Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.03.1985, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Pilturinn játaöi á sig morðið NÍTJÁN ára gamall piltur, Sigurður Adolf Frederiksen, var í Sakadómi Kópavogs í gær úrskurðaður í gæzluvarðhald til 1. júní næstkomandi að kröfu Kannsóknarlögreglu ríkisins vegna rannsóknarinnar á morði Jósefs Liljendals Sigurðssonar. Dómari í réttarhaldinu spurði Sigurð Adolf, hvort hann væri valdur að dauða Jósefs heitins. „Já,“ svaraði hann. Hann var ekki spurður frekar um málavöxtu, en aðeins var verið að taka afstöðu til úrskurð- ar um gæzluvarðhald. Sigurður Adolf Frederiksen var handtekinn að morgni fimmtu- dagsins. Við yfirheyrslur hjá RLR á fimmtudagskvöldið viðurkenndi hann, að til átaka hefði komið milli hans og Jósefs heitins á tré- smíðaverkstæði Jósefs, en bar við minnisleysi og kvaðst ekki muna hvernig átökin enduðu. Engar yfirheyrslur fóru fram yfir piltinum í gær. Unnið var að gagnaöflun og vitni kölluð fyrir til að gefa skýrslur. Áströlsku stúlkurnar á Patreksfirði: Taka karlpeninginn með sér við brottfor Patrrlurfirfti. 15. un. ÞAÐ sem af er vetrar hefur tíðarfarið bér verið með eindæmum gott miðað við tvo síðustu vetur, sem voru þeir erfiðustu og snjóþyngstu I manna minnum. Atvinna hefur verið næg og jafnan skortir vinnuafl, sérstaklega í nskvinnslu. Síðustu árin hafa ekki önnur árræði verið talin betri en fá hingað vinnuafl alla leið frá Ástralíu. Þetta hafa aðallega verið ungar stúlk- ur. Flestar hafa þær ekki verið lengur en eitt til tvö ár og hafa þá snúið aftur með feng sinn, það er vel vinnufæran karlmann, sem hyggst prófa eitthvað nýtt í framandi landi. Félagslíf hefur verið með svipuðu sniði og fyrri vetur. Fyrir utan árshátíðir og þorrablót ýmissa fé- laga hefur bridgefélagið verið all- öflugt og verið með regluleg spila- kvöld. Hafa þátttakendur verið töluvert margir. Norræna félagið hefur starfað af nokkrum krafti. Övind hefur einnig komið upp hljóðfæraverzlun hér á staðnum. Er nú svo komið, að vart verður um bæinn gengið öðru vísi en að heyra hljóðfæraslátt og blástur úr ein- hverju húsinu. FréttariUri Minni bátar eins og þessi hafa að undanfornu verið fengsælir þegar gefið hefur á sjó enda er vertíð nú að komast í eðlilegt horf eftir verkfall sjómanna. Það má því segja að nafn þessa báts, sem Ijósmyndari Morgunblaðsins, Olafur K. Magnússon, festi á filmu við Grindavíkurhöfn, sé táknrænt fyrir netabátana. Lífeyrissjóðiir verzlunarmanna: Lánstíminn lengdur og greiðslubyrðin lækkuð Það hefur staðið fyrir kynningu á hinum Norðurlöndunum. Fyrir skömmu var Noregskynning og þótti hún takast nokkuð vel. Norsk- ur maður, Övind Solbak, sem flutt- ist hingað fyrir þremur árum, kynnti heimaland sitt og bauð siðan upp á kaffi á norska vísu. Þess má geta, að Övind hefur byggt upp hið blómlegasta tónlistarlíf. Hér starf- ar nú tónlistarskóli með 105 nem- endum ásamt lúðrasveit og kórum. STJORN Lífeyrissjóðs verzlunar- manna ákvað á fundi sínum í gær að gefa lántakendum sínum kost á lcngingu lána um 5 ár til að færa greiðslubyrði af lánunum aftur í það horf sem hefði verið, ef ekki befði komið til misgengis launa og vísi- talna. Ennfremur ákvað stjórnin að gefa þeim sjóðsfélögum, sem eru að eignast sína fyrstu húseign, kost á 400.000 króna láni til 37 ára. Guðmundur H. Garðarsson, formaður sjóðsstjórnar LV, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að þeim, sem tekið hefðu lán hjá sjóðnum á tímabilinu 1979 til 1. sept 1984 gæfist með þessu kostur á lengingu lánanna um fimm ár, en af þessum lánum hefðu fastir vextir verið 2% til 15. maí 1984 og 3% til 31. ágúst sama ár. Sjóðsfé- lagar hefðu getað valið um láns- tíma frá 10 árum upp í 32, þannig að nú gæti lánstíminn orðið á bil- inu 15 til 37 ár. Væri tekið mið af lánstíma, sem lengdist úr 20 í 25 ár, þýddi það, að greiðslubyrði yrði svipuð og þegar lánið var tek- ið. Á lánum, sem tekin hefðu verið til styttri tíma, minnkaði greiðslu- byrðin enn meira. Væri tekið mið af lengingu 80.000 króna láns frá 1981 úr 10 í 15 ár kæmi í ljós, að greiðslubyrðin lækkaði um 64%. Við lántökuna var greiðslubyrði 1,86 föld mánaðarlaun á ári, en að öllu óbreyttu hefði hún nú verið 2,14 föld mánaðarlaun. Eftir breytinguna yrði greiðslubyrðin hins vegar 1,37 föld mánaðarlaun á ári. Þá sagði Guðmundur, að fyrir hækkun lána til þeirra, sem greitt hefðu í sjóðin í fimm ár, hefðu þau numið 240.000 krónum og verið til 32 ára. Nú næmi upphæðin 400.000 krónum til 37 ára væru sjóðsfé- lagar að eignast sína fyrstu hús- eign. Næmi þessi hækkun tæpum 67%. Morgunblaðið/Björn Ingi Hrafnsson ÞyrUn komin til Reykjavíkur ad lokinni fórinni vestur. 32 riðuveikikindur skotnar úr þyrlunni ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar fór í óvenjulegt verkefni í gær meó skytt- ■r frá lögreglunni í Reykjavík innanborðs. Erindið var að skjóta úti- gangskindur í fjöllum á sunnanverðum Vestfjörðum. Heimamenn ieituðu á náðir veiki. Alls voru 32 kindur skotn- Gæzlunnar og lögreglunnar þar ar, fjórar í Sigluneshlíðum á sem þeim reyndist ekki unnt, Baröaströnd og 28 í fjallinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, Tálkna milli Patreksfjarðar og að ná kindunum, sem farga varð Tálknafjarðar samkvæmt lagaboði vegna riðu- Magnús L Sveinsson, formaður VR, um samning Flugleiða og flugmanna: „Við tækjum slíku tilboði samstundis“ „Auðvitað er þessi samningur ekkert sambærilegur við þá samninga sem við gerðum í haust — það er langt því frá. Það var samið um 23 til 25%, og okkur hefur aldrei verið boðið neitt umfram það. Það er því hyldýpi á milli flugmannasamninganna og ASÍ/VSÍ-samninganna, “ sagði Magnús L Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, f samtali við Mbl. Langstærstur hópur starfsmanna Flugleiða er í VR og var Magnús því spurður álits á kjarasamningi Flugleiða og flugmanna og hvaða áhríf hann teldi þann samning hafa á samningagerð VR við Flugleiðir. „Okkar samningar gilda lfka til ársloka, þó þeir séu að vísu með uppsagnarákvæðum,“ sagði Magn- ús, „þannig að það er bara fyrir- sláttur að bera því fyrir sig að flugmannasamningurinn sé eitt- hvað sérstakur, þar sem hann gildir til ársloka." „Ef þeir hjá Flugleiðum eru til- búnir til þess að tryggja að skrifstofufóík fái þennan sam- ning, gegn því að draga til baka heimild til uppsagnar samning- anna 1. september, á þessu ári,“ sagði Magnús, „þá er ég sannfærð- ur um að við tækjum sifku tilboði samstundis. Ef við fáum fyrir þessa 4 mánuði sem uppsagnar- ákvæðið myndi framlengjast, bilið á milli 25 og upp í 37%, er það stærri biti en okkur hefur staðið til boða fram að þessu. Ég vona bara einlæglega að félögum okkar í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, sem vinna hjá Flugleiðum, standi þetta til boða, þvi það ligg- ur alveg ljóst fyrir, að það mun ekki standa á okkur að ganga að þeim samningi." Sjá bls. 4 ummæli forsætisráð- herra um samningana: Hættulegir, ef þeir eru langt umfram það sem gerst hefur. Og ummæli forstjóra Flugleiða: Tilbúnir til að semja á svipuðum nótum við aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.