Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 15
Fimmtuda'gur 7. júní 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Trén syngi í vindinum um heimsókn 45 Mn^ðmanna NOHSKI stúdentakórinn, sem hré var í söngför fyrir skömmu, hafði með sér til , landsins 45 greniplöntur, sem hann gaf íslenzku skógrækt- inni. Er kórmeðlimir plönt- . uðu hver einni plöntu í reit Normanslaget í Heiðmörk, 1 sagði formaður kórsins, Ey- vind Svensen, að hann von- aði að trén mundu þrífast ' jafn vel á Islandi og þeir Norðmenn, sem hér hafa > sezt að og verða svo stór að þau gætu sungið í vindinum Íum að hér hefðu einu sinni komið 45 Norðmenn í söng- för. Othar Ellingsen, ræðis- maður Norðmanna hér, bauð Norðmennina velkomna í Heiðmörk, og þeir Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, i og Guðmundur Marteinsson, formaður Skógræktarfélags Bridge Reykjavíkur, þökkuðu gjöf- ína. Á leið úr Heiðmörk fóru Norðmennirnir að leiði þeirra Norðmanna, sem fór- ust hér á stríðsárunum, í Fossvogskirkjugarði, lögðu blóm á leiðið og minntust þeirra með því að syngja norska þjóðsönginn. Norski stúdentakórinn var hér í 3 daga í glampandi sól- skini. Hélt hann tvenna tón- leika og skóðaði sig um, fór m. a. til Akureyrar, þar sem Karlakór Akureyrar tók rausnarlega á móti honum og til Þingvalla, að Soginu og í Hveragerði. Seinasta kvöldið hitti hann stúdenta, Noregs- vini og kóramenn í Klúbbn- um og var þá tekið lagið af þremur kórum, Fóstbræðr- um, Karlakór Reykjavíkur og Stúdentakórnum. vestur og lét út hjarta gósa. Sést nú, að sama er hvað sagnhafi gerir, a.v. fá alltaf 3 slagi á hjarta. Hjarta gosinn var eina spilið, sem austur mátti láta út til að tryggja 3 slagi. Eif t.d. austur lætur út hjarta 4 þá gef- ur sagnhafi heima og verður vestur þá að drepa á ás og suð- ur fær á drottninguna í þriðja sinn, sem litnum er spilað. Söngstjóri norska stúdenta- kórsins, Sverre Bruland, set ur niður greniplöntu. SPILIÐ, sem hér fer á eftir er dœrni um góða vörn, enda var það hinn kunni spilari, Cíharles Goren, sem stjómaði henni. Suður Vestur Norður Austur 1 Spaði 2 Tíglar 2 Spaðar Pass 3 Spaðar Dobl. Allir pass. A 10-9-2 V 10-7-3 ♦ 9-5-4 Á-D-10-9 A S V Á-5-2 * Á-K-10-3 6-3-2 * 8-4 A V A 8-4-3 ¥ K-G-9-4 ♦ 7 * 7-6-5-3-2 Á-K-D-G-7-5 D-8-6 * D-G * K-G Ekki hægt að segja annað en dobl. vesturs sé vafasamt, en bvað um það, lokasögnin var 3 spaðar og vestur lét út tígul toonung og fékik þann slag. Því næst lét vestur út tígul ás. Aust ur (Goren) sá, að litlar líkur væru tii, að þeir fengju slagi á *paða og lauf og væri því eina yonin til að setja spilið niður •ð fá 3 slagi á hjarta. Goren trompaði því tígul ásinn hjá Einnig er sama þótt austur taki fyrst konunginn og láti síðan gosann, því þá drepur sagnhafi Aðalfundur Iðnaðarmanna- féla^s Rvíkur AÐALFUNDUR Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík var hald- inn 20. apríl sl. Formaður flutti skýrslu stjórn arinnar yfir störf hennar á liðnu starfsári. Úr stjórninni áttu að ganga að þessu sinni, form., varaform., og vararitari. En þeir voru allir endurkosnir samhljóða. Stjórnina skipa nú: Guðm. H. Guðmundsson, húsg.sm.m., varaform., Gísli ólafsson, bakara meistari, ritari, Jón E. Ágústs- son, málaram., vararitari . og Leifur Halldórsson, frummóta- smiður, gjaldkeri. Fulltrúar félagsins á næsta Iðnþingi fslendinga: Björn Rögn valdsson, byggingam., Anton Sigurðsson, húsasm.m. og Leifur með drottningu heima' og kostar það ásinn hjá vestur og tían í borði er orðin góð. Halldórsson, fummótasm., til vara Pétur Hjaltested, málara- meistari. 8 iðnaðarmenn gerðust félag- ar á þessum fundi. Á aðalfundi 942 var Guðm. H. Guðmundsson fyrst kosinn for- maður félagsins, hefur hann því gengt því starfi samfleytt í 20 ár og auk þess varaform. í 2 ár áður en hann var kosinn form. GUNNAR JÓNSSON LÖGMADUR við undiirétti oq hæstarétt Þingholtsstræti 8 — Sími 18259 Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður nálflutningur — lögfræðistöri fjarnargötu 30 — Síml 24753. QHiHiHiHÍHÍHÍHÍHiHiHiH Búkarest: í landskeppni Búlg- ara og Rúmena sigruðu þeir fyrr nefndu með 11—9. Mar del Plata: Sigurvegari á hinu árloga alþjóðamóti borgar- innar sigraði Poulugjewski með 1,1% af 15. 2.—3. Smyslov og Szabo 9V2. 4.—6. Najdorf, Sangu- inetti og D. Byrne 8V2. 7.—9. Pachman, Parma og Panno 8. 10. Eliskases 7 11.—12. Pilnik og Rossetto 6%. 13.—14. Guimard og Penrose 5%. 15.—16. Bilelicki og Letelier 4V2. Moskva: Á alþjóðaskákmóti í Moskva urðu efstir og jafnir 1.—2. Averbach og Wasjukow 10. 3.—6. Barza, Bronstein, Lilienth- al og Schawkowich 9. 7.—ll. Bichowsky, Ignatiew, Simagin, Hort og Larsen. Sofia: Skákmeistari* Búlgaríu varð N. Padewski 15%. 2. Tring- ov. 14. 3.—4. Pepoff og Mineff 12%. Sarajewo: Á alþjóðamóti í Júgóslavíu sigruðu þeir 1.—2. Gligoric og Portisch með 8 af 11. 3. Dr. Trifonucieh 6%. 4.—5. Bobozoff og Darga 6. 6.—7. Bogdanovio og Sukow 5 %. .8.—9. Bilek og Osmanajo 5. Teflt í 8. umferð í Curacao. Hvítt: M. Tal. Svart: T. Petrosjan. Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg7 dxe4 5. Rxe4 Rbd7 6. Rxf6t Rxf6 7. 8. Rf3 Dd3 c5 Vafasöm hugmynd eins og áframhaldið sýnir. Til greina koma t. d. 8. dxc5 eða 8. o3. Eftir 8. dxc5, Dxdlf. 9. Hxdl, Bxc5. 10.Bb5f, Ke7 (10. —■ Bd7. 11 Bxf6, Bxb5. 12. Bxg7, Hg8. 13. Bd4.) 11. 0-0, a6. 12. Bo4, b5. 13. Bb3, Bb7. 14. Re5 með örlítið betra tafl fyrir hvítan. 8. — Be7 9. Bxf6 Bxf6 10. Db5t Bd7 11. Dxb7 IIb8 12 Dxa7 Hxb2 13. Bd3 Ef 13. Dxc5, Be7 ásamt Bto4f. 13. cxd4 14. 0-0 Bxc6 15. Da3 Db6 16. Bc4 Hb4 17. Da3 0-0 18. a3 Ha4 19. Hfdl Da7 20. Ha2? gefið Hxc4! Aldrei hef ég séð Tal tefla jafn slappt og í þessari skák. IRJóh. umsóknir fyrir 20. júní nk^ Staðan eftir 20. Ha2? Eggjataka minnkar Fréttabréf frd StYkkisHólmi Stykkishólmi 3. júní. VORANNIR eru nú í fullum gangi hér við Breiðafjörð. Hlýn að hefir í veðri. Flestir eru bún ir að setja niður í garða. í Stykkishólmi hefir verið brotið stórt svæði rétt við kauptúmð þar sem bæjarbúar geta fengrð að rækta garðávexti og nafa margir notfært sér þetta. Eggjataka varð hér minni ea í fyrra eftir því sem varpeig- endur tjá mér, hverju sem um er að kenna. Kuldi var á meðan á varpi stóð og stundum nætur- frost. Eftirspurn eftir eggjum hefir aldrei verið meiri en í vor og ekki hægt að sinna nema litlum hluta. Aðallega er hér um svarttoaksegg að ræða. — Margir gerðu ráð fjrir meiri eggjatekju og byggðu það á hve gífurlegt var af svartbak hér i vor. Var stundum svo að þeir skiptu þúsundum sem voru á sveimi hér yfir kauptúninu. Vinnslu á túnum er langt kom ið og gróður þegar farinn að segja til sín. Ef ekki kemur eitt hvað sérstakt fyrir hvað veður- far áhrærir má búast við góðri sprettu. Miðskólanum slitið Þriðja bekk Miðskólans i Stýkkis'hólmi var sagt upp 31. f. m. Sigurður Helgason skóla- stjóri afhenti við það tækifæri nemendum prófskírteini.. Er þetta þrettánda árið sem 3. bekk ur starfar og hefir ekki verið fjölmennari en nú enda sóttur víðar að en úr Stykkisihólmi. Alls luku 22 nemendur prófi- eða all- ir sem í bekknum voru. Árang- ur varð hinn bezti sem náðst hefir, sem má marka af því, að allir nemendur hlutu framhalds einkunn. Á Miðskólaprófi varð hæstur Jóhann Víkingsson sem hlaut einkunina 9,06. Næst varð svo María Ásgeirsdóttir með 8,64. Af þesum 22 nem. luku 8 landsprófi miðskóla og varð þar einnig hæstur Jóhann Víkings- son sem hlaut einkunina 9,39. María varð einnig næst með 8,43. 10 ára nemendur færðu skól- anum að gjöf tvær listaverka- bækur. Jóhann hlaut þrenn verð laun fyrir ágæti j. námi. Voru það allt bókaverðlaun. C. Zim- sen lyfsali ávarpaði skólastjóra og kennara. Gat þess að nú hefði skólinn útskrifað öll sín börn en sonur hans var einn i hópi þeirra sem landsprófi luku. Þakkaði hann skólanum og kvað hann hafa uppfyllt óskir þeirra sem til hans hafa sótt og óskaði honum og kennaraliði allrar blessunar. Þess má og geta að Zimsen hefir unnið skólanum mikið og verið lengi í skóla- nefnd og borið mjög hag fræðslu starfseminnar fyrir brjósti. Brúðuleikhúsið í gær kom hingað Brúðuleik- húsið og sýndi bæjarbúum Kardemommubæinn, leikritið fræga eftir Thorbjörn Egner. Þar sem þetta var á mjög slæmum. tíma, sjómannadagur- inn í nánd og margir uppteknir varð aðsókn ekki slík sem þessi ágæta sýning verðskuldaði og harma ég það mjög. Ég sá þessa sýningu mér til mi’killar ánægju og vildi ég vekja athygli þeirra sem eiga eftir að fá tækifæri til að sjá hana. Ekki er hægt annað en dást að því hversu leikurinn er eðli- legur og þó koma ekki fram þarna annað en brúður. En stjórn þeirra er slík að það vek- ur undrun. Er óhætt að fullyrða að þarna er mikið á sig lagt og stórkostlega mikil vinna á bak við æfingar. Börnin létu heldur ekki á sér standa að sjá þennan leik þvi á barnasýningunni um daginn troðfylltist samkomuhúsið. Og mörg börn fóru svo aftur um kvöldið. Aðstandendur þessarar sýn- ingar eiga þakkir skilið fyrir að koma með þessa ágætu skemmt- un út á land og lofa fólki ð njóta þessa prýðilega sjónleiks. Jón Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson stjórnuðu brúðuleik- húsinu. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.