Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júní 1962 Þrdun og hlutverk S.H. í GÆR birti blaðið kafla úr ræðu Elísar Þorsteinssonar, form. Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, þar sem hann ræddi framleiðslu og sölu samtakanna. í þeim hluta ræðu Elíasar, sem hér birtist, fjallar hann um þróun og hlutverk samtakanna í fram- tíðinni. „25. febrúar s.l. voru 20 ár liðin frá stofnun Sölumiðstöðvar hrað frystihúsanna. í tilefni þess finnst mér tilhlýða að minnast nokkuð þessara tímamóta í sögu samtak- anna, og ræða um hlutverk þeirra óg þýðingu fyrir íslenzkan hraðfrystiiðnað með annars veg- ar tilliti til hins liðna og hins vegar til framtíðarinnar. Er hollt fyrir alla aðila að nokkuð sé rifjað upp hvað áunn- izt hefur þjóð vorri og frystihúsa mönnum til góðs í skjóli og undir forustu S H Árið 1942, stofnár S.H., voru það einkum viðhorfin til sölumál anna, sem knúðu á um það, að hraðfrystihúsaeigendur tækju höndum saman um stofnun félags skapar, sem tryggði hagsmuni þeirra og framgang í framleiðslu- og sölumálum. Stofnfundaraðilar S.H. voru fulltrúar 15 hraðfrysti- húsa úr öllum landsfjórðungum. Voru hús þessara manna lítil og ófullkomin á nútíma mæli- kvarða. Fyrsta heila starfsár S.H., árið 1943, voru flutt út á þess vegum 13.600 tonn af frosnum fiskflök- um að vexðmæti um 30 milljónir króna. Mikill vöxtur Á síðasta ári voru 58 hraðfrysti hús innan S.H. Útflutningsmagn þeirra var 61.969 tonn að verð- mæti 633 milljónir króna. Sýna þessar tölur mikinn vöxt, en þó var árið 1961 ekki hagstætt ár m. a. vegna framleiðslusamdrátt- ar, sem stafaði af verkföllum í Vestmannaeyjum yfir hávertíð- ina og við SV-land. Toppár S.H. til þessa var árið 1958, en á því ári voru framleidd 71.523 tonn. Um afkomu húsanna og grózku hraðfrystiiðnaðarins í skjóli sam takanna vítna bezt glæsileg og vel útbúin hraðfrystihús félags- manna um land allt, sem þúsund- ir landsmanna byggja afkomu sína á. Fyrir 1940 höfðu aðeins verið reist 12 hraðfrystihús. Á milli 1940 og 1950 voru reist 53 hraðfrystihús, 22 milli 1950 og 1960, eitt árið 1960 og eitt árið 1961. Af þessum 89 húsum voru árið 1961 58 innan S.H. í sameiginlegu átaki hafa frystihúsamenn innan S.H. gert meira en byggja upp eigin hrað- frystihús og samtök sín. f>eir hafa staðið saman um stofnun skipa- félags, sem hefur nú yfir að ráða þrem glæsilegum frystiskipum. Félag þetta tryggir þeim örugga þjónustu og skapar æskilega sam keppni við önnur innlend skipa- félög um flutning á hraðfrystum sjávarafurðum. f*á hafa frysti- húsamenn stofnað tryggingarfé- lag, reist vöruskemmu í Reykja- vík, komið á tækniþjónustu o. fl. öllum aðilum til hagsbóta. Stórfyrirtæki erlendis Þá er ónefnt hið merka og mikla átak, sem félagsmenn S.H. hafa látið ráðast í til að tryggja sér góðan og öruggan markað, sem er stofnun og uppbygging fiskstangaverksmiðjunnar í Nan- ticoke í Maryland í Bandaríkjun- um. Er hún sérstæður þáttur í atvinnusögu þjóðarinnar, sem mun halda á lofti heiðri þeirra manna innan S.H. sem tóku á sig byrðar og erfiðleika þessa upp- byggingastarfs. Verksmiðjan er með hinum stærstu í Bandaríkj- unum og starfa við framkvæmdir okkar þar um 400 manns. í Englandi hafa félagsmenn S.H. einnig hafið á síðustu árum uppbyggingastarf og stofnað eigin verksmiðju. 20 ár er ekki langur tími í sögu samtaka, svo ekki sé nefnt at- vinnusögu þjóðarinnar. Önnur innlend fyrirtæki sambærilegrar stærðar við S.H. eiga sér mun lengri sögu og hafa þar af leið- andi haft lengri tíma til upp- byggingar, en þrátt fyrir það hefur S.H. í því skipulagi, sem ákveðið var í stofnsamningi sam- takanna, tekist að lyfta Grettis- tökum á sínu sviði og hefur sam- tökunum til þessa tekist að mæta þeim kröfum, sem gerðar hafa verið. En nú má segja að samtökin og hraðfrystiiðnaður íslendinga standi á miklum tímamótum, sem krefjast þess ekki síður en árið 1942, að allir hraðfrystihúsamenn sérstaklega einkarekstursmenn, standi saman sem órofa heild, ef þeir og íslendingar vilja vernda eignaraðild sína yfir framleiðslu- tækjunum um ókomna framtíð. Ný þróun Ný þróun er að eiga sér stað í framleiðslu- og sölumálum hrað frystra afurða, þar sem fjármagn ið í heildarframkvæmdinni, en ekki í einstökum þáttum hennar, skiptir höfuðmáli. Fyrir hvern einstakan okkar hefur fjármagn- ið að sjálfsögðu ætíð haft mikla þýðingu og við, sem samtakaaðil- ar höfum leitast- við að full- nægja sameiginlegri fjármagns- þörf vegna nauðsynlegs sölu- starfs og lágmarksfjárfestingar, en vegna ytri þróunar stöndum við á þrepskiídi nýs tíma, sem kallar á samtakamátt til útveg- Elías Þorstcinsson unar og tryggingar á sameigin- legri fjármagnsþörf vegna mark- aðsframkvæmdar og enn frekari uppbyggingar iðnaðarins, ef við eigum að geta fylgst með þróun og kröfum tímans. í skjóli samtaka stöndum við sterkar gagnvart utanaðkomandi aðilum, ekki hvað sízt fjármagns- sterkum erlendum aðilum, sem hafa á undanförnum mánuðum verið að teygja sig inn í hrað- frystiiðnað nágrannalandanna. Vil ég í þessu sambandi geta tveggja atriða í þessari þróun, sem gott er fyrir frystihúsamenn að hafa vel í huga. í byrjun maí þ. á. átti sér stað atburður, sem vakti mikinn óróa meðal þeirra. sem stunda fram- leiðslu- og sölu frystra afurða í Evrópu. Hið stóra og heims- kunna súkkulaðiframleiðslufyrir tæki „Nestle“ stóð að stofnun nýs fjármagnssterks fyrirtækis „Findus International" A/S, sem yfirtekur allar eignir gömlu Findussamsteypunnar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Englandi og öðrum löndum. Hlutafé hins nýja fyrirtækis er um 1.750 milljónir króna, þar af ',,Nestle“ 80%, en hinir gömlu eigendur Findus að- eins 20%. Yfirtaka þessa alþjóða- fyrirtækis á eignum gömlu Find- ussamsteypunnar þ. á. m. í Noregi á „Freia“, sem á stórt hraðfrystihús í Hammerfest, og hraðfrystifyrirtækinu „Jalco“ í Danmörku, er að vísu háð sam- þykki stjórnarvalda viðkomandi landa, en horfur virðast vera á að það verði veitt. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir okkur, kann einhver að spyrja? Hundruð milljóna fjárfesting Þessari spurningu er hægt að svara í ljósi þeirra forsenda, sem forráðamenn norska fyrirtækis- ins „Freia“ gefa um gjörðir sínar í þessum efnum, en þeir segja, að hin mikla útþennsla, sem bú- ist er við að verði í framleiðslu- og sölu hraðfrystra afurða á næstu tíu árum krefjist fjárfest- ingar sem nemur fleiri hundruð- um milljóna króna. Treysta þeir sér ekki til að fylgja þróuninni á annan hátt, en að ganga inn í stóra alþjóðlega samsteypu, sem hefur yfir að ráða miklu fjármagni og sterku dreifingar- kerfi. Með Findus International A/S fyrirkomulaginu afsala norskir, sænskir og danskir fram leiðendur sér meirihlutavaldinu í fyrirtækjum sínum og samtök- um fyrir dreifingaraðstöðu. Norskir útvegsmenn eru mjög uggandi yfir þessari þróun, enda hefur hún sett önnur öfl í fisk- iðnaði og sjávarútvegi Norður- og Vestur-Evrópu í gang, sem vilja tryggja hagsmuni sína í væntanlega harðnandi sam- keppni uin Vestur-Evrópumark- aðinn. Meðal þessara aðila er dótturfyrirtæki Unilever, fyrir- tækið „Birds-Eye“. En norskar fregnir herma, að sendimenn þessa fyrirtækis hafi fyrir skömmu verið í Noregi til að kanna möguleika hjá viðkomandi aðilum, þar um að Birds-Eye kæmi sér upp hraðfrysti- og • Þerriblaðsvísur II Fyrir nokkru birtum við hér í dálkunum nokkurs kon- ar „framhald" af þerriblaðs- vísum Hannesar. Ungur mað- ur, vinur Jóns Eyþórssonar, stældi einu sinni endur fyrir löngu að gamni sínu ýmis skáld, og birtum við vísurnar svo að menn geti spreytt sig á að geta upp á eftir hvern þær væru. Við höfum þvx miður ekki getað fengið neinn til að kveða úrskurð umhvaða skáld sé stælt hverju sinni, en nokkrar uppástungur höfum við fengið. Hér virtum við t.d. ágizkun Guðjóns E. Jónssonar, sem líka sendi okkur lausn á getrauninni um vísur Hannes- ar og hafði þá allar vísur rétt- ar. — Lesendur verða svo sjálfir að skera úr hver fyrir sig eða senda okkur bréf og ræða málið. 1. vísa Eggert ólafsson 2. — Páll Ólafsson 3. — Sveinbjörn Egilsson 4. __ Björn Gunnlaugsson 5. __ Jón Thoroddsen 6. — Kristján Jónsson, Fjallaskáld 7. — Steph. G. Stephansson 8. — Hannes Blöndal 9. — Páll Jónsson Árdal 10. — Guðm. G ndsson, skólaskáld 11. — Guðm. Magnússon — Jón Trausti 12. — Guðmundur Friðjóns- son vinnsluaðstöðu á Vardö-svæðinu og yrði væntanlegt frystihús svip aðrar stærðar og Findus-húsið í Hammerfest. Lauslega er áætlað að framkvæmdin muni kosta 240 —300 milljónir kr„ og að vinnslu stöðin muni þarfnast milli 260— 300.000 tonna af hráefni á ári. Hér heima deilum við um smá atriði í framkvæmd mála, sem auðveldlega er unnt að kippa í lag með samtaka átaki og góð- vild, ef vilji er fyrir hendi, á sama tíma, sem keppinautar okkar eru að undirbúa sig undir framtíðina og harða samkeppni. Þjóðirnar eru að renna saman í stórar markaðsheildir. Ný við- horf og nýr tími blasir við. Framleiðsluþátturinn í mestri hættu Við verðum að vera r^iðubúnir að mæta nýjum aðstæðum og gera okkur grein fyrir möguleik- um okkar og takmörkunum. Okkur stafar öllum mikil hætta af þessari þróun, ef við höfum ekki þroska og skilning til að standa saman í endurskipulögð- um samtökum, sem gerir okkur enn hæfari til stórra átaka fyrir hvern einstakan og heildina. 1 dag er enn meiri nauðsyn fyrir samheldni og samstöðu þeirra aðila, sem standa að S.H, Formaður stjórnar norsku sam takanna „Norsk Frossenfisk A/L (Frionor) Anders Frihagen, for- stjóri, var fyrir skömmu spurður að því í blaðaviðtali, hvaða þátt- ur sjávarútvegsins gæti lent I mestri hættu, ef Noregur gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Ev- rópu. Svar hans var svohljóð- andi. „Mín skoðun er sú, að fram- leiðsluþátturinn verði í mestri hættu. Ef rétturinn til að stofna fyrirtæki í Noregi verður gefinn frjáls geta fiskframleiðslufyrir- tækin norsku orðið stóru erlendu matvælahringunum að bráð, ef þeir steypa sér út í samkeppnina. En norskii hraðfrystihúsamenn munu vonandi gæta þess að vemda sína hagsmuni með betra samstarfi'*. Þetta voru ummæli stjórnar- formanns Fi'ionor þann 5. apríl s.l. Mánuði síðar gerði Nestle tilraun til að taka yfir stærsta hraðfrystihús Norðmanna í krafti fjármagns og markaðsaðstöðu, svo sem fyrr er frá skýrt. Framh. á bls. 21. 13. — Jónas Guðlaugsson (fleiri tillögur hafa komið um Jóhann Gunnar, og bréfritari er ekki viss um sína tilgátu) 14. — Sigurður Júl. Jóhann- esson 15. — Þorsteinn Gíslason 16. — Bjarni Jónsson frá Vogi 17. — (Bréfritari hefur eng- ar tillögur, en aðrir hafa látið sér detta í hug Fál Ólafsson) 18. ___ Sigurður Sigurðsson frá ArnarhoU' Vonum við svo að ljóðafólk hafi haft gaman af að spreyta sig á að finna höfundinn, þó ekki sé stælingin e. t. v. önn- ur eins snilld og vísur Hann- esar. • Vegaskiltin skemmd Vegfarandi einn kom að máli við Velvakanda og lét I ljós undrun sína yfir því að ennþá skuli það sjást að vega- skilti séu skemmd eða skotið í þau. Vegaskilti þau, sem komið hefur verið upp með- fram vegum eru mjög dýr, en talið að þau forði slysum á vegunum. Þessvegna er furðu- legt að enn skuli vera til fólk; sem beinlínis reynir að stuðla að slysi með því að skemma þau, og ætti að vera tekið hart á ef til slíkra óþokka sést.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.