Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Spurningin Lesendur Hefur þú áhuga á land- vernd? Jóhanna Guðmundsdóttir nemi: Já, ég vil að landið sé fallegt. Nanna Ævarsdóttir afgreiðslu- kona: Já, ég vil að náttúran sé vemduð. Ingunn Jónsdóttir: Já, auðvitað hef ég það. Aðalsteinn Herbertsson: Já, það má nú segja það. Hrönn Ingólfsdóttir aðferðafræð- ingur: Já, ég myndi vilja sjá fleiri skóga. Bryndís Jónsdóttir: Já, hafa það ekki flestir? Til hamingjU; R-listi! Sigurvegaranna bífiur það erfiöa hlutskipti afi efna gefin kosningaloforfi, segir Johann Gíslason. Jóhann Gíslason skrifar: Væntanlega er nú mesti kosningatitringurinn geng- inn yfir og flestir væntan- lega í óðaönn að jafna sig þó ekki sé að efa að einhverjir séu enn í sigurvímu og aðrir í sorg. Nú tekur væntanlega hin hversdagslega alvara við og sigurvegaranna bíður það erf- iða hlutskipti að efha gefin kosningaloforð sem verður væntanlega engum vand- kvæðum bundið, enda em samstilltar bakraddir sjálf- stæðismanna væntanlega þess albúnar að láta að sér kveða. Það fór reyndar svo eins og flestir bjuggust við og flest benti til að hinir „hóg- væru“ færu með sigur af hólmi enda vart byggjandi á draumkenndum loftköstul- um annarra framboða. Eftir sjónvcirpsþátt með öllum frambjóðendum í Rík- issjónvarpinu þann 22. þessa mánaðar velktist varla nokkur í vafa um hvar best væri að sá atkvæði sínu, alla vega var það vandalaus ákvörðun hvað varðaði húmanista og Launalista og var fátt í þeirra málflutningi sem athygli vakti nema ef vera kynni að þar voru miklir „húmoristar" á ferð. Og ósköp lítið fannst mér nú koma til hins talnaglaða manns sjálfstæðismanna og er greinilegt að 25.000 kr. dugðu ekki til að fá keypt- an borgarstjórastólinn og heldur ekki þótt foringinn mundaði múr- skeið af mikilli list ásamt því að koma fram í auglýsingum og tíunda þar ágæti sitt og sinna manna! Fátt var það sem vakti meiri at- hygli landsmanna í umliðinni kosn- ingarbaráttu en sá ósómi sem hrundiö var af stað af misvitrum mönnum til þess gerður að sverta og drepa mannorð tveggja af fram- bjóðendum R-listans. Sú aumkunarverða tilraun mis- tókst greinilega en eftir situr innra eðli þeirra er ósómanum komu af stað og við þá næringu verða þeir að búa er þátt tóku. I allri umræðunni fannst mér þó lítið fara fyrir þeim málaflokkum er snerta aldraða, öryrkja og húsnæð- islausa. Einhvern veginn fannst mér jafn- an frambjóðendur fara undan i flæmingi ef minnst var á þá mála- flokka þá sjaldan það var gert. Vonandi verðum við er enn til- heyrum þeim flokkum þó hafðir í huga sigurvegaranna nú við nýtt upphaf og verði svo þá hefur mitt atkvæði alla vega ekki fallið dautt. Til umhugsunar Magnús Magnússon skrifar: Ég er öflugri en allir herir heims- ins samanlagt. Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimsstyrjaldirnar. Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en öll flóð, storm- ar og fellibyljir samanlagt. Ég er slyngasti þjófur i heimi, ég stel þús- undum milljarða á hverju ári: Ég finn fórnarlömb meðal ríkra sem fá- tækra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra. Ég birtist í slíkri ógnar- mynd að ég varpa skugga á sér- hverja atvinnugrein. Ég er þrotlaus, lævís og óútreiknanlegur. Ég er alls staðar, á heimilum, á götunni, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, á hafinu og í loftinu: Ég orsaka sjúkdóma, fátækt og dauða: Ég gef ekkert og tek allt: Ér er versti óvinur þinn: Ég er alkóhól. Ég er eiturlyf. Árni Sigfússon er góður leiðtogi [L1Í1R!1E)Í\ þjónusta allan í síma 5000 i kl. 14 og 16 Bréfritara þykir mikill missir að Arna Sigfússyni. listanum. Hann hefði átt að hafa sig meira í frammi miðað við það. Hann virðist greinilega ekki hafa mikinn áhuga á því að vera á listan- um. Það ætti því ekki að íþyngja honum of mikið með því að veita honum forystuhlutverk. Ég tel að hann hafi eyðilagt mikið fyrir D- listanum. Inga Jóna hins vegar er röggsöm og ákveðin. Hún á fullt er- indi í oddvitastöðuna. Hún og Ámi vinna vel saman og vega upp á móti hinu. Þau geta bætt upp fyrir marga aðra á listanum. Það er óskandi að þau haldi áfram að vera þar. Ann- ars fmnst mér vanta fleira ungt og öflugt fólk á D-listann. Kjartan og Guðlaugur eru efnilegir en vantar meiri reynslu. Sjálfstæðiskonur mættu gjaman láta meira að sér kveða og þá sem einstaklingar. Rósa skrifar: í tilefni af kosningunum sem nú era nýafstaðnar, og vegna þeirra tíðinda að Ámi Sigfússon hyggist ekki leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum vil ég nota tæki- færið og þakka honum vel unnin störf. Ekki aðeins hefur prúðmann- leg framkoma hans verið honum til sóma heldur hefur hann sýnt mik- inn styrk í erfiðri kosningabaráttu og er mikill missir að honum. Mér finnst þó Vilhjálmur Þór ekki koma nógu vel út. Það bar ekki mikið á honum sem er ágætt út af fyrir sig en þó ekki þegar tekið er mið af því að hann er í öðru sæti á Hálendis- frumvarpið Stefnir hringdi: Varðandi hálendisfrum- varpið sé ég fyrir mér gjald- tökuskúra, girðingar og sjoppur úti um allt. Sam- kvæmt skoðanakönnun DV eru a.m.k. 70% þjóðarinnar andvíg frumvarpi félagsmála- ráðherra og þess vegna tel ég ástæðu til að íhuga þjóðarat- kvæðagreiðslu í þessu máli. Svikin kosninga- loforð? H.J. hringdi: Ég vildi bara láta í ljósi óá- nægju mína vegna kosning- anna. Ég tók mér frí yfir helg- ina og ætlaði að njóta kosn- inganna en þá kom þessi þokumóða og rigningarsuddi sem eyðilagði alla stemningu. Þetta gengur náttúrlega ekki en hvert á maður að snúa sér með svona kvartanir? Maður kemur alls staöar að lokuðum dyrum. Mér finnst þetta vera týpískt dæmi um það hvernig R-listinn er búinn að leika okkur. Enn um kosningar E.S. hringdi: Ég er ein af þeim sem neyttu kosningaréttar síns um helgina. Með fullri virð- ingu fyrir músavinum og öðru vinsamlegu fólki fannst mér kostirnir vera tveir. Ann- ars vegar R-listinn, en tals- maður hans hefur tamið sér að tala af hroka til allra kjós- enda, og hins vegar D- listinn, en forysta hans hefur kosið að hunsa kellingar. Forysta Sjálfstæðisflokksins ber alla sök á gengi flokksins í þess- um kosningum. Flokkurinn minnir einna helst á stirð- busalegan karlaklúbb sem höfðar lítt til hins almenna kjósanda. Ef Sjálfstæðisflokk- urinn heföi borið gæfu til að velja Ingu Jónu til að leiöa listann þá efa ég ekki að úr- slit kosninganna hefðu orðið Einfalt próf Jóna hringdi: Ég var aö lesa mjög áhuga- verða og góða grein eftir Hjálmar Árnason í DV í gær (25.5.).. í greininni talar hann um að hægt sé að taka svita- sýni til að kanna hvort ein- staklingur hafi neytt lyfja. Ég vil í því sambandi minnast á lyf eða réttara sagt vímuefna- próf sem ég veit til aö fæst í Lyfiu í Lágmúlanum. Það virkar eins og þungunarpróf (þvagprufa) og er mjög auð- velt í notkun. Það heitir HUMA DRUG dau test og mælir hvort leifar séu af hassi, marijúana eða am- fetamíni í líkamaniun. Stöð 2 betri Kistinn skrifar: Ég var einn hinna fiölmörgu sem settist fyrir framan sjónvarið að kvöldi kjördags. Það verð ég að segja, að miklu þótti mér Stöð 2 standa sig heldur en ríkissjónvarpið. Það sem ræður úrslitum er hve útsendingin er sveigjanleg- og svo vitaskuld hve mikið er í hana lagt. Sem sagt, Stöð 2 hafði betur í þetta sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.