Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9, MAÍ 1978 Skýrsla Framkvæmdastofnunar um þróun atvinnulífs húr á landi: „Meðalvöxtur þjóðarfram- leiðslu svipaður og í öðr- um OECD-ríkjum” Hagvöxtur hefur verið allbreytilegur á íslandi. Ef tekið er árlegt meðaltal tímabilsins 1960-1975 kemur í ljós að meðalvöxtur vergrar þjóðarframleiðslu hér fylgir að mestu meðaltali aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Eftir samdráttarárin 1%7-1968 náði vöxturinn hámarki árið 1971. Meðalvöxtur síðustu 10 ára var um 3.6% á ári. Vöxtur þjóðarframleiðslu á mann var um 2.5%, en það er í lægra lagi miðað við nágrannalöndin. Framleiðsluaukningin á vinnandi mann var rúmlega 1% að meðaltali síðustu 10 árin, en í flestum iðnaðarþjóðfélögum er hún á bilinu 2-3% á ári, segir í samandregnum niðurstöðum skýrslu sem FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS hefur nýverið sent frá sér um þróun atvinnulífs, hagvöxt og fjárfestingu í atvinnulífinu, en skýrsluna hefur Stefán Ólafsson unnið. Þá segir að með riti þessu hafi Framkvæmdastofnun hafið yfirlitsrannsóknir á heildarþróun atvinnulífsins. Markmiðið með því starfi sé að fá úttekt á stöðu atvinnugreina og horfum í þróun atvinnulífsins. í ritinu er bæði fjallað um framvindu atvinnulífsins sem heildar og einstakra framleiðslugreina með yfirliti yfir framleiðslu þjóðarbúsins og nýtingu framleiðsluþáttanna, fjármuna og vinnuafls. Einnig er gerður nokkur samanburður á arðsemi f járfestingar í helztu framleiðslugreinum og þróun verðmætasköpunar. Samandregnar niðurstöður skýrslunnar fara hér á eftiri ársins 1969: Landbúnaður 420.000 Fiskveiðar 730.000 Fiskvinnsla 1.035.000 Iðnaður 927.000 I krónutölu munar mest um framleiðsluaukningu í iðnaði en hlutfallsleg aukning framleiðni var mest í landbúnaði. Þó voru framleiðsluverðmæti á ársverk í landbúnaði aðeins rúmur helm- ingur af því sem var í fiskveiðum, og um 40% af framle’ðsluverð- mæti á ársverk í fiskvinnslunni. Framleiðni í sjávarútvegi hefur heldur minnkað síðan á árunum 1969 og 1970. Þó hefur sú þróun ekki verið stöðug, enda ræðst verðmætasköpun á ársverk þar meira af framvindu viðskipta- kjara en í öðrum greinum, auk áhrifa aflamagns og hagþróunar. Nýting fastafjármuna, eða þjóðhagsleg arðsemi fjárfesting- ar, hefur verið lægst í landbúnaði en hæst í fiskvinnslu. Árið 1969 var nýtingarhlutfall fastafjár- muna í landbúnaði um helmingur af hlutfalli fiskveiðanna og aðeins um 17% af því sem var í fiskvinnslu það árið, en um 27% ★ Atvinnugreinar eru allmisjafn- ar hvað snertir notkun fjármuna og vinnuafls. Fastafjármunir á hvern vinnandi mann hafa lengst af verið hæstir í landbúnaði. Eftir hina miklu uppbyggingu fiski- skipaflotans síðustu árin teljast fiskveiðar vera orðnar fjármuna- frekari en landbúnaður árið 1975 og sést það glöggt á mynd 2 sem fylgir hér með. Urvinnslugreinar, fiskvinnsla og annar iðnaður eru vinnuaflsfrekar miðað við land- búnað, fiskveiðar og flutninga- starfsemi. I byggingariðnaði eru langminnstir fastafjármunir, þ.e. framleiðslutæki og búnaður á mann. ★ Árið 1975 var álíka stórt hlutfall af fastafjármunum at- vinnuveganna bundið í fiskveið- um, landbúnaði og iðnaði. Þá var framlag iðnaðar til vergrar þjóð- arframleiðslu um 20%, en land- búnaðar og fiskveiða um 7%. í fiskvinnslu voru hins vegar að- eins um 8% af vergri þjóðarfram- leiðslu það árið. Sama árið voru framleiðsluverðmæti í iðnaði nærri helmingi meiri en í fisk- VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALÍF. Umsjón: Sighvatur Blöndahl. vinnslu og nærri fjórum sinnum meiri en framleiðsluverðmæti hvors um sig, landbúnaðar og fiskveiða. Aukning framleiðslu- verðmæta var örust í iðnaði. ★ Þjóðarframleiðsla miðuð við fastafjármuni atvinnuveganna, þ.e. vísbending um arðsemi í fjárfestingu í atvinnulífinu minnkaði allnokkuð síðustu árin. ★ Árið 1969 framleiddi hver ársmaður í landbúnaði að meðal- tali fyrir rúmar 300 þúsundir króna. Hugsanlegt er að ársverk í landbúnaði séu oftalin að nokkru í opinberum hagskýrslum. Ef svo er mætti framleiðni í landbúnaði teljast meiri, en erfitt er að fullyrða nokkuð um það án sérstakrar rannsóknar á nýtingu vinnuafls í landbúrtaði. I fiskveið- um var samsvarandi tala um 820 þúsund krónur, í fiskvinnslu rúmlega 1175 þúsundir króna og í öðrum iðnaði um 700 þúsundir króna. Árið 1975 var skiptingin eftirfarandi á föstu verðlagi Viðskiptaskrá með 10-11 þús. aðilum kemur út innan tíðar Fyrirtækið AUGLÝSINGA- TÆKNI er um þessar mundir að leggja siðustu hönd á nýja við- skiptaskrá. sem mun innihalda milli 10—11 þúsund aðila úr hinum ýmsu þjónustugreinum lands- manna. Mun þetta verða lang yfirgripsmesta viðskiptaskrá sem komið hefur út hér á landi til þessa. Morgunblaðið ræddi nýverið við Björgúlf Thorsteinsson og Jón Pálmason sem eru eigendur fyrir- tækisins og hafa stjórnað vinnslu skrárinnar. og hað þá að lýsa nánar upphyggingu hennar. „Það má segja að skráin innihaldi upplýsingar um því sem næst öll fyrirtæki, þjónustuaðila og opir.ber- ar stofnanir í landinu, jafnvel ef fólk ætlar að læra á flautu getur það flett upp í skránni. Rétt er að undirstrika það vel að við hugsum okkur þessa skrá vera jafnt fyrir heimili sem fyrirtæki. Öllum aðilum skrárinnar verður raðað upp í stafrófsröð, en henni er skipt í tvennt þannig, að Stór-Reykjavíkursvæðið er sér og landsbyggðin sér. Þá er aðilum skipt í 100—110 aðalflokka innan starfs- greina, t.d. er allur byggingar- iðnaðurinn tekinn sér, síðan hinar ýmsu greinar hans. Þá er við hvert fyrirtæki vísað til korts, þar sem fyrirtækið er merkt inn, þannig að það auðveldi fólki að finna þau. Sérkort er af Reykjavík og öllum þéttbýliskjörnum landsins. Þá er lögð rík áherzla á erlenda markaði í því sambandi eru öll fyrirtækin nefnd á ensku hverju sinni. Sérstakur kafli er um íslenzka útflytjendur. Einnig er í skránni sérstök umboðaskrá, þar sem mjög auðvelt er að fletta því upp hver er umboðsmaður fyrir hverja vöru- tegund. Loks er fremst í bókinni sérstakur kafli þar sem teknar eru til meðferðar ýmsar staðreyndir um ísland. Við ætlum að skráin komi til með að spara fyrirtækjum og einstakling- um geysilegan tíma, t.d. þarf almenningur ekki lengur að hlaupa búð úr búð til að vita hvort ákveðin vörutegund er þar fáanleg eður ei. í skránni verður sérstakur kafli um öryggis- og fræðslumál og er hann mjög ýtarlegur. Við höfum uppi áætlanir um að dreifa skránni erlendis og höfum í því sambandi komist í samband við aðila í Bandaríkjunum og Evrópu og væntanlega fáum við dreifingaraðila í Asíu. I sambandi við erlenda markaði höfum við aðallega í huga að dreifa skránni til fyrirtækja, banka og bókasafna. Þá munum við auðvitað senda öllum sendiráðum, ræðismannaskrifstofum svo og verzlunarráðum. Við munum gefa skrána út í 30.000 eintökum en af því fara um 5000 erlendis og áætlað verð er 2500—3000 krónur. Hún mun verða í sama broti og símaskráin og ætlum við að viðskiptaskráin geti orðið nokkurs konar fylgirit með síma- skránni i hverju fyrirtæki og á hverju heimili. En okkar hugmynd er síðan að endurgefa skrána út árlega endurskoðaða." Að lokum sögðu þeir félagar, að undirbúningur að skránni hefði hafist fyrir alvöru á 8.1, hausti og hefðu unnið 12—14 manns stöðugt síðan í nóvember að gagnasöfpun. Starfsfólkið hefur farið í flest fyrirtæki í Reykjavík en síðan var hringt í þau sem eftir voru. En'það sem hefur verið okkar stærsti höfuðverkur er að þær skrár sem við höfum fengið frá hinu opinbera eru svo geysilega óöruggar og langt frá því að vera tæmandi. Að lokum fór allt starfsfólkið út á land og heimsótti þar öll fyrirtæki og þjónustuaðila og má segja að því hafi tekist að ná í um 95% þeirra. Þá vildu þeir félagar gjarnan koma þeim tilmælum á framfæri að væru einhver fyrirtæki, sem ekki hefði verið haft samband við, þá létu þau heyra frá sér fljótlega svo hægt væri að bæta þeim inn í. Sýnishorr. úr Viðskiptaskránni og er vert að taka það fram að allir aðilar í skránni eru auðkenndir með sama letri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.