Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 Vltf> MORödlV' KAFr/NU ífV:v\ (() «? Ék bið þÍK að koma hensikoj- unni þinni fyrir annars staðar? Þetta mun hafa verið konan yðar. — ekki rétt? Flókið kerfi í þjónustustörfum „Það virðist svo, að margt viðkomandi ýmsum þjónustustörf- um sé að verða flóknara og flóknara. Til skamms tíma gekk fólk út frá því að öll þjónustustörf miðuðu að því að verða einfaldari ojí þægilegri almenningi til handa, en í stað þess virðist eitt og annað viðkomandi þeim málum verða flóknara gagnvart fólki sem rekur erindi sín. Og þannig eru nú framfarirnar á þessu sviði á tímum tækniþróunar og framfara. Mig langar til að nefna eitt dæmi um þjónustu sem mér fannst verða mjög flókin á stuttum tíma í fyrirtæki nokkru. Ég þyrfti að fara í lyfjabúð með lyfseðil frá heimilislækni mínum. En eftir síðustu áramót hafði ég beiðni fá honum, er han sagði mér að framvísa í sjúkrasamlaginu og jafnframt fékk ég lyfseðil frá sama lækni, sem á voru skráð 3 lyf. Átti ég að fá eitt lyfið gjaldfrítt samkvæmt beiðni þeirri er mér var sagt að framvísa. Eg fékk skilríki frá sjúkrasam- laginu samkvæmt fyrrnefndri beiðni og var skriflegt samþykki gefið út að lyfið fengi ég gjaldfrítt og átti að gilda í 2 ár, frá 27. jan. 1978 — 27. jan. 1980. í fyrsta skipti er ég framvísaði bæði skilríkinu og lyfseðli í lyfjabúðinni þá var allt í lagi, ekki stóð á afgreiðslunni. En svo kom nú að því eins og gengur og gerist að ég þurfti að fá nýjan lyfseðil, var búin með meðulin. Og er ég framvisaði lyfseðlinum í annað sinn í sama apóteki þá bjóst ég ekki við öðru en allt væri í lagi með áðurnefnt skilríki. En þá kom nú annað hljóð í strokkinn. III 1 ! I °BÍH- ... Og maðurinn minn sagði þá eitthgað á þessa leið: Pels. Þú með þetta hár — pels. Ég hlakka til þess sjáifur að eignast bfl og gcta baðað fótgangandi upp úr drullupoll- unum. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I dag spreytum við okkur á viðfangsofni í vörn og höfum hugfast að gera ekki einfalda hluti flókna. Norður gaf, norður-suður á hættu en við erum í vestur. Norður S. G H. Á9 T. ÁKDG107 L. 9642 Vestur S. Á8653 H. 865 T. 83 L. KD3 Suðyr er sagnhafi í þrem gröndum. En við tígulopnun norð- urs sagði hann eitt grand, sem norður ha“kkaði í þrjú. Og við spilum út spaðafimmi. Makker tekur á kónginn en suður lætur níuna. Austur spilar síðan spaðatvisti, suður lætur tíuna og nú er rétt, að lesendur skipuleggi vörnina áður en lengra er lesið. Við höfum verið heppin með útspilið. Hittum á fjórlit hjá makker en suður á drottnínguna. Annars hefði austur látið hana en ekki kónginn í 1. slag. Við eigum sem sé fjóra slagi vísa á spaða eftir að sagnhafi fær einn. En það er ekki nóg. Tígullitur- inn í borðinu ásamt hjartaás og spaðadrottningu gerir átta slagi. Og suður á ugglaust fleiri háspil en spaðadrottninguna. Hann sagði jú eitt grand frjálst. Eigi hann laufás ráðum við ekki við hann. Og hjartakóngurinn verður einnig níundi slagurinn ef við tökum ekki laufslagina strax. Við tökum því á spaðaásinn og skiptum í lauf. Eðlilegt virðist að spila kóngnum. En bíðum við. Við höfum staðsett ásinn á hendi aústurs og kóngurinn getur blokk- erað litinn eigi hann aðeins tvö. V'ið spilum því laufþristi. Allar hendurnar fjórar. Norður S. G H. Á9 T. ÁKDG107 L. 9642 Vestur S. Á8653 H. 865 T. 83 L. KD3 Austur S. K742 H. 107432 T. 62 L. ÁG Suður S. D109 H. KDG T. 954 L. 10875 Ég á ekki ka'rustu í hverri höfn. því sumar eiga heima langt frá sjó! MAÐURINN A BEKKNUM SírzÆisr 37 — Það var úm miðjan ágúst. Ég man það var heitt og allt fullt af flugum. — Kom hann aftur? — Einu sinni komu þeir saman. eins og þeir hefðu hitzt. Ungi maðurinn fór upp með honum en kom fijótlega aftur. — Og þér hafið ekkert fleira að segja mér? — Eg verð nú að segja að mér finnst þetta allnokkuð. En nú viijið þér víst fá að koma upp? - Já. — Það er á efri ha“ð. her- bergið beint á móti þvf sem ég sýndi stráklingnum. Það snýr út að götunni og ég kalla það græna herbergið. — Þér vilduð kannski koma með? Hún andvarpaði mæðulega og gekk á undan upp stigann. — Gleymið nú ekki að þér lofuðuð... Ilann yppti öxlum. — Og ef þér ætlið samt að hafa mig að ginningarfífli segi ég bara við dómarann að aiít sem þér segið sé lygi! — Haíið þér lykil? Dyr voru opnaðar f háifa gátt og hann sá kviknakta unga konu standa og horfa á þá. Svo sneri hún sér að þeirri allsberu og hrópaði: — Hafðu engar áhyggjur. Yvette. Þetta er ekki siðaregl- an. 5. kapituli EKKJA LðGREGLUMANNSINS Það sem kom Maigret mest á óvart þegar hann kom inn í herbergið var búr með kanarf- fugli f sem stóð á kringlóttu borði. Fuglinn fór að hoppa til og frá þegar fólk kom inn í herhergið. Það minnti hann á vistarveru hr. Saimbrons og hann þorði næstum að veðja að Thouret hafði keypt fuglinn í eitt af þeim skiptum er hann fór að heimsækja bókhaldar- ann gamla. — Var þetta hans fugl? — Já. hann kom með hann heim fyrir ári eða svo. Hann hefur látið snuða sig, því að hann syngur ekki. Ilann hefur fengið kvenfugl í staðinn fyrir karl. — Hver tók til hjá honum? — Venjulega leigi ég her bergin með húsgögnum og sængurfötum en ég þreif ekki. Ég reyndi það á sínum tíma en það gekk ekki. Og þar sem ég íeigi yfirleitt stúlkum... — Sá hr. Louis þá sjálfur um tiltekt og slíkt? — Já. hann bjó um og þurrk- aði af. Eini sinni í viku tók ég að mér að þvo gólfið. Ilún stóð í dyrunum og það fór í taugarnar á lögreglufor- ingjanum. í hans augum var þetta ekkert venjulegt her bergi. Þetta ver griðstaður Louis Thouret. Eða réttara sagt. það sem hér var bar merki um persónulegan. leyni- legan og sjálfstæðan smekk. Engin föt hengu í kiæða- skápnum en í hillunni voru þrjú pör af gulbrúnum skóm snyrtilega raðað þar. Á hill- unni var líka perlugrár nýleg- ur hattur. scm hann hafði áreiðanlega ekki notað oít og hafði sennilega keypt á góð- virðisdegi sem mótmæli við andrúmsloftið í Juvisy. — Stundaði hann veðreiðar? — Það held ég ekki. Hann minntist að minnsta kosti aldrei á það við mig. — Talaði hann oft við yður? — Þegar hann kom og fór nam hann stundum staðar í dagstofudyrunum og spjallaði smástund. — Fannst yður hann geðgóð- ur maður? — Hann virtist fjarska ánægður með lífið. Og enn eitt merkið um mótspyrnu við konu sína var stórmynstraður náttsloppur og rauðir inniskór. Ilerbergið var snyrtilegt og hver hlutur var á sínum stað og hvergi var ryk að sjá. Inni í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.