Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 45 VELVAK ANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI p^l/^Arrs^-ua'u ir Afgreiðsludaman segir þá að ég fái ekki lengur umtalað lyf gjaldfrítt nema ég fái nýtt skilríki frá sjúkrasamlaginu og verði ég því aftur að leita heimilislæknisins til að fá beiðni svo sjúkrasamlagið geti endurnýjað skilríkið. Ég var alveg agndofa, sár- óánægður og svo hissa. Spurði ég svo afgreiðslustúlkuna hvernig í þessu lægi, en hún svarar því að nú sé bre.vting orðin á öllu þessu. Ég varð bara sárreiður yfir þessu en stillti mig, enda ekki afgreiðslu- fólkinu um að kenna. Ég hætti svo öllu mögli og borgaði eins og til stóð og fór út að því loknu. • Ég verð nú að segja að þessi mál eru nú orðin ærið flókin ef lögleg samþykkt er fengin f.vrir því að endurnýja þurfi skilríkin hvað eftir annað sem gilda á í 2 ár samkvæmt undirskrift f.vrirtækis. Það þykir kannski djarft að telja svona Iagað nálgast samningsrof, en fróðlegt væri að fá að vita hvaða tilgangi svona lagað þjónar. • Verst fyrir aldraða Það er ekki óeðlilegt að fólk verði alveg agndofa þegar allt íeinu verður skyndibreyting á ýmissi þjónustu fólki til mikils óhagræðis þegar fyrirgreiðslu er þörf. Og það er alveg áreiðanlegt að þegar ýmsar flækjur koma á opinbera þjónustu þá kemur það langharðast niður á gömlu fólki. En því ekki að reyna að gera alla þjónustu fyrirtækja eins einfalda og unnt er? Það eru fleiri fyrir- tæki en sjúkrasamlagiö sem þarna eiga hlut að máli. Og ekki má 1 heidur gleyma að til eru fyrirtæki sem hafa miðað að því að gera alla afgreiðslu þægilegri fyrir fólk. En því miður eru ýmsar flækjur komar í spilið hjá ýmsum fyrir- tækjum, fólki til stóróþæginda, einkum gamalmennum. Mér virðist að svona mál mætti taka til enn meiri athugunar en hingað til. Það væri a.m.k. æskilegt að öll þjónusta fyrirtækja yrði ekki gerð flóknari en vera þarf. Eyjólfur Guðinundsson." Við þessa sögu er litlu að bæta, en hún sýnir að hafa verður vakandi auga fyrir því að þjónusta hvers konar sé eins einföld og þægileg og hún getur verið. Hitt er annað varðandi lyf að vera má að þjónusta kringum þau verði að vera nokkuð flókin e.t.v. til aö koma í veg f-yrir misnotkun. Þessir hringdu . . . • Málum skólann Vesturbæinguri — Mér finnst að aftur megi minna á ummæli er viðhöfð voru hjá Velvakanda fyrr í vetur er snerta Vesturbæjarskólann, en þau voru á þá leið að sumarið verði notað til að mála hann utan í svipuðum dúr og hin mörgu fallegu hús í nágrenninu. Mætti það verða borgaryfirvöldum til sóma og börnunum í skólanum til ánægju. • Góð eða léleg hljómsveit? I’oppari: -— Éinhvern tíma var talað um það þegar listahátíð var annars vegar að þar yrði ekki um lélegar hljómsveitir að ræða er kæmu fram á tónleikum ef fengnar yrðu popphljómsveitir til landsins. Nú hefur verið afráðið að fá hingað hljómsveitina Smokie, sem er af SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Roskilde í Danmörku í febrúar kom þessi staða upp í skák þeirra Lars Áke Schneiders. Svíþjóð, sem hafði hvítt og átti leik, og Thorbjorns Rosenlunds. Dan- mörku. 28. IIxf7+! - I)xf7, 29. Bg.r,+ - KdG. 30. IId4+! - Ke5 (Ef 30. ... Rxd4 þá 31. Dc5 mát) 31. Dxd7 ~ Dg6? (Betra var auðvitað 31. ... Dxd7) 32.1)df>+ - KÍ5, 33. Df 1 mát. Þeir Schneider og Westerinen urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu báðir 8 v. af 11 mögulegum. mörgum talin fremur léleg hljóm- sveit og ekki merkileg ef miða á við margar íslenzkar hljómsveitir. Mig minnir að hljómsveitin Procol Harum hafi verið nefnd sem dæmi um hljómsveit er ekki yrði fengin hingað, en mér finnst Smokie litlu skárri. Ekki ætlar Velvakandi að blanda sér í umræður um popp- músík, en telur að erfitt geti verið að finna mælikvarða á það hvað telst léleg og hvað góð hljómsveit. Væntanlega hefur listahátíð eitt- hvað fyrir sér í því að velja Smokie í stað einhverrar annarrar og vera má einnig að ýmis samningsatriði hafi sín áhrif. HÖGNI HREKKVISI Næturfriðurinn úti þessa nótt — æfing að hefjast! NYTT SIMANUMER 29022 SIGTUNI7' •SlMI 29022 nálar BUÐIN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR Í FARARBRODDI Sweet Atdehydic shampoo for normal haif Contenis 2SÖ C-Cv Heildsölubirgöir. KRISTJÁNSSON HF Ingólfsstræti 12, simar: 12800 - 14878 BLOSSOM Frábært shampoo BLOSSOM shampoo freyðir vel, og er fáanlegt i 4 gerðum. Hver og einn getur fengið shampoo við sitt hæfi. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.