Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júní 1962 Stórt átak þarf í hafnarmálum segir nýkjÖrinn oddviti á Patreksfirði Aflasæl skipshöfn Akranesi, 6. maí EINN báta Haraldar Böðvars- sonar & So., Höfrungur H, er næsthæsta skip á síldveiðum á landinu frá því síldveiðar hófust í haust og hefur aflað á þeim tíma 59,175 tunnur, en aflahæstur er Höfrungur II., sé miðað við áramót. Síðan hefur hann fengið 40.451 tunnu. Skipstjóri á Höfrungi n. er Garðar Finnsson og er minni myndin af honum. Á hinni myndinni er skips- höfnin öll, talið frá vinstri: Búnar Guðjónsson, háseti, Pétur Bjarnason, bryti, Óskar Hervarðsson, 1. vélstjóri, Guð- mundur Pálmason, 2. vélstjóri Gunnar háseti, Einar Kjartans son, stýrimaður, Garðar Finns son, skipstjóri, Aðalsteinn Jóhannsson, háseti, Páll Jóns- son, háseti, Birgir Jónsson, háseti, Eiríkur Hervarðsson. Sænsk- grlzk prinsessa stofnar sjóð til minningar Ingibjörgu Olafsson um NÝLEGA hefur verið stofnaður minningarsjóður Ingibjargar Ól- afsson á íslandi, en stofnandinn er Despina Karadja, prinsessa, grísk-sænsk að ætt, búsett í Englandi. Hefur hún gefið stofn fé, kr. 50 þús., og hefur biskup íslands, herra Sigurbjörn Einars son, veitt því viðtöku. Gerði gefandinn drög að skipulags- skrá, sem dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, færði í íslenzkan búning og gekk frá í samráði við biskup. Er tilgangur sjóðs- ins samkvæmt skipulagsskrá að efla kristilegt starf hjá íslenzk- um æskulýð samkvæmt kenn- ingum lúthersku kirkjunnar og skal verja vöxtum hans til að styrkja eina eða fleiri ungar konur, sem vilja stunda guð- fræðinám eða búa sig á annan hátt undir æskulýðsleiðtoga- starf á evangelisk-lútherskum grundvelli á íslandi. f fréttatilkynningu frá bisk- upi um sjóðinn segir svo: Ingibjörg ólafsson — nafnið er algengt, íslenzkt nafn, og sjálfsagt eru þeir margir, eink- um meðal yngri kynslóðarinn- ar, sem ekki koma því fyrir sig, að kona með þessu heiti hafi unnið sér og þjóð sinni sér- stakt álit og virðingu, Þó er það svo. En hún hefur unnið ævi starfið að mestu leyti erlendis og hér á landi er það þess 1 vegna miður kunnugt en skyldi. | Ingibjörg ólafsson er Hún- vetningur, fædd að Másstöðum i Vatnsdal 7. sept. 1886. Að loknu námi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Gagnfræðaskólan- um á Akureyri, lýðskólum í Danmörku og Kennaraháskólan- um í Kaupmannahöfn, starfaði hún fyrst að kristilegum félags- málum hér heima. Árið 1912 fluttist hún til Danmerkur og var skömmu síðar ráðin aðal- framkvæmdastjóri Kristilegs fé- lags ungra kvenna (KFUK) í Danmörku og seinna á Norður- löndum öllum. Hún hefur gegnt fjölmörgum fleiri trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, auk þess ritað fjölda greina í blöð og tímarit og gefið út nokkrar bækur á íslenzku, dönsku og ensku. Sið- ustu árin hefur hún verið bú- sett á Englandi. Despina Kar- adja, prinsessa, og hún hafa verið samstarfsmenn og nánir vinir og búið saman í um það bil fjóra áratugi óslitið. Þakkar biskup í nafni is- lenzku þjóðkirkjunnar hinum tigna og eðallynda gefanda fyrir hversu hún hefur metið frábær störf hinnar íslenzku ágætis- konu og auðsýnt þjóð hennar vinsemd með stofnun sjóðs. Garðar Finnsson. SL. LAUGARDAG var haldinn fyrsti fundur í hinni nýjörnu hreppsnefnd Patrekshrepps. Var Ásmundur Olsen kosinn odd- viti, en hann var einnig odd- viti á árunum 1942 til 1954. — Síðan hafa Alþýðuflokksmenn og Framsóknarmenn haft sam- starf í hreppsnefnd, en sam- vinna þeirra rofnaði við kosn- ingarnar nú og hafa Sjálfstæðis- mennirnir, sem eru 3, og 1 Al- þýðuflokksmaður, nú meirihluta stjóm í hreppsnefndinni. Hinn nýkjörni oddviti er Sjálfstæðis- maður,' en varaoddviti er Ágúst Pétursson, sem er Alþýðuflokks- maður. Mbl. átti I gær stutt samtal við hinn nýkjörna oddvita, Ás- mund Olsen. Sagði hann að á þessum fyrsta fundi hefði verið kosin hafnarnefnd, en hafnar- málin væru mál málanna á Patreksfirði. í hafnarnefnd voru kosnir Ari Kristinsson, sýslu- maður, Ólafur G. Ólafsson, sjó- maður, sem er formaður, og Bogi Þórðarson, kaupfélagsstj. Ásmundur sagði að stórt átak þyrfti nú að gera í hafnarmál- unum. Sum stærri skip hafa verið treg til að koma inn á höfnina, vegna þess hve krappt er að snúa þar, þó önnur hafi gert það, þ. á. m. allir Fossarn- ir. Þarf að grafa meira út úr höfninni og fá aukið athafna- rúm og ganga betur frá hafnar- mynninu. Er þetta mál í athug- un, og verður leitað til vita- málaskrifstofunnar um að fá verkfræðilega athugun á þessu. Annað stórmál, sem við beit- um okkur fyrir, eru skipulags- mál staðarins, sagði Ásmundur. Mikið hefur verið byggt og verður byggt, en skipulagsmál- in eru í mesta ólagi. Við hugs- um okkur að reyna fljótlega að koma skipulagi á nær höfninni en verið hefur. Annars eru verk efnin næg, t. d. varðandi gatna- gerð, barnaleikvelli og fjöl- margt fleira, því okkur finnst opinberar framkvæmdir hafa legið mikið niðri undanfarin 8 ár og hugur í okkur að reyna að bæta þar um. Annars sagði Ásmundur að stöðvun togaranna hefði orðið Ásmundur F. Olsen. mikið áfall fyrir staðinn, þar sem togaraútgerð hefur verið uppistaða atvinnuvega þar í tugi ára. En í staðinn hefði bátaútvegur aukizt mikið og væri helzt til hans hugsað nú. Loks skýrði Ásmundur frá því að ákveðið hefði verið að ráða sveitarstjóra og væri þeg- ar búið að auglýsa eftir honum. OAS hótar nýjum ofsóknum Orlög Jouhauds enn óákveðinn París og Algeirsborg, 6. júní (NTB) EKKI hafa örlög Jouhauds hers- Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöld: Suðvesturland til Breiðafj. og miðin:4 SV-stinningskaldi í nótt en vestan kaldi á morg un, skúrir en bjart á milli„ Vestfirðir og miðin: NV- kaldi, slydda. Norðurland, Norðaustur- land og rr.'ðin: SV-stinnings- kaldi, viðast léttskýjað í nótt, NV-kaldi og skúrir á morg un. Austfirðir, SA-Iand og mið in: SV-stinningskaldi í nótt, NV-jkaldi á morgxm, víðast léttskýjað. Horfur á. föstudag: Fremur hæg V- og NV-átt víðast- þurrt veður léttskýjað á Suður og Austurlandi. KLUKKAN 12 í gær var lægð skammt suðvestur af Snæ- fellsnesi. Vindur var hægur austan á Vestfjörðum og við Breiðafjörð, en suðvestan átt annars staðar með skúraveðri 4rá Faxaflóa með suðurströnd inni til Homarfjarðar. Hæðin yfir Norðursjó hefur áhrif um alla Vestur-Evrópu, veldur sunnan átt ög skýjuðu á vest anverðum Bretlandseyjum, en hægri norðanátt og bjartvirði, þegar austar dfegur. «%w<ni, höfðingja, aðstoðarmanns Salans fyrrverandi stjórnanda OAS sam takanna, enn verið ákveðin. Var í gær talið sennilegt að hann yrði tekinn af lífi í dag. En í gærkvöldi. sendi hann frá sér á- skorun til OAS samtakanna um að hætta ofbeldisaðgerðura og virðist sú áskorun hafa orðið til þess að aftöku hans var frest- að. Jouhaud skoraði einnig á Sal- an að senda OAS samskonar á- skorun, en ekkert hefur orðið úr því enn. Hinsvegar tilkynntu OAS samtökin um leyniútvarps- stöð í Alsír í dag að viðræður þeirra við Serki hefðu engan ár- angur borið og mundu þeir því hefja nýja ofsóknarherferð í kvöld. f tilkynningu OAS segir að sér stökum flokkum OAS manna hafi verið gefnar fyrirskipanir um að leggja til atlögu í kvöld „aðallega á efnahagssviðinu“. Ráðlögðu samtökin börnum, kon um og eldra fólki að hverfa á brott úr landinu. „Þar sem eng- inn vill hlusta á okkur munum við hefja baráttuna á ný, „sagði í útvarpssendingunni. . ' Á morgun, fimmtudag, rennur út frestirr til að skrá þá stjórn- málaflokka, sem bjóða ætla i fram við þjóðaratkvæðagreiðsl- una um framtíð Alsír og við þing kosningarnar, sem fram fara að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Telja stjórnmálasérfræðingar i París að framboðin muni gefa til kynna að hve miklu leyti evrópskir menn í Alsír hafi við- urkennt stefnu frönsku stjórnar- innar. Áður en tilkynning OAS samtakanna um nýja herferð birtist, lýsti fréttastofa útlaga- stjórnar Serkja því yfir að sam- tökin væru hvarvetna á undan- haldi og að nýtt andrúmsloft hefði skapazt í Alsír, sem gæti leitt til þess að unnt yrði að koma á náinni samvinnu milli Serkja og manna af evrópskum ættum. Neitar fréttastofan þvi eindregið að farið hafi fram við- ræður milli fulltrúa útlagastjórn arinnar og OAS. Sannleikurinn sé sá að útlagastjórnin vinni að því að kynna evrópskum mönn- um atriði Eviansáttmálans og annað ekki. . ! Áskorun Edmonds Jouhaud til OAS samtakanna og Salans fyrr- verandi hershöfðingja var yfir- leitt vel tekið í Alsír bæði at Serkjum og evrópskum mönnum. Er áskorunin talin alvarlegt áfall fyrir OAS. En heyrzt hafa raddir um að Jouhaud hefði borið að senda áskorun sína fyrr, svo ekki væri unnt að líta á hana sem tilraun hans til að bjarga lífl sínu. . - r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.