Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐÍÐ Fimmtudagur 7. júni 1962 Blikksmiðir eðo Iaghentir hjálparmenn geta fengið atvinnu strax. Aðeins reglusamir menn koma til greina. Aluminíum og blikksmiðjan Súðarvogi 42. Gaboon 16—19—22 og 25 mm nýkomið. Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f. Klapparstíg 28 — Sími 11956. GRÆNMETI þurrkað L A U K U R RAUÐKÁL SÚPUJURTIR GULRÆTUR B L Á B E R þurrkuð Eggert Kristjánsson & Co. h.f. símar 1-14-00. NÝ ÍBÚÐ Í HAFNARFIRÐI. Til sölu er ný, glæsileg 130 ferm., 5 herbergja íbúð, auk geymslu og þvottanúss á einum bezta stað í Hafnar firði. Verð ca. kr. 550 — 600 þús. Útborgun ca. kr. 250—300 þús. Skipti á minni íbúð koma til greina. Upplýsingar í síma 50958 frá kl. 4 til kl. 8 s.d. Þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig og sýndu mér hlýju á níræðisafmæli mínu 29. f.m. með heimsóknum, skeytum, gjöfum og góðum kveðjum í lausu máli og bundnu. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Gisladóttir, Ásbjarnarstöðum, Vatnsnesi. Hugheilar þakkir, til vina, vandamanna og vinnufélaga, fyrir gjafir og heillaóskir á afmælisdaginn minn. Bjarni Jóhannsson. Systir okkar KRISTÍN NÍELSDÓTTIR LOVE andaðist í sjúkrahúsi í Los Angeles 31. maí s.l Útförin hefur farið fram. Sigurður Nielsson, Dagný Nielsdóttir, Árelíus Nielsson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar GL'ÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Torfastöðum. er lézt 22. fyrra mánaðar. Börnin. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu, MAGDALENU SVEINSDÓTTUR Samúel Bjömsson, Theódóra Guðnadóttir og böm Semyon og Valentina Kirlian Sýslufundur A-Hún. Blönduósi SÝSLUFUNDUR A-Húnavatns- sýslu var haldinn á Blönduósi dagana 30. apríl til 5. maí. Niðurjafnað sýslusjóðsgjald er 636 þús. kr. og helztu fjárveit- ingar þessar: Menntamál 180 þús. kr., heilbrigðismál 126 þús. kr., atvinnu- og samgöngumál 122 þús. kr., félagsheimili á Blönduósi 100 þús. kr., greiðsla vaxta og afborgana 30 þús. kr., stjórn sýslumála 45 þús. kr., í- þróttamál 25 þús. kr., orlof hús- mæðra 5 þús. kr. Auk þess er veitt úr sýsluvegasjóði 340 þús. kr. til sýsluvega. Ákveðið var að hefja undir- búning að endurbótum og stækkun húsmæðraskólans á Blönduósi. Einnig var ákveðið að byggja hús yfir sýslubókasafnið í sam- vinnu við Blönduóshrepp og Sparisjóð Húnavatnssýslu. Er fyrirhugað að skrifstofur hrepps ins og sparisjóðsins verði á neðri hæð hússins en bókasafn- ið á efri hæðinni. Á sýslufundi 1961 ákvað sýslunefndin að styrkja íþrótta- mannvirki, sem hæf em til styrkveitingar úr ríkissjóði, með því að greiða 10% af kostnað- arverði þeirra. Var nú í fyrsta skipti veitt fé til slíkra íþrótta- mannvirkja. — B. — Utan úr heimi Framihald af bls. 12. geislunin áður en sérfræðingur fengi greint sjúkdóminn. Sýndi útgeislunin ástand plöntulíkam- ans með merkjum, sem enginn fær enn lesið úr. Litfilmum var komið fyrir á ýmsum hlutum mannslíkama — á háls, hjá hjartanu og á kviðinn — og á myndunum komu fram mismun- andi litir deplar. Enginn getur skýrt það hvað ræður litnum. En Kirlian hjónin komust að raun um það að liturinn breyt- ist eftir heiisu mannsins, skapi o. fl. Starfsemi líkamans í ljósum Kirlian hjónin og þeir vísinda menn, sem hafa kynnt sér rann sóknir þeirra, hallast einna helzt að því að útgeislunin sýni með litbrigðum starfsemi ldkam- ans. Nokkrir vísindamenn ganga enn lengra og halda því fram að þessi nýja rannsóknaraðferð hjónanna muni gera kleift að rannsaka marga af leyndardóm- um Mfsins og að greina sjú'k- dóma mun fyrr en nú er unnt. Nú hafa Kirlian hjónin vís- indamenn og vísindastcÆnamr sér til aðstoðar til að vinna frek ar að rannsóknum og reyna að virkja þetta fyrirbæri í þjón- ustu mannsins. Starfinu miðar vel áfram og er vonazt til að það eigi eftir að bera mikinn árangur. Fann aðeins eitt lambshorn Valdastöðum 31. júnf SL. mánudagskvöld er Björgvin bóndi á Fossá var að gæta að fé sínu, veitti hann því athygli, að ein tvilem'ba hans, sem hafði haldið sig við þjóðveginn neðan við túnið, var þá ekkert lamib með. Hóf hann þegar leit að lömib- unum, en fann þau hvergi. Dag- inn eftir leitaði hann á stærra svæði frá sjó og upp í fjall, en árangurslaust. Tók hann þá að gruna, að ekið hefði verið á lömbin. Og við nákvæma athug- un á veginum fann hann horn af öðru lamibinu. Sýnt þykir því, að ekið hafi verið á lömb, og þau hirt, eða komið fyrir á annan hátt. Sé hér rétt til getið, sem líkur benda til, er um mjög ámæl isverðan verknað að ræða Oft getur verið ógjörningur að forða fénaði frá slysi. sem hleypur skyndilega í veg fyrir bíl. En lágmarkskrafa til þeirra, sem fyrir því verða, er að þeir láti vita um slík óviljaverk. Þess er því fastlega vænzt að sá, sem ók á umrædd lömb, gangist við þeim verknaði svo enginn grunur geti faliið á aðra, sem um þennan veg hafa farið. — St. G. Leikfélag Þingeyr- í heimsókn á Bolungarvík Bolungarvík, 1. júní UM síðustú helgi sýndi Leikfé- lag Þingeyringa hér gamanleik- inn „Háttvirtur herra þjónn'* tvívegis fyrir fullu húsi áhorf- enda. Leiknum var mjög vel tek- ið af áhorfendum, sem klöppuðu leikendum lof í lófa. Varla var hægt að gera upp á milli leikar- anna, svo jafn var leikur þeirra, og var auðséð, að leikstjórinn, Eyvindur Erlendsson, hafði hér unnið mikið afrek. Þótt þarna væri allmargt byrjenda, varð þess tæpast vart, eins og oft kem ur fyrir í leikritum. Með aðalhlut verk fóru Pétur Baldursson, Ing unn Angantýsdóttir, María Tóm- asdóttir, Tómas Jónsson og Gunu ar Friðsteinsson. — Leikfélagt Þingeyringa eru hér með færðar verðskuldaðar beztu þakkir fyr- ir komuna. — Fréttaritari. , Nýja-Delhi, 29. maf. — (AP) —- INDVERJAR hafa mótmælt auknum kínverskum herstyrk á landamærum Indlands. Er hér átt við landamærasvæði það, Ladakh, sem er um 14.000 ferm., þar sem Kínverjar hafa nú her- stöðvar. — Er orðsending Ind- verja svar við orðsendingu Kín- verja, frá 11. maí, þar sem Kínverjar ásaka Indverja um að stuðla að siaukinni „spennú* við landamærin. -*■ ÍTALSKIR KVENSKÖR MEÐ LÁGUM og HÁLF HÁUM HÆL Jlárus g. lúdvíksson Fulltrúastaöa í farmskráadeild vorri er laus til umsóknar fram til 30. þ.m. Laun samkv. VIII. fl. launalaga. Skipaútgerð rikisins Ulgerðarmenn. Skípstjórar. Höfum til söiu góðan humarveiði-útbúnað. Tvær voðir vira, hlera, gálga, blakkir og annað tilheyrandi. Upplýsíngar í síma 14120. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 14 3. hæð. Mauðungaruppbo3 sem auglýst var í 26., 29. og 32. tbl. Lögbirtingarblaðs- ins á Vallargötu 18, Sandgerði, eign Jóhannesar Jó- hannessonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingríms- sonar hrl á eigmnni sjálfri þriðjud. 12. júní 1962 kl. 14,30. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Ódýrasta sælgætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.