Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 7. júní 1962 MORGUWBT, 4 Ð1Ð 23 44 stúlkur braut- skráðar úr kvennaskólanum KVBNNASKÓLANUM í Reykja vík var slitið 26. maí sl. að við- stöddum gestum, kennurum og nemendum. Var þetta 88. starfsár skólans, en kennsla hófst þar 1. okt. 1874. 225 námsmeyjar settust í skól- ann í haust, en 44 stúlkur braut- skráðust úr skólanum að þessu sinni. ! Forstöðukona skólans, frú Guð rún P. Helgadóttir, gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaárið og skýrði frá úrslitum vorprófa. Hæsta einkunn í bók- legum greinum á lokaprófi hlaut Elna Sigurðardóttir, námsmær í 4. bekk C., 9,55, og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið í skólanum á burtfararprófi. í 3. bekk hlaut Erla Þórarinsdóttir hæsta einkunn, 9,00, í 2. bekk Helga Guðmundsdóttir 9,11, og í 1. bekk Anna Halldórsdóttir, 9,13. Miðskólaprófi luku 28 stúlkur, 61 unglingaprófi og 61 prófi upp í annan bekk. Sýning á hannyrðum og teikningum námsmeyja var haldin 19. og 20. maí. f Þá minntist forstöðukona á minningargjöf, sem skólanum hafði borizt. Fimmtán ár voru liðin, frá því er frú Guðrún Steinsen brautskráðist frá skól- anum, og færðu foreldrar henn- ar, frú Kristensa og Vilhelm Steinsen bankaritari, Systrasjóði minningargjöf um hana. ' Frú Kristín Ólafsdóttir kennari var fulltrúi elzta árgangsins, sem mætti við skólauppsögn, en 65 ár eru liðin, síðan hún lauk námi í Kvennaskólanum. Rifjaði hún upp gamlar skólaendurminningar úr skóla frú Thoru Melsted, en aðeins tvær konur eru á lífi úr Cuðmundur fer á miðhálendið í ÁR er Hvítasunnudagur óvenju seint og af þeirri ástæðu efnir Guðmuhdur Jónasson til hvíta- sunnuferðar á Kjöl, tii að gefa fólki kost á að upplifa „nótt- lausa voraldar veröld“ á mið- hálendi íslands. Einnig fer hann að venju Snæfellsnesferð. í Kjalarferðinni verður gist 6 Hveravöllum, komið í Kerl- ingafjöll og Hvítárnes. í Snæ- íellsnesferðinni verður gist að Arnarstapa, báðar næturnar, en gengið á jökulinn og ekið að Hellissandi á hvítasunnudag og til Ólafsvíikur í heimleið á ann- an. árgangi frú Kristínar. Frú Krist- ín færði skóla sínum gjöf og ósk- aði honum allrar blessunar. Fyrir hönd Kvennaskóla- stúlkna, sem brautskráðust fyrir 50 árum, mælti frú Margrét Jóns- dóttir kennari. Færðu þær skól- anum hina nýju útgáfu af Passíu sálmunum, og frú Margrét mælti hvatningarorð tii ungu stúlkn- anna, sem voru að ljúka námi. Frú Sigríður Valgeirsdóttir mælti fyrir hönd þeirra, er braut- skráðust fyrir 25 árum, og færðu þær skólanum málverk að gjöf. Námsmeyjar, sem brautskráðust fyrir 10 árum færðu Systrasjóði gjöf, en úr þeim sjóði eru veittir styrkir til efnalítilla námsmeyja, og yngsti árgangurinn, 5 ára ár- gangurinn, færði skólanum einn- ig vinargjöf. Þakkaði forstöðukona eldri nemendum alla þá vinsemd og tryggð, sem þeir hefðu ávallt sýnt skóla sínum, og kvað skól- anum og hinum ungu námsmeyj- um mikinn styrk að vináttu þeirra. Þá fór fram verðlaunaafhend- ing. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Thoru Melsted hlutu Elna Sigurðardóttir, 4. bekk C., Jó- hanna Guðnadóttir, 4. bekk C., og Margrét Oddsdóttir, 4. bekk C. Verðiaun þessi eru veitt fyrir ágæta ástundun og glæsilegan árangur við bóklegt nám. Verð- laun fyrir beztu frammistöðu í fatasaumi voru veitt úr Verð- launasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Þau verðlaun hlaut Björg Guðmundsdóttir, 4. bekk Z. Verð laun úr Thomsenssjóði fyrir bezt an árangur £ útsaumi hlaut Jó- hanna Ingólfsdóttir, 2. bekk C. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund veitti námsmeyjum Kvennaskólans verðlaun. Var það fslendingasaga Jóns Jóhann- essonar veitt fyrir beztu ís- lenzku prófritgerðina. Ásrún Hauksdóttir, 4. bekk C., hlaut þau verðlaun. Þá gaf þýzka sendi ráðið verðlaun í skóiana fyrir góða frammistöðu í þýzkunámi. Þau verðlaun hlutu Elna Sigurð- ardóttir, 4 bekk C., Jóhanna Guðnadóttir, 4. bekk C., og Anna María Pálsdóttir, 3. bekk Z. Námsstyrkjum var úthlutað í lok skólaársins til efnalítilla námsmeyja, úr Systrasjóði 15.000 kr. og úr Styrktarsjóði hjónanna Páls og Thoru Melsted 2.000 kr. alls 17.000 kr. Að lokum þakkaði forstöðu- kona skólanefnd og kennurum ágætt samstarf á liðnum vetri og ávarpaði stúlkurnar, sem braut- skráðust, og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum. Nú er fyrsti laxinn að koma í búðirnar. Þennan sá ljósmynd- ari blaðsins, ól. K. Mag., í gær í Síid og fisk. En dýrt er Drottins orðið. Afgreiðslustúlkan sagði honum að kílóið kost- aði kr. 105, ef keypt væri í heilu lagi, en kr. 120 kg., ef keypt er í sneiðum. Hvort sem það liefur verið laxinn eða stúlkan, sem ljósmyndaranum leizt svona vel á, þá festi hann bæði á filmu, og hér er útkoman. E fnahagsabstob — Rábstefna / Moskvu Framh. af bls. 1. er eitt sinn voru opnir Comecon (Efnahagssamtökum kommún- istaríkjarma). Hafa kommúnistar lengi spáð hruni einkareksturs- ins í iðnaði Vestur-Evrópu. Þess í stað fer hann nú örar vaxandi en framleiðslan í Austur-Evrópu. Albanía ekki nefnd Talið er að ráðstefnunni í Moskvu muni ljúka með því að samþykkt verði áskorun til allra þjóða heims um að halda alþjóða viðskiptaráðstefnu. Er það hug- mynd, sem Krúsjeff forsætisráð- herra minntist fyrst á fyrir tíu dögum. Það hefur vakið athygli að í opinberri tilkynningu, sem gef- in var út í Moskvu í dag um ráð- stefnuna er sagt frá því að í henni taki þátt öll þau lönd, sem eru aðilar að Comecon samtök- unum. í tilkynningunni er ekki minnzt á Albaníu, sem er með- limur í Comecon, en var ekki boðið að taka þátt í ráðstefn- unni. — íþróttir Framihald af bls. 22. meiri tökum á leiknum er á leið og unnu verðskuldað. Ungverjaland—Argentína Ungverjar og Argentínu- menn skiptu stigum, en með þau úrslit eru bæði löndin ör- ugg í lokakeppnina. Argentínu- menn komu á óvart. Þeir léku sér að Ungverjum en er að marki dró voru þeir óöruggir. Ungverska vörnin var oft í hættu en stóð sig veL Það hamlaði sókn Ungverja, að Florian miðherji — einn bezti maður fiðsins — fékk hvíld vegna stórátaka næstu daga. Argentína verðskuldaði bæði stigin, en voru mjög óheppnir með tækifæri sín. Aðeins 5000 manns sáu leik- inn, sem var góður og spenn- andi. . Framh. af bls. 1. flutti þá breytingartillögu við frumvarp stjórnarinnar að öll aðstoð væri bönnuð við þau lönd þar sem kommúnismi eða Marx- ismi réði ríkjum. Var tillaga hans samþykkt með ofangreindum at- kvæðum. Með þessu er ekki ein- ungis banuað að veita kommún- istaríkjunum beina efnahagsað- stoð, heldur einnig að gefa þang- að eða selja umframframleiðslu landbúnaðarins. Harðast kemur þetta niður á matvælasendingum til Póllands og efnahagsaðstoð við Júgóslav- íu. Skömmu áður en gengið var til atkvæða las leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, Mike Mansfield upp- bréf frá Hvíta húsinu, en í því var sagt að ef breytingai tillagan yrði samþykkt væri fjandmönnum Bandaríkj- FERÐAFÉLAG fslands efnir til þriggja hvítasunnuferða gð þessu sinni. Verður farið á Snæ- fellsjökul, í Þórsmörk og Land- mannalaugar og lagt af stað í allar ferðirnar kl. 2 á laugar- dag og komið heim á mánudags- kvöld. Ferðafélagið gengur jafnan á Snæfellsjökul á hvítasunnunni, en nú verður sú nýbreytni í ferðaáætlun að gengið verður yfir jökulinn á hvítasunnudag og komið niður í ólafsvik. — Opið bréf til oddvitans í Hveragerði Hr. oddviti Teitur Eyjólfsson, Hveragerði. Nú, að kosningaJhríðinni lok- inni, finnst mér sem ég standi í nokkurri þakkarskuld við þig, fyrir „drengilega" baráttu, og þó einkum fyrir hina „glæsilegu“ mynd, er >ú brást upp fyrir okkur Hvergerðingum af þínu ,góða“ innræti, með „málefna“- flutningi þínum á annarri for- síðu blaðs þess, er >ú dreifðir um Hveragerði laugardagskvöld ið 26. maí sL Mér skilst að sú athöfn bendi til >ess að >ér sé ekki kunn 72. gr. stjórnarskrárinnar, né held- ur hafir þú nægilegan sikilning á vissum greinum hinna al- mennu hegningarlaga lands vors, þótt >ú á sínum tíma starf aðir að framkvæmd þeirra. Enda >ótt áðurnefnt blað >itt sé bæði nafnlaust, ritstjóra- og á'byrgðarmannslaust, og ekki sé á >ví sjáanlegt hvar það er prentað, er öllum Hvergerðing- um augljóst hver rit-„víkingur er þar á ferð. (Ef til vill staf ar þessi nafnafeluleikur at því, að „víkingurinn“ hafi fengið lan aða „Hansa-ritvélina“ og séu þess vegna ekki sjáanleg á papp írnum). Um leið og ég hér með sendi >ér þakkir mínar fyrir þessa glæsimynd þína, einkum þá drætti hennar er virðast tileink aðir minni persónu, vil ég biðja þig fyrir þakkir mínar til þeirra stuðningsmanna H-list- ans, sem vottuðu mér virðingu sína með því, að strika yfir ÞITT nafn á kjörseðlinum. Að lokum þetta: Eg trúi ekkí aðeins, heldur VEIT, að „Guð fyrirgefur þér, vegna þess að þú veizt ekki livað þú gerir". Hveragerði 5. júní 1962, Herbert Jónsson. anna gefið nýtt vopn í áróðurs- herferðinni Bréfið er ritað af MoGeorge Bundy, sérstökum ráðunaut Kennedys forseta og segir hann að hin takmarkaða aðstoð, sem unnt hefur verið að veita Júgóslavíu, hafi losað um tengsli landsins við Moskvuvald- ið. Verður gist fyrstu nóttina við Stapafell að venju, en bílarnir aka síðan fyrir jökulinn meðan fólkið gengur yfir og verður svo ekið frá Ólafsvík fyrir Bú- landshöfða að kvöldi hvíta- sunnudags og tjaldað í Grund- arfirði. í Þórsmerkurferðinni og Land mannalaugaferðinni verður gist í sæluhúsum félagsins. Verður efnt til gönguferða þar innfrá, m. a. gengið frá Landmanno • laugum í Brandsgil o. fl. Ekið verður fyrir Búlandshöfða í hvítasunnuferð F. I. á Snæ- fellsnes. Myndin er tekin er verið var að hreinsa aurskriðu af nýja Búlandshöfðaveginum í vor. F.Í. fer 3 hvífasunnaferðii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.