Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JHorgxutblabib ÞRIÐJUDAjGUR 9. MAÍ 1978 Ljósm. Mbl. Friðþjófur Við þinglausnir á laugardag. Geir Ilallgrímsson forsætisráðherra kveður Ingólf Jónsson, sem lætur nú af þingstörfum eftir 36 ára setu á þingi þar af nær 15 ár í ráðherrastóli. Sjá grein á hlaðsíðu 27 í hlaðinu í dag ,;VIÐ VONUMST til þess að Islendingar hætti hvalveiðum sjálfviljugir næstu 10 árin «g taki forystu í þessum málum í heimin- um. Ef þeir gera það ekki komum -------□ ----------------------------□ við á íslandsmið þegar hvalvertíð hefst á skipi okkar Rainbow Warrior og reynum eftir mætti að hindra hvalveiðar íslendinga í sumar." sögðu þeir Alan Thornt- AJan Thornton t.v. og Remi Parmenter. on og Remi Parmenter fulltrúar Greenpeace samtakanna í gær. er þoir kynntu málefni samtakanna. Þeir félagar sögðu, að áður en Rainbow Warrior héldi á Islands- mið, kæmi skipið við í 9 borgum og bæjum í 7 löndum Evrópu, þar sem málstaður samtakanna yrði kynntur. Á skipinu yrði 22 manna áhöfn, allt áhugamenn, en stór hluti vanir sjómenn með öll réttindi. Þeir kváðu að kostnaður við mótmælaaðgerðirnar væri áætlaður 50 þús. sterlingspund eða milli 23 og 24 millj. ísl. kr. Thornton og Parmenter virtust leggja mesta áherzlu á að friða langreyðina og sögðu þeir að veiðar íslendinga undanfarin ár og þá sérstaklega í fyrra sýndu að stofninn væri á miklu undanhaldi. Þá kváðu þeir að hin mikla loðnuveiði setti stofninn í mikla hættu, þar sem langreyður lifði mikið á loðnu. Jón Jónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar og Þórður Framhald á bls 28. Suðurnesjamenn ræða við forsætisráðherra: „Við sitjum ekki lengi með verk- fallsheimildina’ ’ — segir Karl Steinar Guðnason í Keflavík „VERKALÝSFÉLÖGIN hér á Suðurnesjum og vinnuvejtendur fóru fram á fund með forsætisráð- herra og fleiri ráðherrum og Mótmælin kosta Greenpeace 24 milljónir kr.: Rainbow Warrior kem- ur við í 9 borgum áður en skipið f er til Islands Grásleppu- bátur kærð- ur fyrir veið- ar án leyfis LANDHELGISGÆZLAN hefur kært vélbátinn Auðbjörgu HU 6 frá Skagaströnd fyrir að stunda grásleppuveiöar án teyfis. Var mál skipstjórans tekið fyrir hjá sýslumanninum á Blönduósi í gær. Auðbjörg er 23 tonna bátur. Var sótt um grásleppuveiðileyfi fyrir bátinn í vor en sjávarút- vegsráðuneytið synjaöi um leyf- ið, bar sem ekki eru veitt leyfi stærri bátum en 12 tonna. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar fengu útgerðar- aðilar bátsins síðar leyfi fyrir lítinn plastbát, sem þeir áttu. Þegar veiðarnar hófust bárust kvartanir til sjávarútvegsráðuneytisins um að eigendur Auðbjörgar notuðu bátinn við veiðarnar. Var málið kannað og kom varöskip að Auðbjörgu að veiðum og var málið þá kært. verður sá fundur væntanlcga á miðvikudag.smorgun." sagði Karl Stcinar Guðnason formaður Vcrkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við erum með ákveðnar tillög- ur varðandi okkar svæði,“ sagði Karl Steinar, „um stöðu atvinnu- mála hér og hvernig leysa megi þessa kjaradeilu. Við munum ekki sitja lengi með þá verkfallsheimild sem við höfum fengið ef ekkert verður að gert og við erum ekki aðeins með fiskinn á okkar svæði heldur einnig flugið og það mun því hrikta í ýmsu ef til aðgerða þarf að koma af okkar hálfu.“ Embætti ríkis- sáttasemjara verður aug- lýst bráðlega „IIIÐ NÝJA embætti ríkissátta- semjara verður auglýst mjög bráðlega." sagði Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en ný lög um sáttastörf í vinnudeilum ganga í gildi 1. júní n.k. Lögin bjóða að embætti sáttasemjara ríkisins verði fullt starf í stað þess að vera hliðar- eða aukastarf eins og verið hefur. Leitað að heitu vatni í Reykjavík: Borað niður á 3.500-3.800 m „NÚ ER verið að hefja borun á tveimur holum fyrir hitaveituna, þar sem ætlunin er að fara mun dýpra en áður og reyna að kanna hvort vatnslög eru undir því svæði, sem dýpst hefur verið borað í hingað til,“ sagði Birgir ísleifur 7 5 íbúðir fyrir aldraða í notkun í næstu viku 94 íbúðir til viðbótar í haust og um áramót í NÆSTU viku verða teknar í notkun 75 íbúðir fyrir aldraða í fjölbýlishúsi við Furugerði. Verð- ur flutt í þessar íbúðir 17., 18. og 19. maí n.k. Þá er stefnt að því, að framkva'mdum við dvalar- heimili fyrir aldraða í Lönguhlíð verði lokið í haust og íhúðir þar teknar í notkun þá og ennfremur er gert ráð fyrir, að íhúðir í dvalarheimili fyrir aldraða við Dalhraut verði teknar í notkun fyrir eða um áramót. Við Löngu- hlíð og Dalbraut verða samtals 94 fbúðir. Á síðustu 5 árum hefur verið varið um 1700 milljónum króna til byggingar 194 íbúða fyrir aldraða og er þá reíknað með þeim íbúðum, sem nú eru á lokastigi fram- kvæmda. Ennfremur er í þessari upphæð kostnaður við hjúkrunar- heimili fyrir 25 langlegusjúklinga í Hafnarbúðum. Fyrir voru 30 íbúðir aldraðra í Austurbrún 6 og 60 íbúðir að Norðurbrún 1. Byggingarframkvæmdir þessar í þágu aldraðra eru í samræmi við samþykkt borgarstjórnar Reykja- víkur um að 7,5% af álögðum útsvörum í Reykjavík skuli varið til nýrra íbúða, dvalarheimila og hjúkrunarheimila í þágu aldraðra. Á árinu 1974 var gerð áætlun um byggingu leiguhúsnæðis fyrir aldr- aða en samkvæmt henni er stefnt að því að byggja á 10 ára tímabili 350 hentugar eins og tveggja herbergja íbúðir fyrir aldraða. Ellilífeyrisþegar í Reykjavík eru nú um 8000 talsins eða um 10% borgarbúa. Á árinu 1986 er talið, að fjöldi þeirra verði kominn í rúmlega 11000 og hlutfall þeirra af heildinni hærra en nú. Gunnarsson borgarstjóri á hverfa- fundi í Breiðholti á sunnudag. „Ætlunin er að fara allt niður á 3.500— 3.800 metra dýpi og vita, hvort þar leynast vatnsæðar, sem nýta má fyrir hitaveituna. Þetta vcrður mjög spennandi fram- kvæmd og mikil eftirvænting að sjá, hver árangur þessara borana verður." Borgarstjóri sagði að þessar tvær holur yrðu boraðar við Sjómanna- skólann, á gamla Framvellinum, og neðan við Suðurlandsbraut fyrir neðan Hótel Esju. Dýpsta hola hitaveitu Reykjavíkur nú er 2.300 metrar. Aðrar helztu framkvæmdir hita- veitunnar í ár sagði borgarstjóri vera að ljúka borunum og virkjun- um í Mosfellssveit. Ný dælustöð í Reykjahlíð vverður tekin í notkun og fjórar holur verða virkjaðar í sumar. Enn er eftir að bora þrjár, fjórar holur í Mosfellsdal og verður því lokið í haust eða á næsta ári. Ný dreifikerfi eru nú aðallega lögð í Breiðholti og Árbæjarhverfi og lítils háttar í nágrannabæjunum á nokkr- um stöðum. Ennfremur verður nú lögð hitaveita á Grandagarð og í Örfirisey og þar afgreitt vatn til þvotta í skipum. Nú er verið að byggja Reykjaæð; frá Elliðaám að geymunum í Öskjuhlíð, og kannaðir verða möguleikar á frekari varma- öflun innan borgarlandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.