Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Fréttir Fráfarandi bæjarstjóri á Húsavík: Fer vonandi að takast á við spennandi verkefni 33 V Grímsey: Oddvitinn endurkjör- inn DV, Akureyri: Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grimsey, hlaut flest atkvæði í kosningunum þar en kosningin var óhlutbundin. Þorlákur hlaut 34 at- kvæði en einnig voru kjörin í hreppsnefnd Ragnhildur Hjalta- dóttir með 26 atkvæði og Gylfi Gunnarsson með 13 atkvæöi. Stórsigur F-lista F-listinn í Eyjaflarðarsveit fékk 5 menn kjörna og E-listinn 2 en miklar mannabreytingar verða í sveitarstjórn. Þeir sem hlutu kosn- ingu eru Hólmgeir Karlsson, Reyn- ir Björgvinsson, Valdimar Gunn- arsson, Dýrleif Jónsdóttir, Arn- björg Jóhannsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir og Jón Jónsson. Hrísey Tveir listar voru í kjöri, H-listi, sem fékk 3 menn kjörna, og U-listi sem fékk tvo. Sveitarstjórnarmenn þar eru Narfi Björgvinsson, Krist- inn Árnason, Þórunn Amórsdóttir, Þorgeir Jónsson og Smári Thorarensen. Grýtubakkahreppur í Grýtubakkahreppi var óhlut- bundin kosning og hlutu eftirtaldir kosningu: Sigurður J. Ingólfsson, 121 atkvæði, Þórður Stefánsson, 119, Jenný Jóakimsdóttir, 105, Sveinn Sigtryggsson, 43, og Bene- dikt Sveinsson, 34. -gk Sandgerði: Hreinn meiri- hluti K-lista DV, Suðurnesjum: í Sandgerði var óbreytt staða frá síðustu kosningum. Þar nýtur K-list- inn mikils fylgis og er í hreinum meirihluta með 4 menn af 7. Á bak við þann lista standa óháðir borgarar og alþýðuflokksmenn. Sterkar líkur eru á því að núverandi bæjarstjóri, Sig- urður Valur Ásbjarnarson, muni halda áfram enda stendur enginn styr um hann. Ef tekið er mið af atkvæða- magni sem K-listinn fær er Sigurður afar traustur í sessi. „Þetta er heldur betri staða nú, miðað við atkvæðafjölda, en í síðustu kosningum. Fólk hefur verið sátt við það sem við höfum gert. Ég vil þakka Sandgerðingum fyrir góðan stuðning sem hvetur okkur enn til dáða,“ sagði Óskar Gunnarsson, oddviti K- listans í Sandgerðisbæ. -ÆMK Sami meiri- hluti áfram á Blönduósi? DV, Akureyri: Flest bendir til þess að meiri- hluti sjálfstæðismanna og H-lista vinstrimanna og óháðra á Blöndu- ósi sem setið hefur fjögur síðustu árin verði áfram við völd, en meirihlutinn hélt velli og fékk 5 bæjarfulltrúa kjörna af 7 sem kos- ið var um. „Það getur allt gerst í pólitík en ætli það megi ekki segja að það séu allar líkur á áframhaldandi samstarfi okkar og D-listans, meirihlutinn hélt velli og það er því ekki óeðlilegt að við tölum saman um framhaldið," segir Pét- ur Pétursson, oddviti H-listans, en í kosningabaráttunni lýstu oddvit- ar beggja listanna því yfir að meirihlutasamstarf þeirra hafl gengið vel á kjörtímabilinu. Nið- urstaða mun væntanlega fást varöandi nýjan meirihluta á morgun. -gk DV, Akureyri: „Ég veit ekki á þessari stundu hvað tekur við hjá mér en ég fer að líta í kringum mig eftir nýju starfi og vonandi líður ekki á löngu þar til ég fer aö takast á við spennandi verkefni," segir Einar Njálsson sem verið hefur bæjar- stjóri á Húsavík sl. átta ár. í kosningabaráttunni lýstu tals- menn Húsavíkurlistans því yfir að þeir myndu ekki endurráða Einar kæmust þeir til valda og þeir hafa ítrekað það eftir aö úrslitin lágu fyrir. Starf bæjarstjórans verður því auglýst laust til umsóknar á næstunni. „Auðvitað er það sérkennileg staða sem bæjarstjórar leggja sig í á fjögurra ára fresti en það er svo skrýtið, miðað við það öryggis- leysi sem fylgir þessu starfi, að það eru alltaf til nógu margir menn sem vilja taka þessi störf að sér. Sjálfur sé ég ekkert að því að breyta til núna, ég hef næga starfs- orku og mikla reynslu sem von- andi mun nýtast mér í nýju starfi,“ segir Einar Njálsson. -gk FjðrmagnstGhjur uian sMgiellslu GREINARGERÐ 1998 | furif hvGrJa er greinargerfiin? | Hverjir þuría ehhi afl sKila? Ýmis félög, sjóðir og stofnanir njóta und- anþágu frá almennri skattlagningu sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt, þ.e. þeim er hvorki gert að greiða tekjuskatt né eignarskatt. Þessi undanþága nær ekki til skatts á fjár- magnstekjur að því marki sem um er að ræða vaxtatekjur, arð og söluhagnað af hlutabréfum. Af þessum tekjum ber að greiða 10% tekjuskatt. Með vaxtatekjum er átt við vexti, verðbætur, afföll og gengishagnað. Hér er um að ræða fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, líknarfélög og önnur félög, stofnanir og sjóði sem ekki reka atvinnu og þá sem undanþegnir eru almennri skattlagningu samkvæmt sér- lögum. Skylda til að greiða skatt af áður- nefndum fjármagnstekjum nær til þeirra sem taldir eru upp í 2., 3., 5., 6. og 7. tölulið 4. gr. laga nr. 75/1981. Hafi félag/stofnun ekki aðrar fjármagns- tekjur en arð eða staðgreiðsluskyldar vaxtatekjur og hafi staðgreiðsla verið rétti- lega ákvörðuð og haldið eftir af þeim tekj- um, teljast það fullnaðarskil. Þarf þá ekki að skila greinargerð um fjármagnstekjur. | llvnijii Duifa ao sHila? Sé um að ræða gengishagnað eða vaxta- tekjur af kröfum í eigin innheimtu eða aðr- ar vaxtatekjur eða arð sem ekki hefur verið skilað staðgreiðslu af, ber að gera grein fyrir þeim á Greinargerð um fjármagnstekj- ur, RSK 1.07 og greiða 10% tekjuskatt af þeim tekjum eftir álagningu. Einnig ef um er að ræða hagnað af sölu hlutabréfa. | Hvenæi á afl sKila? Greinargerð um fjármagnstekjur RSK 1.07, skal skila til skattstjóra eða umboðs- manns hans í síðasta lagi 31. maí. Hægt er að sækja um viðbótarfrest til 22. júní. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skattstjórum og ríkisskattstjóra. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI RSK 01-98

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.