Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 24
Fiétlasímar M b 1 — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 T ogaraútgerðin SJá bls. 13 128. tbl. — Finuntudagur 7. júní 1962 Fundi S.H. 9 menn í lokið stjórn AÐALFUNDI S.H. lauk í gær- kvöldi eftir að hafa staðið yfir frá því á mánudag. í gær og fyrradag voru gefnar skýrslur um markaðs- og framleiðslumál, fluttar af framkvæmdastjórum ©g sérfræðingum S.H. Jón Gunr.arsson framkvæmda- stjóri flutti ýtarlega skýrslu um afurðasölumál og gerði grein fyr- ir þróun hinna einstöku markaða. Björn Halldórssonð framkvæmda stjóri flutti erindi um ákvæðis Síld merkt á hrygn ingarstöðvum DAGANA 20. marz til 20. apríl var vb. Auðbjörg við síldar- merkingar suðvestanlands. — Merktar voru um 5000 síldir, þar á meðal 2100 á hrygningar- stöðvum vorgotssíldarinnar á Selvogsgrunni. Þetta er í fyrsta skipti sem síld er merkt á ís- lenzkum hrygningarstöðvum. Leiðangurinn var farinn á vegum Fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans. Leiðangrinum stjórnuðu þeir Sverrir Guðmundsson, starfs- maður Fiskideildar, og Ásmund- ur Jakobsson, skipstjóri. Innbrotsþjófur- inn í Ninon handsamaður RANNSÓKNARLÖREGLAN hef ur haft hendur í hári manns eins, sem hefur viðurkennt að vera valdur að tveimur af þremur innbrotum í verzlunina Ninon í Ingólfsstræti 8 undanfarna dag. Málsrannsókn stendur enn yfir, en talið er líklegt, að hann sé einnig valdur að hinu þriðja. Seldu Hringhlóm fyrir 140 þús. MÉRKJASALA Kvenfélágsins Hringsins á kosningadaginn gekk mjög vel, og voru seld merki til ágóða fyrir Barna- spítalann fyrir nálægt 140»000.- 00 krónur. Hefur fjáröflunarnefndin beð- ið blaðið að færa borgarbúum kærar þakkir fyrir framúrskar- andi hjálpsemi og ennfremur þakkir til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt stuðluðu að því að þessi ágæti árangur náð- ist. — Kvikmynda- sýning íyrir börn og ungl- Lnga, sem unnu fyrir D-listann SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Reykjavík efnir til kvi'kmynda- sýningar í Gamla Bíói á morgun, íöstudag, fyrir börn og unglinga, sem aðstoðuðu flokkinn á kjör- degi. Kvikmyndasýningin hefst kl. 2 e.h. Aðgöngumiðar verða afhent- ir í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 1—5 e.h. Sjálfstæðisflokkurinn. vinnufyrirkomulag í hraðfrysti- iðnaði, Óttar Hansson, fiskifræð- ingur, um gæðaeftirlit og Bene- dikt Sigurðsson um vinnuhagræð ingu og fleira. I»á voru rædd ýms hagsmuna- mál hraðfrystiiðnaðarins. Undir lok fundarins fór fram stjórnarkjör. Var fjölgað í stjórn félagsins úr 5 manns í 9. Voru eftirtaldir menn kosnir: Einar Sigurðsson, útgm. Reykjavík; Sigurður Ágústsson, útgm. Stykk ishólmi; Jón Gíslason, útgm. Hafnarfirði; Guðfinnur Einars- son, útgm. Bolungarvík; Elías Þorsteinsson, útgm. Keflavík; Gísli Konráðsson, frkvst. Akur- eyri; Einar Sigurjónsson, frkvstj. Vestmannaeyjum; Ingvar Vil- hjálmsson, útgm. Reykjavík og Huxley Ólafsson, útgm. Keflavík. í varastjórn voru kjörnir Gunnar Guðjónsson, Ellert Ásmundsson, Tryggvi Ófeigsson, Rafn Péturs- son, Finnibogi Guðmundssoní Lúðvík Jósepsson Ólafur Gunn- arsson, Kristinn Gunnarsson og Ólafur Jónsson. Endurskoðendur eru Þorgrímur Eyjólfsson og Eyjólfur ísfeld og til vara Niku- lás Jónsson og Sveinn Jónsson. ■Mb Sextugasti aðal fimdur SÍS SEXTUGASTI aðalfundur | Sambands íslenzkra sam- ] vinnufélaga hófst að Bifröst i í Borgarfirði í dag, fimmtu- dag, 7. júnd kl. 9. Kornu ful1! trúar allir að Bifröst í gær.' Stjórn samibandsins sat þarl á fundi í gær til undirbún- ings að dagskrá fundarins. (Fréttitilkynning frá SÍS).| Fyrri kosningin talin gilda EINS og kunnugt er af fyrri fréttum, skaut borgarstjórinn í Reykjavíik ágreiningi, sem varð í borgarstjórn um kosningu í stjórn Sogsvirkjunar, til úrskurð ar félagsmálaráðuneytisins. Málsatvik voru þau, að er kosningin fór fram, komu fram þrír listar, D-listi, sem hlaut 9 atkv., G-listi, er hlaut 4 attov., og B-listi, er hlaut 1 atkv. Einn seð- ill var auður. Skv. þessum úr- slitum hlutu kosningu af D-lista Gunnar Thorodidsen og Guð- mundur H. Guðmundsson, og af G.-lista Einar Olgeirsson. Að fundarhléi loknu lýstu 10 borgarfulltrúar því yfir, að þeir hefðu allir viljað greiða D-list- Tjónabætur 37,5 millj. Sjóvá króna AÐALFUNDUR Sjóvtátrygging- arfélags fslands h.f. var hald- inn mánudaginn 4. júní í húsa kynnum félagsins í Ingólfsstræti 5. Formaður félagsstjórnarinn- innar, Halldór Kr. Þorsteinsson Skipstjóri, minntist í upphafi fundarins nokkurra kaupsýslu- nianna er látist hafa frá síð- asta aðalfundi. Fundarstjóri var Sveinn Bene diktsson, framkvæmdastjóri, en fundarritari, Axel J. Kaaber, skrifstofustjóri. Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán G. Björnsson, flutti skýrslu félagsstjórnar um rekst ur og hag félagsins og skýrði ársreiikninga þess. Samanlögð iðgjöld af sjó-, bruna-, bifreiða-, ábyrgða- og endurtryggingum námu um 75,8 millj. kr., en af líftryggingum tæplega kr. 3.650.000,- eða ið- gjöld samtals tæplega 79,5 mihj. króna. Er það mjög svipuð iðgjalda upphæð og árið 1960. Fastur eða samningsbundinn afsláttur til viðskiptamanna er þegar frádreginn í upphæðum þessum, en afsláttur og bonus til bifreiðaeigenda einna nam t.d. tæplega 4,5 millj. kr. Stærsta tryggingadeildin er Sjódeildin með nær 42,6 millj. kr. iðgjöld. í tjónbætur voru greiddar um 37,5 millj., en í laun og kostn- að um 6 millj. kr., eða tæplega 8% af iðgjöldunurtu Iðgjalda- og tjónavarasjóðir, svo og vara- og viðlagasjóðir eru nú um 49 millj. kr. Er Líf- tryggingadeildin ekki talin með í þessum tölum. Iðgjaldavarasjóðir hermar eru hinsvegar um 43,3 millj lcr., svo að sumanlagðir varasjóðir félagsins eru nú um 92 millj. kr. Nýtryggingar í Líftryggmga- deildinni voru 157, að upphæð 7,8 millj. kr. Við árslok voru líftrvggingar í gildi að apphæð um 128 millj. króna. Verðbréfaeign félagsins nam um 76 millj. kf við árslok en ián út á líftryggingaskírteii.i um ð millj. Stjórn félagsins skipa «:>mu menn og áður: Halldór Kr. Þor- steinss, skipstjóri; Lárus Fjeld- sted, hæstaréttarlögmaður; Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri; Geir Hallgrims- son, borgarstjóri og Ingvar Vil- hjálmsson, útgerðarmaður. anum atkvæði, en þar sem sá listi fékk ekki nema 9 atkvæði, gæfu úrslitin ekki rétta mynd af vilja borgarstjórnar. Fóru þeir fram á, að atkvæðagreiðsl- an yrði endurtekin. Málaleitun þessi var samiþ. með 10 atkv. gegn 4. Var síðan lýst eftir list- um, og kom þá einn fram einn listi, skipaður Gunnari Thorodd- sen, Guðmundi H. og Tómasi Jónssyni. Lýsti forseti þá rétt kjörna í stjórn Sogsvirkjunar. Fjórir borgarfulltrúar lýstu því yfir, að þeir teldu endur- teknu atkvæðagreiðsluna ólög- lega og því markleysu. Bar borg- arstjóri þá fram tillögu fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, sem hljóðaði svo: „Með því að ágreiningur er um lögmæti kosningar á fulltrú- um Reykjavíkurborgar í Sogs- stjórn, ályktar borgarstjórn að æskja eftir úrskurði félagsmála ráðuneytisins um ágreiningsefn- ið.“ Tillaga þessi var samþykkt með 11 atkvæðum. Hinn 4. júní kvað félagsmála- ráðuneytið upp þann úrskurð, að telja beri fyrri kosninguna lögmæta, en ógilda beri hina síð ari. (Þess skal getið, að úrskurður félagsmálaráðuneytisins barst Morgunblaðinu ekiki fyrr en í gær). MYNDIN sýnir ólaf Magnús- son EA leggja að bryggju á i Akureyri á sjómannadaginn ] með 1000 tunnur af síld inn-' anborðs, er hann fékk á | heimleiðinni af Faxaflóaver- tíðinni. — AUs aflaði Ólafur 22 þús. tunnur í vetur, en nokkurn tíma af vertíðinni var hann á netaveiðum og fékk þá 470 lestir af þorski. Þess má geta að ólafur Magnússon var aflahæsta skipið á Norðurlandssíldar- vertíðinni sl. sumar og aflaði þá um 23 þús. mál og tunn- ur. Skipstjóri á ólafi Magn- ússyni hefur frá upphafi verið Hörður Björnsson frá Dalvík. Ljósm.: St. E. Sig. Síldveiðikjara- samningur í gildi I DAG var kveðinn upp í félags- dómi dómur í málj verkalýðs- félags Norðfirðinga í Neskaup- stað gegn Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna, en verka- lýðsfélagið hélt .því fram að gild- andi síldveiðikjarasanmingi frá 1959 milli LIU og sjómannafé- laganna hafi ekki verið löglega sagt upp af hálfu LÍÚ gagnvart verkalýðsfélagi Norðfirðinga. — Taldi það að ekki hefði nægt að senda Alþýðusambandinu upp- sögnina, heldur ætti að senda hana hverju félagi. Dómur félagsdóms var á þá lund, að lögmæt uppsögn sarnn- ingsins hefði ekki átt sér stað, og því væri samningurinn enn í gildi. Athyglisverð æskulýðs- ráðstefna WAY í Árósum Þáttakendur frá yfir 100 þjóðum MBL. hefur borizt fréttatilkynn- ing frá Æskulýðssambandi ís- lands, þar sem greint er frá 4. allsherjarþingi og 9. ráðsfundi alþjóðlega æskulýðssambands- ins, World Assembly of Youth (WAY) sem fram munu fara í Árósum dagana 8.—24. júní nk. ÆSÍ hefur, sem kunnugt er verið aðili að WAY allt frá stofn un sinni árið 1958, og vonast til að unnt reynist að senda 5 ís- lenzka fulltrúa til ofangreindra fundarhalda. Þar mun annars verða samankomið æskufólk frá yfir 100 þjóðum og er hér um að ræða víðtækustu æskulýðs- samtök, sem um getur í heimi- inum. Allsherjarþing WAY mun að þessu sinni verða helgað efninu „Towards Universal Freedom — towards World Peace“, þ.e.a.s. baráttunni fyrir frelsi og friði í heiminum. Meðal nafntogaðra manna, sem flytja munu ræður um ýmsa þætti þessa efnis, verður Mohammed Yazid, upp- lýsingamálaráðherra í bráða- birgðastjórn Serkja í Alsír. Mun mál hans snúast um þjóðfélagsleg ar framfarir og þörfina á skjótum umbótum. Yazid varð ráðherra í septemíber 1958. Áður hafði hann m.a. verið fulltrúi alsírsku útlagahreyfingarinnar FLN á ráðstefnu Afríku- og Asíuiþjóða í Bandung árið 1955 og fulltrúi FLN í Bandaríkjunum og hjá samökum Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.