Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 7 r n i- „Skert mann- réttindi meö staöaruppbót“ Eftir margra mánaða Þögn í Þjóöviljanum um kosningalög og kjör- dæmaskípan birtist sl. sunnudag stóryrtur leið- ari um jafnari mannrétt- indi. Þar er réttilega undirstrikað pað misrétti, sem felst í misvægi at- kvæöa landsmanna eftir búsetu. í leiðara blaðsins segir segir m.a.: „Aðrir hafa talið að Reykvíking- ar og Reyknesingar væru fullsæmdir af Því að hafa kosningarétt, sem aðeins vegur fjórðung á við rétt annarra, vegna Þess að hér í Reykjavík séu svo margar opinberar stofnanír... Með sömu aðferð má vafalaust sanna Það að Reykvík- ingar eigi að hafa lægra kaup en aðrir landsmenn vegna Þeirra óvéfengjan- legu hlunninda og kjara- bóta, að hér er Alpingi með aösetur sittl Svona rugl á vitanlega ekkert erindi inn ■' alvarlegar umræður, Þar sem Það er meginatriðið að kosn- ingaréttur er mannrétt- indi og mannréttindi eru ekki veitt í skömmtum með staðaruppbótum." Síöan víkur blaðið að nýútgefnum tölum um kjósendafjölda, sem sýni, að bak við hvern ping- mann í Reykjavík og Reykjanesi séu 4.600 til 4.700 kjósendur, en 1.200 til 1.300 í fámennustu kjördæmunum. Þennan mismuu purfi að jafna, e.t.v. í áföngum, segir blaðið. Síöborlnn jafnréttisáhugi Þingmenn AlÞýöu- bandalagsins hafa ekki sýnt snefil af áhuga til leiðréttingar á Þessu ranglæti, sem leiðari Þjóðviljans fjallar um, allt nýliðiö kjörtímabil. Þrjú frumvörp til breytinga á stjórnarskrá og kosn- ingalögum komu fram á síðasta Þingi, flutt af Þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema AIÞýðubandalagínu og SFV. Fyrst skal nefna frumvarp til laga, flutt af Ellert B. Schram (S), Jóni Skaftasyni (F), Guð- mundi H. Garðarssyni (S) og Ólafi G. Einarssyni (S), pess efnis, að hlut- fallstala við útreikning uppbótarÞingsæta (landskjörinna Þingsæta) verði felld brott og að fleiri en einn frambjóð- andi hvers flokks í sama kjördæmi geti hlotið landskjör. Þetta hefði fært uppbótarbingsætin frá fámennari kjördæm- unum til Reykjavíkur og Reykjaness og jafnaö nokkuð Þann mismun, sem nú er á vægi at- kvæöa eftir búsetu. Og Þetta mátti gjöra með breytingu á kosningalög- um og gat komið til framkvæmda í ár, ef AlÞíngi heföi boöið svo við að horfa. í annan stað er frv. Odds Ólafssonar um breytingu á stjórnarskrá, Þess efnis, að núverandi Reykjaneskjördæmi verði tvö kjördæmi, Reykja- neskjördæmi og Suð- vesturlandskjördæmi, er kjósi 5 Þingmenn hvort, ásamt Vesturlandskjör- dæmi, Vestfjarðakjör- dæmi, Norðurlandskjör- dæmi vestra og Austur- landskjördæmi. Tvö kjör- dæmi, Suöurlandskjör- dæmi og Norðurlands- kjördæmi eystra, kjósi 6 Þingmenn. Reykjavíkur- kjördæmi kjósi 14 Þing- menn (fjölgi um 2). Landskjörnum Þing- mönnum fækki hins veg- ar í 4. Heildartala Þing- manna verði Því óbreytt. — Loks er tillaga Jóns Á. Héðinssonar, Þess efnis, að hljóti flokkur 5% heildaratkvæða nægi slíkt til uppbótarÞing- sætis, Þó að viðkomandi flokkur fái ekki kjör- dæmakjörinn pingmann, sem nú er skilyrði fyrir landskjöri. En AlÞýöu- bandalagið gerir ekki minnstu tilraun til að hafa áhrif á Þróun mála með flutning Þingmála par um. Það er eini Þing- flokkurinn, ef frá eru skilin SFV, sem Það verö- ur sagt um. Sá síöbúni áhugi, sem fram kemur í sunnudags- leiðara Þjóðviljans, er Því sýndarmennskan ein, til- komin af ótta, vegna eðlilegrar óánægju fólks í Reykjavíkur- og Reykja- nesskjördæmum, sem taldi sig eiga annars von, Þó að Þaer vonir hafi orðið sér svo rækilega til skammar sem raun ber vitni um. Það er óttinn við viöbrögð Þessara kjós- enda, sem kallar fram Þennan síðborna sýndar- áhuga daginn eftir ping- Idusnír! Við erum reiðubúin " $ \ W ' • I • 'fíé > 9 : . : 4' l A myndinm eru: Birgir Isl. Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Albert Guömundsson, Oavið Oddsson, Magnús L. Sveinsson, Páft Antonsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Á. Fjeldsted, Ragnar Júliusson. Hilmar Guólaugas, n, Marfcús örn , (vantar á myndina) Margrét S. Einarsdóttir, Sveinn Björnsson, Hulda Valtýsdóttir, Sigriður Asgeirsdóttir, (vantar á myndina), Sveinn Briem. Við erum frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 28. maí n.k. og skipum 18 fyrstu sætin á framboðslistanum. . Við höfum flest átt sæti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Sameiginlegt áhugamál okkar er að vinna málefnum Reykvíkinga það gagn, sem við megum. Við teljum opið stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra mjög mikilvægt. Því erum við reiðubúin til viðræðna um málefni Reykjavíkur. Sé þess óskað erum við reiðubúin til að: # Koma í heimsóknir í heimahús til að hitta smærri hópa að máli. # Eiga rabbfundi með hópum af vinnustöðum. # Taka þátt í fundadagskrá félaga og klúbba. # Eiga viðtöl við einstaklinga. Við frambjóðendur D-listans vonum að þannig geti fólk m.a. kynnst skoðunum okkar og viðhorfum til borgarmála og komið á framfæri ábendingum og athugasemdum um borgarmál. Þeir sem áhuga hefðu á að notfæra sér framangreint hringi vinsamlegast í síma 82900. Vatnsþéttur krossviður Mótakrossviður, Combi krossviður, harðviðarkrossviður í ýmsum þykktum. Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiSsla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 Stóðhesturinn Hrafn frá Holtsmúla veröur til afnota hjá okkur í maímánuöi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Hestamannafélagiö Fákur, Sími 30178. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK <2> ÞL ALGLYSIR IM ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALG- LÝSIR í MORGLNBLAÐIM GROHE ER ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ NÝTT 0 GROHE GROHE = VATN + VELLÍÐAN Aukin þœgindi fyrir notandann, ásamt góöri endingu hefur veriö markmið framleiöanda Grohe blöndunartækjanna. Nú eru þelr komnir meö enn eina nýjungina. Einnarhandartæki meö svonefndu „ÞÆGINDABILI". En þaö virkar þannig aö mesti hluti hreifanleika handfangsins (kranans) er á hitastiginu frá 30° til 45° (sjá teikningu). Þaö er einmitt hitastigiö, sem aö jafnaöi er notaö. Fylgist meö og notiö réttu blöndunartækin. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgö, á öllum tækjum. RR BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.