Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 39 þeirri utanför þótt ekki væri um langa skólagöngu að ræða. — Tók hann til af kappi og forsjá við búskapinn og stundaði hann, meðan heilsa hans leyfði, til 1946. Þórarinn tók við stórri jörð með góðri ræktun og miklum bygging- um eftir föður sinn, sem var landskunnur dugnaðar- og fram- kvæmdamaður. Hann reynist líka sjálfur mikill oggóður bóndi, hafði mikið yndi af skepnum, sérstak- lega fé og hestum, og fór vel með þær, enda mikill dýravinur. Ber bók hans um skaftfellska gæðinga góðan vott um það, hve glöggt auga hann hafði fyrir góðhestun- um og kostum þeirra. Kona Þórarins, Halldóra Ey- jólfsdóttir úr Mýrdal, sem hann kvæntist 24. apríl 1926, reyndist honum afbragðs lífsförunautur, enda er hún gáfuð gæðakona, hlý og hljóðlát í framgöngu. Var með þeim hjónum miklð ástríki og bar heimili þeirra ávallt vott gagn- kvæmrar elsku og virðingar. — Börn þeirra hjóna eru: Inga, húsfreyja í Þykkvabæ g. Bjarni Bjarnasyni og Helgi, búsettur í Svíþjóð. Kona hans er Kristín Ólafsdóttir. Meðan Þórarinn bjó í Þykkvabæ tók hann mikinn þátt í félagsmál- um sveitar sinnar og stéttar. Skal hér fátt eitt talið: Virkur félagi í ungmennafélaginu Ár- mann, í skólanefnd og hrepps- nefnd, í stjórn kaupfélags og formaður búnaðarfélags á annan áratug. Á búnaðarþingi átti hann sæti 2 kjörtímabil og miklu lét hann sig varða stofnun Stéttar- sambands bænda sem fulltrúi á fyrstu þingum þess. Þegar Þórarinn fluttist til Reykjavikur árið 1946 urðu mikil þáttaskil í lífi hans. Og það á fleiri en einn veg. Þá hófst annar höfuðþáttur í ævistarfi hans. Það voru ritstörfin. Alls skrifaði hann 5 bækur, eina skáldsögu, minning- ar og ævisögur. Fyrsta bók hans — Lárus á Klaustri — ævi hans og störf var gefin út af Skaftfeilingafélaginu í ritsafni þess árið 1957. Síðasta bók hans: Leikir og störf — Bernsku- minningar úr Landbroti — kom út hjá Almenna bókafélaginu fyrir jólin 1976. — Án þess að fara út í ritdóma, skal það eitt nefnt í þessum minningarorðum, að allt það, sem Þórarinn lét frá sér fara ber vott um ást hans á sögunni og tungunni, landinu og sveitinni. Það er rækt hans við hið þjóðlega, sem öðru fremur ber rit hans uppi og er kveikjan að verkum hans. Höfuðrit Þórarins, Ævisaga Lárusar á Klaustri, er mikil bók, ágæt að öllum frágangi, með yfir 100 myndum. Hún er saga félags- mála í Vestur-Skaftafellssýlu í hart nær heila öld og ómetanlegt heimildarrit fyrir alla framtíð um menn og mannlíf á sínum tíma í héraðinu. Fyrir það standa Vestur-Skaft- fellingar í mikilli þakkarskuld við Þórarin í Þykkvabæ. — Auk þess sem hér að framan er talað um ritstörf Þórarins ber þess að geta, að eftir hann eru til verk í handriti. Hann var líka hag- mæltur vel og átti góðan þátt í útgáfu ljóða eftir Skaftfellinga. Fleira verður ekki í þessum minningarorðum rakið úr lífi þessa merka bónda, sem með verkum sínum sannaði það svo vel og áþreifanlega hver menningar- þróttur enn býr í íslenskri bænda- stétt. Eitt sinn sagði vitur maður og fróður við þann er þetta ritar: íslenskir bændur hafa aldrei litið á sig sem stétt hcldur sem þjóð. Það eru að vísu nokkrir ára- tugir síðan þetta var sagt. Óvíst er hvort þetta er sannmæli enn í dag, síðan stéttaskiptingin fór að verað ríkari en áður. En hvað sem um það er, þá er það víst og satt, að fyrir þá bændastétt, sem taldi sig fyrst og fremst þjóð, var Þórarinn Helgason ágætur fulltrúi. G.Br. Minning — Finn- bogi Guðmundsson Fæddur 30. október 1930. Dáin 28. apríl 1978. Fyrir um það bil 7 árum fluttum við hjónin að Þórufelli 18. Á sama tíma fluttist Finnbogi Guðmunds- son og fjölskylda hans þangað. Skömmu síðar áttum við því láni að fagna að kynnast honum og fjölskyldu hans, hefur upp frá þeim tíma verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar. Finnbogi var hvers manns hug- ljúfi og tryggur vinur vina sinna. Iiann var handlaginn með afbrigð- um og alltaf reiðubúinn til aðstoð- ar. Verkfæri léku í hendi hans eins og penninn í hendi skáldsins. Finnbogi var í blóma lífsins, aðeins 47 ára og miklu yngri í hjarta, með mikil framtíðaráform á prjónunum varðandi nýstofnað fyrirtæki. Seinna meir fréttum við að Finnbogi gekk ekki heill til skógar. Það hvarflaði þó aldrei að okkur hve alvarleg veikindi hans voru, fyrr en síðastliðið haust þegar talað var um að hann þyrfti að fara í aðgerð. Eg held að fáir af hans nánustu hafi heldur gert sér það ljóst, því svo lítið lét hann á því bera. Vegir guðs eru ó- rannsakanlegir, og eins og mál- tækið segir: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Eftir að Finnbogi kom úr aðgerð hér heima hafði hann á orði við okkur, að læknirinn hygðist senda hann í aðra aðgerð í London. Sagði hann síðan við mig, með þeim húmor sem honum einum var lagið, hvort ég væri ekki til í að skreppa með, aðgerðin tæki stutt- an tíma, síðan væri hægt að skoða borgina. í febrúar síðastliðnum fór Finn- bogi í fylgd sinnar tryggu eigin- konú til London og gekkst undir alvarlega skurðaðgerð í Brompt- on-sjúkrahúsinu þar í borg. Áð- gerðin var talin hafa heppnast og var Finnbogi óðum að ná sér. Þriðiudaginn 25. apríl fór Finn- bogi í sína síðustu ferð í heimsókn á vinnustað, fyrirtæki sitt, þar fékk hann aðsvif og komst ekki til meðvitundar aftur. Föstudaginn 28. apríl lést Finnbogi síðan á Borgarsjúkrahúsinu. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin þakka fyrir allar þær ánægjulegu samverustundir sem við höfum átt saman. Auði eiginkonu hans, Finnboga litla, Guðnýju, Hafdísi, Guðmundi föður hans og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Örn og Esther. ATIIYGLI skal vakin á því, að afma'lis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagshlaði, að hcrast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. lurr þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Minning: Eysteinn Björnsson frá Guðrúnarstöðum Nú hefur hin aldna kempa Eysteinn bóndi á Ystu-Nöf, Hvera- völlum, lagt sitt hæruhvíta höfuð til hinstu hvíldar. Er við hæfi að senda honum síðustu kveðju og þakka samfylgd- ina. Hann var kominn fast að áttræðu þegar við starfsmenn Náttúruverndarráðs og Veður- stofu kynntumst honum. Ekki lengur léttur í spori eftir strit og slys langrar ævi, en ungur í anda, teinréttur og stoltur sem sannur íslenskur bændahöfðingi. Ekkert átti hann lengur óðalið í byggð- inni, þar höfðu örlögin spunnið þræði sína öðru vísi en hann hugði, en þeim mun víðari lendur átti hann að verja jöklanna á milli. Hann var ókrýndur konungur Hveravalla á Kili í fjölda ára. Starfaði á sumrum sem sauðfjár- veikivörður við annan mann. Bjuggu þeir á Ystu-Nöf. Einnig var hann vörður í sæluhúsi F.í. á staðnum meðan þrekið leyfði. Munu margir minnast hans þaðan, allflestir af góðu einu, en þeir munu til sem sáu skrápinn snúa út, helst þeir sem honum fannst sýna yfirgang. Hann var trúmennskan holdi klædd við störf sín. Lét ekki veður né vinda aftra sér frá að söðla sinn hest, kalla á hundinn og halda vestur að Langjökli til að reka rolluskrattana frá girðingunni. Oft kom hann kaldur og blautur úr þessum ferðum og þótti þá gott að koma inn og fá heitan tesopa. Einnig gat hann komið fagnandi og glaður eins og ungur drengur á sólskinsdegi með blágresi, fjanda- fælu og fjalldalafífil í fögrum ilmandi vendi. Blómin tíndi hann handa okkur kvenfólkinu vestur undir jökli. Hann var vel að sér um náttúru landsins og fræddi okkur um margt, þekkti enda grös og blóm betur en margur langskóla- genginn maðurinn. Vinátta og friðsemd einkenndi sambýlið á Hveravöllum. Oft var glatt á hjalla þegar við komum saman í einhverju „kotinu“ Ystu- Nöf, Veðurstofuhúsinu eða Hvin- verjakoti, en það nafn mun Eysteinn hafa gefið vistarveru Náttúruverndarstarfsmannsins, og margt fræddu þeir okkur um Framhald á bls. 31 íslenskur orlofsstaður 2.— 8. júní 6 dagar. 9.600 8.—15. júní Húsmæðravikan 15.—19. júní 4 dagar. 9.600 19.—26. júní 7 dagar. 16.800 26.—30. júní Uppselt 30.— 3. júlí Laus herbergi. 3.—10. júlí Vika 26.600 10.—17. júlí Uppselt 17.—24. júlí Vika 26.600 24.—31. júlí Vika 26.600 31.— 7. ágúst Uppselt 7.—14. ágúst Vika 18.600 14.—21. ágúst Vika 13.600 21.—28. ágúst Vika 9.600 Á 2 m herbergjum með hand- laug og útvarpi. Bókasafn, verslun og setustofa. Sturtur, gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð og simi. Rómuð náttúrufegurð. . ^___________ f/^4 Stakar máltíðir eða afsláttar matarkort, hálft eða fullt fœði. Sjálfsafgreiðsla. Börn__________ Frítt fœði oggisting fyrir með foreldrum til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára. Orlofstímar 1978 2 m herb. Fyrir starfshópa, fjölskyldu- fagnaði og hópferðir. Pantið með fyrirvara. Ráöstefnur-fundir-námskeið Fyrir allt að 250 manns. Leitið upplýsinga og verðtilboða. t síma 17-3-77 Reykjavík og 93-7102 (Símstöðin Borgarnesi) Sumarheimilinu Bifröst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.