Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 20
20 rMORGVFBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. jóní 1962 Alexander Fullerton Guli Fordinn BREFBD Það var nokkrar arkir af þessu hroðalc0a hrafnasparki hans Teds Capenter, og sannarlega eng inn barnaleikur að komast fram úr því. Og hljóðaði þannig: Það er erfitt að byrja á þessu bréfi, af því að ég veit, að það er ekki nema fjandans ósvifni af mér að vera að troða þessu er- indi upp á þig. Þar á ég ekki við ég hefði ætlað mér að skrifa það, en ég var aldrei laginn á að af- saka mig. En þú mátt bara trúa því, að í þetta sinn kemur afsök unarbeiðnin frá hjartanu). Hin ástæðan til þess, að ég hef ákveðið að trúa þér fyrir þessu er sú, að þú ert skáldsagnahöf- undur og hefur næga kunnáttu til að gera það læsilegt. Svo hef- urðu líka útgefanda og líklega umboðsmann líka. Mér hefur ver bréfið, heldur handritið, sem því fylgir og ég vil, að þú lesir. Þú verður sá fyrsti, sem það gerir, því að enginn annar hefur það nokkru sinni augum litið. Þú verður líklega hissa á því, að ég skuli einmitt hafa valið þig. Jæja, í fyrsta lagi, þá á ég víst engan betri vin, og það kem- ur þér líklega á óvart, þar sem okkur lenti saman fyrir nokkr- um árum, þegar þú fórst niðr- andi orðum um það, sem ég hafði þá með höndum, og seinna var ég fjandans ruddalegur við þig og fleira fólk. Á því vil ég biðja þig fyrirgefningar — þó ekki fyr ir að hafa snúizt illa við að- finnslunum, sem okkur ' lenti ■ saman út af; ég á við hitt, hvað ég var fjandalega öfugsnúinn við þig, þegar ég kom aftur að norðan. Mig langar að segja þér, að því sé ég eftir, og ég vildi óska, að þú gætir gleymt því og lesið þetta handrit á grundvelli vináttu okkar, eins og hún var, áður en slettist upp á hana. Þeg ar þú hefur lesið það, vona ég, að þú skiljir — að minnsta kosti að nokkru leyti — hvað legið hefur á mér allan þennan tíma. (Þetta hljómar nú ekki eins og íð það erfitt að klambra þessu saman og fá nokkra meiningu út úr því — sumstaðar í bókinni hef ég haft í huga, að hún yrði gefin út einhverntíma, og þá skrifað hana með það fyrir aug- um, rétt eins og ég væri að ávarpa ókunnan og ókunnugan lesanda, en á öðrum stöðum er frásögnin persónulegri, rétt eins og ég væri að skrafa við þig, og ég býst við, að þér muni finnast þeir kaflar þurfa tillögunar. Mér hefur aldrei fyrr verið það Ijóst, hvílíkur munur er á að skrifa um svona efni (sem hlýtur að hljóma í margra eyrum eins og einhver ópíumsdraumur) og hins vegar ferðabók eins og ég var vanur að framleiða — árlega í Höfðaborg, og sem þú sagðist aldrei geta lesið — þegar ég hélt, að þú hefðir lesið þær allar! Þá varð ég heldur betur vondur. En þetta er hvorki skáldskap- ur né ópíumsdraumur. Þú trúir því, af því að þú hefur sjálfur ímyndunarafl, en veizt jafn- framt, að það hef ég ekki, svo að ég hefði aldrei getað skáldað þetta upp. Ég get fullvissað þig um, að ef þú kemur bókinni út, skal varla finnast nokkur mað- ur, að hann ekki haldi, að þarna sé bara ein í viðbót af skáld- sögunum þínum, aðeins ofurlítið iangsóttari (ef það annars er hugsanlegt). Nú, jæja, ef fólk vill halda það, þá er mér sama. Ef þú kemur með söguna fyrir almenning, eða bara útgéfanda og segir, að þetta sé sönn saga, þá verðurðu stimplaður lygari eða vitfirringur, ef ekki hvort tveggja. Ég get hér úr flokki tal- að, af því að ég var kallaður hvorttveggja þegar ég raknaði við í sjúkrahúsinu í Mbeya, Tanganjika, með alla útlimi í gipsi, bindi fyrir augunum og höfuðið reyrt svo fast í umbúðir, sem ég hélt að ætti meiri þátt í höfuðverknum mínum en höfuð- kúpubrotið sjálft. Og svo hafði þetta í för með sér svo mikið þunglyndi og reiði, að bjálfarnir vildu engu ti'úa, sem ég sagði þeim. Læknarnir, hjúkrunarkonurn- ar og sérfræðingurinn (í heila- sjúkdómum) héldu öll, að ég væri vitskertur. Ég veit ekki hvort þau gerðu nokkra tilraun til að dylja mig þessari ályktun sinni, en hafi svo verið, hefur það verið klaufaleg tilraun. Þau létu meira að segja sálsýkifræð- ing koma fljúgandi frá Jóhannes arborg — það var taugaóstyrkur og voteygður lítill karl sem spurði mig alls konar spurninga um bernsku mína og skaplyndi foreldra minna og hvort mig hefði „dreymt“ mikið iþegar ég var lítill. Ég spurði hann, hvers vegna hann notaði ekki gleraugu, þegar hann hefði bersýnilega svona veika sjón, og þá varð hann vondur. Mér datt í hug, að ef til vill hefði hann verið með gleraugUj þegar hann var í skóla og hinir strákarnir hefðu strítt honum með þeim, en þetta sagði ég ni samt ekk) við hann, af því að ég sá, að hann hafði óbeit á mér, og mig langaði ekki að láta setja mig í geðveikra- hæli. Lögreglumaðurinn, eða Full- trúinn, ejns og hann var tiltlaður, var almennilegur náungi og ég kunni vel við hann, enda þótt það væri bersýnilegt, að hann héldi mig að Ijúga, að minnsta kosti til að byrja með. En hvaða tilgang hefði ég getað haft með því? Það er mér ekki vel ljóst, því að í sögu minni var ekkert til að státa af. Meira að segja, hefði mestur hluti hennar verið betur ósagður, að mínu áliti. Kannske hélt lögreglumaðurinn, að ég gengi með einhverja sekt- arkennd af því að hafa drepið feita manninn, Lessing, en hvers vegna hefði hann átt að halda það um mig, þegar þau öll héldu raunverulega, að eina lygin, sem ég hefðj sagt þeim væri þessi, að það hefði verið slys. Ekki veit ég. Hvað sem því nú leið, þá tók það ekki fiólkið í sjúkrahúsinu langan tíma að sannfæra hann um, að ég gengi með einhverjar grillur og missýn ingar. Seinna kom hann greinileg ar orðum að þessu. Það var eftir að hann hafði heyrt aðalatriðin í sögu minni, að hann átti viðtal við blaðamenn, sem voru nýbún ir að tala við mig og sagði við þá: Ykkur er eins gott að prenta þetta ekki, piltar. Náunginn er ekki almennilegur í kollinum. Annars var hann bezti náungi, en heldur vitgrannur, eins og stéttin er yfirleitt. Ég sá hann tvisvar eftir þetta, en sagði hon- um aldrei, að ég hefði heyrt, hvað hann sagði við blaðamenn- ina. Hann hefði kannske farið hjá sér. Eitt hefur getað fengið hann til að halda, að þetta væri allt saman ímyndun mín, og það var, að hann vissi að ég var rithöf- undur. Ég sagði sálfræðingnum, að ég skrifaði aðeins ferðabækur og blaðagreinar, en alls ekki skáldsögur af neinu tagi, en það var nú eins og að tala við stein inn. Ég var rithöfundar og rit- höfundar hafa óútreiknanlegt ímyndunarafl. Þar við bættist, að hauskúpan á mér hafði sem næst klofnað, með þeim afleiðingum, að alls konar ímyndanir urðu að veruleika í augum mínum. Þetta var skoðun þeirra og hún spar- aðí þeim frekari umþenkingar. Þeim hafðí í félagi næstum tekizt að sannfæra mig sjálfan um, að ég væri vitskertur, en nú er að minnsta kosti orðið svo langt um liðið, að ég veit, að ég er ekki vitlausari en þeir sjálfir. Eg veit líka, að þetta gerðist allt ná- kvæmlega eins og ég sagði þeim það, þegar ég lá endilangur í umbúðum í sjúkrahúsinu, með- an þeir sátu, stóðu eða lutu yfir mig, með vantrúarsvipinn á smettunum. Meðan ég var að svara ,,gildruspurningunum“ þeirra, gat ég séð þenna sjálfum- glaða vantrúar- og meðaumkun- arsvip. Það var heitt inni í sjúkra stofunni og allar þessar umbúð ir voru mér til stöðugra öþæg- inda; ég varð fyrtinn og stund um bálvondur, svo að ég brýndi raustina, og svitinn rann um það af andlitinu á mér sem þeir gátu séð, svo að líklega hef ég bæði sýzt og heyrzt vera vitf mínu fjær. Eg man, að sálfræðingur- inn var eitthvað að tala um ,,köst in“ í mér, en þá hafði ég enga hugmynd um, hvað hann átti við með því. Nú orðið get ég betur skilið tortryggni þeirra og efa- semidir, enda þótt mér sé enn ekki vel ljóst, hvaða gagn sé I sálfræðingi, sem hefur minni skilning og fleirj persónulegar hömlur en margir sjúklingar hans. En látum það vera nóg um sjúkrahúsið — ég verð að halda sögunni áfram. Þegar ég rifja hana upp fyrir mér, er sú mynd, sem fyrst kemur upp í huga míni um, furðulega skír. Eg var úti í kjarrinu í Nyassalandi, rétt við norðurbakkann á Rukuru og ekki langt frá Njakwa. Þetta var um klukkan eitt um nótt og þarna var svarta myrkur, enda ekkert tungl (Hvað ég var að gera þarna úti í kjarrinu, aleinn og um miðja nótt, skulum við seinna fá að vita). Það, sem ég sé fyrir mér, er þetta. Þrælahópur með einum fimmtíu innfæddum, sumum koni um og nokkrum þeirra varla aC barnsaldri kemur haltrandi i tvöfaldri röð um kjarrið, á leið norður. Hver einstakur hafði! keðjulykkju um mittið, sem fest var í lengri keðju, sem lá eftir endilangri halarófunni — þessari tvöföldu röð af fáklæddum kon- um. Við hliðina á halarófunni gengu verðir, sem sjálfir voru þarlendir menn, með svipur úr nashyrningshúð í hendi. ÞaS skiölti í keðjunum, og jafnvel úr aitltvarpiö Fimmtudagur 7. Júni. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0S Morgunleikfimi — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón« leikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ..Á frívaktinni“ (Sigríður Haga« lín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tfllc- — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tiikynning<» ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 ,,Myndir frá UngverjalandiM og rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók (Sinfóníuhljómsveitiu i Minneapolis leikur; Antal Dorati stjórnar). 20.20 Lestur fornrita: Eyrbyggjasaga; XXV. (Helgi Hjörvar rithöf.) 20.40 Organtónleikar: Gösta Jahn leilc ur á orgel Dómkirkjunnar. a) Improvisation eftir Jahn yfir stef eftir César Franck. b) Communion op. 15 eftir Alexandre Guilmat. c) „Kominn er Guðs sonur'*, kóralimprovisation eftir Bach. d) Fúga 1 e-moll eftir Hándel. 21.00 Erindi: ^íkrumah og Ghana (Er« lendur Einarsson forstjóri). 21.25 Einsöngur: Robert Ilosfalvy syng ur óperuaríur. 21.40 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Sjö menn að morgni“ eftir Alan Burgess; II. (Hersteinn Pálsson ritst.) 22.30 Harmonikuþáttur: Grettir Björns son leikur. (Henry Eyland og Högni Jónsson). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 8. júni. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tiJik. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlist- arefni). 18.30 Ýmis þjóðlög — 18.45 Tyikynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag). 20.06 Bfst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XXVII: Paul Robeson syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Óskar Halldórsson cand. mag. les kvæði eÆtir Por- stein Gíslason. 21.10 Tónleikar: Sónaita nr. 1 fyrir fiðlu og píanó eftir Charles Iv- es (Rafael Druian og John Simms leika). 21.30 Útvarpssagan:: „Urðar-Jói“ etft- ir Sigurð Heiðdal; I. (I»orsiteinn Ö. Stephensen). 22.00 Fréttir og veðurtfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ,JSjö menn a8 morgni“ eftir Alan Burgess; UI. (Hersteinn Pálsson ristj.). 22.30 Á síðkvöldi: Léttklassísk tón- list. a) Þýzkir listamenn flytja tón- list etftir Fridrich von Floi- ow. b) Tékkneska fiíilharmoníusvetl in leikur slavneska dansá nr. 1—5 op. 72 etftir Dvorófc; Vaclav Talich stjórnar. 23.15 Dagskrárlok. ípMlftláðNW CÆÐIN MÉSWL STÆRSTU * D0SIRNAR * LÆGSffi fVERDID NYJAR, LOFTPETTAR DOSIR,- SEM MJOG AUÐVELT ER AÐ OPNA. Umboösmenn:- KRISTJAN Ó. SKAGFJÖRD h/f REYKJAVIK Hs Vestur-þýzkar GÓLFFLlSAR t litaúrva. H. Benediktsson h.f. Suðulandsbraut 4 sími 38300. X- X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- " Ég hef kviðið fyrir þessari vís- indaráðstefnu, Geisli. Hún hefur eingöngu vandræði í för með sér íyrir öryggiseftirlitið. Við verðum að vernda vísindamennina gegn brjáluðum mönnum og sérvitringum. Ganga á milli er þeir deila...... En erfiðasta verkefnið fel ég þér, Geisli......Vegna þess að ég veit um engan annan, sem gæti leyst það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.