Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 11 iVerndun gamalla húsa^H Iðnskólinn gamli og Búnar- félagshúsið gamla eða Lækjargata 14 og 14 B eru tvö af þeim húsum við Tjörn- ina, sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú sam- þykkt að vernda með friðlýsingu. húsinu frá 1906 til 1955. Húsiö var byggt fyrir 150 nemendur og í fyrstu voru nemendur 82, en síðustu ár skólans þar sóttu hann fast að þúsund nemendur. Nokkrir skólar hafa verið leigjendur í húsinu. Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti (Ágústarskóli) var þar til húsa frá því að hann var stofnaður og þar til hann fluttist í Stýrimannaskólann gamla. Aðrir skólar hafa fengið þar inni þegar þeim lá á aukahúsnæði, svo sem Vélstjóraskólinn, Menntaskólinn og Verzlunarskólinn. Nú hefur Leikfélag Reykjavíkur þar m.a. aðstöðu með skrofstofur o.fl. Þarna hefur Leiklistarskóli ríkis- ins líka verið til húsa fram að þessu. Reykjavíkurborg, sem hafði haft húsið á leigu fyrir Gagn- fræðaskólann keypti húsið fyrir 6 millj. kr. 1965. I kaupsamningi, 4 gr., er svo ákveðið að Iðnaðar- mannafélagið fái Baðstofuna í húsinu til eigin afnota eingöngu meðan húsið stendur á lóðinni (en það átti að hverfa vegna ráðhúss- byggingarinnar) og megi taka tii sín alla innréttingu hennar á sinn kostnað, þegar húsið verður rifið. Síðan segir: „Óski félagið þess að Baðstofan verði endurreist í minjasafni borgarinnar að Árbæ, lofar borgarstjórn að sjá um að það verði gert, en það þá undir nánari samningum komið.“ í grein sinni 1966 segir Árni Óla m.a.: Nú telst mönnum svo til að fimmti hver maður á landinu lifi á iðnaði. Ekki er þetta allt Iðnskólanum að þakka, en hann á bróðurpartinn af því. Og þegar á þetta er minnzt, þá ber um leið að þakka þeim mönnum, sem reistu Iðnskólahúsið í Lækjargötu. Þeir höfðu ekkert fé handbært að leggja í b.vgginguna. En þeir höfðu skilning á þeirri þörf að koma upp þessu húsi, og yfrið nógan þegn- skap og fórnfýsi til þess að taka á sig sjálfskuldaráb.vrgð á byggingarkostnaðinum. Þeir vissu, að hér voru þeir ekki aðeins að vinna fyrir iðnaðarmannastéttina, heldur fyrir landið allt.“ (Samantckið E.Pá.) reisti félagið stórhúsið, sem nú er Iðnó. En eitt af áhugamálum Iðnaðarmannafélagsins var frá upphafi að efla iðnmenntun hér í bænum, og eftir að Jón Þorláksson kom heim 1903 með verkfræði- prófi, var eitt af áhugamálum hans að stuðla að því að hér kæmist á fót iðnskóli, sem var stofnaður 1904 og fékk inni í Vinaminni til bráðabirgða. Var framsýnum mönnum ljóst að reisa þyrfti hús yfir skólann og var það samþykkt 1904. Þá var að fá lóð undir skólahúsið og mun félagið hafa viljað að það yrði sem hæst Iðnaðarmannahúsinu (Iðnó). Fékk félagið leyfi bæjarstjórnar 21. janúar 1905 til að gera uppfyllingu í Tjörninni, sunnan og vestan við Iðnaðarmannahúsið og skyldi upp- fyllingin ná 15 álnum lengra suður í Tjörnina en gamla uppfyllingin. Fleiri skilyrði voru sett sem Iðnaðarmannafélagið var ekki ánægt með. Búnaðarfélagið hafði þá keypt lóðina, sem Hjörtur fékk upphaflega, af Hússtjórnarskólan- um. Og það varð úr að Iðnaðar- mannafélagið keypti norðurhluta lóðarinnar af Búnaðarfélaginu undir skólabygginguna. Það var 1905. Fékk það leyfi til þess að reisa þarna tvílyft hús með turni, 24 x 19*,4 alin að grunnfleti, með brunagafli að sunnanverðu. Jafn- framt fékk Búnaðarfélagið leyfi til þess að reisa hús á suðurhluta lóðarinnar og sambyggt skólanum. (Upplýsingar úr bók Árna Óla, Svipur Reykjavíkur). Um byggingu hússins segir í bók Árna Óla: Skólahúsið var teiknað á teiknistofu Rögnvalds Ólafsson- ar, en Einar J. Pálsson var ráðinn yfirsmiður þess. Og svo var ekki beðið boðanna, bygging hússins hafin síðsumar 1905 og unnið af kappi. Finnur Thorlacius, sem þá var lærlingur hjá Einari Pálssyni og vann að húsasmíðinni, segir svo í endurminningum sínum: „Hafizt var handa síðla sumars við grindarsmíðina á óbyggðri lóð beint á móti þar sem húsið átti að standa hinum megin við götuna. Smíði hússins var haldið áfram sleitulaust allan veturinn og aldrei slakað á, svo að unnið var í öllum veðrum, jafnvel í stórviðri, sér- staklega þó þegar unnið var við turninn. Eg man sérstaklega eftir einum stórviðrisdegi 6. apríl 1906, þegar ég vann að turninum. Þá var ofsaveður og ég og félagar mínir héldum á grindunum þarna hátt uppi í loftinu og gátum í raun og veru ekki hamið okkur... Okkur varð lítið að verki þennan dag og það var í eina skiptið, sem mér fannst meistari minn leggja meiri stund á kapp en forsjá, en stjórnendur Iðnaðarmannafélags- ins ráku á eftir. Einari fannst að sér hefði verið falið mikið trúnaðarstarf fyrir stétt sína, enda var aldrei annað eins kapp í honum við neina aðra byggingu og sagði hann hvað eftir annað við okkur: „Leggið ykkur alla fram, allan hraða ykkar, allan hug ykkar, alla kunnáttu og alla vandvikni." Og ég held að ég geti fullyrt það, að við reyndum að fylgja þessari reglu hans við byggingu menntastofnunar iðnaðarmanna í landinu. En erfið- astur varð turninn og smíði hans minnisstæðust." Þetta mikla kapp, sem lagt var á það að koma húsinu sem fyrst upp, varð til þess, að Iðnskólinn gat flutt þar inn næsta haust. Kennslustofur voru á neðri hæð hussins og í turninum, en efri hæðin var leigð. Þar bjó Ólafur Ólafsson prentari, sem var um- sjónarmaður hússins, og ekkja hans eftir hans dag. Ennfremur margir leigjendur. Þess má geta hér, að þá er Iðnaðarmannafélagið seldi Iðnó 1918, hafði það engan fundarsal til sinna umráða. Varð það þá úr að það gerði hina forkostulegu Baðstofu í rishæð skólans. Gerði Guðmundur Þor- láksson uppdrætti að henni, en Ríkharður Jónsson skreytti með útskurði. Þarna hélt svo félagið fundi sína. Iðnskólinn var starfræktur í Þeir hitta naglann á höfuðið, sem verzla hjá Saumur: svartur og galvaniseraöur 1“—7“ Þaksaumur — Pappasaumur CiUNNEB.Ö • • Sænskur smásaumur BIERBHCH Þýzkir stálnaglar Ármúla 42, Hafnarstræti 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.