Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 16
16 r MORCVNBLAÐIB , FimTYitudagur 7. júní 1962, Séra Pétur Htagnusson: Dálítiö störoröur bók- menntafræðingur ÞBGAR ég hafði lokið lestri greinarinnar í Morgunblaðinu eftir Peter Hallberg, undir fyrir sögninni: Blefken end u rfæddur á íslandi, flaug mér í hug setn- ing úr ritdómi þessa sama höf- undar um „Atomstöðina,“ sem er að finna í „Verðandi — bók- inni“ um Halldór Laxness; en setningin er á þessa leið: „Höf- undurinn fer þó raunar í þessari bók eins og yfirleitt í öðrum sögum sínum nær veruleika bins íslenzka þjóðfélags en ó- kunnugir myndu ætla.“ (Letur- breyting P.M.) Svo fór ég að hugsa um mann- lýsingar í „Atomstöðinni", og Ijós ið, sem þar er varpað yfir fólkið í Reykjavík, og um leið vökn- uðu í huga mínum þessar spum- ingar: í hvaða Ijósi skyldi þessi sænski bókmenntafræðingur sjá hið íslenzka þjóðfélag? Hver er þessi „veruleiki", sem hann tal- ar um í ritdóminum um Atom- stöðina — þessi veruleiki í tengsl um við mannlýsingarnar þar og ástandið? Er hugmynd þessa Svía um þennan veruleika í nokkru sambandi við það, að hann gerir sig svona heimakom- inn hér eins og grein hans ber vitni um? Hvað veldur þvi, að hann sendir stærsta dagblaði borgaranna á íslandi svona illa ritaða og ruddalega grein, með svona áberandi rökleysum og rökhnupli? Gerir hann ráð fyrir, að hún falli vel inn í umgerð þessa veruleika? Er álit hans á íslenzkum lesendum þess hátt- ar, að hann telji þá vel sæmda af svona lesningu? Hver er Blefken þessi, sem Peter Hallberg telur endurfædd- an í mér? — Maður, sem í byrj- un 17. aldar gaf út, fyrst á latínu og siðar á fleiri tungumálum, svæsið níðrit um íslendinga, sem Arngrímur lærði og fleiri svör- uðu á sínum tíma. Af hverju væntir Hallberg þess, að geta komið því inn hjá lesendum Morgunblaðsins, að ég sé í spor um þessa erlenda níðritara? — Út af riti mín „Nóbelsskáld í nýju ljósi,“ riti, þar sem ég er meðal annars að gagnrýna Hall- dór Laxness fyrir að hafa skrif- að sögur og leikrit, sem verki meðal erlendra lesenda eins og nið um þjóðina. — Ef einhverj- um dettur Blefken í hug í þessu sambandi; virðist þá ekki liggja nær að tengja nafn hans við Halldór Laxness, heldur en við mig? Og af hverju gerir Peter Hall- berg sér von um að geta komið lesendum Morgunblaðsins til að trúa, að ég haldi því fram í riti mínu, að Sænska Akademi- an hafi veitt Halldóri Laxness bókmenntaverðlaun Nóbels af löngun til að efla heimskomm- únismann? Er ekki líklegt að hugmyndir þessa lærða Svía um „veruleika hins íslenzka þjóðfé- lags“ hafi átt einhvern þátt 1 því, að gefa þeirri von undir fótinn? Virðist þetta ekki benda til þess, að búist sé bæði við því, að ekki sé fyrir að fara ýkja mikilli dómgreind hjá hinum íslenzku lesendum, og eins við hinu, að áhuginn fyrir að vita hið rétta í málum muni ekki vera þar á svo háu stigi, að menn fari sannleikans vegna að gera sér það ómak, að fara nið- ur í bókabúð og síðan að punga út 20 krónum, bara til þess að geta kynnst af eigin raun ritinu, sem greinarhöfundurinn er að segja þeim svona sögur af? Ai hverju skyldi Peter Hall- berg gefa í einum stað í grein sinni, fyrst í skyn, að það sé eitthvað meira en lítið bogið við ákveðna tilvitnun mína í ritdóm hans um Gerplu, en snúast rétt á eftir við tilvitnuninni, eins og hún sé rétt höfð eftir honum? — Hverskonar lesendum gerir maður með þesskonar vinnu- brögðum ráð fyrir? — Og hvað veldur, að þessi sænski bók- menntafræðingur hyggst með tveim tilvitnunum úr Gerplu, — sem verka í umhverfi sínu fremur sem háð en lof — að geta fengið gamla bókmennta- þjóð til að trúa þvi, að þessa sögu Halldórs Laxness beri að skilja sem lofgerðaróð um íslend ingasögur og Heimskringlu? — Heldur Svíinn, að íslendingar séu nú ekki það hátt uppi í skilningi á bókmenntum, að vita hvers eðlis paródía sé? ♦------Fyrirsögn og upphaf um- ræddrar greinar Peter Hallbergs ber með sér, að rökfræðin er ekki hin sterka hlið höfundarins, — og brátt gefst honum tækifæri til að sýna lesendunum fleiri hliðar á sér sem baráttumanni á rit- velli. — Hann hefir orðið fyrir því smá-happi, að rekast í riti mínu 'um Halldór Laxness á ranga frásögn um þýðingu Gerplu á sænsku, og notar þegar í stað tiiefnið til að gerast á- berandi grófur og orðljótur og væna mig um vísvitandi ósann- indi. — Ég skal játa, að mér þykir leitt, að ég skyldi skýra þarna rangt frá. Það var óvilj- andi gert og gaf ekki hið minnsta tilefni til hinnar grófu aðdrótt- unar Peter Hallbergs. — Ég leit- aði upplýsinga um umrætt at- riði hjá tveim mönnum, sem ég taldi að myndu vita bezt um þetta. Og það vildi svo til, að þá misminnti báða, og sögðu mér alveg hiklaust, að Gerpla hafi ekki verið komin út í sænskri þýðingu, þegar Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin. — Um Atomstöðina kváðust þeir ekki vita fyrir vist — og þar liggur nú sá „fiskur undir steini.“ — Ég leitaði ekki til landsbókasafnsins eftir upplýs- ingum um þetta vegna þess, að mér var kunnugt um, að þegar um er að ræða þýðingar á veg- um erlendra útgefenda, er ekki skylt að senda því bækurnar. Mér dettur ekki einu sinni í hug að beiðast afsökunar á þessu mishermi. Það er ekki þess eðlis, að þess þurfi. — En Feter Hall- berg ætti að biðja lesendur Morgunblaðsins fyrirgefningar á því, að hafa ætlað þeim að trúa, að ég sé þarna að segja ósatt vísvitandi. — Hann hetfir lesið að minnsta kosti eitt rit eftir mig og veit þvi eins vel og landsmenn, að ég er enginn skyn skiftingur. Sú vitneskja hlaut að nægja til að útiloka það, að honum kæmi til hugar, að ég væri þarna að skýra rangt frá viljandi. — Því að, hvernig var hugsanlegt, að ég gæti hafa ætlað mér að vinna málstað mínum gagn með því, að punda út lýgí um svona atriði — lýgi, sem fengi sennilega ékki að tóra nema í fáeina daga? — Það er annars eins og Pet- er Haliberg fari alveg úr jafn- vægi, þegar hann fer að ræða um Gerplu. Mig grunar að þetta kunni að stafa að ein- hverju leyti af því, að hann hatfi orðið fyrir einhverjum á- hrifum frá riti mínu — að minnsta kosti látið sér skiljast, að úr því að Sænsku akademí- unni var mjög í mun að nota fyrsta tækifæri til að heiðra fornbókmenntir íslendinga, þá hafi tekist ansi leiðinlega til, að verðlaunin skyldu lenda hjá rithöfundi, sem var svo að segja nýkominn frá því að skrifa mjög háðulega paródíu ytfir þessar bókmenntir — þó að ekki sé gert ráð fyrir því, að hann hafi ekki hvað sist fengið verðlaunin fyrir þessa skopstælingu sína, sem vel væri hægt að lesa út úr áistæðum þeim, sem akademían gaf upp fyrir veitingu verðlaunanna. — Peter Hallberg er svo í mun að fá menn til að trúa, að lof- ritgerð hans um Gerplu hafi ekki átt neinn höfuð-þátt í þvi aa svona fór, að hann gleymir Séra Pétur Magnússon. allri varfærni og gloprar út upp lýsingum, sem draga að vísu eitt- hvað úr líkunum fyrir því, að þessi ritgerð hans hatfi veriB úrslitalóðið í vogarsbál Sænsku akademíunnar, en gætu í stað- inn gefið veraldarvönu fólki á- stæðu til að ætla, að fleira hafi getað komið þarna við sögu, í sambandi við aðgerðir sniðugra áróðursmanna, en menn hatfa áð- ur gert ráð fyrir. Hann upp- lýsir, að það hafi verið dóttir einhvers natfnikunnasta meðlims Sænsku akademíunnar, sem þýddi Gerplu á sænsku, og ber þetta fram til að gera ósenni- legt,“ að þessi bókmenntaat- burður hatfi farið með öllu fram hjá akademíunni.“ — Ég fellst á þessa röksemd Peter Hallbergs og tel mjög líklegt að, að minnsta kosti faðir þýðandans hafi vitað um þennan atburð. Ég hefi nú líka fengið að vita, að dóttir þessa sama mikilhæfa og áhrifaríka meðlims akademíunnar'hafi þýtt á sænsku Sölku Völku og líka smásögurnar Pípuleikarinn, Tvær Stúlkur og Fyrirburður í Djúpinu, árin áður en Halldór Laxness voru veitt Nóbelsverð- launin. — Verður ekki sagt ann- að en þýðingar hennar hafi getf- ið góða raun. — Það var Peter Hallberg, sem útvegaði hinn nýja þýðanda. — í tilefni af þessum upplýs- ingum vil ég annars taka fram, að enda þótt ég sé orðinn dá- lítið veraldarvanur og hafi um dagana kynnst ýmsum hliðum á mannlegum veikleika, er ég ekkert tortrygginn að eðlisfari Og þessvegna ófús á að ætla að hinn náni skyldleiki á milli þýð- anda og dómanda hafi haft þarna önnur áhritf en *þau, sem Peter Hallberg gerir ráð fyrir. —-------Ég lít upp frá skrift- unum og fer að horfa á mynd- ina af Peter Hallberg. — Eg hefi undanfarna daga verið að afla mér upplýsinga um það, hvað þessi harðduglegi, þraut- seigi og úrræðagóði maður er búinn að leggja á sig vegna Halldórs Laxness, og ég veit nú betur «i nokkru sinni fyrr, að það er fyrst og fremst hans stárfi að þabka, áð Laxness reyndist hlutskarpari en hinir aðrir íslenzku rithöfundar, sem komu til mála í sambandi við Nóbelsverðlaunin. Ég hafði áður lesið bækur hans tvær um Laxness og ég veit nú lika um greinar hans í sænskum blöðum og tímarit- um. Ég veit um hans miklu fyrirhöfn í sambandi við sænska bókaútgefendur, og ég veit um fleiri hliðar á hinu mikla startfi hans fyrir Halldór Laxness. — — Og þessi maður upplýsir nú, eftir alla sína miklu vinnu, að hann sé fá- tækur maður. — — Stundar- kom hugsa ég ekki um annað en það, hvað heimurinn geti verið öéugsnúinn og vanþakk- látur. — Og þá flýgur mér í hug, að svo sé ég að bæta á þetta öfugstreymi og hreita háltf gerðum ónotum að þessum manni. — Ég reyni að hrinda frá mér þessum hugsunum og huga aftur að blaðgreininni, sem liggur fyrir framan mig. — En ég finn allt í einu, að ég hatfi ekki lengur neinn áhuga fyrir því, sem þar stendur. Ég held þó áfram að renna augun- um yfir greinina. Ég les um vís- indamann, sem reynir „að dæma og skrifa um bækur eingöngu út frá eigin reynslu og dóm- greind,“ — og ég reyni að láta mér skiljast þetta, og ég les um mann, sem reynir að gera sjálfum sér og öðrum „grein fyrir höfundunum og viðfangs- etfnum þeirra, en ekki í þeim tilgangi að útbreiða kommún- isma eða íhaldsstefnu eða anda trú‘„ Og ég reyni líka að trúa því. Og svo les ég eitthvað um fólk með frumstæðan bókmennta skilning, sem séra Pétur virðist gera ráð fyrir. Og síðan um hina læsu menn í útlöndum," sem lesa ekki skáldsögur fyrst og fremst sem túristapésa, held ur sem mynd af mannlegu lífi alltaf og allsstaðar.“ Og svo les ég þetta: „Á hverri einustu blað síðu, í hverri einustu línu eftir þetta íslenzka skáld (HalMóir Laxness) hafa þeir fundið meiri föðurlandsást, meiri sannleiks- ást, meiri mannúð, meiri samúð með mönnum — já, langtum meiri kristindóm en í tonni af skrifum á borð við pésa séra Péturs.“ — Svo mörg eru þau orð. Ég fletti upp í „pésa séra Pét- urs“, af því að ég hefi ekki Gerplu við hendina, og gríp nið- ur á tilvitnun úr bókinni — dá- litlum bút af ræðu höfuð sögu hetju Heimskringlu, Ólafs kon- ungs helga, rétt á undan Stiklar staðarorustu. Höfundur Gerplu leggur honum þar þessi orð í munn; — — — „Er það mín skipan að þér þyrmið aungu kykvendi er lífsanda dregur í Noregi, og gefið eigi skepnu- barni grið þar til er ég hefi fengið alt vald yfir landinu. Og hvar sem þér sjáið búandmann við hyski sínu á akri eða engi á þjóðgötu eða eikjukarfa þá gangið þar milli bols og höfuðs á, Og ef þér sjáið kú, þá leggið hana, og sérhvert hús, berið eld að, og hlöðu, látið upp ganga, og kvernhús, veltið því um koll, brú, brjótið hana, brunn, mígið í hann, því að þér eruð frjáls- unarmenn Noregs og landvarn- arlið.“ -------Ég sé að „Atomstöðin** liggur á skrifborðinu, næ í hana, fletti upp og hitti á ljóð: „Fallinn er Óli figúra formyrkvun landsins barna, fjandinn só arna í Keflavík, land vildi hann selja bein vildi hann gratfa blautur sem hvelja atomstríð vildi hann hatfa í Keflavík. Fallinn er Óli fígúra formyrkvun landsins barna fjandinn sá arna í Keflavík.** — Hinumegin á sömu opnu nem ég aftur staðar og les. Það er skáldskapur í óbundnu máli: --------„í kaffinu fóru guð- irnir að þræta um guðdóminn við sveitaprestinn; þeir kröfð- ust þess að hann kveikti í sigar- ettunni hjá þeim og tilbæði þá og prédikaði um þá í kirkjunni á sunnudögum; guðinn briljant- ín sagðist vera madonna í kall- mannslíki, maría mey með peni9 og tvíbura" o. s. frv. — Hversu sönn „mynd af mannlegu lítfi! — veruleika liina íslenzka >jóðfélags.“ Hvílík föð. urlandsást! — og kristindómur! --------Engin furða þó að Peter Hallberg léti skína í það, að ég væri að halla á Sænsku Akademíuna með því að þegja yfir því, að hún hafi líika séð og metið perlurnar í „Atomistöð- inni.“ Mér vérður hugsað tl! tfjöl- margra staða í öðrum bókum Halldórs Laxness, sem Peter Hall berg og fleiri bókmenntatfræðing- ar hafa prísað hástöfum, — staða, sem hafa að geyma sviþ- aðan skáldskap, andagift og kristindóm og þeir, er ég sýni hér — staða, sem eru álíka sönn „mynd af mannlegu lífí“, ög ég tek að velta fyrir mér, hvers- konar svartagaldur muni valda því, að menn, sem eru annars rétt sæmilega gefnir — og hafa stundað margra ára nám í þeirri lærdómsgrein, sem hefir löng- um gengið undir nafninu fagur- fræði, skuli iðulega vera þá fyrst í essinu sínu, er þeir hafa kom- ist yfir einhvern skáldskap á vegum ljótleika og afskræming- ar. — Mér dettur í hug hug- mynd Ibsens um aðgerðina, er hann lætur Dofrann freista að gera á Pétri Gaut. — Hefir sú aðgerð verið framkvæmd á þess um mönnum, er virðast sjá mesta fegurð þar, sem fyrir er einhver „andstyggð og djöfla- leikir“ ? Skyldi Peter Hallberg hafa komist á fund Dofrans, sem kvað vera fluttur austur í Kreml, og fengið þar dálitla rispu á vinstra augað? Skyldu allar þessar missýningar um myndirnar af lífinu stafa frá því? — — — Ég byrja aftur að horfa á myndina í Morgunblað- inu af Peter Hallberg, — og fer svo að óska, að ég ætti góð, græðandi smyrsl til að bera í vinstra augað á honum, sem myndin er af — ef þar skyldi vera einhver rispa. Reykjavík 26. maí. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkis- sjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum fyrirframgreiðslum upp í þinggjöld ársins 1962, sem féllu í gjalddaga 1. apríl, 1. maí og 1. júní s.l. Borgarfógetinn í Reykjavík, 5. júní 1962. Kr. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.