Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 I>'V onn Ummæli Ófrægingar- herferð og siðspilling „Það virðist vera þannig að þegar vinstri menn eru sakaðir um Qármála- óreiðu og stað- reyndir málsins eru kynntar þá heiti það ófræg- ingarherferð en þegar hægri menn lenda í því sama þá er það kallað siðspill- ing.“ Árni Sigfússon borgarfull- trúi, í Morgunblaðinu. Sólskinsloforðin „Við lofuðum meira sól- skini, sem hefur verið hér í bæ alveg síðan á kjördag, þannig að ég segi við alla sem heyra vilja að Diskólistinn sé strax byrjaður að efna kosn- ingaloforð.“ Ólafur Grétar Ragnarsson, nýkjörinn bæjarfulltrúi í Árborg. Sameiningin „Menn þurfa að rökstyðja hana miklu betur en gert hefur ver- ið. Hún selur sig ekki sjálfkrafa. Það er alveg greinilegt." Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður, um sameiginleg framboð, í Morgunblaðinu. Aftökur „Það gengur ekki að taka menn af lífi í Landsbankan- um í almennri umræðu einn daginn og banna næsta dag umræðu um fjármálasiðferði stjórnenda Reykjavíkurborg- ar.“ Magnús Óskarsson lög- fræðingur, í Morgunblað- Óvænt tíðindi „Það kemur mér á óvart að stjórnarandstað- an hér á Alþingi vilji fram- kvæma í einu og öllu það sem stendur í Morg- unblaðinu." Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra, á Alþingi. Kann ekki að tapa „Davíð Oddsson kann að vera ýmsum íþróttum búinn en ósigri kann hann ekki að taka.“ Guðmundur Andri Thors- son rithöfundur, í Degi. «►^1 Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Hafrannsóknastofnun var boðberi gleðilegra tíðinda fyrir þjóðarbúið þegar tilkynnt var um kvótaaukn- ingu á þorski upp á 32 þúsund tonn, kvótinn yrði 250 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Jakob Jakobsson er forstjóri Hafrannsóknastofnunar og var hann spurður um ástæðuna fyrir þessari aukningu: „Við höfum orðið varir við aukna þorskgengd á undanförnum mánuð- um og þegar við fórum í togararall- ið i mars gekk það mjög vel. í ljós kom mikil breyting í dreifingu þorsksins, til dæmis er miklu meira af þorski á norðurmiðum heldur en verið hefur í mörg ár sem stafar sennilega af miklum hlýindum í sjónum í fyrra.“ Jakob segir að líta þurfi til margra þátta þegar kvótinn er ákveðinn: „Við fáum gögn úr mörg- um áttum, það eru niðurstöður okk- ar úr stofnmælingum botnfiska, það sem við köllum togararall, við höf- um allar afladagbækur skipstjóra úr öllum flotanum, sem eru tölvuvædd- ar. Farið er f saumana á því hvern- ig gengið hefur hjá hverjum einasta skipstjóra á liðnu ári og síðan tök- um við fjöldann allan af sýnum úr afla þar sem fylgst er rækilega með árgöngum. Þannig eru það margir sem hafa komið nálægt málinu áður en ákvörðun er tekin.“ Jakob segir, aðspurður, að erfitt sé að segja til um hvert framhaldið verður: „Það sem okkur vantar er raunverulega sterkur árgangur. Við höfum verið að sjá miðlungs- og lé- lega árganga. í seiðaleiðangri 1997 mældist mikið af seiðum en að ári liðnu, í mars, kom ekki „Mér fannst kominn tími til að yngri stjórnandi tæki við stofnuninni. Ég verð 67 ára í sumar og hef fengið starf hjá stofnuninni sem sérfræðing- ur í uppsjávarfiskum og ætla að taka til við síldina. Má segja að þá verði ég kominn aftur að byrjuninni því ég byrjaði i síldarrannsóknum þegar ég hóf störf fyrir um það bil 46 árum og ég hlakka mikið til að taka til við síldina aftur. Auk þess gegni ég stöðu sem prófessor við Háskóla íslands svo það verður í nógu að snúast." Starf Jakobs tengist sjónum en hann er einnig mikill áhugamaður um landið okkar: „Landgræðsla og útivist er mikið áhugamál. Ég hef óskaplega gaman af að fara í gönguferðir og svo tók eiginkona min, Margrét E. Jónsdóttir, Qall í fóstur fyrir átta árum, þegar aðrir tóku flag í fóstur, og höf- um við hjónin verið að græða það upp á und- anfórnum árum. -HK eins mikið fram af eins árs fiski og seiðaniðurstöðurnar gáfu tilefni til þannig að talsverð óvissa ríkir um hve stór þessi árgangur verður. Ef hann verður eins og seiðarannsókn- irnar gefa tilefni til er von á veru- lega mikilli aukningu á kvóta upp úr aldamótum. Á meðan verður að nýta stofninn vel og meðan loðnan er svo mikil sem raun ber vitni þá virðist þorskurinn dafna.“ Maður dagsins Gagnrýni hefur komið fram á kvótann á grálúðuna: „Það er rétt, einhverjir vilja fá meiri kvóta á lúðuna. Það stafar sjálfsagt af því að fengist hefur ágætisafli á undan- förnum vikum af frekar smárri lúðu sem gæti bent til þess að einhver breyting sé að verða á stofninum. Okkur finnst langt gengið ef smáafla- hrota á að breyta öllum nið- urstöðum okkar sem sýna að grálúðan er í lægö, en að sjálfsögðu tökum við tillit til þess ef framhald verður á aflan um. Jakob er að hætta störfum sem forstjóri Hafrannsókna- stofnunar en hann er samt ekki að hætta störfum þar: Jakob Jakobsson. Klúbbur Listahátiðar er til húsa í nýuppgerðu Iðnó. Klúbbur Listahátíðar: Sagnaþulir frá Suður-Afríku í kvöld kl. 21 munu sagna- þulir frá Suður-Afríku segja sögur í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó. Sagnaþulirnir Thoko Chaane, Themba Mabaso, Mpapa Mokhoane, Mari- anna Brand og Farida Kar- #dia segja sögur en þau eru hér á landi í tengslum við Bókmenntasmiðju barna í Norræna húsinu. Þau eru á aldrinum 37 ára til 67 ára og hafa öll samið bækur fyrir börn og unglinga, sum einnig myndskreytt bækur sínar auk þess að koma fram sem sagnaþulir. Sagnaþulir segja frá á afar lifandi hátt. Sagan er nánast eins og leikið efni enda ligg- ur uppruni suður-afrísku leikhúshefðarinnar í frá- sögninni, sem sagt er frá blaðalaust, einn sagnaþulur- inn myndskreytir meira að segja sögur sínar um leið og hann segir frá og þannig er spunnið af fingrum fram. Aðgangur er ókeypis. Myndgátan Augnaskot Myndgátan hér að ofan lýsir orötaki KR-ingar ieika á heimavelli í kvöld. Hér eru þeir í leik gegn ÍA í fjórðungsúrslitum deiidarbikars- ins fyrr í vor. KR-Grindavík Búnar eru tvær umferðir í Úr- valsdeildinni í fótboltanum og er ekkert lið með fullt hús stiga en nokkur lið raða sér í efsta sætið með sigur og jafntefli, meðal þeirra liða eru KR og Grindvík- ingar sem munu leika í vestur- bænum í kvöld, er um að ræða fyrsta leikinn í þriðju umferð- inni. Má búast við spennandi leik þótt fyrirfram megi búast við að KR-ingar séu sigurstranglegri á sínum heimavelli. íþróttir Það verður mikið um að vera í 1. deildinni í kvöld en þar eru fyr- irhugaðir fjórir leikir í annarri umferð. Vikingur sem þegar hef- ur leikið tvo leiki er efst í deild- inni með fullt hús stiga. Á Akur- eyri leika Þór-FH, í Borgarnesi, Skallagrimur-HK, i Kópavogi, Breiðablik-Fylkir og í Garðabæ leika Stjarnan-KA. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Bridge Hér er spiladæmi sem orðið er 40 ára gamalt. Það birtist í „Bridge" tímariti Halls Símonarsonar og Agnars Jörgensens, fyrir nákvæm- lega 40 árum. Af og til birtust grein- ar um spilarann Jón Jónsson sem kunni ekki mikið fyrir sér í fræðun- um en hafði einstakt lag á að gera „mistök" á réttum tíma. Vestur var sagnhafi í 6 hjörtum en Jón Jónsson sat í suður. Útspil norðurs var lauf- áttan: 4 10986 «4 G52 4 G1043 4 83 4 ÁK542 44 Á8 ♦ 9862 * ÁK 4 G7 «4 K9 4 75 * DG97642 Blindur átti slaginn á kóng og sagnhafi spilaði næst hjartaásnum. Jón var eitthvað utan við sig og setti kónginn í ásinn. Hann byrjaði að skjálfa yfir mistökunum en sagn- hafl tók ekki eftir því, hann var svo upptekinn við spilið. Augljóst var að norður átti fjögur tromp og því varð einhvern veginn að reyna að finna vinning í spilinu með tilliti til þess. Eftir að hafa tekið tvo háslagi í tígli var spaða- drottningu spilað, síðan spaða á ás- inn og spaði trompaður. Nú var laufi spilað á ás- inn í blindum, spaði trompaður og nú virtist mögu- Hallur leiki sagnhafa byggj- símonarson. ast á því að norður ætti tígul eftir. Vinningurinn fælist þvi í að taka slag á tíguldrottning- una og spila síðan lágu trompi. En sagnhafi fékk vægt áfall þegar Jón trompaði tíguldrottninguna með hjartaníu. Vörninni var síðan tryggður einn slagur til viðbótar á tromp og borðleggjandi samningur fór einn niður, allt vegna þess að Jón var eitthvað utan við sig. ísak Örn Sigurðsson 4 D3 44 D107643 4 ÁKD * 105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.