Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. júni 1962 MORGVISBLAÐIÐ 11 72 íslendingar hafa hlotið styrki American Field Service Frá starfsemi Islenzk-ameriska fél. AÐALFUNDUR íslenzk-amer íska félagsins í Reykjavík var haldinn nýlega. Ritari félagsins, prófessor Hreinn Benediktsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og greindi frá starfsemi félagsins á síðastliðnu ári. Stærsti námsmannalhópurinn, sem fór til Bandarikjanna á sið- astliðnu ári fyrir milligöngu félagsins, var á vegum Americ- an Field Service, sem orðin er að góðu kunn hér á landi eftir fimm ára samvinnu félagsins við hana. Á síðastliðnu hausti fóru 17 framihaldsskólanemend- ur á aldrinum 16—18 ára til eins árs náms við menntaskóla í Bandaríkjunum á vegum þess- arar stofnunar, og er þessi hóp- ur væntanlegur aftur heim um mitt sumar. Er þetta stærsti liópurinn, er farið hefur vestur é vegum félagsins, en á hausti bomanda er gert ráð fyrir, að 18 nemendur fari til Bandarí'kj- anna, og hafa þá samtals 72 is- lenzkir nemendur hlotið þessa styrki, frá því er þeir voru fyrst veittir árið 1957. Félagið hefur lengi haft hug é að endurgjalda, þó að í smá- um stíl væri, hina einstæðu gestrisni, sem íslenzk skólaæska hefur orðið aðnjótandi í Banda- ríkjunum á vegurn American Field Service. Á síðastliðnu ári varð því loks við komið að hef j • ast lítillega handa í þessu efni, og kom ein ung bandarisk náms kona til tveggja mánaða sumar- dvalar á vegum félagsins á heimili í Reykjavík. Framvegis mun félagsskapur þeirra náms- rvianna, er notið hafa styrkja a vegum AFS, sjá um þessi boð, og er gert ráð fyrir, að á þessu sumri komi tveir bandariskir unglingar til dvalar hér. Á síðastliðnu ári hlutu tveir stúdentar styrk til háskólanáms í Bandaríkjunum fyrir milli- göngu félagsins og Institute of International Education í New York. Námu styrkir fæði, hús- næði, skólagjöldum og nok'k- urri fjárhæð til annarra út- gjalda. Vonir standa til, að á næsta ári fái nokkru fleiri stúd- entar slíka styrki á vegum fé- lagsins. Hafa þegar borizt til- kynningar um þrjár styrkveit- ingar. I>á barst félaginu á þesu ári 1 fyrsta sinn tilboð frá Amer- ican-Scandinavian Foundation um styrk, að upphæð $2600, til framhaldsnáms við æðri mennta stofnanir í Minnesota-ríki fynr (háskólamann, er lokið hefði há- skólaprófi í grein sinni. Er styrk urinn veittur af Otto Brempr- stofnuninni í St. Paul í Minne- sota að tilhlutun Valdimars Björnssonar ráðherra. Er ætlun in, að þessi stofnun veiti árlega tvo slíka styrki, er skiptist mi’li Norðurlandanna fimm, þannig að á hverjum fimm árum Koma tveir styrkir í hlut íslands. Þá hefur félagið haft milli- igöngu um að koma ungum ís- lendingum til verknáms í Banda ríkjunum. Er þessi fyrirgreiðsla é vegum American-Scandinavi- fin Poundation. Á þessu ári hef- ur einn fslendingur hlotið slík- *in styrk, til náms í húsasmiði. Svo sem kunnugt er af frétt- um, kom Mr. Thomas E. Britt- ingham hingað árlega um nokk- urra ára skeið og valdi í sam- vinnu við félagið íslenzika náms menn, er hann styrkti ti'l náms S Bandaríkjunum með óvenju- lega rausnarlegum fjárframlög- um. Hafði hann styrkt samtals 16 íslenzka stúdenta til náms, e” hann lézt fyrir tæpum tveimur órum. Á síðastliðnu hausti voru þessar styrkveitingar teknar upp að nýju. Komu ekkja Mr. Britting'hams og sonur þeirra, Mr. Thomas Brittingham, hingað og völdu í samvinnu við félagið tvo íslenzka stúdenta, er þau 'hygðust kosta til nám6 í Banda- ríkjunum um eins árs skeið. Meðal erlendra gesta félags- ins á árinu voru Mr. Carl Rolvaag, vararíkisstjóri Minne- sota-rikis, og hr. Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra þess ríkis. Fluttu þeir erindi i fundum félagsins. f>á gekkst félagið fyrir leik- sýningu í Þjóðleikhúsinu þar sem flokkur Uíhugamanna frá Southern Illinois University, sýndi leikritið „Fædd í gær“. Að vanda efndi félagið til nokkurra skemmtifunda á árinu. Stjórn Íslenzk-ameríska félags ins skipa nú: Gunnar Sigurðs- son, formaður; Njáll Símonar- son, varaformaður; dr. Hreinn Benediktsson,. ritari; Daníel Gíslason, gjaldkeri, Hörður Helgason, dr. Þúrir Þórðarson, Donald Taylor, Gunnar Eyjólfs- son og Konráð Axelsson. f vara- stjórn eiga sæti: Guðbjörg Tóm- asdóttir, Betty Þorbjörnsson og Högni Torfason. Fulltrúi óskast þarf að hafa þekkingu á byggingarefnum og byggingar framkvæmdum. Miklir framtíðarmöguleikar. Tilboð merkt: „Framtíð — 7152“ sendist afgr. blaðsins fyrir n.k. mánudag. Afgreiðslumaður Afgreiðslumaður óskast í matvörubúð. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist afgr. Morgun- blaðsins íyrir 11 þ.m. merkt: „7159“. athugið Terylene Kjólar plíseraðir Kr: 960.— Tereiene Fils plíseruð að neðan Kr: 360.— Kápur og dragtir i fjölbreyttu úrvali. DÖMUBÚDIN LAUFDÐ Hafnarstræti 8. V erzlunars tj óri Verzlunarstjóra vantar að stórri matvörubúð. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Morgunblaðsins íyrir 12. þ.m. merkt: „7158“. H rossasýningar 1962 Forskoðun á góðhestum og kynbótahrossum vegna landsmóts Búnaðarfélags íslands og Landssambands hestamannafélaga. 12/6 kl. 21 Þjálfi. 13/6 kl. 10 Tumi, kl. 16 Léttir. 14/6 kl. 10 Stígandi, kl. 17 Léttfeti. 15/6 kl. 10 Óðinn, kl. 15 Neisti. 15/6 kl. 19 Þytur, kl. 22 Blakkur. 16/6 Faxi. 17/6 kl. 10 Neisti, kl. 17 Hörður. 18/6 Fákur, kl. 17 Sörli. 19/6 Ljúpur, kl. 16 Sleipnir 20/6 kl. 10 Logi, kl. 16 Smári. 21/6 kl. 10 Sindri, kl. 17 Geysir. 22/6 kl. 10 Trausti. Jafnframt verða dæmd kynbótahross þeirra utanfé- lagsmanna sem þess óska, og þeir beðnir að koma með hross sín á sömu staði og hin félögin. Kynbótahestar Hrossaræktarsambanda og afkvæmi verða skoðuð jöfnum höndum eftir ósk formanna. ÞORKELL BJARNASON, hrossaræk tarráð unautur. Auglýsing af marggefnu tilefni Eg undirritaður, Gunnar Ásgeirsson, Smáratúni 32, Kefla- vík, vil að gefnu tilefni birta eftirfarandi til athugunar fyrir þá, sem hlut eiga að máli. S.l. vor fékk ég ásamt Áka Jakobssyni fyrrverandi ráð- herra úthlutað lóðum í landi Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur til byggingar fiskverkunarstöðvar (einnar hæð- ar) og niðursuðuverksmiðju (tveggja hæða). Frumteikn- ingar af húsunum voru að öllu leyti mín hugmynd. Þær voru síðan hreinteiknaðar af byggingarmeistara og sam- þykktar af byggingarnefnd Njarðvíkurhrepps í aprílmán- uði sl. Gólfflötur húsanna er skv. teikningum ca. 1900 fermetrar. Eg var ekki til þess búinn að byrja á þessum stór- framkvæmdum strax og tjáði Áka Jakobssyni það og byggingarfulltrúa Njarðvíkurhrepps, enda frestur til ára- móta til að hefjast handa. Stafaði þetta m. a. af því, að sameigandi minn, Áki Jakobsson, hefur ekki verið til við- ræðu um samninga eða félagsmyndun um þetta samstarf okkar. Þrátt fyrir þetta og margendurtekin mótmæli mín, byrj- aði Áki Jakobsson síðast í maí sl., að byggja hús, sem á lóð- unum eiga að standa. Þessar framkvæmdir, sem nú standa yfir, eru ekki að neinu leyti á minn kostnað eða mína ábyrgð. Skuldir sem stofnað kann að verða til vegna framkvæmdanna eru ekki mínar skuldir og lóðarréttindi verða ekki veðsett án míns samþykkis né heldur bygging- ar, sem reistar kunna að verða á þessum lóðum, án þess að ég gefi til þess skriflegt samþykki mitt, því að lóðarrétt- indin eru óumdeilanlega mín eign að hálfu i óskiptri sam- eign á móti Áka Jakobssyni og þar með þau mannvirki, sem þar verða reist. Þau viðskipti, sem Áki Jakobsson kann að gera til að koma fram ofbeldi sínu a lóðunum eiu að öllu leyti á áhættu hans og þeirra, sem við hann kunna að skipta án míns samþykkis, enda hefur Áki ekkert umboð til nokk- urra skuldbindinga frá mér viðkomandi nefndum mann- virkjum. Eg afsala mér þó engum rétti til lóðar eða mannvirkja. Það skal tekið fram, að ég lét ýta upp úr lóðinni á móti Áka Jakobssyni á minn kostnað til að tryggja betur rétt minn til sameignarinnar, en hætti þar með framkvæmdum að svo stöddu. Hér fer á eftir orðrétt bréf sveitarstjórans í Njarðvíkur- hreppi til byggingarnefndar Njarðvíkur dags. 11. apríl 1962, sem sýnir að rétt er frá skýrt hér að framan: »,Á fundi hreppsnefndar Njarðvikurhrepps er haldinn var þriðjudaginn 10. apríl 1962 var eftirfarandi tekið fyrir: Bréf frá byggingarnefnd Njarðvíkurhrepps dagsett 6. apríl sl. v/lóðar fyrir fiskverkunarstöð Áka Jakobssonar og Gunnars Ásgeirssonar meðfram Brekkustig (neðan) 67,5 m og breidd 50 m. Byggingarnefnd samþykkir teikningar að fiskverkunar- stöðinni og skipulagsbreytingu lóða. Einróma samþykkt tillaga byggingarnefndar varðandi fiskverkunarstöð Áka Jakobssonar og Gunnars Ásgeirsson- ar. Þó með þvi skilyrði að þeir sjái sér sjálfir fyrir vatni og frárennsli og beri þann kostnað, er af því leiðir. Þetta tilkynnist yður hér með.' Virðingarfyllst, Sveitarstjórinn í Njarðvíkurhreppi. Jón Ásgeirsson. Gunnar Ásgeirsson, Smáratúni 32, Keflavík.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.