Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 41 Læriðvélritun Ný námskeið hefjast þriðjudaginn 16. maí. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavínna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. VélritunarskQlinn Suðurlandsbraut 20 + Árið 1811 reyndi Albrecht Berblinger að fljúga með aðstoð þessa tækis. Sú tilraun hans mistókst. Nú hefur uppfinning hans verið endurbœtt að nokkru og þá kom í Ijós að tækinu var hægt að fljúga. Sá sem það gerði heitir Klaus Tánzler, og er frægur svifflugmaður. ,flugvél“ Berblingers kemur m.a. við sögu í kvikmynd sem Edgar Reitz er að gera um upphaf flugsins. Og í sambandi við þá kvikmynd hefur loftbélgur Montgolfiers frá árinu 1783 verið endurbyggður. + Eplið fellur ekki langt frá eikinni. Svo mikið er víst að oft feta börn í fótspor feðra sínna. Svo er einnig með börn frægra leikara og listamanna. Tatum 0‘Neal er ein peirra sem hafa lagt leiklistina fyrir sig, pó hún sé ekki há í loftinu. Hún nýtur mikilla vinsælda meðal áhorfenda, en ekki meðal peirra sem purfa að vinna með henni. Hún er sögð frek og skapstór, og allir sem vinna með henni kvíða fyrir hverjum degi. Faöir hennar er leikarinn Ryan 0‘Neal, sem fékk allan heiminn til að vatna músum í myndinni „Love Story“. Tatum hefur m.a. leikið í myndunum „Paper Moon“ og „Nickelodeon“. + Nixon. fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. á ekki miklum vinsaddum að fagna. að minnsta kosti ekki meðal allra. Tom Flanitían og Bill Boleyn eru meðal þeirra sem ekki eru yfir sig hrifnir a forsetanum fyrrverandi. Þeir hafa hafið herferð gegn nýútkomnum endurminningum forsetans fyrrverandi. Þeir hafa látið prenta á boli og auglýsingaspjöld. þar sem þeir hvetja fólk til að kaupa ekki æviminningar Nixons. Til þessa hafa þeir varið um 39.000 dollurum til herferðarinnar. Á myndinni sjáum við þá félaga með eitt slíkt auglýsingaspjald á milli sín. Á því stendur „Kaupið ekki bækur eftir þrjóta“ og „bindumst samtökum gegn endurminningunum.“ + Shirley Temple vann hug og hjörtu allra sem hana sáu fyrir rúmum 10 árum. Hún heitir nú Shirley Temple Black og er orðin fimmtug. Hún segist aðeins eiga skemmtilegar end- urminningar frá a>sku sinni og lífið þá hafi verið dásamlegt. A myndinni vinstra megin er hún í hlutverki sínu í kvikmyndinni „Little Miss Marker". En mynd- in hægra megin er tekin á fimmtugsafma'li hennar fyrir nokkrum dögum. LAUGAVEGI66 SIMI nvnFRnmm Teg: 860 Dömujakki Efni: Terylene, nylon-fóöur. Stæröir: 38—46. Litir: Ijósdrapp, Ijósgrænt, dökkblátt gulgrænt og Ijósbrúnt. SEnoum GEcn pöstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.