Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 35 35- 30- 25- 20- 15- 10- 5- O-1 FRAMLAG TIL VERGRAR ÞJÓÐARFRAM- LEIÐSLU OG FJÁRMAGNSFYRIRGREIÐSLA FRÁ FJÁRFESTINGARLÁNASJÓÐUM OG INNLÁNSSTOFNUNUM ÁRIÐ 1975. LAND- SJAVAR- BÚNAÐUR ÚTVEGUR IÐNAÐUR BYGG - INGA- STARF- SEMI VERSLUN ÞJÓNUST SAM- GÖNGUR □ Fjármagnslyrirgreidslo frá fjárfestingarlánasjódum og innlánsstofn. Framlag til vergrar þjódarframleidslu. Ragnar Eiríksson: Endurreisn eða endalok Hólaskóla af nýtingarhlutfalli iðnaðar. Nýt- ing fastafjármuna í framleiðslu- aukningu var langmest í iðnaði á tímabilinu. í landbúnaði stóð hún í stað og í fiskvinnslu var þróunin nokkuð breytileg milli ára, þó með nokkurri minnkun síðustu árin. Afdrifaríkast er að nýting fastafjármuna í fiskveiðum féll um helming frá 1969-1975, aðal- lega vegna aukinnar sóknargetu veiðiflotans án samsvarandi afla- aukningar. ★ í niðurstöðukafla er fjallað um markmið fullrar atvinnu og hag- vaxtar. Með vissum forsendum má leiða líkur að því, að hagvöxt- ur hefði getað orðið meiri hér á síðustu tíu árum en raun varð á, en aukin hagsæld í landinu hefur fremur stafaö af hagstæðri þróun viðskiptakjara en miklum hag- yexti. Framleiðni vinnuafls og nýting fastafjármuna í fiskvinnslu er slík, að öll líkindi eru á miklum þjóðhagslegum ábata af eflingu fiskvinnslunnar með frekari úr- vinnslu hráefnis og auknum atvinnutækifærum, miðað við hinar framleiðslugreinarnar. Slík efling gæti víða orðið með aukinni hagræðingu í vinnslunni, og bættri nýtingu hráefna og þeirra framleiðslutækja sem fyrir eru. Aukin verðmætasköpun í fisk- vinnslunni er að sjálfsögðu háð nægu hráefni og hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir nýja framleiðslu. Iðnaður er einnig rhjög vænlegur vaxtarbroddur fyrir atvinnulífið enda hefur þróunin í honum verið all jákvæð. Landbúnaður og fiskveiðar eru ekki líkLeg til að taka við aukningu vinnuafls í framtíðinni. Iðnaður hefur aukið vinnuafl sitt jafnt og þétt, og nokkur aukning hefur einnig orðið í fiskvinnslu. Líkur eru leiddar að því að vinnuafl væri fyrir hendi ef fiskvinnsla ykist. Þá er í viðauka fjallað um fjármagnsfyrirgreiðslu til at- vinnuveganna í samanburði við þjóðhagslega stöðu þeirra árið 1975. Fjármagnsfyrirgreiðsla fjárfestingarlánasjóða og banka er mest við sjávarútveg, aðallega fiskveiðar, síðan verzlun, land- búnað og loks iðnað. Miðað við framlegð greinanna til vergrar þjóðarframleiðslu virðast fisk- vinnslan og iðnaður bera skarðan hlut frá borði. um fjármunamyndun í saman- burði við aðra ráðstöfun þjóðar- tekna. Þar kemur fram að lang- stærstum hlutanum af þjóðar- tekjum er varið til einkaneyzlu. Hlutfall fjármunamyndunar í heild er einnig all hátt, en orkuöflun og samgöngur eru mjög fjárfrekir liðir hér. Samneyzla hefur hlutfallslega minna vægi hér en í flestum OECD-ríkjum, segir að lokum í niðurstöðum skýrslunnar. Atvinnuleys- ingjum fækkar i V-Þýzkandi ATVINNULEYSINGJUM fækkaði nokkuð í Vestur-Þýzkalandi í s.l. mánuði eða um 125 þúsund manns. Þá er alls um 1.1 milljón manna á atvinnuleysisskrá þar í landi eða um 4.9%, en var áður um 5.4%. Þess ber þó að gæta, að talið er nokkuð öruggt að til viðbótar þessum fjölda muni um 650 þúsund manns að auki vera atvinnulausir, en hafi ekki látið skrá sig. Yfirvöld taka fram, að þessi mikla lækkun stafi ekki bara af bættum aðstæðum á vinnumarkaðinum, heldur sé þetta að hluta til árstíða- bundið, en einmitt á þessum tíma vex gjarnan atvinna í mörgum greinum og helzt nokkuð þokkaleg fram undir haust þegar jafnan hallar aftur undan fæti. Kreppa í skipa- smíðaiðnaði heimsins „STAÐA skipasmíðaiðnaðarins í heiminum er sú alversta í tíu ár og er hreint ógnvekjandi," sagði Robert Huskisson forstjóri Lloyd-skipa- skráningarinnar í London nýverið. í lok ársins 1977 voru pantanir skipasmíðastöðva aðeins 1/7 þess sem var árið 1973 og segir það sína sögu,“ sagði Huskisson ennfremur. Þá sagði Huskisson að útlitið væri allt annað en gott, nefndi hann í því sambandi að væri tekið mið af pöntunum nokkur ár fram í tímann væru fyrirsjáanlegt algert hrun hjá mörgum skipasmíðastöðvum, sér- staklega væri vandi bresku stöðv- anna mikill, þrátt fyrir að breska ríkið hefur á tveimur síðustu árum greitt gífurlegar upphæðir þeim til styrktar. Á liðnum vetri bárust þær fréttir með fjölmiðlum að ráðist skyldi í að byggja hesthús á Hólum i Hjaltadal, og væri það upphaf endurreisnar staðarins. Væri þetta gert eftir tillögum frá nefnd er stjórnvöld skipuðu sér til ráðuneytis til að vinna að skipu- lagi og uppbyggingu Hóla vegna 100 ára afmælis bændaskólans 1982. Fregnir herma að þetta eigi að verða mikil bygging, um 15oo nr, fyrir 100 hross og með yfirbyggðu reiðgerði. Má því ætla að hún kosti vart minna en 50 millj. kr., og með því að byggingar- tími húsa á hændaskólunum á Hólum og Hvanneyri til þessa hefur verið 10 til 15 ár má sennilega tvöfalda þessa upphæð, miðað við að verðbólgan haldist og sami „jákvæði andinn“ ríki í fjárveitingum til framkvæmda á skólasetrunum. Nýlega var í dagblöðunum grein eftir 4 kennara Hólaskóla, þar sem þessari framkvæmd (hesthúsbygg- ingu) er mótmælt og bent á aðrar leiðir sem telja verði vænlegri til ávinnings fyrir skólann og starf- semi hans og því verðugri afmæl- isgjafir í tilefni 100 ára afmælis hans. Ég vil hér lýsa samstöðu minni með kennurum skólans, og jafnframt furðu minni yfir því aö „Hólanefndin" skuli telja að hest- hús sé heppilegasta upphafsfram- kvæmdin, ekki síst þegar tillit er tekið til að aðeins 4 ár eru þar til skólinn á afmæli, og til þess hve langan tíma það hefur tekið að koma búshúsinu á Hólum (10 ár) og fyrri áfanga af heimavistinni á Hvanneyri (13 ár) upp. Vandamál Bændaskólans á Hól- um er hins vegar ekki það hvort byrjað verður á að byggja hesthús eða eitthvað annað. Vandamál skólans er það að af honum fer ekki gott orð og því er eðlilegt að nemendum, sérstaklega „góðum SAMVEITUNEFND hitaveitu Akrancss og Borgarness, sem sér um undirbúning að hitaveitu- framkva>mdum fyrir þessa staði. hefur nú farið fram á eignarnám í Deildartunguhver í Borgarfirði. sem þeir ætla að muni fullnægja þörf byggðanna fyrir heitt vatn. Að sögn Magnúsar Oddssonar bæjarstjóra á Akranesi var farið fram á cignarnámið eftir að sýnt var. að samningaviðræður við eigendur hversins bæru ekki árangur. væri þar geysilega mikið sem á milli bæri. „Það sem við höfum miðað við í okkar tilboði er í samræmi við þann hátt sem hafður var við Svartsengi er hitaveiturnar á Suðurnesjum keyptu þar heita- vatnsréttinn. Sú matsgerð sem þar var höfð til hliðsjónar var upp á 82—87 milljónir króna sem svarar til 170 milljóna í dag, en það er langfullkomnasta matsgerð sem gerð hefur verið í máli sem þessu,“ sagði Magnús Oddsson einnig. „I Svartsengi er um að ræða 150 megawatta orku og er verðið um 1.13 milljónir króna á hvert megawatt á núverandi verðlagi. Við Deildartungu hins vegar hafa viðsemjendur okkar farið fram á 70—90 milljónir króna í leigu á ári fyrir þau 30 megawött sem þar fengjust. Það svarar til þess að við yrðum að greiða 2.8 milljónir á ári fyrir hvert megawatt eða rúmlega tvöfalda þá upphæð sem kaupverð- ið á Svartsengi hljóðaði upp á. Þetta teljum við algerlega út í hött og var samningum þegar hætt er þetta kom upp, og þess farið á leit nemendum“ fækki þar. Það gerist á sama tíma og bændaskólinn á Hvanneyri er fullsetinn ár eftir ár. Skólinn er úr tengslum við búnað- arsamtökin hér í Skagafirði og að ég held á Norðurlandi öllu. Tengsl skólans við bændur eru heldur engin og má í því sambandi nefna að Búnaðarfélag Hólahrepps sem alltaf hafði haldið fundi sína á Hólum taldi sig fyrir nokkrum árum ekki geta fengið þá fyrir- greiðslu sem óskað var eftir og venjuleg var, og voru þá fundir félagsins fluttir á heimili for- manns og nú síðast í barnaskóla hreppsins. Á staðnum ríkir ekki um þessar mundir sá andi sem lagður hefur verið í hugtakið „Heini að Hólum“. Sé litið raun- sæjum augum á málið þá gefur hvorki skólahald né húrekstur tilefni til að mælt sé með skólavist á Hólum. Varðandi störf Hólanefndar væri fróðlegt að fá upplýst hvort hún hefur haft samhand við forsvarsmenn búnaðarsamtak- anna á Norðurlandi og kynnt þeim skipulag staðarins og hugmyndir nefndarinnar að uppbyggingu hans? Mér skilst að með nýsam- þykktum lögum um búnaðar- fræðslu sé þessurn samtökum ætlað að vera þátttakendum í uppbyggingu og stjórn skólans. Málið hlýtur því að vera þeim skylt, ekki síst ef verið er að taka ákvarðanir um uppbyggingu næsta aldarfjórðunginn eða svo. Þá finnst mér jafnvel að ekki mundi skaða að kynna gömlum Hólasveinum og öðrum sem bera hag Hóla fyrir brjósti þessi mál og heyra álit þeirra, áður en farið er af stað. Það mætti t.d. gera með opnum fundi. Ilagnar Eiríksson. Gröf. Ilofshrcppi. Skagafirði. við orkuráðherra að eignarnám yrði gert í hvernum," sagði Magnús ennfremur. „Við gerum okkur vonir um að málið verði afgreitt fljótlega og hyggjumst hefja framkvæmdir innanbæjar nú í sumar bæði hér og í Borgarnesi.“ Áætlanir um kostnað við lagn- ingu aðveituæðarinnar sem er um 60 kílómetrar hljóðuðu upp á rúmlega 3 milljarða í ágúst á s.l. ári, en við höfum þegar fengið loforð um eftirgjöf á tollum og aðflutningsgjöldum fyrir 470—480 milljónir króna sem er 3/i hlutar þeirra gjalda. Þá höfum við fengið loforð fyrir hagstæðum lánum á því sem eftir er eða 180 milljónir króna,“ sagði Magnús Oddsson. Að lokum sagði Magnús, að hann vildi leggja á það áherzlu að þegar tjón verður vegna jarðhita eins og t.d. í Vestmannaeyjum væri kostn- aðinum alltaf deilt niður á alla landsmenn. Því þætti sér það einnig eðlilegt að ef hægt væri að nýta jarðhita að öll þjóðin nyti góðs af en ekki einstaklingar. Það væri óumdeilanlega til heilla fyrir alla íbúa Borgarfjarðarsvæðisins ef þetta eignarnám fengist fram. Af þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Björns Fr. Björnsson- ar, eins forsvarsmanna eigenda Deildartunguhvers, og innti hann eftir sjónarmiðum þeirra. Sagði hann að nú ynnu sérfræð- ingar að greinargerð um málið fyrir eigendur, sem yrði bráðlega birt, en taldi jafnframt ekki tímabært að tjá sig um málið frekar að svo stöddu. Þá er að lokum í viðauka fjallað Slíkt blað fengu allir aðilar til útfyllingar. Hitaveita Akraness og Borgarness: Fara fram á eignar- nám í Deildartunguhver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.