Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 38
AUK hf. Auglysmgastofa Kristínar 43 80 38 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR16. MARZ 1985 Fjölbýlis HÚS- . FRIÐUR Lausn fyrir húsfélög Það getur verið óþægilegt og erilsamt að rukka - sérstaklega nágranna sína. Nú býðst gjaldkerum húsfélaga, að leggja annasama og oft erfiða innheimtu á herðar Verzlunarbankans. Bankinn sér einnig um greiðslu reikninga og bókhald. Þetta er tölvuþjónusta, sem auðveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreiður húsfélaga. Verzlunarbankinn getur þannig stuðlað að góðu andrúmslofti og húsfriði í fjölbýli. HELSTU ÞJÓNUSTUÞÆTTIR ERU ÞESSIR: Bankinn annast mánaðarlega tölvuútskrift gíróseðils á hvem greiðanda húsgjalds. A gíróseðlinum em þau gjöld sundurliðuð sem greiða þarf til húsfélagsins. 2. 3. Þau gjöld sem húsfélagið þarf að greiða, færir bankinn af viðskipta- reikningi og sendir til viðkomandi á umsömdum tíma. Bankinn útvegar yfirlit sem sýnir stöðu hvers húsráðanda gagnvart húsfélaginu, hvenær sem þess er óskað. Auk þess liggur fyrir í lok hvers mánaðar yflrlit sem sýnir sundurliðaðar hreyfingar, er mynda grunn rekstrarbókhalds og í árslok heildarhreyfmgar ársins. 4. 5. Tölvan getur breytt upphæð húsgjalda í samræmi við vísitölu og reiknað dráttarvexti, sé þess óskað. Gíróseðlana má greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Bæklingur liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans en einnig getur þú hringt og fengið hann sendan heim. V6RZLUNRRBRNKINN -vúuuvt tMépéft! Kaffidagur Dýrfirðinga I FRÉTTABRÉFI frá stjórn Dýrfirð- ingafélagsins í Reykjavík segir að félagið haldi árlegan „Kaffidag" fé- lagsins í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. marz nk. Hefst hann með messu í kirkj- unni kl. 2 og kaffisðlu í félags- heimili kirkjunnar að lokinni messu. Allur ágóði af kaffisölu rennur til byggingar dvalarheim- ilis aldraðra í Dýrafirði, sem hefst á þessu ári. Allir velunnarar Dýrfirðinga eru velkomnir. Félagsmenn 65 ára og eldri eru sérstaklega boðnir. Godard fær viðurkenningu kaþólskra f FRÉTT í Le Monde 1. mars sl. kemur fram að nýjasta kvikmynd J.L. Godard „Jes Vous Salu, Maria“ fékk mjög góðar viðtökur á Kvik- myndahátíðinni í Berlín sem haldin var nýverið. Það vekur þó mesta athygli að kvikmyndin fékk viðurkenningu hjá evangelískum og kaþólskum dómnefndum þar í landi. Kaþólska dómnefndin hvetur menn til þess að sjá kvikmyndina fordómalaust, og hrósar Godard sérstaklega fyrir þá miklu virðingu sem hann sýnir óútskýranlegum hlutum svo sem lífinu og ástinni og fléttar saman hreinleika og holdlegar lystisemdir. Kennaradeilan: Askorun frá BHM um lausn „Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna minnir enn á þá stað- reynd, að kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hafa hin síðari ár versnað mjög miðað við kjör há- skólamanna á almennum vinnu- markaði. Á þetta ekki síst við um háskólamenntaða kennara, sem dregist hafa jafnt og þétt aftur úr ýmsum viðmiðunarhópum þrátt fyrir að störf þeirra geri sífellt meiri kröf- ur eins og fram kemur í skýrslu menntamálaráðuneytisins um endurmat á störfum þeirra. Framkvæmdastjórn Bandalags háskólamanna skorar því á ríkis- valdið að ganga nú þegar til samn- inga við Hið íslenska kennarafé- lag um viðhlítandi leiðréttingu á kjörum kennara þannig að kennsla geti á ný hafist í fram- haldsskólum landsins." Skemmtun fyrir þroskahefta og adstandendur SUNNUDAGINN 17. marz nk. stendur JC-Breiðholt fyrir skemmt- un í Félagsmiðstöðinni Árseli { Árbe, og er hún haldin fyrír þroska- hefta og aðstandendur þeirra. Hefst hún kl. 2.00 e.h. með dansi, inn á milli verður brugðið upp skemmtiatriðum og farið í leiki. Áætlað er að þessu ljúki um 17.00. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. (FrétUtilkynning) Nafnaruglingur t frétt Mbl. um fjöltefli a Selfossi var rangt farið með nafn þess er gerði jafntefli við Margeir Pétursson. Það var Steinþór Ingi Þórisson, sem jafnteflið gerði, en ekki bróðir hans, Þórir Þórisson, eins og sagði í fréttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.