Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLÁÐIÐ Fimmíudagur 7. júní 1962 Fróðleg ferð með Wasp íslendingar viðstaddir flotaæfingar á Faxaflda KLUKKAN átta í gærmorgun létti bandaríska flotadeiidin akkerum á Reykjavíkurhöfn og hélt til hafs. Nokkrir ís- lenzkir gestir fóru þá um borð í flugvélaskipið Wasp og héldu með því út í mynni Faxaflóa, en þar var efnt til sýningar á því hvernig fiota- deildin fylgist með ferðum kafbáta. Var íslenzku gestun um að því búnu flogið frá skipinu til lands, og var það einróma álit þeirra að ferðin hefði verið hin fróðlegasta. Klukíkan liðlega bálf átta í gærmorgun var stigið um borð í varðskipið Gaut við Loftsbryggju, en það flutti fslendingana um borð í Wasp. í förinni voru Guðmundur í. Guðmuridsson, utanríkisráð- herra, Bjarni Benediktsson, dómsmiálaráðherra, Emil Jóns son, sjávarútvegsmálaráð- herra, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gísli Jónsson, alþm., Jóihann Hafstein, al- þm., Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins, Pétur Sig- urðsson, forstjóri landlhelgis- gæzlunnar, Sigurjón Sigurðs- son, lögreglustjóri, Valgeir Björnsson, hafnarstjóri og fréttamenn blaða og útvarps. Allhvasst var og kröpp bára við flugvélaskipið þar sem það lá utan við Engey, og tók nokkurn tíma að kom ast urn borð. Buie, flotaforingi, bauð gesti velkomna og var síðan létt akikerum og siglt út á Faxaflóa. Á leiðinni út var skipið skoðað hátt og lágt og undruðust menn mjög stærð þess. Var m.a. skoðað- ur ratsjár og útvarpsbúnaður skipsins, hinn fullkomnasti að allri gerð, flugturn, veður- stofa, matsalir, eldihús, sjúkra hús o.fl. Er komið var út í mynni Buie, flotaforingi, tók á móti íslenzku gestunum í íbúð sinni í gærmorgun. — Talið frá vinstri: Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Valgeir Björnsson, hafnarstjóri, Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Jón Magnússon, fréttastjóri (snýr baki í myndavélina), Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, og einn foringja á Wasp. — / baði Framíhald af bls. 3. fram eins og ekkert sé og útskýrir fyrir okkur hollustu nuddsins fyrir unga og gamla. — Hann er svo upptekinn við nuddið, segir maðurinn, að hann ætlar inn úr ístrunni á mér. En blaðamaðurinn veit, að þetta er kokhreystin ein, því að sá nuddaði stynur af vel- líðan, og síðan er hann vaf- inn inn í teppi og sofnar á bekk eftir gufubaðið, sturtu, ljósbað, nudd og einn ískald- an pilsner, en þetta er sú með höndlun, sem helzt er mælt með. Snakk og höndlun í 90 stiga hita Það er fremur notalegt í baðstofunni, aðeins 90 stiga hiti! Maður finnur þó ekki svo mjög fyrir hitanum vegna þurrksins, en þó þarf nokkra æfingu til þess að standa þar lengi við og bezt að fara hægt af stað. Vera oftar inni, en skemur í hvert skipti. Þarna í baðstofunni rennur svitinn í stríðum straumum , og rabbað er um alla heima og geima. Menn verða óvenju andrikir í gufubaði, Sagðar eru sögur af náunganum og jafnvel rædd þýðingarmikil viðskiptamál. Ef veggir bað- stofa hefðu eyru, kynnu þeir frá mörgu að segja, jafnvel atburðum, sem ráðið hafa málalyktum í mannkynssög- unni. Rómverksu senatorarn- ir höndluðu sín á milli um afgreiðslu mála í baði og Kekkonen Finnlandsforseti heldur stundum ríkisráðs- fundi í baðstofu sinni. Þar ræddi hann eitt sinn við Krúsjeff og náði, að sagt er, hagstæðum samningum. Það fylgir sögunni að Krúsjeff hafi verið andstuttur, þegar hann kom úr baðinu. Að visu er mannkynssöguni ekkj ráðið til lykta í baðstofu Jónasar á Kvisthaganum, en þar ræða karlar og konur um merkustu mál, að vísu ekki saman, og baðgestir þar eru margs vísari, þegar þeir hverfa á braut. Smurt með ólifuolíu og spíritus Eftir gufubaðið er það sturt an, fyrst heit og svo smám saman kólnandi, þurrkun, pilsnerinn og smók. Þá lætur Gottskálk baðgest- inn stíga á vigtina og nákvæm iþyngdin er færð af mikilli kostgæfni inn í vigtarbókina. Fastagestir eiga þarna ná- kvæma skrá yfir þyngdir sín- ar og er oft mikil eftirvænt- ing, hvort hún er meiri eða minni. Þá er það nuddið. Jón- as smyr viðfangsefnið úr ekta ólífuolíu og nuddar allar harð sperrur, þreytu eða gigt úr vöðvunum. Síðan þvær hann olíuna af með spíritus. — Á ég að bera mikið í kringum munninn, segir Jón- as hlæjandi. Mislingar í bænum MISLINGA hefur orðið vart í bænum, en mislingar hafa ekki verið hér á ferð undanfarin 4 ár. Er sjúkdómurinn vægur og venjulegur, og sagði borgarlækn ir í gær a/5 eðlilegt væri að mislingar bærust hingað öðru hverju. Vitað er að veikin barst hingað erlendis frá með fjöl- skyldu, sem kom a4 utan. ffCT íot >V f crrf,r . , , r rrrrrr, — vv/.-jQ x* - V Á flugþiljum Wasp í gærmorgun. — Flestir íslenzku gestanna sjást á myndinni. Faxaflóa, var skipinu beitt upp í vindinn. Fylgdust gest- ir síðan með því er 12 flug- vélar og fjórar þyrlur hófu sig til flugs. Var sumum vél- unum „9kutlað“ á loft með þar til gerðum útbúnaði, en aðrar notuðu allar flugþilj- urnar til flugtaks. Var mjög fróðlegt að fylgjast með þessu og tók aðeins nokkrar mínút- ur að koma öllum flugvélun- um á loft. Slkömmu eftir að flugvél- arnar hófu sig til flugs komu tvær orrustu þotur yfir skip- ið frá Keflavíkurflugvelli, en þangað komu þær frá Ósló þar sem Wasp skildi þær eftir fyrir nokkru svo þær gætu tekið þátt í hátíðahöldum vegna 50 ára afmælis flugs í Noregi. Lentu þoturnar é skip inu og var það mikilfengleg sjón. Lending fer þannig fram að krókur í stéli flug- vélanna grípur í sveran vír- streng, en fjórir slí'kir streng ir liggja yfir þverar flugþilj- urnar. Stöðvuðust þoturnar á nokkrum metrum, enda þótt þær lentu á 130 mílna hraða. Þess má geta hér að flug- menn á flugþiljuskipum þurfa mjög mikla þjálfun, ek'ki sízt vegna lendinganna, en þar má engu skeika. Var fréttamönnum m.a. skýrt frá því að áætlað væri að þjálfun eins þotuflugmanns kostaði 200 þús. dollara, eða um 8,6 millj. ísl. króna. Því næst fór fram sýning á því hvernig leitað er að kafbátum. Flugu tvær tveggja hreyfla Grumman Tracker flugvélar kerfisbund ið um ákveðið svæði skammt frá flugvélaskipinu. Er þær höfðu „fundið“ kafbátinn, vörpuðu þær niður reykiblys- um til þess að merkja stað- inn, en síðan komu fjórar þyrlur á vettvang og létu bergmiálsmæla sína eða „son- ar,“ síga niður í sjóinn. Tæki þessi geta náið fylgzt með kaf bátnum eftir að hann hefur fundist. ■ Er þrengt hafði ver- ið að kafbátnum, flugu Trac- ker-flugvélarnar yfir staðinn og vörpuðu niður æfinga- sprengjum. Þegar flugsýningu þessari var lokið, renndi einn af tund urspillunum þrem.ur upp að hlið flugvélaskipsins. Hafði orðið slys um borð í tundur- spillinum og maður meiðzt á auga. Var skotið línu út í tund urspillinn og hinn slasaði fluttur um borð í Wasp til læknisaðgerðar. Nokkru síðar stigu fslend- ingarnir um borð í eina af tveggja hreyfla flugvélum skipsins og þrjár þyrlur, sem fluttu þá til lands. Voru gest- ir sammála um að ferð þessi hefði verið mjög fróðleg og ánægjuleg. Bandaríska flotadeildin heldur nú heimleiðis, en und- anfarna fjóra mánuði hefur hún verið í kurteisisheimsókn í ýmsum löndum Evrópu. — Nei takk segir hinn nudd aði,ég drekk aldrei óblandað. Úr háfjallasólinni bíður Jón as viðskiptavinunum „at fara í bað og hvíla sik eftir þat“, eins og Styrr berserkjunum. Viðskiptavinurinn er vafinn í teppi og sofnar vært, því að „þeir verða máttlausir mjök, er af þeim gengr berserks- gangurinn”. Helzti munurinn á meðhöndl- un Jónasar og Víga-Styrrs á baðgestum sínum er sá, að Styrr hjó þá, en Jónas kveður með glensi því, sem hann er þekktur fyrir. Og þegar þeir hafa greitt fyrir „viðgerðina". ganga þeir sem nýir menn út á Kvisthagann. ^ , J.R. * Tvísýn skákkeppni Reykjavikur ag Akureyrar 20 MANNA sveit frá Taflfélagi Reykjavíkur tefldi sunnudaginn 3. júní við sveit úr Taflfélagi Ak ureyrar. Leikar fóru þannig, eft ir tvísýna og fjöruga keppni, að sveit Taflfélags Reykjavxkur vann með IOV2 vinning gegn 9 Va. Um kvöldið sátu sveitirnar mat arveizlu hjá bæjarstjórn Akur- eyrar á Hótel Varðborg. Þetta var mjög ánægjuleg ferð. Úrslit: Reykjavík: Akureyri: Bjöm Þorsteinss. Vt Júlíus Bogas. V, Jónas Þorvaiciss. 1 óótuum Snorra* 0 Jón Kristinsson 1 Halldór Jónss. 0 Bragi Kristjánss. 1 Jón Ingimarss. O Jóliann Sigurjónss. 1 Anton Söivas. 0 Hiimar Viggóss. 0 M. Steingrímss. 1 Þorsteinn Skúlas. 0 Ólaíur Kristj.s. I Sturla Péturss. 1 Albert Siguróss. O Bragi Björnss. Vx Hjörl. HaHdórss. '/* Bjöm V. Þórðars. 1 Ingim. Friöf.s. O Harry Georgss. Vx Jón Björgvinss. Vt Jón Þóroddsson Vx Jón I>ór V* Óialur Bjömss. 0 Randver Karlss. 1 Jón P. Bmils Vx Ármann Búason Vz Geirl. Magnúss. Vx Priög. Sigurj.s. V* Egill Egilsson 0 Sig. Halidórsson I Pálrni Eyþórsson 0 Óli Gunnarsson 1 Þorst. Magnúss. Vx Maríus Tryggvas. V* Snorri Högnvaldss. 0 Jón E. Jónss. 1 Reykjavík 10‘/í — Akureyri 9Vi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.