Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Hóta að loka aftur dönsk- um höfnum haupmannahöfn. 7. maí. Rcut- cr. DANSKIR sjómcnn hútuðu í dag aó loka aftur dönskum höfnum í vikunni ok lcÍBubílstjórar ok vöruhflstjórar hafa hcitió sjó- miinnum stuóninjfi. Ilótanir sjó- mannanna cÍKa rætur sínar aó rckja til þcss að nágrannaríki Dana viö Eystrasalt hafa öll fært út landhcljfi sína, og við þaö hcfur aflakvóti Dana í Eystra- salti minnkaó töluvcrt. Sjávarútvejfsráðherra Dan- merkur, Svend Jakobsen, sajfði í daj{ að sjávarútvegsnefnd Eystra- ^altslandanna sex myndi koma saman á föstudag og ræða um aflakvóta einstakra landa. Hækkar olíuverð- ið í ár? Taif, Saudi-Arabíu. 8. maí. Rcutcr. Olíumálaráðhcrrar samtaka oliuútflutningsrikja. OPEC. urðu sammála i' óformlcgum viðræðum um hcljfina. að nauðsyn væri að olíuvcrð hækkaði á næstunni. Ekki náðist þó samkomulag um hvcnær hækkunin ætti að koma til framkvæmda. Olíumálaráðherra Saudi-Ara- bíu, Ahmed Zaki Yamani, sagði á blaðamannafundi eftir viðræðurn- ar að hann hefði ekki trú á að olía hækkaði á árinu. Næsti formlegi fundur OPEC-ríkjanna verður 17. og 18. júní og sagði Yamani að líklegt væri að 13 ríki myndu þá krefjast þess að olíuverð yrði hækkað. Deilurnar í viðræðunum um helgina voru aðallega á milli Saudi-Arabíu og stuðningsríkja þess og Alsírs og þeirra fylgifiska. Saudi-Arabía vill að verðið á olíunni verði miðað við markaðs- horfur, en Alsír að olían verði hækkuð strax í verði og hækki svo smám saman. Danir hafa átt afar erfitt með að semja við lönd utan EBE um gagnkvæm veiðiréttindi, vegna þess að EBE hefur ekki mótað stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Talsmaður dönsku sjómann- anna, Leif Hansen, sagði í gær, að loknum fundi með forsætisráð- herranum Anker Jörgensen: „Við höfum enn ekki fengið neitt sem fullnægir kröfum okkar." Jörgensen sagði að stjórnin gerði allt sem hún gæti til að leysa vandamál sjómannanna, en benti á að allar tilraunir Dana til að koma af stað umræðum um sameiginlega stefnu EBE í sjávar- útvegsmálum hefði strandað á Bretum. VEÐUR víöa um heim Amsterdam 15 skýjað AÞena 22 sólskin Berlín 15 skýjað BrUssel 17 skýjaö Chicago 10 rigning Frankfurt 12 rigning Genf 10 rigning Helsinki 11 sólskin Jóh.b. 19 sólskin Kaupm.h. 16 sólskin Lissabon 21 sólskin London 19 rigning Los Angetes 26 bjart Madrt'd 21 sólskin Malaga 22 bjart Míami 26 bjart Moskva 15 skýjað New York 19 skýjað Ósló 16 sólskin Palma, Majorca 27 bjart París 14 skýjað Róm 17 bjart Stokkh. 10 bjart Tel Aviv 25 mistur Tókýó 20 skýjað Vancouver 17 skýjað Vfn 17 skýjað Er Fálldin alvara í að hætta eður ei? Stokkhólmi, 8. maí. AP. S/ENSK blöð gcrðu sér um hclgina tíðrætt um yfirlýsingu Thorhjiirns Fálldins forsætisráð- hcrra um að hann íhugaði að scgja af scr. Veltu skriffinnar blaðanna því fyrir scr hvort Fálldin væri alvara mcð þcssum orðum sínum. ellegar hvort ckki fylgdi kannski hugur máli. Fálld- in sagði í sjónvarpsviðtali að það scm hcfði orðið til að hann fór að fhuga málið hcfðu vcrið sú málalok scm urðu á meiðyrðamáli scm hann höfðaði á hcndur Aftonbladct. Blaðið hafði lýst ráðherranum scm illa upplýstum áfcngissjúkum bóndadurg. sem cinnig hcfði verið sjúkur á gcðsmunum og orðið að lcita la'knis vcgna þessa. Málinu var vísað frá og Fálldin var dæmdur til að greiða máls- kostnað eins og frá hefur verið sagt. I viðialinu sagði Fálldin sem stjórnar nú f.vrstu borgaralegu ríkisstjórn Svíþjóðar í fjörutíu ár að hann myndi taka ákvörðun um þetta á þingi flokks síns sem verður haldið um miðjan júní. Hann sagðist vera svo vonsvikinn yfir því að rétturinn hefði komizt að þeirri niðurstöðu að hann og Framhald af hls. 29. Brezhnev farinn frá V-Þýzkalandi Hamborg. 7. maí. Reuter. LEONID BREZIINEV forseti Sovetríkjanna lauk opinbcrri heimsókn sinni til Vestur-Þýzka- lands á sunnudag og fór siðdegis hcim til Moskvu og lct hann í ljós hina mcstu ánægju með heimsókn sína og þær viðræður scm hann hefði átt við vestur-þýzka leiðtoga um afvopnun og „detente“. Aftur á móti virðist ljóst að ekkert hafi miðað í þá átt að jafna ágreining Sovétmanna og Vest- ur-Þjóðverja í sambandi við nif- teindasprenjíjuna og Berlínarmál- ið. Einnig eru nú á kreiki miklar og magnaðar sögusagnir um heilsufar Brezhnevs og þykir fréttamönnum sem útlit hans hafi ekki verið hið hreystilegasta. í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir skrifuðu undir Brezhnev og Helmut Schmidt kanslari sagði að þeir hvettu til sameiginlegra ráðstafana til að ýta undir frekari slökun spennu og ná ítrustu samstöðu um að draga úr vígbún- aðarkapphlaupinu. Brezhnev sagði í sjónvarpsvið- tali sem haft var við hann meðan fjögurra daga heimsókn hans stóð yfir að hann væri mjög sáttur við það sem komið hefði út úr heimsókninni og viðræður þær sem hann hefði átt við ráðamenn hefðu verið mjög svo gagnlegar. Hann sagði að það væri hins vegar ekkert leyndarmál að þróun al- þjóðlegs „detente" hefði hægt á sér vegna þess að ekki hefði tekizt að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu. Þegar kveðjuathöfninni var lok- ið á flugvellinum í dag gekk Brezhnev óstuddur upp í flugvél- ina, en á því er vakin athygli að hann hafi verið studdur niður stigann þegar hann kom og iðulega hafi virzt þörf fyrir að styðja við hann meðan á heimsókn hans stóð. „Kína við- urkennir aldrei S-Kóreu” Pnking^ *L maí. Reuter. FORMAÐUR kínverska komm- únistaflokksins, Hua Kuo-feng, sagði í dag að Kína myndi aldrei viöurkenna Suður-Kóreu. Þá gagnrýndi Hua Kuo-Feng Banda- ríkin fyrir stefnu peirra í Kóreu, og sagði hana mótast af árásar- kennd. Hua formaður sagði petta í ræöu er hann hélt í höfuöborg Norður-Kóreu, Pyongyang, en par er hann nú staddur í opinberri heimsókn. . Hua sagði að Kórea skiptist í tvö ríki, vegna pess að „banda- rískir heimsvaldasinnar ráða Suður-Kóreu og stefna peirra par er að skilja Kóreu í tvennt." „Kína viðurkennir ekki Suð- ur-Kóreu. Sameining Kóreu er eindregin ósk allra íbúanna," sagöi Hua Kuo-feng. Kínyerjar flýja frá N-Víetnam Hong Kong, 8. maí. AP. UM 10.000 Kínverjar hafa flúið frá Norður-Víetnam til Kína frá pví i marz, til að komast hjá herkvaðningu og erfiöisvinnu, að pví er einn flótta- mannanna skýrði frá í dag. Flóttamaðurinn, Ngo Ming Xieng, kom til Hong Kong frá Danagn í lítilli fiskijúnku á laugardag. Fullyrðingar Xieng koma heim og saman við upplýsingar sem „lekið“ hafa frá Norður-Víetnam að undanförnu. Undirbúa Kúbanir sókn inn í Rhódesíu? New York. 7. maí. Reutcr. IIUNDRUÐ kúbanskra her manna sem hafa yfir aö ráða sovézkum vopnum og hergögnum og orrustuþotum, hafa fært sig inn 1 Mósambik og undirbúa nú meiriháttar árás á Rhódesfu, að því cr handaríska tímaritið News- week skýrði frá um helgina. Sagði þar að heimildir leynilög- reglunnar í Suður-Afríku og Rhódesi'u hefðu skýrt frá því að þessir flutningar hefðu farið fram. Ilcfðu hcrmcnnirnir yfir að ráða að minnsta kosti 200 sovczk- um skriðdrckum og 35 MIG-21 orrustuþotum. Samkvæmt hcim- ildum blaðsins væru Rhódesíu- mcnn alveg sannfærðir um að mikil innrás væri yfirvofandi frá nágrannartkinu Mósambik og vitnaði hlaðið einnig til þess að Vasily Invanovich Petrov hers- höfðingi, sem talinn er vera yfirstjórnandi allra hernaðarað- gerða Rússa í Afríku, hafi fyrir skemmstu snúið aftur til Mósam- bik. Newsweek sagði að banda- ríska leyniþjónustan hefði óbeint staðfest þcnnan mikla vígbúnað í Rhódesi'u en teldi sig lítt geta sagt um málið að sinni. Starfs- maður bandaríska utanríkisráðu- ncytisins lét hafa það eftir sér að árás virtist ekki yfirvofandi. Frá Lusaka bárust síðan þær fregnir í dag frá Kaunda forseta Zambiu að hætt væri við því að til tíðinda gæti dregið með stuttum fyrirvara í Rhódesíu ef forystu- mönnum á Vesturlöndum tækist ekki að koma Ian Smith forsætis- ráðherra núverandi stjórnar Rhó- desíu frá völdum. Um það bil 70 hernaðarsérfræð- ingar frá Kúbu eru nú í Zambiu og aðstoða við að þjálfa skæruliða sem fylgja Nkomo að málum. Einnig hafa skæruliðar úr þeim armi verið þjálfaðir í Angola og á Kúbu. Fram til þessa hefur Kaunda þó staðið gegn því að sætta sig við afskipti Kúbumanna af Rhódesíumálinu. Fyrir tveimur árum tók hann djúpt í árinni í fordæmingu sinni á íhlutun Kúbu- manna í Afríku. Þetta gerðist 1975 — Þrjú skip koma til Guam með 8.000 flóttamenn frá Víetnam. 1973 — SÞ tilkynna að heimur- inn eigi ekki nægar kornbirgðir til að mæta meiriháttar upp- skerubresti. 1972 — ísraelsmenn bjarga 100 gíslum úr belgískri farþegaþotu sem hryðjuverkamenn hótuðu að sprengja á Lod-flugvelli. 1971 — Vestur-Þjóðverjar ákveða að láta gengi marksins „fljóta“. 1968 — Bandaríkjamenn og Norður-Víetnamar koma til friðarviðræðna í París. 1946 — Viktor Emmanúel III Ítalíukonungur leggur niður völd: Umberto II tekur við. 1945 — Rússar taka Prag. 1944 — Rússar taka Sevastopol á Krím. 1936 — Ítalir innlima Abyssiníu. 1933 — Nazistar brenna á báli 25.000 bækur í Berlín. 1926 — Richard Byrd flýgur fyrstur manna yfir Norðurpól- inn. 1788 — Brezka þingið samþykk- ir lög um afnám þrælahalds. 1502 — Kólumbus fer frá Cadiz í fjórðu og síðustu ferð sína til Nýja heimsins. Afmæli dagsinsi Giovanni Paísiello ítalskur tónlistarmað- ur (1741—1816), John Brown bandarískur baráttumaður afnáms þrælahalds (1800—1859), Sir James Barrie brezkur rithöfundur (1860-1937). Orð dagsinsi Svipurinn skiptir mestu máli af öllu því sem við klæðumst. — John Ruskin, enskur rithöfundur (1819-1900).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.