Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.1985, Page 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK 63. tbl. 72. árg.____________________________________LAUGARDAGUR 16. MARZ 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Tancredo Neves Neves veikt- ist og gat ekki svarið eiðinn Rrasilíu, 15. mars. AP. ST4ÍRNTA og fjölmennasta ríki Suóur-Ameríku kvaddi herstjórn með formlegum hætti f dag. Varaforseti landsins, Jose Sarn- ey, sór embættiseið, en forsetinn, Tancredo Neves, veróur að bíöa betri tíma, hann veiktist aöeins fimm klukkustundum áöur en hann átti aö sverja eiðinn og var á skuröborði meðan Sarney tók viö völdum til bráöabirgða. Grunur lék á að Neves hefði fengið botnlangakast, en það fékkst ekki staðfest, aðeins að hann væri ekki talinn i lífs- hættu og væri raunar þegar á góðum batavegi. Embættis- menn sögðu að Neves myndi sverja eiðinn og taka við æðsta embætti landsins eins fljótt og auðið væri. Neves veitir for- sæti fyrstu borgarastjórn i Brasilíu síðan 1964. STÓRMEISTARAR Helgi Ólafsson bættist i litinn hóp íslenskra stórmeistara í skák í gær og í tilefni dagsins heimsótti Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrum forseti Alþjóðaskáksambandsins hann á heimili foreldra hans í gærkvöldi. „Auðvitað gleðst maður yfir þessum áfanga Helga, það hlaut að koma að þessu og það er gaman fyrir hann að ná titlinum á undan yngri strákunum," sagði Friðrik. „Þetta er léttir, en það hlaut að koma að þessu. En þetta var erfitt og ég þurfti heppni í stoðunni," sagði Helgi glaðhlakkalegur. Á meðfylgjandi mynd ræða þeir Helgi og Friðrik lokastöðu taflsins sem færði Helga stórmeistaratignina. Sjá á bls. 31 skákina sem tryggöi Helga stórmeistaratitilinn. Deilumál í Belgíu til lykta leitt: Stjórnín tók af skarið með meðaldrægu flaugarnar Brussel, 15. nurs. AP. STJÓRNVÖLD í Belgíu samþykktu í dag að hefja uppsetningu 16 fyrstu meöaldrægu kjarnorkueldflauganna, sem til stendur aö koma þar fyrir á vegum Atlantshafsbandalagsins. Alls verða flaugarnar 48, en uppsetn- ingu þeirra 16 sem byrjað verður á mun verða lokið í lok þessa mánaðar. Martens, forsætisráðherra Belgíu, sagði að til greina kæmi þó að fresta uppsetningu 32 flauganna í 6 mánuði, það færi allt eftir því hvernig afvopnunarviðræðurnar gengju fyrir sig í Genf. Samkvæmt áætlun átti aö setja upp hinar eldflaugarnar í árslok 1987. Wilfred Martens sagði að stjórn- völd hefðu ákveðið að hefjast handa við eldflaugarnar þegar utanríkis- ráðherranum, Tindemanns, hafði mistekist að fá sovéska ráðamenn til að falla frá þeirri skoðun að við- ræður um fækkun meðaldrægra kjarnorkueldflauga væru nátengd- ar þeim kröfum að Bandaríkjamenn hætti þegar í stað rannsóknum sín- um á geimvarnarkerfinu gegn kjarnorkuvopnum. „Sovétmenn hafa auk þess bætt við SS-20-flaug- um og því sýnum við þessa sam- stöðu með NATO,“ sagði Martens. Viðbrögð við aðgerðum belgísku stjórnarinnar voru ekki á einn veg. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagðist verulega ánægður og ákvörðun belgísku stjórnarinnar væri heillaspor fyrir NATO. Carr- ington, framkvæmdastjóri NATO, sagði tíðindin góð, þau myndu stuðla að samkomulagi í Genf, því það „ætti alls ekki að vera með til- slakanir fyrr en viðræður væru hafnar", eins og hann komst að Uppreisnarmennirn- ir sækja í sig veðrið Reirát 15. mars. AP. ^ ^ 1 ivutrs. Al^ UPPREISNARMENN í rööum krist- inna hægri manna náöu í dag á sitt vald síöasta víginu í Austur-Beirút úr höndum þeirra, sem hliðhollir eru Amin Gemayel forseta landsins. Féll vígiö cftir tuttugu mínútna langan skotbardaga. Tveir menn féllu og nokkrir særðust Foringjar uppreisn- armanna hafa stoönaö „neyöarráö“, sem hefur þaö hlutverk aö knésetja flokk kristinna falangista. Sýrlend- ingar hafa látið í það skína að þeir líti mál þetta alvarlegum augum og þeir muni ekki líða uppreisnina. í Vestur-Beirút, þar sem órói hefur til þessa verið talsvert meiri en í austurhlutanum, var breskum sendiráðsstarfsmanni rænt i dag og er hann annar breski þegninn sem gripinn er af mannræningj- um á tveimur dögum. Þegar sá fyrsti hvarf var talið að um mis- tök hefði verið að ræða, ræningj- orði. Á hinn bóginn voru Belgar gagnrýndir heiftarlega hjá sovésku flokksfréttastofunni og þeir sagðir vera að kynda undir vigbúnaðar- kapphlaupinu og grafa undan við- ræðunum í Genf. arnir hefðu talið hann bandarísk- an. Nú telur enginn slíkt lengur. f Suður-Líbanon réðust ísraelar í morgun með 100 manna herlið og skriðdreka á þorpið Barish og gerðu þar umfangsmikla leit að vopnum og skæruliðum. Nokkrir voru handteknir og ísraelarnir sprengdu tvö hús, sem þeir sögðu full af vopnum, i loft upp. Mann- fall varð ekkert. Barn en ekki sprengja Jerásalem. 15. mars. AP. Sprengjusérfræöingar lögregl- unnar í Jerúsalem voru aö búa sig undir að sprengja í loft upp dul arfullan pakka á markaöstorgi í borginni í morgun, þegar þeir uppgötvuöu aö í honum var aö finna nýfætt barn, sem haföi veriö yfirgefiö. Lögreglumenn héldu fyrst að í pakkanum væri sprengja, sem hermdarverkamenn hefðu skil- ið eftir, eins og algengt er þar í landi. Þeir hugðust nota fjar- stýrt vélmenni til að sprengja hann upp og voru að búa sig undir það þegar þeir heyrðu veikan grát koma frá pakkan- um. Barnið var tafarlaust flutt I sjúkrahús og herma fréttir þaðan að það sé við bestu heiisu. Tilraunir til að hafa upp á foreldrum þess hafa enn engan árangur borið. írakar segjast hrekja írani af herteknu svæði Rmghdad og Nikósíu, 15. mmre. AP. MIKLIK bardagar geisuöu í dag í Huwaizab-mýrlendinu, skammt frá þjóö- veginum milli borganna Basra og Bagdad í írak. íranir hafa hreiðrað um sig þar að undanförnu og þeir sögðust hafa sótt enn lengra fram f dag, írakar sögöu á hinn bóginn að þeir heföu hrakiö frani til baka og væri í þann mund að endurheimta allt sitt landssvæði. Hvað svo sem þarna er í raun að gerast, þá logar allt í ófriði, fréttamenn höfðu það eftir ferða- mönnum sem áttu leið um þjóð- veginn, að mikill sprengjugnýr bærist frá svæðinu og þotur og þyrlur íraka væru á stöðugum þönum til og frá. Sjálfir segja fr- akar, að þeir hafi stökkt írönum á flótta með skriðdrekasveitum sín- um og „gífurlegur fjöldi írana“ hefði fallið og „fjöldi brynvarinna vígvéla“, eins og komist var að orði í útvarpi íraksstjórnar. Sýndu írakar fréttamyndir í sjón- varpi frá átakasvæðinu og svo langt sem augað eygði mátti sjá lík íranskra hermanna eins og hráviði um allt og skriðdreka og herbíla í ljósum logum. Á móti sögðust íranir hafa drepið 1.200 íraska hermenn, en vont væri að eiga við þá, því þeir væru farnir að nota eiturgas á nýjan leik. frakar gerðu árásir á nokkrar íranskar borgir í dag og ollu nokkru mann- og eignatjóni. íran- ir hótuðu á móti að skjóta eld- flaugum á allar borgir í Irak utan þar sem bænahús shita væri að finna, ef frakar létu ekki af skothríð á óbreytta borgara. Þá gerðist það í Teheran í dag, að óþekktur hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp á fjölmenn- um útifundi þar sem Ali Khameini forseti írans hélt ræðu. Fimm manns létu lífið og margir urðu sárir. Khameini sakaði ekki og hann hélt ræðu sinni áfram nokkrum minútum eftir spreng- inguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.