Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9.. MAÍ 1978 13 Jón Ármann Héðinssoni Seta á þingi erfið á þeim tímum er erfiðleikar steðja að. Starf alþingismanns- ins ekki öf undsvert á erfiðleikatímum Æ - segir Jón Armann Héðinsson Kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum — segir Gyifi Þ. Gísiason — EFTIR 11 ára þingsetu eru það einkum þrjú mál, sem ég er ánægður með að hafa haft nokkur áhrif á umfram önnur, sagði Jón Ármann Héðinsson, er Mbl. ræddi við hann. í fyrsta lagi eru það störf í milliþinganefnd er undirbjó löggjöf um hagnýtingu fiskveiði- lögsögunnar, en nefndin hóf störf 1969 og var ég formaður þeirrar nefndar. — Þessa nefnd skipuðu menn úr öllum stjórnmálaflokkum og voru tekin upp vinnubrögð er ekki höfðu tíðkast um 3 áratuga skeið, en ég ferðaðist um landið og ræddi við hina ýmsu hagsmunaaðila þessa máls. Á ég ennþá um 300 úrdrætti úr ræðum, sem ég og aðrir fluttu um þetta mál. Þetta er eitt erfiðasta mál sem ég hefi unnið að. — Þá vil ég nefna að ég beitti mér fyrir því og var flutningsmað- ur frumvarps er bannaði tóbaks- auglýsingar í blöðum og var það samþykkt fyrir 7 árum. Er það fyrsta löggjöf sinnar tegundar í Evrópu og sennilega í öllum heiminum. — í þriðja lagi nefni ég tillögu er ég flutti og fjallaði um að nýtt skyldi mjólk til vinnslu í vinnu- deilum, en mér fannst óþolandi að horfa uppá það að mjólk skyldi hellt niður. Gerði tillagan ráð fyrir því að mjólk yrði bjargað gegnum vinnslu, t.d. í osta eða mjólkur- duft. Þetta mál fór ekki í gegn, en það leiddi af sér að viðræðunefnd var sett á laggirnar og eftir því sem ég bezt veit ríkir um það drengskaparheit milli bænda- stéttarinnar og launþegasamtaka að slíkt endurtaki sig ekki. Jón Ármann var beðinn að lýsa nokkuð starfi alþingismannsins. — Ég var í 4 ár í fjárveitinga- nefnd og þegar við vorum 2 fulltrúar Alþýðuflokksins var t.d. nefndarskylda mín í efri deild slík að ég varð að skila af mér langtum meiri vinnu í nefndarstörfum en annar þingmaður í 4 ár. Sem dæmi um vinnu í þeim nefndum er lúta að atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar má nefna að fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar hefur haldið 146 fundi á síðasta kjörtímabili. Nefndin hefur fengið óvenju stór ög erfið mál til meðferðar svo sem skattamál, hlutafélagalög, verðlagsmál og mál er snerta gengisbreytingar o.fl. Þvi er ekki að leyna að seta á Alþingi getur verið leiðinleg er efnahagsþrengingar steðja að þjóðinni og skiptir þá ekki máli hvort setið er í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Má t.d. nefna erfiðleika- árið 1968 og nú er gengisfellingar hafa verið gerðar og við erfiðleika er að etja og á þessum tímum eru störf alþingismanna ekki öfunds- verð svo ekki sé meira sagt. Um það hvað tekur við eftir Framhald á bls. 29. Gylfi Þ. Gíslason hefur setið lengi á þingi og var um 15 ára skeið menntamálaráðherra. í stuttu hléi milli funda rétt áður en þinglausnir fóru fram gaf hann sér tíma til að ræða við Mbl. og hafði hann þá þetta að segja: — Þó að ég sé ekki nema liðlega sextugur hefi ég setið meira en hálfa ævina á þingi eða í 32 ár. Á þessum tíma var ég í 15 ár samfleytt ráðherra og þess vegna finnst mér núna full ástæða til að ég fái tíma til þess að sinna öðrum hugðarefnum en stjórnmálum. Ég mun á næstu árum helga mig kennslustörfum við Háskóla Is- lands og þá fyrst og fremst ritstörfum i því sambandi Ég hafði verið 15 ár háskólakennari áður en ég varð ráðherra og skrifaði þá nokkrar kennslubækur, sem sumar hverjar eru notaðar enn. Þegar ég tók aftur við kennslustörfum við Háskólann 1972 tók ég við kennslu í rekstrar- hagfræði sem ég hafði kennt áður, en það er aðalnámsgreinin hjá 1. árs stúdentum í viðskiptadeild Háskólans. Auk þess tók ég nú við kennslu í tveimur öðrum greinum fyrir stúdenta í síðari hluta þ.e. fiskihagfræði, sem ekki hafði verið kennd áður, og grein er nefnist fyrirtækið og þjóðfélagið. I báðum þessum greinum hefi ég á undan- Framhald á bls. 29. Gylfi 1>. Gíslasoni Mun á na*stu árum hclga mig kennslustiirfum við Iláskólann. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér góðan, notaðan bil géðum kjörum Aldrei meira úrval af notuðum bílum, en einmitt nú. KOMIÐ OG SKOÐiÐ STRAX í DAG. aaaa sýningarsalur Síöumúla 35, sími 85858 og 85571.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.