Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 7. júní 1962 í GÆR gengu fréttamenn Mbl. á fund Óttarrs Möller, hins ný skipaða forstjóra Eimskipafé lags fslands, og báðu hann um að sýna sér svipmynd úr staifs degi þessa stóra fyrirtækis. — Það er þá bezt ég sýni ykkur vöruskemmurnar og að stöðuna til þess að taka á móti vörunum hér við höfnina, segir Óttarr. Niðri í Króknum er verið að losa tvö skipa Eimskipafélags ins, Selfoss og Goðafoss. Við höldum inn 1 vöruskemmurnar á Austurbakkanum. í þessum skálum er safnað saman vöruni þeim, sem koma frá útlöndum og síðan á að dreifa víðsvegar út um landið. — Hér eru vörusendingar allt frá nokkrum kílóum upp i fleiri tonn, en sé hinsvegar um meira magn að ræða, eða allt að heilum förmum, látum við skipin sigla með vörurnar beint írá útlöndum og á þá höfn, sem þeim er ætlað að fara, segir Óttarr. Við okkur blasa himinháir staflar af allskyns stykkjavóru, svo og sekkjavöru hverskonar. — Þetta er alltof lítið pláss. Við erum oft í hreinustu vand ræðum hvað við eigum að gera við vörurnar. Megnið af þessum vörum er ekki hægt að setja upp úti undir beru lofti og því verður að finna þeim rúm í skemmunum, segir Óttarr. Næst höldum við út í elztu vöruskemmu félagsins á hafn arbakkanum upp af Króknum. Þar hittum við Guðmund Jóns son yfirverkstjóra og er nú haldið inn í Borgarskáia við Borgartún. Þar ei geysistórt at hafnasvæði, sern Eimskipafélag ið hefur til umráða og af pvi er um 6000 fermetrar undir þaki. Fyrir utan skálana er svo kom ið fyrir stórum hlöðum af varn ingi, sem þolir veður, svo sem bílar, landbúnaðatæki, bátar, timbur o.fl. __ Verkið gengur auðvitað seint af því, segja þeir Guð mundur og Óttarr, að rýmið er alltof litið. Tveir bílar voru að losa varn ing í sömu skemmunni og þó virtist ekki meiru á bætandi. Á sama tíma er svo verið að af greiðá vörurnar burtu, sem leg ið hafa vikum eða jafnvel mán uðum saman, og úr þessu verð ur einn hrærigrautur,, töf og tjón fyrir alla aðila. Á leiðinni niður í bæinn ök um við framhjá Skúlaskála við Skúlagötu. Þar er einnig allt í fullum gangi, en Skúlagatan er nú orðin svo mikil umferðagata að óhægt er um vik að athafna sig þar við affermingu vara — Það er lífsnauðsyn fyrir Eimskipafélagið að fá stórt at hafnasvæði á einum stað, þor sem hægt er að koma miklu mun meira magni af vörunum beint í skemmurnar og ferming skipanna geti gengið mun fljót ar en nú er, segir Óttarr. Og þetta er ekki einasta hags munamál Eimskipafélagsins, heldur bæjarfélagsins og þjóð félagsins í hehild. Það má benda á það að Eimskipaféiagið flytur 95% af allri stykkja og sekkjavöru sem til landsins kemur. Aðstaða okkar nú er svo slæm, að greiðsla sú sem við fáum fyrir flutninginn á þessum vörum nægir tæplega fyrir útskipun og flutningi til iandsins, en losun hér og flutn ingur út á land er algerlega á kostnað fyrirtækisins sjálfs. Það er því brýn nauðsyn að leiðrétta ósamræmi það, sem er á flutningsgjöldum, en verð lagsákvæðin ná aðeins til flutn ingsgjalda af stykkjavöru og sekkjavöru. Það er einskis manns hagur að afkoma Eim skipafélagsins sé svo bágborin að það geti ekki afskrifað skipa stól sinn á eðlilegan hátt og byggt ný skip, sem því er full þörf á. Eimskipafélagið er fyrst og fremst þjónustu fyrirtæki og hefur alla tíð verið. Það hefur varið öllum sínum tekj um til þess að byggja ný skíp og bæta aðstöðu sína. Það mun mörgum þykja súrt í broti, að Eimskipafélagið skuli nú tkki eiga skip í smíðum á meðan önur flutningsfyri‘'tæki eru að þyggja sér ný skip. En brenn andi vandamálið núna er bætt aðstaða hér í Reykjavíkurhöfn. Þetta er stærsta verzlunarhöfn landsins og hingað kemur mest ur hluti þess varnings, sem til landsins er keyptur Eitthvað á þessa leið fórust Óttarri Möller orð, er yið ÓK um út í Örfirisey og skoðuðum bryggjuna við Grandagarð, sem Eimskipafélagið hefur augastað á að fá til sinna nota. Ennfrem ur skoðuðum við athafnasvæð ið £ Örfirisey þar sem forsvars menn Eimskip fýsir að byggja vöruskemmur og sameina þann ig á einum stað bólverk og geymslurými sem þarf fyrir alla flutninga félagsins. — Hvað um framtíðina, Óttarr? — Það er vandi að setjast S sæti míns ágæta fyrrverandi húsbónda Guðmundar Vilhjálms sonar. Eg lít þó björtum augum til framtíðarinnar og vonast til að Eimskiþafélagið njóti hlý hugar þjóðarinnar og framhald andi góðrar samvinnu við hina fjölmörgu viðskiptavini. Tak markið er bætt aðstaða til þess að geta veitt betri þjónustu og svo að afla meiri flutninga er lendis til aukinna gjaldeyris tekna fyrir þjóðina, segir Ótt arr Möller að lokum. Veröur ísland útundan þeg- ar háloftasjdnvarp kemur? EÐLISFRÆÐINGURINN og stjörnufræðingurinn Willy Ley hefir nýlega ritað grein um hær framfarir, sem líiklegar eru á næstunni í geimvisindum og notkun gervihnatta. Hann er sér- fræðingur á þessu sviði og hefir áður ritað margt um geimvís- indi, allt frá hví að hann var einn af stofnendum Geimferða- félagsins býzka 1927 (Verein fiir Raumschiffahrt). Árið 1953 flutt ist hann til Bandaríkjanna, gerð- ist þar ríkishorgari 1944 og hefir síðan unnið þar að geimvísind- um. Hann er meðritstjóri að tíma ritinu „Space World“. í þessarj grein sinni minnist hann fyrst á alheimsútvarp frá gerviihnöttum, sem sé stöðugt á lofti og farast honum svo orð: — Þegar á næsta ári munu áfeiðanlega vera komnir fjar- skiptahnettir umhverfis jörðina, en hætt er vdð að þeir verði fljótt úreltir. í 35.000 km hæð F y r s t u f jarskiptahnettirnir verða sennilega ekki langt frá jörðu, svo sem í 600 km hæð. Ætlunin er að þeir verði að minnsta kostd átta og allir á sömu braut og skeyti frá jörð- inni hæfi þá hvern af öðrum eftir því hver næstur er í þann og þann svipinn. Gervihnettir í þeirri hæð fara umhverfis jörð- ina frá vestri til ausfcurs. Þegar nú einn er genginn til viðar í austri þá er annar kominn á loft í vestri og því alltaf hægt að hafa samtoand við þá. En eftir 1963 munum vér geta komið slíkum gervihnöttum upp í háloftin, eða í 35.000 km hæð. Slíkir hnettir fara umhverfis jörðina á 24 klukkustundum, og þar sem jörðin snýst um sjálfa sig á sama tíma, þá er eins og þessir gervihnettir séu alltaf á sama stað. Ekki í Reyjavík Ef slíkur hnöttur væri nú t. d. yfir miðjarðarlínunni þar sem hún sker vesturströnd Afríku, væri hægt að hafa samtoand við hann frá öllum stöðvum á austur strönd Ameríku, einnig um alla Afríku og í öllum höfuðborgum Norðurálfunnar, að undantekinni Reykjavík, höfuðborg íslands (leturbreyting hér). Aðeins einn hnöttur á þessum stað, myndi hafa ómetanlega þýðingu fyrir öll fjarskipti á lángleiðum. Margir halda því fram, að þrír gervihnettir í þessari hæð myndi fyllilega nægja til að annast slík fjarskipti. Um 1965 hefir svo fengizt úr því skorið hvort heppi legra ver-ður að hafa þrjá hnetti Sjúkraliús Akra- ness 10 ára Akranesi, 4. júní MIKIÐ er um dýrðir í Sjúkra- húsi Akraness í dag. Fánar blakta þar á stöngum, því að sjúkrahúsið er tíu ára í dag. Sjúkrahússtjórnin minntist af- mælisins með hófi, sem hófst kl. 3 síðdegis 75 manns sitja hóf þetta. 5.244 sjúklingar hafa gist sjúkrahúsið þennan áratug, og fjöldi sjúklinga komizt upp í 700 á ári. Fjórir yfirlæknar hafa starfað við sjúkrahúsið, Haukur Kristjánsson, Guðmundur Thor- oddsen, Trj ggvi Þorsteinsson og Páll Gíslason núverandi. Tvær yfirhjúkrunarkonur hafa starfað þar, Jónína Bjarnadóttir og Sig- urlín Gunnarsdóttir. — Ráðsmað ur sjúkrahússins er Bjarni Theó- dór Guðmundsson. — Oddur. í háloftunum, eða marga hnetti nær jörð. Veðurspár Um þær mundir verða og veð- urathúganir með gervihnöttum, svo sem eins og „Tkros“ og „Nimbus", vera í fullum gangi. Og þá verður hægt að gera ná- kvæmar veðurspár fram í tím- ann, fyrir öll byggð lönd, nema hvað nyrstu löndin (heimskauts- löndin) mundu verða útundan. (leturtoreytt hér) Auðvitað verð- HÚSMÆÐRASKÓLA Reykja- víkur var slitið 6. júní við há- tíðlega athöfn að viðstöddum kennurum, skólanefnd og nem- endum. Skólaslitaathöfnin hófst með því, að Katrín Helgadóttir, skólastjóri, flutti ávarp. — Gat hún þess að í vetur við skólann, 34 í heimavist, 48 í dagskóla og 96 á kvöldnám- skeiði. 2. og 3. þessa mánaðar var haldin sýning á handavinnu nemenda og öðrum verkefnum og sagði skólastjórinn, að hún hefði verið vel sótt að vanda. Síðan taldi Katrín upp sjóði skólans, sem nú eru 7 og kvað þá verða skólanum mikils virði er tímar liðu. Ávarpi sínu lauk Katrín með því að þakka, skólanefnd, kennurum, nemendum og starfs liði fyrir gott samstarf á sl. vetri. Einnig bauð hún gesti velkomna og sérstaklega 5 ára, 10 ára og 15 ára nemendur skólans. Gjafir 15 ára nemendur fræðu skól- anum blóm. Fyrir hönd 10 ára nemenda flutti frú Ellen Ragn- ars ávarp og færði skólanum að gjöf frá þeim peningaupphæð í minningarsjóð Ragnhildar Pét- ursdóttur frá Háteigi, en þeim sjóði skal varið til kaupa á listaverkum til að prýða skól- ann. Orð fyrir 5 ára nemendum hafði frú Elfa Jóhannsdóttir, færði hún skólanum fyrir þeirra hönd peningaupphæð, sem einnig skal lögð í minning- arsjóð Ragnhildar Pétursdóttur. ur ekki hægt að sjá fyrir stað- bundin veðrabrigði, sérstaklega í fjallalöndum, en yfirleitt væri Iþá hægt að spá hver veðrátta yrði næstu vikurnar. Þá verða einnig komir á loft miðunarhnettir fyrir siglingar. Og árið 1967 munu skipstjórae á hafskipum undrast með sjálf- um sér hvernig fyrirrennarar þeirra fóru að rata yfir úthöfin í stórmi, hríð og þoku, án þess að hafa þessa gervihnetti til að miða við hvar þeir væru staddir. Verðlaun Að því loknu fóru fram verð- launaveitingar fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Sigurborg Erna Jóns- dóttir frá Vestmannaeyjum. —• Hlaut hún verðlaun fyrir góða frammistöðu í handavinnu. Hug- rún Marinósdóttir frá Dalvík hlaut einnig verðlaun fyrir handavinnu sína. Verðlaun fyr- ir hússtjórn hlutu Lilja Ingólfs- dóttir frá Neðra-Dal í Rangár- vallasýslu, og Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Vorsabæjarhjá- leigu, Árn. Verðlaun fyrir vefn- að hlaut Sigríður Halldórsdóttir frá Keflavík og verðlaun fyrir bezta frammistöðu í dagskólan- um hlaut Kristín Gestsdóttir, Hróarsholti, Árn. ★ Að verðlaunaafhendingu lok- inni tók til máls frú Guðný Halldórsdóttir fyrir hönd skóla- nefndar og síðan flutti Hall- dóra Eggertsdóttir ávarp. Að því loknu hélt Katrín Helgadóttir skólaslitaræðu og sagði síðan skólanum slitið. Á eftir var viðstöddum boðið til kaffidrykkju í húsakynnum skólans. Lagos, > maí — AP — Stjórn in í Nigeríu hefur lýst yfir hern aðarástandi í vesturhluta lands- ins, sem standa mun til ársloka. Slæmt ástand hefur ríkt í viku, síðan stjórnmálamenn í v-hluta landsins lýstu því yfir, að þeir myndu ekki lengur styðja stjórn landsins. Stjörnubíó ætlar nú í nokkur kvöld að sýna elna vlnsælustu kvikmynd er hér hefur verið sýnd: Brúin yfir Kwai-fljótið. Myndin verður eingöngu sýnd á níu-sýningum. Þessi mynd hlaut á sinum tíma óvenjulegar vinsældir. Hún fjallaði um spennandi viðburði styrjaldar við Japani, er vel leikin og skemmtileg. — HúsmæðraskóEa ileykjavíkur slitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.