Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1962, Blaðsíða 1
I 40 slður Matvælaskortur í A-Þýzkalandi Bandarisku herskipin, sem hér voru í heimsókn, fóru frá Reykjavík í gærmorgun. Nokkrum Islendingum var hoðið að sigia með og fylgjast með flotaæfingum utan landhelgi í- gær. — Undruðust íslenzku gestirnir mjög leikni bandarisku flugmannanna og sést á meðfylgjandi mynd þegar einn þeirra er að lenda Grumman 52F Tracker flugvél sinni á flugbraut flugvéla- skipsins „Wasp“. — Frásögn og myndir frá ferð Isiendinganna er á blaðsiðu 10. Efnahagsráðstefna í Moskvu Alboníu ekki boðin þátttokn Moskvu, 6. júní (AP-NTB) f DAG hófst í Moskvu efnahags- ráðstefna sjö kommúnistaríkja ÍMa MAUkMl Hoxa vinnur VÍN, «. júní. (AP) — A sunnudag fóru fram þing- kosningar í Albaníu og voru 'kosnir 214 frambjóðendur kommúnista með 99,99% at kvæða. Ekki voru aðrir í framboði. Hafa flokksmenn, ;Hoxa einræðisherra bætt við sig atkvæðum, því við kosn- ingarnar 1958 hlutu þeir aðeins 99,97%. Kosningabaráttan í Alban- ’ iu einkenndist af árásarræð- um á Vesturveldin og gagn-' rýni á Sovétríkin fyrir frá- vik frá Marx-Lenin-isma. i Útvarpið í Tirana segir að allsstaðar hafi Albanir ilykkzt til kjörstaðanna í ■ ildlegum guðmóði föður- andsástar. Ekki hefur verið , ilkynnt um nýja stjórnar- nyndun og ekki búizt við nikilvægum breytingum. Austur-Evrópu, þ. e. allra komm- únistaríkjanna nema Albaníu, sem ekki var boðin þátttaka. — Hafa Albanir mótmælt og segj- ast þeir 'vera óbundnir þeim á- kvörðunum og samþykktum, sem gerðar verða á ráðstefnunni. Ráð stefnan cr haldin fyrir luktum dyrum og dagskrá hennar hefur ekki veri'ð birt. En vitað er að helztu málin sem rædd verða, eru vandamál landbúnaðarins í kommúnistaríkjunum og vax- andi gengi Efnahagsbandalags Evrópu, sem er kommúnistum þyrnir í augum. Ráðstefnuna sitja forsætisráð- herrar og flokksforingjar Evrópu ríkjanna sjö, en Kína og Mongól- ía hafa sent þangað áheyrnar- fulltrúa. Utanríkisráðherrar sitja ekki fundina og bendir það til þess að utanríkismál verði lítið rædd. Ræða Krúsjeffs Á fundi ráðstefnunnar í dag flutti Krúsjeff forsætisráðherra ræðu og samkvæmt áreiðanleg- um heimildum á hann að hafa lagt þar fram ákveðnar tillögur til lausnar á efnahagsvandamál- um kommúnistaríkjanna. Segja heimildir þessar að ræða Krúsj- Efnahagsaðstoð við kommúnista- ríkin stöðvuð Washington, 8. júní. (AP) ' ÖLDUNGADEILD Banda- ríkjaþings fclldi í -dag að verða við tilmæluni frá Hvíta húsinu og samþykkti með 57 atkvæðum gegn 21, að stöðva alla efnahagsað- stoð við hvert það ríki er iýtur stjórn kommúnista. Til umræðu var frumvarp til laga um 4.662.000.000,— fjárveit- ingu til efnahagsaðstoðar við er- lend ríki. Frank J. Lausche þing maður demókrata frá Ohioríki Vramhald á bls. 23. effs hafi verið nokkurs konar greinargerð um efnahagsástanad- ið í Austur-Evrópu. Gerði hann ítarlega grein fyrir öllum þeim vandamálum, sem hindra sam- eiginlega þróun í löndunum og til hvaða gagnráðstafana mætti grípa til að mæta áhrifum af stofnun efnahagsbandalaga í Vest ur-Evrópu. Eitt mesta vandamál komm- únistaríkjanna er vöxtur Efna- hagsbandalagsins, sem er nú far- inn að segja til sín á mörkuðum, Framhald á bls. 23. Berlín, 6. júní (AP). KOMMÚNISTAYFIRVÖLDIN í Austur Þýzkalandi viðurkenndu opinberlega í dag að alvarlegur matvælaskortur ríkti þar í landi. Skoraði dagblaðið Neues Deutschland, málgagn kommún- istaflokksins, á bændur að gera sameiginlegt átak til að auka mjólkur og kjötframleiðsluna, því að í mörgum héruðum hefði ekki tekizt að halda framleiðslu áætlun rikisstjórnarinnar. Blaðið birti þessa áskorun á forsíðu í dag, einmitt þegar er að hefjast í Moskvu „toppfund- ur“ kommúnistaríkjanna um efnahagsmál. Tekur blaðið sem dæmi héraðið Kral Marx Stadt, en þar var 1 áætlun stjórnarinn- ar gert ráð fyrir að mjólkur framleiðslan næmi hálfum lítra á íbúa á dag. Segir blaðið að framleiðslan hafi aðeins numið 86,8% af áætluðu magni. Sama máli gegni um héruðin Erfurt, Halle, Magdeburg og Dresden. Kjötframleiðslan náði ekki á- ætluðu magni í héruðunum Frankfurt-ander-Oder, Leipzig Potsdam, Cottbus og Neubrand- enburg. ■Ekki koma þessar upplýsingar húsmæðrum í Austur Þýzka- landi á óvænt, því þær verða dag lega að taka sér stöðu í löngum biðröðum við matvælaverzlanir um land allt. Dagblaðið Der Abend í Vestur Berlín segir að matarskorturinn sé hörmulegur og að varla sé næg mjólk handa ungbörnum. Þá segir blaðið að mikið af þeim Útlit fyrir síldveiöi við segir Finn Devol ÚTLIT er fyrir mikla síld- veiði við Island, ef veður og sjór verður hagstætt, sagði Finn Devold, forstöðumaður norsku hafrannsóknanna í viðtali við fréttamann Mbl. í Osló í gær. Það er mest 12 ára síid af stærstu gerð sem ræður úrslitum við Norður- ísland og árangurinn frá 1950 er mjög góður. Devold kvaðst ekki geta látið hafa eftir sér neitt um önnur skilyrði til síldveiða í sumar, en benti á að 11. júní rnundu skip, sem nú eru að rannsóknum á fslandsmiðum, þar á meðal Ægir og Johan Hjort samræma atíhuganir sín ar og mundi það væntanlega gefa meiri bendingu um horfurnar. Sennilega taka nú fleiri norskir bátar þátt í veiðun- um við ísland en nokkru sinni fyrr, en engir eru farn ir af stað enn. matvælum, sem í verzlunum fást, séu mjög léleg að gæðum. Opinber upplýsingaþjónusta, sem nefnist Information Bureau West, telur sig hafa nánari upp- lýsingar um matvælaástandið í Austur Þýzkalandi. Segir IBW að í marzlok s.l. hafi verið 1,4 millj. færri svín í Austur Þýzka landi en í deseraber í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 1961 hafi smjörframleiðslan nurn ið 38 þúsund lestum, en á sama tíma í ár 32 þúsund lestum. Mjólk urframleiðslan fyrstu þrjá mán- uðina í fyrra var 1244 þúsund lestir, en á sama tíma í ár 1999 þúsund lestir. IBW segir að slæmt veðurfar eigi nokkra sök á þessum sam- drætti í framleiðslunni, en þar sé einnig um að kenna því að bændur hafa verið neyddir til starfa á samyrkjubúum. Leiddi þetta til mikils flótta bsénda og landlbúnaðarverkamanna til Vest- ur þýzkalands áður en múrinn var reistur í Berlín. Finn Devoid. Næsta ár vænta menn búri síldveiðar við Noreg en ver ið hefur síðan 1958, því 9 ára síldin ræður þar úrsiit- um og árgangurinn frá 1954 er sterkur, sagði Devold. ■Ma ■Ma Erlendar fréttir í stuttu máli Washington, 6. júní (AP) Bandaríkjamenn sprengdu litla kjarnorkusprengju neð- anjarðar á Nevadaauðninni i dag. Sprengjan var undir 20 kílótonn, þ. e. sprengjuorkan minni en í 20 þúsund lestum af TNT sprengiefni. Er þetta 36. sprengjan, sem sprengd er neðanjarðar í Nevada. Bonn, 6. júní (NTB) BRETAR og Vestur-Þjóð- verjar undirrituðu í dag samn ing, þar sem Þjóðverjar skuld binda sig til að kaupa hern- aðarvarning í Bretlandi fyrir 600 milljónir marka (um kr. 6.460 millj.) á ári næstu tvö ár. Varsjá, 6. júní (NTB) HÚSMÆÐUR í Póllandi ern nú teknar að hamstra mat- væli eftir verðhækkunina í Sovétríkjunum í fyrri viku. — Þúsundir húsmæðra stóðu í dag í biðröðum til að tryggja sér birgðir af mjölvöru, sykri, makaroni og kartöflum þar sem þær óttast að verðlag hækki fljótlega. Nýju Delhi, 6. júní (AP) NEHRU forsætisráðherra svar aði fyrirspurnum í indverska þinginu í dag. Þar sagði hann m. a. að hann teldi ekki hættu á allsherjarstyrjöld milli Ind- verja og Kínverja þrátt fyrir liðsafnað Kínverja á landa- mærunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.