Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. júní tá62 MORGUNBtAÐlí> $ íMa Gottskálk með vigtarbókina að vega einn baðgestinn. — Sumir léttast um 2 kg., en bað er mest vatn. Víivtrr pv --------, — er alls ekki gufa heldur i>urr hiti. Þótt skvett hafi verið vatni á heita steina eða ofna í hinu forna baði, þó hefur þar varla verið gufa að marki. Að minnsta kosti hefur orðið gufubað ekkí verið notað um slík böð á hinum Norðurlönd- unum, heldur einfaldlega ver- ið kaílað baðstofa og að fara í baðstofu, eins og sagt er í Sturiungu. Hér á íslandi nefna menn nú íveruhúsnæði bað- stofu, en baðstofuna kalla menn gufubað, iþótt þar sé ekki aðra gufu að finna, en þá úr vitum gesta í anddyr- inu á köldum vetrardögum. Niðurgrafnar baðstofur hjá Jónasi og Víga-Styrr — Jæja þá er sumarið kom- ið, segjum við við Jónas Halldórsson, þegar við snör- umst inn úr dyrunum á „gufu baðstofu“ hans á Kvisthagan- um. — Eruð þið komnir í bað, ekki veitir nú af, segir Jónas, iþað er svo langt í jólabaðið. Jónas er þekktur sem gam- all sundkappi og nú sund- UR EYRBYGGJU „Berserkimir gengu heim um kveldit ok váru móðir mjök, sem háttr er þeira manna, sem eigi eru einhama, at þeir verða máttlausir mjök, er af þeim gengr berserks- gangrinn. Styrr gekk þá í móti þeim ok bað þá fara í bað ok hvíla sik eftir þat. Þeir gerðu svá. Ok er þeir kómu í baðit, lét Styrr byrgja bað- stofuna og bera grjót á hlemm inn, er var yfir forstofunni, en hann lét breiða niðr nauts- húð hráblauta hjá uppgang- inum. Síðan lét hann gefa út- an á baðit í glugginn er var yfir ofninum. Var þá baðit svá heitt, at berserkirnir þolðu eigi í baðinu og hljópu á hurðirnar. Fékk Halli brotit hlemminn ok komst upp og fell á húðinni. Veitti Styrr honum þá banasár.“ □- -□ og Jónasi i Margir eru haldnir þeirri meinloku, að baðherbergi séu nútímafyrirbæri, sem leyst hafi ár og keröld af'hólmi um síðustu aldamót. Þetta er mik- ill misskilningur, því að til forna tíðkuðust baðstofur, svipaðar þeim og nú eru nefndar gufubaðstofur eða finnsk böð, sauna á finnskri tungu, þótt vart hafi innri frágangur þeirra verið á nú- tímavísu. Þetta voru þéttar stofur, þar sem hitaðir voru steinar eða ofnar og síðan stökkt á vatni eða „gefit útan á baðit“, eins og segir í Eyr- byggju. Gerðist þá mjög heitt og spratt út sviti á viðstödd- um. 1 fínustu baðhúsum í Stokb- hólmi og Helsinki er þessu varið á líkan hátt. Þá eru þar fyrir konur, sem þerra bað- gesti og mæit er með því, að menn fái sér einn gráan, áður en gengið er til baðsins, því að það eykur mjög svita- rennslið, sem er höfuðtilgang- ur verunnar í hinum heita baðklefa. Má lesa hlsegilega frásögn af slíku baði hjá Þór- bergi, þegar konurnar eltu hann og teygðu í Stokkhólmi hér um árið. Þessir kurteislegu og fínu siðir í baðhúsum stórborganna nú á dögum eru heldur hvorki nýir né framandi. Sturlunga segir svo frá því, þegar Sæm- undur Ormsson kom frá baði: „Um kveldit, er þeir gengu frá baði, mælti Saemundur við konu þá, er honum þerraði, at hún skyldi gnúa þurrkunni um háls honum sem fastast, — því að mér klæjar mjök.“ Og þannig segir frá baði Jóns murts: „Jón geymði sín lítt, fór 1 bað ok drakk inni fyrst.“ Margar hafa baðstofur þess ar verið stórar og í Þórðar sögu kakala er skýrt frá svo rúmgóðum ofni í baðstofu, að í honum mátti geyma brynjur og hjálma. Ekki einu sinni baðsloppur nútímamanna eru nýjung eða extra elegansi okk ar. Svo segir enn í Sturlungu: „Þá kom Jón Birnuson ór baði, ok var hann í baðkápu ok línkilæðum“. Gufulaust gufubaff Það er sennilega á fimrn- tándu öld, sem hallar undan fæti fyrir þessari fornu bað- menningu íslendinga, en þá gerðist svo kalt og eldiviðar- snautt, að fólkið flutti úr skál anum í hina heitu og þéttu baðstofu og þannig varð bað- herbergið svefnherbergi og íverustofa hérlendis fram yfir síðustu aldamót. Jafnframt varð minna um böð, sem skilj anlegt er t. d. með iþeirri lík- ingu, að erfitt er að baða sig, ef einhver sefur í baðkerinu. Eitthvað munu menn þó hafa svitað sig við laugagufu og eru leifar þess t. d. gufu- baðskofinn á Baugarvatni, sem byggður er yfir rjúkandi hvernum. Þetta er ef til vill skýringin á því að við köllum þessi svita'böð öll gufubað, en nú eiga gufubaðstofur Reykja kennari, en hann opnaðl fyrstu baðstofuna fyrir al- menning hér í bænum vetur- inn 1959. Þetta var jafnframt fyrsta finnska baðið, eins og það er nefnt eða þurr bað- stofa. Aðrar eru nú á Mela- vellinum, hjá Jóni Þorsteins- syni og í Sundlaug Vestur- bæjar. Jónas hefur lært íþróttir og nudd við háskóla vestur í Bandaríkjunum, en hjá hon- um starfa einnig tveir aðrir nuddarar, karl og kona og svo Gottskálk Guðmundsson. Rósa, kona Jónasar sér um kvennatímana, sem einnig eru mikið sóttir. KTAKSTll Wlí Gufubaðstofa Jónasar er mjög vistleg og nýtízkuleg og á það eitt sammerkt við bað- stofu Víga-Styrrs að vera nið- urgrafin, því að hún er í kjallaranum. Jónas mun hins vegar ekki jafn óhagstæður við baðgesti sína og Styrr og eru allir hressari, sem frá honum fara. Blaðamaðurinn rabbar við Jónas, þar sem hann er að nudda mann, nokkurn á bak- ið. — Þú getur byrjað á því að spyrja hann, hvað hann taki fyrir að klípa menn, segir maðurinn. Jónas heldur nuddinu á- Framhald á bls. 10. Eysteinn og þjóðfylkingin Tíminn birtir í gær samtal við Eystein Jónsson, formann Fram- sóknarflokksins, um úrslit bæj- ar- og sveitarstjórnarkosning- anna. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „En ég vona að þeim fjölgi enn á ný á næstunni, sem sjá, að ekkert minna dugir en að hnekkja meirihluta stjórnar- flokkanna. Verði það látið undir höfuð leggjast, geta menn átt á ýmsu von upp úr næstu Alþing iskosningum.“ Auðsætt er, að Eysteinn er þjóðfylkingarstefnu sinni og kommúnista trúr. Hann biður kjósendur um meirihluta til handa sér og kommúnistum. Er þetta í fullu samræmi við það, sem áður hefur verið upplýst um áform Moskvumanna. Þeirra takmark er að hnekkja þing- meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins til þess að geta myndað þjóðfylkingarstjórn með Framsóknarmönnum. Reynslan af samstarfi kommún ista og Framsóknarmanna í vinstri stjórninni sálugu gefur vissulega greinilega vísbendingu um það, hverskonar stjórnarfar það yrði, sem sigldi í kjölfar stjórnarsamvinnu kommúnista og Framsóknarmanna. Ávöxtur þess hlyti að verða alger upp- lausn í efnahagsmálum, óðaverð bólga og gengishrun. I utanrik ismálum myndu kommúnistar að sjálfsögðu Ieggja megináherzlu á, að fsland skipaði sér við hlið kommúnistaríkjanna og tengsl- in við hinar vesrænu lýðræðis- | þjóðir yrðu rofin. Þetta er það sem þjóðfylking Framsóknar og kommúnista býð- ur íslenzkum kjósendum upp á. Klórað yfir vonbrigði Þjóðfylkingarflokkunum geng- ur illa að dylja vonbrigði sín yf ir því að viðreisnarstefnan skyldi hljóta greinilega trausts- yfirlýsingu í bæjarstjórnarkosn- ingunum. Sú staðreynd sést m.a. af því, að stjórnarflokkarnir hlutu yfir 60 af hundraði at- kvæða, sem greidd voru í kaup- stöðunum og fengu 70 bæjar- fulltrúa kjörna gegn 43 fulltrú- um Framsóknarmanna og komm únista. Öllu snúið öfugt Jt. 0«ftéMk FRAMSOKKABFLOKKUálHW rnmmcndastjðrt' tómti Kntto*' BlUlJðrtr Mnrtíi* G ÞorstéiBöoo rullirtl ntstiðro»r Tóm*» Karlssoa Au*Iý» mgjstjórl' £im BjarnaiM BltsijðrtiarsVrtfrtofur * Eddubártna. ifcrelQsIa auglfnngai of eðrai ikrlUtotuf • Oinka$«r*tJ T Slmar ISSOO- 18304 AufUUnfiUmt «•«* Af*reW$luil«»» ma Aakrlfurg) U » * mlo mnani I Uuui«« kr S rtat — Prentsmlfllan Edda tLt, — Jónas að nudda. Það er hægt að taka háskólapróf í þvi, eins og öðru. Rikisstjórmn verður að hætta járnsmiða- deilunni tafarlaust „Ríkisstjórnin verður að hæt‘ járnsmíðadeilunni tafarlaust“. Þetta er fyrirsögn á forystu- grein Tímans í gær. Þannig snúa Framsóknarmenn öllu öf- ugt. Þegar kommúnistar hafa forgöngu um verkfaU járnsmiða í þeim tilgangi að torvelda und- irbúning sumarsíldveiðanna, þá heitir það á máli Tímans að rík isstjórnin beri ábyrgð á þessari vinnudeilu! Framsóknarmönnum finnst að þeim beri að styðja kommúnista í hvaða glæfrafyrirtæki sem þeir ráðast L Þessvegna keppist Tím inn nú við að kenna ríkisstjórn- inni járnsmíðavenkfailið. AUur almenningur veit hins vegar betur. Þess vegna hljóta þessi skrif Tímans til stuðnings kommúnistum að vekja fyrirlitn •tdlingu allra heiðarlegra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.