Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ •' ' • '• " : ilV í'u : ; ■ : ; . • Fimmtudagur 7. júní 1962 Heimsmeistarakeppnin: Leikmennirnir nú eins og börn í sunnudagsskdla anýM>n fKoi ■aMK l<MM» Spánverjar sýndu bezta leikkafla keppninnar en voru „slegnir út" Rússland, Chile, Vestur-Þýzka- land, Brazilía, Tékkóslóvakía og TJngrverjaland hafa nú tryggt sér sæti í 8 landa lokaúrslitum heims meistarakeppninnar » knatt- spyrnu. Næst síðasta umferð riðla-keppninnar fór fram í gær- kvöld og urðu úrslit þessi: Rússar unnu Uruguay 2-1 (0-1) Brazilía vaam Spán 2-1 (0-1) Þýzkaland vann Chile 2-0 (1-0) Argentína — Ungverjaland 0-0. Þýzkaland — Chile Eftir 2)2 mín. leik fengust eig- inlega úrslit milli Þjóðverja og Chilemanna. Þá dæmdi skozki dómarinn Davidson vítaspyrnu á Chile, eftir að Seeler miðherja hafði verið hrint gróflega. Seeler var á lofti, ætlaði að skalla send ingu frá Schaefer. Úr vítaspyrn- unni skoraðj Zymaníak örugg- lega. Fram að þessu var leikuxinn vel leikinn og prúðmannlega, og var jafn. En nú splundraðist sam takamáttur Chilemanna, stutti samleikurinn hvaxf en við tóku langspymur og hlaup og hin pott iþétta vöm Þjóðverja átti í eng- um erfiðleikum. Þjóðverjar réðu lögum og lofum. Strehl skoraði annað mark. 50 þús. manns sáu vél leikna knattspyrnu, án rudda Armann vann í Lárusson 1. flokki Síðastliðinn laugardag, 1. júní ▼ar Landsflokkagliman 1962 háð í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Mótið var sett af Herði Gunnars syni, en hann var einnig glimu- stjóri. Yfirdómari var Þorsteinn Kristjánsson. 13 keppendur mættu til leiks frá fimm félögum, Glímufélag- inu Ármanni, Ungmennafélag- inu Breiðabliki, Kópavogi, Ung- mennafélagi Biskupstungna, Ungmennafélagi Reykjavíkur og Ungmennafélaginu Samlhygð. Var glímt í 1., II. og III. þyngd- arflokki karla, unglingaflokki og. drengjaflok'ki. Úrslit urðu þessi: 1. flokkur: Ármann J. Lárusson, Ungmenna- félaginu Breiðablík. 3 Trauti Ólafsson, Árm. 1+2 Yngvi Guðmundsson, Ungmenna- félaginu Breiðablik 1+1 Hannes I>orkelsson, Ungmenna- félagi Reykjavíkur 1 2. flokkur: Hilmar Bjarnason, Ungmenna- félagi Reykjavíkur 1 Giiðmundur Steindórsson, Ung- ménnafélaginu Samhygð 0 3. flokkur: Garðar Erlendsson, Ungmenna- félagi Reykjavíkur 1 Þórarinn Ö. Sigurðsson, Ungmennafélaginu Samhygð 0 Unglingaflokkur: Sigurður Steindórsson, Ungmenna- félaginu Samhygð, 2 Már Sigurðs9on, Ungmennafélagi Biskupstu ngna, 1 Gunnar Ingvarsson, Árm. 0 Dreng jaf lokkur: Sigtryggur Sigurðsson, Ungmenna- félagi Roykjavíkur 1 Steindór Steindórsson, Ungmenna- félaginu Samhygð, 0 Eftir glímuna afhenti Kjartan Bergmann verðlaun. MOLAR N O R S K I R frjálsíþróttamenn náðu ágætum árangri í gær. — Kringlukastarinn Stein Heugen kastaði kringlunni 54.18 m., bezti árangur hans í ár. Willy Rasmussen kastaði spjótinu 74,19 m og Ellefsæter hljóp 3000 m á 8,21.4 mín, en það er bezti tími sem hann hefur náð. Alþjóða Alympíunefndin ákvað á fundi sínum í gær að setn- ing -Olympíuleikanna í Tokíó skyldi fara fram 10. okt. 1964. Dagurinn er laugardagur og eng in keppni fer fram sunnudaginn 11. okt., en mikið hefur verið kvartað undan því að íþrótta- menn séu þreyttir eftir stöðu á vellinum við setningu leikanna. Á sama fundi ákvað nefndin að gefa Suður-Afríku eins árs frest til að breyta lögum um bann við keppni hvítra og svarta. Rússar höfðu flutt tillögu um að hóta að reka Suður-Afríku úr nefndinni og banna íþróttamönn- um þaðan þátttöku í leikunum til að flýta fyrir breytingum heima fyrir. skapar og slagsmála. Bæðí lið komast í lokakeppni 8 landa. BRASILÍA — SPÁNN. Án síns fræga Pele tókst Brasilíumönnum að tryggja sér sess í 8 landa lokakeppni. í snörpum, en mjög vel leiknum lei'k unnu Brasilíumenn hið fræga lið Spáriar og nú geta Spánverjar haldið heim. 2—1 urðu lokaúrslitin. í hálfleik höfðu Spánverjar 1—0. Spánverjar sóttu mjög fast á í byrjun og voru hvað eftir ann- að í mikilli klípu. Gylmar í marki Brasilíu komst oft í hann krappan en bjargaði meistara- lega. En á 34. min. varð hann að ganga hinn þunga gang að sækja knöttirin í netið. Adelardo inriherji hafði skorað eftir fall- egt upþhlaup hans og Puskasar. Brasilíumenn nóðu smám sam an leikandi spili og náðu yfir- burðum í leik. Hvað eftir annað fögnuðu álhorfendur yfir glæsi- legum leik þeirra. Á 27. mín í síðari hólfleik tókst v.innh. að skora og sami maður tryggði sigurinn 4 mín fyrir leikslok. Þó Spánverj ar verði nú að halda heim, verður leiks þeirra nú lengi minnst. Fyrri hálfleik- ur þeirra var eitthvað það bezta sem sézt hefur í keppninni í Chile. * Amarido, sem Brasilíumenn tefldu fram í stað Pele, og sem mikið var gumað af, virtist ó- öruggur í fyrstu, en óx er á MYNDIN sýnlr þriðja mark 'Englendinga í leiknum gegn Argentínu í Chile á sunnudag- inn. Jommy Greaves skoraði markið og hann ásamt Charl ton (nr. 11) fagna mikið. Englendingar léku í þessum leik í hvítum búningi, en sá jitur verður að kallast spari búningur liðsins, því sjaldan er hann notaður. leið og var einn bezti maður Brasilíu. Rússland—Uruguay ftalski dómarinn Joni var maður dagsins í leik Rússa og Uruguaymanna. Hann tók leik- inn mjög föstum tökum og leik- menn voru eins og ljós. Leikur- inn var eins og „sunnudaga- skóli“, segja fréttamenn. Bæði liðin léku varnarleik. — Rússar náðu forystu á 37. mín., en jafnað var er 7 mín. voru af síðari hálfleik. Rússar náðu . Framhald á bls. 23. iMm Tékknesktúrv Leikur 4 leiki — hinn fyrgta á mánudaginn A SUNNUDAGINN kemur hingað í boði Víkings hópur knattspyrnumanna frá Tékkó- slóvakíu Er hér um úrvalslið að ræða, allt ungir menn 23 ára og yngri. Tékkarnir leika hér fjóra leiki og verður sá fyrsti þeirra á annan í hvíta- sunnu eða á mánudaginn kem ur. Móttökunefnd Víkinga ræddi við blaðamenn í gær. Formað- ur hennar er Haukur Óskars- son og sagði hann og félagar hans að enn hefðu ekki borizt upplýsingar um einstaka leik- menn, en óhætt væri að full- yrða að liðið yrði mjög sterkt. T. d. hefðu Danir mikinn hug á að fá það og til þess að reyna að tryggja það hringdu þeir í formann Víkings og vildu , kaupa“ af Víkingi lið- ið eftir að það hafði leikið hér. Tékknesk knattspyrna stend ur á rnjög háu stigi. A-lands- lið Tékka er nú öruggt í 8 liða lokakeppni í Chile um heimsmeistaratitilinn og hefur komið mjög á óvart. Tékkar hafa áður verið hér og það ávallt í boði Víkings. 1957 kom hingað tékkneskt unglingalandslið. Sjö af þeim mönnum er þá komu eru nú í Chile-förinni, að því er Vík- ingar hermdu. Liðið sem kom hér þá keppti allt 4 leiki og vann þá alla samtals með 18 mörkum gegn 0. Það lið mun eina erlenda liðið sem komið hefur hingað og ekki fengið mark á sig í 4 leikjum. Meðal mótherja liðsins þá voru Akur iMm nesingar sem töpuðu 3:0, Vals menn sem töpuðu 6:0 og Suð- vesturlandsúrval sem tapaði 1:0. Ef liöið sem nú kemur er eitthvað í líkingu við það er Tékkar sendu hingað þá, verð- ur næsta vika ekki amaleg fyrir knattspyrnuunnendur. Á mánudaginn kemur leika Tékkar við Akureyringa. Á miðvikudag mæta þeir Akur- nesingum. Föstudaginn 15. júní mæta þeir KR-ingum og lokaleikurinn verður mánu- daginn 18., en þá mæta þeir S V-landsúrvali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.