móti veit hann manna bezt, að krónu- tala verðmætanna sem hann er að kaupa og selja, er sífellt að breyt- ast, og verðleggur samkvæmt því, það er að segja, breytir sífellt krónutölu sama verðmætisins sem hann er með. I örri verðbólgu á hann til með að gera þetta svo að segja frá degi til dags. Þetta Bridgekeppni í Stykkishólmi Stykklshólmi, 1. mars. SVEITAKEPPNl í bridge var haldin nýlega í Stykkishólmi. Þetta var svæóismót Vesturlands og tóku 10 sveitir þátt í mótinu víðsvegar úr um- dæminu. Sigurvegarar mótsins voru Ak- urnesingar, sveit Alfreðs Viktors- sonar, en með honum voru þeir ólafur ólafsson, Karl Alfreðsson og Guðjón Guðmundsson. Fengu þeir 190 stig. önnur varð sveit Þorvaldar Pálmasonar úr Borgar- firði, sem fékk 160 stig, þriðja varð sveit Jóns Guðmundssonar, Borg- arfirði með 159 stig og fjórða varð sveit Ellerts Kristinssonar, Stykk- ishólmi með 157 stig. Forseti bridgesambands Vestur- lands er Þorgeir Jósepsson á Akra- nesi. Sveitakeppni bridgefélags Stykkishólms hefst á mánudaginn. ........ Árni. Frá bridgekeppninni í Stykkishólmi. myndi hann ekki láta sér detta i hug að gera — gæti það ekki vegna samkeppninnar — ef verð- lagið, þ.e. verðgildi peninganna væri stöðugt. Það er því rangt sem dr. Magni segir: „Þegar vextir al- mennt eru hækkaðir, eykst rekstr- arkostnaður fyrirtækja, hagnað- ur, sem lagður er til hliðar, dvín.“ Á verðbólgutímum ganga margs- konar viðskipti mjög vel. Stórir þættir viðskiptalífsins blómstra. Kaupsýslumenn og framleiðendur vita langtum meira en dr. Magni um þetta sem ég hefi kallað verð- bætur, það er að segja minnkandi verðgildi krónunnar, minnkandi verðgildi peninganna sem þeir hafa milli handanna. Margir þeirra spila á slagverk hrynjandi peningagildis sem hreinir snill- ingar, verða auðugir á auðteknum gróða. Helztu hjálparkokkar þeirra heita verkalýðsforingjar, einnig Alþýðubandalagsforingjar gæða, gáfna og fegurðar. (Lýsing Guðrúnar á Svavari Gestssyni.) Þessir menn ganga undir hring- ekju verðbólgunnar og keyra hana áfram með áfergju. Og frá hverjum er svo tekið með hinum geysiháu „vöxtum", sem dr. Magni segir svo mikið um, það er að segja nafnvöxtunum, sem eru í senn verðbætur og raunvextir — hvaðan koma þeir? Þeir koma af laununum, segir dr. Magni. Það eru þeir sem gera að launin eru lág, það eru verðbæturnar, sem gera að launin eru lægri en þau þyrftu að vera. Samkvæmt þessu er það óþarfi að viðhalda raun- gildi fjármagnsins — peninganna — með verðbótum, peninganna sem atvinnurekandinn hefir til rekstrarins og fengnir eru úr lána- stofnunum. Þær eiga að fara i laun og aukinn hagnað fyrirtækj- anna, í stað þess að skilast til lánastofnananna aftur i fullu verðgildi, ásamt vöxtum — raun- vöxtum. Með aðferð dr. Magna myndi fjármagn lánastofnananna einfaldlega gufa upp á skömmum tíma. Hvað gæti þetta ástand þró- ast lengi eftir forskrift dr. Magna? Peningastofnanir þjóðar- innar hefðu verið tæmdar og at- vinnulifið þá væntanlega rekið með nýprentuðum peningaseðlum eingöngu eða erlendu lánfé. Ég held að sitthvað fleira myndi fara úr skorðum í þjóðfélaginu við þessa þróun. Ég ætla ekki að rekja þessa hrollvekju lengra. Minnist þess aðeins, að sumum marxista- ríkjunum mun stjórnað eftir svona forskriftum. í erindi dr. Magna eru margvís- legar blekkingar aðrar, en þannig líta staðhæfingar hans út. En kannski veit hann ekki betur. Hann segir t.d. að það sé ekki til- viljun „að við greiðum hæstu vexti á Vesturlöndum, en lægstu laun- in“. Fyrst er nú það, að þetta sem hann kallar hæstu vexti er í raun hæsta verðbólgan. Þetta eru sem sé mestmegnis verðbætur, þótt hann geri graut og kalli vexti. Hann virðist aldrei hafa heyrt það, að laun verkamannsins komi úr afurð hans. Sambandið við vextina er það, að þegar nóg er af fjármagninu, þá fær verkamaður- inn langtum betri og virkari tæki að vinna með. Hann fær togara í stað árabáta. Og vegna þess að nóg er af fjármagninu, þá verður leiga þess lág, vextirnir lágir. Svo nú ætti ekki að vera svo erfitt að skilja þá, sem vilja umfram allt auka sparnaðinn, sparifjármynd- unina. Launin myndu hækka og atvinnutækifærum fjölga. En það er varhugavert að draga hugsun- arlitið hráar ályktanir í svona flóknu máli. Væri kenning dr. Magna rétt, þá ættu launin að vera hæst í löndum araba. Þar eru engir vextir, þeir eru bannaðir. Sú aðferð sem dr. Magni mælir með, að taka hluta af sjálfu fjármagn- inu og bæta því við afurð verka- mannsins, bæta því við laun hans, myndi fljótlega draga úr framleið- ni hans, vegna lakari fram- leiðsluskilyrða, lækka Iaun hans. Þetta væri að éta ekki aðeins út- sæðið heldur kálgarðinn. Afleið- ingarnar yrðu hnignun atvinnu- lífsins og lakari lífskjör. Frétt frá sumum hinna „nýfrjálsu“ ríkja benda til þess að þau séu á línu dr. Magna, og að niðursveiflan sé þarlendum til ama. Hér mætti bæta ástandið í bili með erlendum lánum, en það yrði aðeins gert á kostnað framtíðarinnar. Sú fram- tíð virðist nálæg ef ekki þegar komin. Ef til vill erum við nauðug- ir viljugir þegar á línu dr. Magna, og niðursveiflan þegar hér. Væru erlendu lánin á íslenzkum höndum, íslenzkt fjármagn, þá væri margt öðruvísi hér í landi. Sennilega mætti búast við land- flótta hinna fátæku, sem ekki myndu sumir hverjir vilja lifa í landi hinna ríku. Mér hefur alltaf fundizt mótsagnir í þeirri viðleitni að gera þjóðina ríka, án þess að nokkur yrði ríkur, helzt allir ein- hverskonar öreigar, að minnsta kosti fræðilegir öreigar. Dr. Magni kvartar yfir því hve gagnrýni sé illa þegin hérlendis. Eg held að viðtökurnar fari dálítið eftir því hvernig gagnrýnin sé. Maður sem er ber að blekkingum og ósannindum getur ekki vænzt allt of góðrar móttöku, jafnvel þótt hann sáldri velkunnum og skynsamlegum athugasemdum út í annars bragðvondan rétt. Hon- um finnst að ekki sé nóg á sig hlustað. Þegar dr. Magni kom heim með doktorspróf frá Kanada, þá sá ég skrif í blaði þess efnis, að hann hefði skrifað ritgerð sína um einokunarlöggjöf Dana, og gefið i skyn að hann væri eitthvað snöggsoðinn sem hagfræðingur. Sjálfur legg ég meira upp úr því sem frá mönnunum kemur heldur en prófum þeirra, svo góð sem þau annars kunna að vera. Sjálfsagt var viðfangsefnið menntandi fyrir dr. Magna, en ég fullyrði að það hefir ekki gert neitt jákvætt fyrir innlegg hans í umræðurnar um peningamál. Blekkingar hans í erfiðum og flóknum málum verða honum áreiðanlega ekki til vegs og munu lítið draga úr einangrun hans. 12.3.1985 Dr. Benjamín HJ. Eiríksson er fyrrv. bankastjóri Framkræmda- banka íslands. Hann rar um árabil ráðunautur ríkisstjórnar um efna- hagsmál. Utgeröarmenn — Smábátaeigendur Dýptamælar fyrir minni báta. Hagstætt verö Sjálfstýringar fyrir minni og stœrri skip, meö eöa án dælubúnaðar, 12 eða 24 volt. Hagstætt verö. Leitiö upplýsinga. R AFEIND AT Æ K JAÞJONUST A Árna Marinóssonar Grandagarði 18, 101 Reykjavík, sími 29510.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.