Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 Virðisaukaskattur, kostir og gallar — eftir Halldór Jónsson Ég stend hér sem advocatus dia- boli í virðisaukaskattsfrumvarp- inu, vegna þess að innan minna samtaka fannst enginn svo vitlaus að vera á móti virðisaukaskatti, nema ég. Mér er gjarnan mætt með vorkunnarbrosi hjá mínum upplýstu félögum, þegar ég segi að fleiri gallar séu á virðisaukaskatti en kostir. Og það er einmitt kjarni máls- ins. Skatturinn hefur ýmsa kosti umfram núverandi söluskatts- kerfi. En hann hefur ifka galla, sem ég held að menn verði að skoða. Hvernig við svo metum lokaniðurstöðuna fer eftir því, hvernig skoðanir okkar mótast. Ég mun ræða þetta í kannski of léttum dúr, enda er ég síður en svo nokkur alvarlegur sérfræðingur í skattamálum. En ég leyfi mér samt að hafa skoðun að athuguðu máli. Mér er lióst að hún þarf ekki að vera rétt. Eg ætla að byrja á að athuga úr hvaða jarðvegi virðis- aukaskatturinn er sprottinn. Frá Frökkum Frakkar eiga sér langa og merka menningarsögu. Ekki fagra á köflum eins og gengur. Þeir hafa lengstum verið á undan öðrum þjóðum um þjóðfélagsþróun. Frá þeim hafa gjarnan legið straumar til annarra þjóða sem síðar hafa gengið í gegnum sömu þróun og Frakkar. Lengi um aldir var Frakklandi stjórnað af styrku konungsvaldi. Alþýða manna var skattlögð til sameiginlegra þarfa og svo nátt- úrlega til einkaþarfa handhafa ríkisvaldsins, sem voru um tíma svo glæsilegar að þær vekja öfund enn þann dag í dag, ef sögurnar um ástalífið á Vesturlöndum eru þó sannar. En þegar einkaþarfir handhafa ríkisvaldsins fara að verða meira áberandi en hinar, taka fræ byltingarinnar aö spfra. Sá gróður leit dagsins ljós f frönsku stjórnarbyltingunni undir hinu fræga kjörorði „Liberté, Ega- lité, Fraternité", frelsi, jafnrétti, bræðralag. Hið gamla spillta kerfi var höggvið í grunn og óvinir al- þýðunnar gerðir höfðinu styttri eins og venja er í slíkum tilfellum. Þeir reyndust bara svo fjandi margir að það var hin versta vinnuþrælkun að höggva þá alla með handafli. Því fundu Frakkar upp hina raffineruðu fallöxi, Gu- illotine, nefnd eftir höfundi sfn- um, lækninum Guillotine. Þessi öxi var ákaflega egal, allir fengu sitt högg afmælt af fyllsta hlut- leysi og án hverskonar uppsöfnun- aráhrifa haturs og öfundar og frelsuðust þannig frá heimsins táradal og þvl bróðerni, sem þar ríkti. Alþýðan tók nú að stjórna rík- inu, ausa úr sjóðum þess og bæta kjör sfn með þvf að lækka skatt- ana á sjálfri sér, jafnframt því að halda stöðugt áfram að útrýma óvinum sfnum með áðurnefndu apparati. En fljótt kom að því, að silfur og gull hvarf úr umferð í þessu sæluríki öreiganna. Eitt- hvað varð að gera til þess að rfkis- sjóður gæti borgað. Kirkjan hafði sölsað undir sig bróðurpart land- eigna í Frakklandi f aldanna rás, sem nú var snarlega tekinn af henni. Því var nú gefinn út bánku- seðill, assignat, sem tryggður var með veði í kirkjujörðunum. Versl- un og viðskipti tóku kipp og allt gekk vel um tíma. En útgjöldum ríkisins varð ekki stillt í hóf og aftur varð peningalaust. Þá prent- aði ríkið meira af seðlum tryggð- um í sama veðinu. Og svo aftur og aftur. Það fór að síga á ógæfuhlið- ina. Menn fóru að hafa ótrú á þessum seðlum og ýmist neituðu „En þaö var búið að hóa það oft upp í „makaríni og vikri“ um virðisauka- skatt til þess að „tröllin í Arnarhvolshömrum“ heyrðu sönginn og fyndu blóðlyktina. Og nú drynur svo um mun- ar í þeim að virðisauka- skatt skuluð þið fá, rýj- urnar mínar, og hana- nú!“ að taka þá sem greiðslu eða stór- hækkuðu verð. Ríkisvald fólksins lét það umsvifalaust varða höfuð- missi, að efast um gæði assignats- ins og prentaði ennú meira. Brátt voru bæði prentvélin og fallöxin keyrð á vöktum til þess að ríkið gæti haldið hjólum atvinnulífsins f gangi, þar til alþýðan varð að viðurkenna að hún gæti ekki stjórnað sér sjálf. Napóleon var kallaður til. Hann bjargaði hinum úrræðalausa og sveltandi lýð frá hungurdauða með þvf að setja þá f úniform og láta drepa þá í ráns- ferðum til annarra landa pour la Glorie de la France, og flutti þannig út atvinnuleysi og eymd Frakklands. V irðisau kaskattu rinn kemur til sögunnar Bylting frelsis, jafnréttis og bræðralags færði þannig þjóðinni andhverfu sfna er Napóleon krýndi sjálfan sig keisara. Og Frakkar voru bara ánægðir með það, þeim var sælurfki alþýðunnar í of fersku minni. Síðan er Frans- maðurinn tortrygginn á alla póli- tfk. Mikill auður Frakka liggur ekki f bönkum þeirra heldur graf- inn f formi góðmálma f bakgörð- um Frakklands, þarlendum þjóð- frelsurum til hinnar mestu mæðu. Frakkinn er hér enn með lengri reynslu en aðrir. Hann er búinn að fá sig fullsaddan af þvf að láta ræna sig fyrir einhverjar stjórn- málahugsjónir. Þetta virðist kannski útúrdúr, en það eru þó vissir þættir f franskri sögu sem vert er að huga að fyrir okkur. En franskir stjórn- málamenn eru líka Frakkar og þvf raffineraðri í hugsun en aðrir slík- ir. Þegar þjóðir fóru að taka upp söluskatt og stela honum undan að franskri fyrirmynd fundu Frakkar upp virðisaukaskattinn (VASK) 1955. Þeir héldu því fram að hið innbyggða sjálfseftirlit skattsins myndi létta rfkinu störfin, því þegnarnir myndu passa hver annan og ríkið þyrfti því lítið ann- að að gera en að starfrækja fallöx- ina á þá Eirfka, sem sffellt virðast spretta upp, hversu margir hausar sem eru höggnir af þeim. Um þessar mundir eru því 30 ár liðin frá þvf að Frakkar tóku upp virðisaukaskatt og um 15 ár frá þvf að helstu nágrannaþjóðir okkar tóku hann upp. Það er þvf kominn rétti tfminn til þess að við tslendingar förum að fylgja for- dæmi þeirra. En við erum gjarnan 10—15 árum á eftir Norðurlönd- um í upptöku hverskonar hug- mynda sem þar brúkast. Má nefna sem dæmi mengjakennsluna, og hverskonar sálfræði- og félags- málaþjónustu. Meira að segja tók- um við ekki upp mengið í stað reiknikennslu fyrr en Svíar voru búnir að gefast upp á því. En 10—15 ár gætu svarað til þess tíma sem það tekur fslenskan námsmann að ljúka prófi í Sví- þjóð, þangað til hann er búinn að vinna sig upp í áhrifastöðu á ís- landi, hafandi dottið úr sambandi við sínar fyrri menntastofnanir meðan hann stóð í hinu hefð- bundna húsbyggingarstandi ís- landsmannsins. I Frakklandi er nú 20% virðis- aukaskattur almennt en 33,33% skattur á lúxusvöru. Og svo höld- um við því fram hér að okkar skattur eigi að vera „hlutlaus gagnvart framleiðslu, dreifingu og neyslu". Spurning sem fljótlega gæti komið upp hér er sú, hversu mikill lúxus lúxus sé. Svarið fer sjálfsagt eftir þeim sem skilgrein- ir. Ég stend hérna f rauninni án þess að hafa af því verulegar áhyggjur, hvort orð mín hafi ein- hver áhrif eða tilgang. Þau hafa það ekki, því með tilkynningu rfk- isstjórnarinnar frá 8. febrúar er búið að ákveða að taka þetta skattaform upp. Þessi fundur er þvf næsta tilgangslítill, nema það er alltaf gaman að drekka kaffi og kannski líka éta pönnukökur með þeim ágætu mönnum sem eru hér í dag. Þessi yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar er afdráttarlaus og virðis- aukaskattur verður settur á, end- ist henni líf og heilsa. En það er sosum f lagi að standa hér og vera að reyna að stýra for- tfðinni, það er hvort eð er ein eft- irlætisiðja fslendinga, sem geta talað sig upp í hita hvenær sem er út af Eysteinskunni, viðreisn, Gunnari og Geir eða Njáli og Skarphéðni. Framtíðin virðist nefnilega ekki koma á fslandi, það er bara núið, sem líður hjá. Ekki til hagsbóta Á hverju byggi ég það álit mitt að fyrirliggjandi virðisaukaskatt- ur verði þjóðinni ekki til þeirra hagsbóta sem af er látið? Hvað finnst mér um fyrirliggjandi frumvarp um virðisaukaskatt? í fyrsta lagi vil ég segja, að frumvarpið til laganna er ótvírætt og það er alveg hægt að fara eftir þvf. Skilgreining skattsins er hrein og klár og skatturinn er rökrænn. Það er heldur enginn vandi að gera upp söluskatt nú á tölvuöld, svo að of mikið er gert úr yfirburðum VASK. Greinargerðin með frumvarpinu er villandi, þvf þar í er að finna hreinar blekk- ingar, til þess fallnar að lokka menn til fylgis við frumvarpið á forsendum, sem lögin sjálf gefa engin fyrirheit um að verði til staðar. f öðru lagi tel ég, að með gildis- töku laganna aukist óbeinn skatt- heimtumöguleiki rfkisvaldsins, sem ég tel raunar ekki vera lýð- ræðislega kosið eins og nú háttar f kjördæmismálinu. Ég met þennan möguleika til þriðjungsaukningar á óbeinni skattheimtu, úr 10 millj- örðum, sem söluskattstekjur eru f dag, f 13 milljarða með skattlagn- ingu matvæla og húsnæðis- kostnaðar. Frumvarpið selur rfkisvaldinu sjalfdæmi um það, hvort því þóknast að skila ein- hverju til baka eða ekki af þessu aukna fé. Verði um endurgreiðslur að ræða þá er hér um aukningu þeirrar þróunar að ræða að fela ríkisvaldinu forsjá peninga okkar. Ég get ekki sem frjálshyggjumað- ur og kapítalisti stutt við slfka þróun. f þriðja lagi tel ég aukningu skriffinnsku verða með þvílíkum hætti i virðisaukaskatti frá núver- andi söluskattskerfi, að þjóðin muni tapa á breytingunni. í fjórða lagi kallar upptaka virðisaukaskatts skv. frumvarpinu á aukið rekstrarfé fyrirtækja. Ég tel að öflun rekstrarfjár sé nógu erfið eins og er. f fimmta lagi tel ég virðisauka- skatt verða verðbólguhvata sem okkur skortir ekki. Mér virðist úti- lokað að koma fram fimmtungs hækkun á Iífsnauðsynjum fólks og 10% hækkun á húsnæðiskostnaði (# ■ r Halldór Jónsson auk 5% hækkunar á lánskjaravísi- tölu á einu bretti án þess að verð- skyn almennings truflist verulega. Ég vísa til myntbreytingar okkar 1980, þegar okkur glataðist í mörgum tilvikum á nýkrónu og gamalkrónu. í sjötta lagi er það staðreynd, að söluskattskerfi okkar er mjög ódýrt í rekstri. Aðeins 10% af starfsliði skattstofa sjá um það ágætlega vel að 40% af ríkistekj- unum skili sér. Væri vilji til, væri hægt að snfða af þvf margan þann agnúa sem á þvf er talinn f dag, án þess að kostnaður við það ykist. f sjöunda lagi er ég ekki trúaður á að virðisaukaskattskerfið hald- ist undantekningalaust um alla framtfð eins og gefið er í skyn. Ég vísa til þess að stjórnmálamenn okkar eru þeir sem búið hafa til allar undanþágur f söluskattskerf- inu. Þeir eru enn í fullu fjöri. Áhuginn og upp- söfnunin Hvernig byrjaði þessi áhugi á virðisaukaskatti ? Eftir því sem mér virðist hófst umræðan að marki þegar iðnrek- endur fóru að tala réttilega um það, að söluskatturinn ylli upp- söfnun kostnaðar f endanlegu framleiðsluverði. Sfðan þetta var, hafa náðst fram, fyrir baráttu þessara aðila, ýmsar umtalsverðar bætur á þessari uppsöfnun, auk þess sem létt hefur verið á tollum og söluskatti af ýmsum aðföngum og vélum iðnaðarins. Nú er svo komið, að þessi uppsöfnun er ekki talin nema á bilinu 1—3% eftir greinum (bls. 33 í frv.). Ég fæ ekki séð, að þessar ráðstafanir hafi tor- veldað framkvæmd söluskattslaga minnstu ögn. Ég tel, að vel sé framkvæmanlegt að stíga skrefið til fulls f núverandi kerfi, þannig að engin veruleg uppsöfnun eigi sér stað, án þess að breyta þurfi um kerfi. En það var búið að hóa það oft upp í „makaríni og vikri“ um virð- isaukaskatt til þess að „tröllin f Arnarhvolshömrum" heyrðu söng- inn og fyndu blóðlyktina. Og nú drynur svo um munar i þeim að virðisaukaskatt skuluð þið fá, rýj- urnar mfnar, og hananú! Mér finnst að margir hafi lofað þennan skatt of mikið út frá sfnum þrengstu sjónarmiðum, án þess að líta til heildarinnar. Sannast hér sem fyrr, að þeir láta gjarnan mest af ólafi kóngi, sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Svo eru aðrir sem aldrei draga neitt f land skjótist þeim yfir eitthvað, einhverju sinni. Það heitir stefnufesta á máli ýmissa. Greinargeröin Og hvað sem er skrifað í grein- argerðinni með frumvarpinu? (Bls. 14:) „Söluskattskerfið hefur ýmsa veigamikla galla. Þar má helst nefna uppsöfnunaráhrif sölu- skattsins, sem hafa tilviljunar- kennd áhrif á framleiðsluaðferðir og samkeppnisaðstöðu atvinnu- greina. Sérstaklega skal í þessu sambandi bent á áhrif uppsöfnun- arinnar á samkeppnisaðstöðu ía- lenskra framleiðsluvara gagnvart erlendum, bæði á erlendum og innlendum mörkuðum. Reynt hef- ur verið að draga úr þessum skað- legu áhrifum á undanförnum ár- um með vfðtækum undanþágum og endurgreiðslu á uppsöfnuðum skatti. Því fer þó fjarri að tekist hafi að bæta þennan galla, en varla er þó unnt að ganga í núver- andi kerfi.“ Já, þann dag urðu þeir Heródes og Pilatus vinir. Fyrir 1,5% upp- söfnun að meðaltali vilja ýmsir glæstustu foringjar okkar fela rfkisvaldinu möguleika á stórauk- inni skattheimtu og sjálfdæmi í málum sem snerta hvert einasta heimili f landinu. En hafa allir hugleitt hvað kemur á móti því hagræði að losna við uppsöfnun- ina sem mér virðist ofmetin varð- andi fiskverðin og landbúnað sem eiga aðeins að greiða skv. frum- varpinu 10% og 9%. Samkvæmt frumvarpinu verður meðalbinding fjár vegna innkaupa 55 dagar. 25 daga 21% virðisauka- skattur verður ávallt í kassanum eins og 24% söluskattur er núna, hjá þeim sem hann innheimta. Þannig myndast þðrf fyrir aukið fjármagn, sem nemur minnst 55 daga innkaupum. Sé þessari fjár- þörf mætt með því að draga úr greiðslu á skuldum, til dæmis opinberum gjöldum, þá kostar það viðkomandi milli 4 og 8% þannig að hagnaðurinn getur verið fljótur að fara. Ég hef séð það einhvers staðar, að Danir hafi metið þessa auknu rekstrarfjárþörf til 18% af heildarþörf. Ætli bönkunum verði þetta útbært? Að fjölga uppgjörs- tímabilum er að vísu ein leið, en hún hefur líka ókosti. Arnarhvols- tröllin viðurkenna í greinargerð sinni (bls. 17) að: „Framkvæmd söluskattskerfis- ins hefur verið afar ódýr og litlu hefur verið til kostað. Þegar gerð- ur er samanburður á kostnaði við framkvæmd einstakra skattkerfa verður um leið að ihuga hvort ríkjandi framkvæmd á hverjum tíma fullnægi þeim kröfum sem talið er eðlilegt að gera til hennar, svo sem varðandi öryggi, eftirlit með skilum o.fl. Telja verður að svo hafi ekki verið að því er sölu- skatt og eftirlit með honum varð- ar, einkum með tilliti til hækkun- ar hans á síðustu árum og aukins mikilvægis í tekjuöflun ríkissjóðs. Af þessu leiðir að samanburður á kostnaði milli hinna ýmsu skatt- kerfa verður vart raunhæfur mið- að við rikjandi framkvæmd. Söluskattskyldir aðilar eru hlutfallslega fáir miðað við heild- arfjárhæð söluskattsins en það er nokkur kostur. Því fylgir hins veg- ar nokkur áhætta að innheimta svo hátt söluskattshlutfall sem hér er gert á einu og sama við- skiptastiginu og hefur sú áhætta aukist með hækkun skatthlutfalls- ins.“ Innheimtan Sé haft I huga að aðeins 1.600 fyrirtæki innheimta 85% af öllum söluskattinum og aðeins 300 fyrir- tæki af þeim innheimta 60% af öllum skattinum fer maður að verða vantrúaður á allt snakkið, bæði í Þjóðviljanum og Moggan- um, um stórkostleg söluskattssvik Eiríks. Því geti skattstofurnar ekki passað þessi 1.600 fyrirtæki, sem hafa yfirleitt þannig bókhald að þau geta ekkert svikið undan svo og þessa 7.400 skarfa, sem skila eða skila ekki þessum 15%, hvernig ætla þær þá að passa hina 20.000 gjaldendur virðisauka- skatts, þar sem um mörgum sinn- um fleiri færslur verður að ræða heldur en fjöldaaukning gjaldenda segir til um? Mér hefur skilist að það fáist ekki einu sinni mann- skapur á skattstofurnar í dag til þess að sjá um dagleg mál við óbreytt ástand í launamálum. Thorlaciusi virðist ekki hafa tek- ist þrátt fyrir mikið og gott verk- fall sl. haust að hækka kaupið hjá Ársæli vansæla nægjanlega til þess að nauðsynleg aðsókn mynd- ist í eftirlitsstörf þar. Viðurkennt er (bls. 35 I frum- varpinu) að „telja verður það ofmælt að í kerfinu felist umtals- vert sjálfseftirlit með hagsmuna- árekstrum innheimtuaðila." Hin franska raffinering upphefst þannig að einhverju leyti af bú- mannshyggindum Eiríks hins mörlenska. Hann mun halda áfram að kaupa og selja nótulaust eftir behag og bilskúrsiðnaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.