Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Kappræðufundur í Stapa: „Unga sjálfstæðisfólk- ið er umbótaaflið” Næstsíðasti kappræðufundur Samhands ungra sjálfstæðis- manna og Æskulýðsnefndar Alþýðubandalafjsins var hald- inn í Stapa á sunnudag, en fundir hafa verið haldnir í öllum kjördæmunum nema á Austur- landi. Ræðumenn S.U.S. voru Friðrik Sophusson, 6. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 8. maður á lista flokksins á Reykjanesi og for- maður Týs í Kópavogi, og Jón Magnússon, formaður S.U.S. Ræðumenn Æn. Abl. voru Svav- ar Gestsson ritstjóri, Arthúr Morthens, formaður Æn. Abl. og Guðmundur Ólafsson kenn- ari. F’undarstjórar voru Krist- björn Albertsson frá S.U.S. og Jóhann Geirdal frá Æn. Abl. Furtdarefnið var höfuðágrein- ingur íslenzkra stjórnmála — utanríkismál, efnahagsmál. Arthúr sagði, að braskaralýð- urinn stjórnaði Sjálfstæðis- flokknum, sem væri óþjóðhollur og kysi að liggja undir út- lendingum. Herstöðvarmálið, Friðrik Sophussoni „Sjálf- stæðisflokkurinn er opinn og lýðræðislegur f!okkur.“ landhelgismálið og stóriðjumál- ið væru til marks um það, að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að —selja fjallkonuna. Friðrik sagði, að unga Sjálf- stæðisfólkið væri umbótaaflið í íslenzkum stjórnmálum, það hefði lagt fram rökstuddar tillögur til lausnar þeim vanda, sem ríkisbáknið hefði valdið. Það stefndi að almennri hugar- farsbreytingu, meiri virðingu fyrir fre^sinu og framtakinu, það vildi báknið burt. En ungt Alþýðubandalagsfólk hefði ekki gert neinar umbótatillögur. Það væri dautt úr öllum æðum, lifði enn í kreppunni. Minna mætti á það, að Lúðvík Jósepsson hefði ekki stutt 200 mílna-stefnuna, og Magnús Kjartansson hefði stutt stóriðju á íslandi. Sjálf- stæðisflokkurinn væri lýðræðis- legur og opinn flokkur. En Alþýðubandalagið væri ólýð- ræðislegur og lokaður flokkur fámennrar menntamannaklíku, sem þyrði ekki í prófkjör, því að hún óttaðist frelsið, óttaðist fólkið. Hannes Hólmsteinn Gissurar soni „Sjálfstæðisflokkurinn kýs þróun. hvorki kyrrstöðu né kollsteypu.“ Svavar sagði, að Alþýðu- bandalagið væri flokkur þeirra, sem tækju manninn fram yfir fjármagnið, það væri flokkur þeirra, sem kysu Island fyrir Islendinga. Andstæðurnar í ís- lenzkum stjórnmálum væru Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn. Alþýðubandalagið væri ekki flokkur fámennrar menntamannaklíku. Sjálfstæð- isflokkurinn væri flokkur manna eins og Jóns Sólness, sem kynni til verka í heimsfjármál- unum, og Alberts Guðmunds- sonar, sem ætti nokkrar millj- ónir í bönkum erlendis. Friðrik Sophusson hefði ekki haldið eins góða ræðu og á fundinum, frá því að hann myndi eftir honum, og Hannes Hólmsteinn Giss- urarson gæti vitnað til margra spekinga í greinum sínum, en þó væri hlegið að tillögum stutt- buxnadeildar íhaldsins. Hannes Hólmsteinn sagði, að sterk rök mætti leiða að því, að markaðskerfið, sem sjálfstæðis- menn kysu, væri bæði réttlátara og hagkvæmara en miðstjórnar- Jón Magnússoni „Stefna Sjálf- stæðisflokksins í varnarmálþ- um er skýr.“ kerfið, sem Alþýðubaftdalags- menn kysu. Reynslan staðfesti það einnig. Vestrænt lýðræðis- skipulag væri réttlátara og hagkvæmara en austrænt al- ræðisskipulag. Það væri þó ekki gallalaust, en það væri hæg að bæta, gagnrýni og frjáls skoð- anaskipti væru til þess. Alþýðu- dandalagsmenn kæmu óorði á þau með dylgjum sínum og aðdróttunum eins og rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Verð- bólguvandinn^ væri stærsti vandi Islendinga, ylli óhag- kvæmri nýtingu framleiðslu- tækjanna og almennri siðspill- ingu, og tillögur Alþýðubanda- lagsins til lausnar honum væru óraunhæfar. Komast yrði hjá haftabúskap og skömmtunar- stjórn, stefna ætti að markaðs- búskap og sjálfstjórn borgar- anna. Sjálfstðismenn kysu þró- þro hvorki kyrrstöðu né koll- steypu. Guðmundur sagði, að kjöltu- rakkar íhaldsins reyndu að slá ryki í augu almennings, Friðrik Sophusson með „bákninu burt“, Hannes Hílmsteinn Gissurarson með „rússagrýlunni". Hannes Hólmsteinn væri fasisti. Sjálf- stæðisflokkurinn væri óarga- dýrið í íslenzku þjóðlífi, reyndi svívirðilega aðför að verkafólki með kjararánslögum sínum. Karli Marx væri margt að þakka. Honum væri ekki að kenna stjórnarfarið í Sovét- ríkjunum. Guðmundur sagði, að hann hefði á námsárum sínum Svavar Gestssoni „Hlegið er að tillögum stutthuxnadeildar ihaldsins." í Moskvu komizt að því, að Vladimir Jakúb hefði það starf fyrir sovétið að lesa bréf til Islendinga og frá þeim í Sovét- ríkjunum, en þessi sami maður hefði nýlega skrifað hvern langhundinn af öðrum í Morgunblaðið. Væri það vís- bending um andlegan skyldleika þjóna Sovétsins og þjóna fjár- magnsins. Ræðumenn íhaldsins á fundinum væru pólitískir öfuguggar. íhaldsmenn væru annað hvort illa gefnir eða illa innrættir, en 7essir ræðumenn væru ekki illa innrættir. Jón sagði, að stefna ungra sjálfstæðismanna væri skýr í utanríkismálum og atvinnumál- um. Þeir vildu eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir, en að gefnum aðstæðum á alþjóða- vettvangi væri bæði aðildin að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamvinnan við Banda- ríkjamenn nauðsynlegar. Þeir vildu auka frelsi einstakling- anna með því að minnka af- skipti ríkisbáknsins af atvinnu- Hfinu. Islenzkir kommúnistar hefðu aldrei hugsað um sjálf- stæði aíslands, heldur um hag herranna í Moskvu. Saga þeirra væri svo sannarlega ekki falleg. Lífskjörin ætti að bæta með samvinnu stéttanna og aukinni framleiðni avinnuveganna. Fundarsalurinn í Stapa var fullsetinn. Fundarstjórinn frá Æn. Abl. sagði, að stuðnings- menn S.U.S. hefðu líklega verið í meiri hluta á fundinum. Guðmundur ólafssoni „íhaldið er óargadýrið í íslenzku þjóð- lífi.“ Friðrik nr. 5-6 Las Palmas. 8. maí. AP. FRIÐRIK Ólafsson gerði jafntefli við Bretann Michael Stean í sjiiundu umferð skákmótsins í Las Palmas á Kanaríeyjum í dag og er í 6. til 7. sæti ásamt Spánverjanum Corral með 4 vinninga. Rússinn Tukmakov vann Spán- verjann Padron og er efstur með iiVi vinning. Larsen vann Sanz og er í 2. til 4. sæti með 5 vinninga ásamt Sax sem vann Dominguez og Miles sem gerði jafntefli við Corral. Stean er í 5. sæti með 4V-i vinning. — A Norður- pólinn Framhald af bls. 19 út úr vélinni á Keflavíkurflug- velli og margir létu í Ijós þakklæti sitt til áhafnar og starfsmanna. Þýzku ferðalangarnir voru á öllum aldri en meirihlutinn roskið fólk. Blaðamaður ræddi við nokkra farþega og bar þeim öllum saman um að ferðin hefði heppnast mjög vel og jafnvel tekið því fram, sem þeir áttu von á. Flestir þeirra, sem blaðamaður ræddi við, höfðu ferðast mjög mikið um heiminn og með þessari ferð vildu þeir upplifa eitthvað nýtt og ólíkt því, sem þeir höfðu áður kynnst í ferðum sínum um heiminn. - SS. Hjá sáttasemj- ara á föstudag SÁTTAFUNDUR var haldinn í gær hjá sáttasemjara með fulltrú- um Verkamannasambandsins, Vinnuveitenda- og Vinnumála- sambandsins, en Torfi Hjartarson sáttasemjari kvað -ekkert nýtt að frétta af þeim fundi. Næsti fundur hefur verið boðaður n.k. föstudag kl.■ 4 hjá sáttasemjara. — Atkvæða- greiðslan Framhald af bls. 3. borgarstfórnarkosningar kusu alls 4403, þar af eins og áöur sagöi langflestir síöustu dagana fyrir kosningar. Utankjörstaðarskrifstofan er til ' húsa í Miðbæjarskólanum og er opin mánudaga til laugardaga frá 10-12, 14-18 og 20-22 en á sunnudögum og helgidögum er opið frá 14-18. — Mótmælin kosta 24 millj Framhald af bls. 48 Ásgeirsson varaformaðui Al- þjóðahvalveiðiráðsins og skrif- stofustj óri sj ávarútvegsráðuneyt- isins sögðu á blaðamannafundi, sem þeir boðuðu til, að fullyrðing- ar Greenpeace væru órökstuddar og ekki réttlætanlegar. Það væri ekkert sem benti til þess, að þeir hvalastofnar, sem væru nytjaðir við ísland, væru í mikilli hættu, veiðin væri mjög jöfn og sveiflur sem yrðu í veiði, væru vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þá sögðust þeir ekki reikna með að mótmæli Greenpeace myndu hafe. mikil áhrif á veiðar hvalbátanna í sumar, þar sem þeir væru dreifðir á stóru hafsvæði og ennfremur miklu öflugri skip en skipið sem Greenpeace hefur fest kaup á. — Kissinger Framhald af bls. 1. til eins hinna þriggja landa verði felld verði hætt við sölu á herþotum til hinna landanna tveggja. Þingmenn telja að flug- vélasalan verði samþykkt. Kissinger sagði þingmönnum að það mundi hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér í utanríkismál- um ef flugvélasala til einhvers þriggja umræddra landa yrði felld. Hann harmaði að sala til þriggja hefði verið tengd saman en sagði að ef dregið yrði úr hlut Araba hefði það í för með sér alvarlegar afleiðingar í sálrænu og pólitísku tilliti. Hann lagði áherzlu eins og ríkisstjórnin hefur gert á hugsan- lega hættu sem Saudi-Arabíu og gífurlegri olíuauðlegð landsins stafaði frá sovézkum áhrifum á Horni Afríku og vopnasendingum Rússa til Iraks. „Hvers konar ógnun við öryggi Saudi-Arabíu yrði einnig ógnun við öryggi Bandaríkjanna," sagði Kissinger. Moshe Dayan, utanríkisráð- herra ísraels, sagði í brezku sjónvarpsviðtali í dag að Bretar hefðu hvatt hann til að endurvekja friðartilraunir í Miðausturlöndum. Hann fullyrti að Anwar Sadat forseti hefði gert hlé á friðartil- raunum sínum þar sem enginn annar Arabaleiðtogi hefði viljað taka þátt í þeim. Dayan kom í dag í tveggja daga heimsókn til Noregs. — Afghanistan Framhald af bls. 1. sú stefna fái fylgi múhameðs- trúarmanna sem eru í meiri- hluta í landinu. Tarakki neitaði því um helgina að stjórn hans væri kommúnistastjórn en diplómatar segja að ekki fari á milli mála að hún halli sér að Moskvu-stjórninni. „Þeir geta ekki annaö en leynt hugsjóna- fræðilegri afstöðu sinni af því múhameðstrúarmenn geta ekki sætt sig við hana,“ sagði asískur stjórnarfulltrúi. Stjórn Tarakkis styðst við aðeins 50.000 flokksmeðlimi og stuðningsmenn og verður að tryggja sér víðtækara fylgi til að ná fótfestu í þorpum Afghan- istans sagði asíski stjórnarfull- trúinn sem hefur rannsakað flokk Tarakkis. Til þess að ná því marki segir hann að Tarakki verði að friðmælast við múham- eðska trúarleiðtoga. — Mesti ósigur Callaghans Framhald af bls. 1. skýrt fram að hún mundi þrauka áfram þótt hún hefði aðeins átta •atkvæða meirihluta í Neðri mál- stofunni. Þar til í kvöld hefur Frjálslyndi flokkurinn bjargað stjórninni í tvísýnum atkvæða- greiðslum en nú sneru þingmenn hans baki við stjórninni. Atkvæðagreiðslan var um frum- varp frá Ihaldsflokknum um að tekjuskattur verði lækkaður úr 34 pensum í 33 pens miðað við hvert pund. Sigur stjórnarandstöðunnar mun lítil áhrif hafa á hag skattborgara, en getur þó kostað 440 milljónir punda á ári og jafnvel leitt til þess að vextir hækki. Líka er óttazt að úrslit atkvæðagreiðslunnar veiki stöðu pundsins. Denis Healey fjármálaráðherra sakaði íhaldsmenn um grófa at- kvæðaveiðatilraun og sagði að skattalækkunin mundi spilla fyrir tilraunum Breta til að halda verðbólgunni niðri. Nú verður stjórnin að grípa til annarra ráða til að afla tekjumissisins sem úrslit atkvæðagreiðslunnar hafa í för með sér. Geoffrey Howe, talsmaður stjórnarandstöðunnar í fjármál- um, skoraði á stjórnina að segja af sér. Hann sagði að engin önnur ríkisstjórn í sögu Breta hefði orðið að þola þá auðmýkingu að bíða ósigur í atkvæðagreiðslu um tekju- skatt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.