Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 29 — Teheran Framhald af bls. 1. stúdentar heföu brotið rúður í banka og kvikmyndahúsi í gær, kveikt í verksmiðju og valdið skemmdum á bifreiðum. Kvöld- blaðið Itelaat segir að margir stúdentar sæki ekki tíma í Isfahan í Mið-íran og bænum Kerman í suðausturhluta landsins. — Namibía Framhald af bls. 1. til Lusaka og fresta yrði frekari viðræðum. Samkvæmt vestrænum heimild- um átti Nujoma ekki annarra kosta völ og engu hefði verið hægt að fá áorkað þótt viðræðurnar hefðu farið fram í dag. Samkvæmt heimildunum eykst þar með hætta á því Suður-Afríkumenn knýi fram lausn í Namibíu er fái ekki alþjóðasamþykki. — Moro Framhald af bls. 1. Rauðu mherdeildunum. Hins veg- ar hafa yfirvöld ekki skýrt frá því hvort hinir 29 handteknu hafi staðið í beinu sambandi við ræningja Moros. I Milanó var háttsettur embætt- ismaður skotinn í fæturna og kona nokkur sem hringdi í dagblaðið Corriere d‘Informazione sagði að samtök sem kölluðu sig „Vopnaðir öreigar kommúnismans“ bæru ábyrgðina. Embættismaðurinn, prófessir Diego Fava, er starfs- maður ítölsku tryggingastofn- unarinnar og er 18. maðurinn sem er skotinn í fæturna á Italíu það sem af er árinu. Rauðu herdeildirnar tilkynntu í dag að liðsmenn þeirra hefðu skotið í fæturna á starfsmanni fyrirtækisins Sit-Siemens á fimmtudaginn og komið fyrir eldsprengju undir bifreið herskás leiðtoga kommúnistaflokksins, Rainieri Hermes, í morgun. Eleonora Moro hélt áfram til- raunum sínum í dag til að fá flokksleiðtoga til að fallast á fangaskipti til að fá eiginmann sinn leystan úr haldi og sagöi við ónefndan kristilegan demókrata: „Ég skírskota t.il samvizku ykkar", en engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnmálaflokkanna í mál- inu. Kommúnistaleiðtoginn Enrico veittist harkalega að Rauðu her- deildunum í gærkvöldi og kallaði liðsmenn þeirra „ofstækismenn" og kvað alla þekkja „miskunnar- leysi þeirra og kaldrifjaða grimmd". I kveðjubréfi sem blaðið II Tempo í Róm segir að Eleonora Moro hafi fengið frá manni sínum um helgina segir. „Þeir hafa sagt mér að þeir ætli að myrða mig innan skamms... Ég kyssi þig í síðasta skipti." — 100 slasast Framhald af bls. 1. aítasta vagni kyrrstæðu lestar- innar sá hina koma og hrópaðii „Leggist í gólfið.“ Rignlaðir farþegar, sumir þeirra blóðugir, stauluðust út í myrkrinu og hjálpuðu hinum slösuðu að komast til stöðvarinnar Puerta del Sol þar sem þeir voru bornir í sjúkrabörum upp á yfirborðið. Sjúkrabílar, leigubílar, lögreglu- bílar og einkábílar æddu gegnum mikla umferð til að koma hinum slösuðu í sjúkrahús. A föstudaginn slösuðust 105 í árekstri á neðanjarðarjárnbraut- inni í Madrid. Alls hafa orðið 15 slys á neðanjárnbrautinni í Madr- id á tveimur árum. Um 300 hafa slasazt. — Vonum að Islendingar Framhald af bls. 27 Thornton, að kostnaður vegna aðgeröanna á íslandsmiðum í sumar væri kringum 50 þúsund sterlingspund. Samtökin hefðu safnað fé til þessarar ferðar m.a. með sölu á málmspjöldum, skyrtu- bolum, bókum og hljómplötum. Þá styddi margs konar fólk starfsem- ina. Mætti þar nefna alla Bítlana fyrrverandi, ennfremur Electric Light Orchestra o.fl. Þeir væru margir sem létu 10-15 þús. kr. af hendi rakna í hverri viku til samtakanna. Þá hefðu samtökin ennfremur fengið ómetanlegan stuðning frá skrifstofum World Wildlife Fund í Sviss og í Hollandi. Þá mætti geta þess, aö þeir sem störfuöu fyrir samtökin, væru flestir áhugamenn. — Jón Armann Héðinsson Framhald af bls. 13. þingstörfin sagðist Jón Ármann ekki hafa ákveðið ennþá: — En ég tek þátt í kosningum í vor til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi, en það eru nú 22 ár síðan ég hóf afskipti af bæjarmál- um- og var fyrst kjörinn í bæjar- stjórn Húsavíkur. Fyrir Alþýðu- flokkinn hefi ég starfað að stjórn- málum í ein 32 ár, sagði Jón Ármann Héðinsson að lokum. — Gylfi Þ. Gíslason Framhald af bls. 13 förnum árum samið kennslubækur sem fjölritaðar hafa verið fyrir stúdenta auk þess sem ég hefi samið íslenzka texta um því sem næst helming námsefnisins í rekstrarhagfræði. Nú á næstunni mun ég einbeita mér að því að ganga endanlega frá íslenzkum kennslubókum í þessum þremur greinum, sem ég kenni við Háskólann. Að því búnu hefi ég í huga að skrifa minningar mínar frá næstum 40 ára tímabili sem ég hefi haft afskipti af stjórnmálum og öðrum þjóðmálum. Gætu þær e.t.v. orðið svolítill skerfur til sögu þessa tímabils auk þess sem ég hefi að sjálfsögðu haft náin kynni af fjölmörgum þeirra sem sett hafa svip sinn á allt þetta tímabil. Nokkrir þeirra urðu mjög nánir vinir mínir og kynni ég því að geta haft frá ýmsu að segja, bæði um málefni og menn, sem að öðrum kosti yrði ekki skráð, sagði Gylfi Þ. Gíslason að lokum. — Eggert G. þorsteinsson Framhald af bls. 12. öll hafa verið framarlega í mínum þingstörfum, sem eru sprottin uppúr þeim jarðvegi sem verka- lýðshreyfingin er. — Að lokum vil ég aðeins fá að koma á framfæ.ri þakklæti til allra er hafa stutt mig og gefið mér þessi tækifæri og til þeirra er ég hefi starfað með bæði starfs- manna í þingi og ráðuneyti meðan ég var þar. Þá vil ég einnig þakka þeim traustu vinum er ég hefi eignast í öllum stjórnmálaflokkum kynnin sem ekki gleymast á einni nóttu og hafa ýmsir þeirra haft meiri áhrif á mig en ég er sjálfur dómbær á. — Fálldin Framhald af bls. 46. fjölskylda hans yrðu að sitja undir slíkum áburði að hann hefði farið að íhuga hvort þátttaka í opinberu stjórnmálalífi og forysta væri þess virði að gjalda hana svo dýru verði. Aftonbladet skrifar um yfirlýs- ingu ráðherrans og vekur á því athygli að fyrr á þessu ári hafi annar forystumaður í ríkisstjórn- inni, Per Ahlmark, formaður Frjálslynda flokksins, sagt af sér og hljóti því að liggja þarna til grundvallar ágreiningur í æðstu röðum sem reynt sé að fela á þennan hátt. Skoðanakönnun meðal fylgis- manna Fálldins um hvort hann ætti að segja af sér var gerð nokkru áður en hann birti yfirlýs- ingu sína en niðurstöður hennar ekki gerðar heyrum kunnar fyrr en eftir sjónvarpsviðtalið. Er það sagt hafa verið allmikið áfall fyrir Fálldin .að 16% stuðningsmanna hans töldu að hann ætti að segja af sér forsætisráðherradómi. — Barátta Framhald af bls. 27 Japana væru sérstakir eftirlits- menn, sem Alþjóðahvalveiðiráðið skipaöi og meö veiðum íslendinga fylgdust til skiptis eftirlitsmenn frá Noregi og Kanada. Kváöust þeir vilja taka fram, aö sá mikli samdráttur, sem hefði orðið á hvalveiöum Rússa og Japana, væri eingöngu fyrir atbeina Alþjóða- hvalveiðiráðsins og Rússar og Japanir eru hættir að mæla á móti áliti vísindanefndar ráösins. Þá sagðist Jón Jónsson vilja benda á, aö þaö væri ekki rétt hjá Greenpeace-mönnum, að sam- band væri milli hvalstofna við ísland og í Suðurhöfum eöa Miöjaröarhafi. Það væri ekki vitað til að hvalur heföi fariö yfir miðbaug, og aldrei hefði veiöst hvalur í Miöjarðarhafi, sem væri merktur við ísland eða öfugt. „Hvalveiðin við ísland hefur verið stunduö nú í 30 ár og hefur aldrei verið leyfö útgerö fleiri en 4 báta, þannig aö aösókn er svipuð frá ári til árs. Þær sveiflur sem orðið hafa eru ekki vegna sveiflna í stofni, heldur vegna utanaðkom- andi aðstæðna, þar á ég viö þrælur, þoku o.fl.,“ sagöi Jón. Nokkrar þjóöir eins og Ástralir nota flugvélar til að leita hvalanna og eru síöan meö asdiktæki um borð í hvalbátunum. Frá því að íslendingar byrjuðu hvalveiöar hefur slíkt aldrei verið leyft og verður ekki, að því er Þórður Ásgeirsson sagöi. Mótmælin trufla ekki veiöina í sumar Þegar Jón og Þórður voru spurðir að hvort þeir teldu að Greenpeace-menn gætu haft áhrif á hvalveiöarnar við ísland í sumar sögöust þeir ekki telja þaö. Skip Greenpeace gengi vart meir en 10—11 sjómílur, en hvalbátarnir gengju 17—18 mílur. Þá væru hvalbátarnir dreifðir á svæöi, sem nasði langt norður fyrir landið og langt suðvestur fyrir það. Auk þess sem venjulega væri einn hvaibát- anna í höfn að losa afla. Hvalbát- arnir ættu því að hafa góða möguleika á aö stinga skip Green- peace af og síðan myndi víöátta hafsins kringum ísland hjálpa þeim. Jón sagói, aö samkvæmt þeim stofnstæröarreikningum sem gerðir hefðu verið á langreyði við ísland benti ekkert til þess aö um ofveiði væri að ræða. Stærð þeirra hvala sem veiddir væru, væri ávallt svo til hin sama. Það kæmi strax í Ijós þegar ofveiði ætti sér stað, þá færu minni dýr að veiöast. Þá sögöu Jón og Þórður, að fulltrúar Greenpeace héldu því fram, að heimurinn þyrfti ekki lengur á hvalafuröum aö halda, aðrar afuröir væru komnar í staðinn. Það mætti benda þessum mönnum á að íslendingar heföu flutt út hvalafuröir fyrir 1 milljarð kr. á s.l. ári og allt hefði farið til manneldis. Fram til þessa hefðu íslendingar fengiö hól fyrir stjórn sína á hvalveiðum og væri þessi stjórn ein helzta skrautfjööur okkar í verndunarmálum sjávar- dýra. Vid"seljum líka dýrari IE3H56 n, ML ! ■ • r: " \ ' ■ i mm ^5 * * ‘ ’ * . dt: eneíjlur nægir GIR 22 B er engin ðstæða til ú 9 kaupa dýrara tæki l CIR22R: REIKNAR HVAÐ GEFA A TIL BAKA GEFUR VIÐSKIFTAMANNI KVITTUN SKRIFAR STRIMIL FYRIR BOKHALD GEFUR HEILDARSÖLU DAGSINS KOSIAR KR. 198.600 Reyndar seljum é lika ÓDÝRARIBÓDARKASSA f SmiFSTIHnEUI I.F. 55 :-%--X#---------1 W HVERFISGATA Sími 20560 >m>T7S>ÖOJl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.