Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Ásgeir öskarsson í Gúmmíbátaþjónustunni við Grandagarð ícr fram skoðun á nær helminKÍ allra KÚmmí- björgunarbáta skipaflota landsins. cn ails eru um 1700 gúmmíbjörKunarbátar á öllu landinu. 7 aðilar á landinu sjá um skoðun ok eítirlit bátanna. aðalstöðin er hjá Gúmmibáta- þjónustunni ok einniu er slik þjónusta hjá aðilum í Keflavík, Vestmannaeyjum. Neskaup- stap, á Akurcyri. ísafirði ok Akranesi. „Það má segja að aðalstöðin sé hér,“ sagði Asgeir Óskarsson forstjóri Gúmmíbátaþjónust- unnar í samtali við Morgun- blaðið, „og hingað senda aðrar stöðvar báta til meðferðar ef um er að ræða vandamál sem þær ráða ekki við. Aðaltörnin hjá okkur er frá október og út janúar fyrir vetrarvertíðina en báta togaranna og flutninga- skipanna skoðum við fremur á sumrin og einnig báta minni bátanna." Við spurðum Ásgeir um þróun gerðar gúmmíbjörgunarbáta? „Bátarnir hafa lítið breytzt síðustu 10 árin,“ sagði hann, „nema þá aðallega í efninu sem notað er í þá. Nælonið kom inn í myndina um 1964 og nú eru margir bátar úr næloni. Það hefur einnig breytzt í sambandi við meðferð bátanna, að öll umhirða sjómanna hefur tekið stakkaskiptum til hins betra síðustu ár og menn gera sér æ betur grein fyrir því, að þeir geta verið með lífgjafa sinn í höndunum. Það er mjög mikil- vægt að vitund manna í þessum efnum sé vakandi og ég tel það lágmarksatriði að við skráningu sjómanna á skip fari fram námskeið í meðferð gúmmibáta og eldvarna og slíkt námskeið á ekki að þurfa að taka lengri tíma en klukkustund. Það ætti enginn að fá skráningu nema að hafa uppáskrift um að hann hafi hlýtt á kennsluna í hvert skipti. Fyrstu árin sem gúmmí- bátarnir voru í notkun fóru bátarnir mjög illa vegna bleytu og hirðuleysis, en nú leggja menn mikla rækt við að hafa þessi tæki í góðu lagi og það er gott að skipta við þessa menn. Við erum fjórir hér í Gúmmí- bátaþjónustunni mestan hluta ársins og oft vinna hér eldri sjómenn. Þetta er starf sem menn verða að leggja mikla vandvirkni í og enginn veit betur en sjómenn hvaða þýðingu „Umhirða gúmmíbjörgun- arbáta hefur batnað mjög,” segir Ásgeir Óskarsson hjá Gúmmíbátaþjónustunni verið með lífgjafa sinn í „Geta Starísmenn Gúmmíbátaþjónustunnar. Frá vinstri. Sigmundur Tómasson. Egill Jón Kristjánsson, Ásgeir Óskarsson. Birgir Guðjónsson og Erlingur Atnoníusson. það hefur að hafa hlutina klára til sjós þegar á reynir." Gúmmíbátaþjónustan var stofnuð árið 1965 og hefur ávallt starfað árið um kring við skoðun báta fyrir skip, land- helgisgæzluna, björgunarsveitir og einstaklinga. Fram til 1965 var Óli Barðdal aðalskoðunar- maðurinn, en hann á nú Segla- gerðina Ægi. Óli sýndi mikinn dugnað og áhuga í starfi sínu sem skoðunarmaður og hvatti sjómenn til þess að sýna þessum björgunartækjum fulla virðingu í meðferð. „Meðalending á bát er 18—20 ár,“ sagði Ásgeir, „og einmitt um þessar mundir fer fram mikil endurnýjun á björgunar- bátum, því flestir komu þeir 1957—1959. Þá voru það gúmmíbátar en nú koma nælon- bátarnir inn fyrir þá. Mest er flutt inn af bátum frá Englandi og Danmörku og kostar 12 manna bátur um það bil 600 þús. kr. Það má segja að það sé ekkert sérstakt sem bilar í þessum bátum, en aðalhættan ér að þeir blotni í geymslu og segja má að lofthylkið sé 95% af öryggingu. Annars er rétt að taka fram að allir bátar eiga að bera helmingi fleiri en þeir eru gefnir upp fyrir." Ásgeir kvað þá nú undirbúa að fá stærra og hagkvæmara húsnæði og hefðu þeir fengið lóð við Eyjagötu í Örfirisey. Kvað hann núverandi húsnæði þeirra vera orðið of lítið og til dæmis væri vandkvæðum bundið að vinna þar við björgunarbátana af stóru togurunum. höndunum” Egill við frágang á bát, en um 1700 slíkir eru á bátaflota landsmanna. Þá kvað Ásgeir þjónustuna við opnu bátana vera að aukast, því gúmmíbátum færi stöðugt fjölgandi á sama tíma og litlum tré- og álbátum fækkaði. Ásgeir kvað það nýjasta í mögulegum breytingum á gúmmíbátunum vera í sambandi við rekankeri þeirra. Sjóslysa- nefnd hefur komizt að þeirri niðurstöðu að rekankerin séu ekki nógu sterk, en um þessar mundir er verið að gera athug- anir á reki gúmmíbjörgunar- báta og hvað hyggilegast sé að gera til úrbóta. Vandinn hefur verið sá að rekankerin hafa slitnað frá vegna veikleika. Birgir að kanna botninn á einum af stóru bátunum Á verkstæðinu 119 v-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.