Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Fréttir Paö veröur aö vera snyrtilegt í kringum kóng jafnt sem forsætisráöherra. Veöurblíöan var nýtt til þess aö slá garö Stjórnarráösins. DV-mynd Pjetur Meöhöndlun vörsluskattsmála mismunandi: Nauðasamningar ná yfir virðisaukaskatt - en ríkið semur aldrei um vörsluskattana DV leitaði eftir upplýsingum hjá tollstjóraembættinu um afgreiðslu virðisaukaskattsmála þar sem um er að ræða vanskil. Grétar Guðmunds- son, deildarstjóri I bókhaldsdeild, staðfesti við DV að embætti hans felldi slík vanskil undir nauðasamn- inga sem samþykktir eru af meiri- hluta lánadrottna. Eins og ffam kem- ur í viðtali DV við fanga á Litla- Hrauni var embættið ekki til viðræðu um samninga sem leitt gætu til lækk- unar á virðisaukaskattsskuld. Þannig virðist augljóst að þeir sem skulda mörgum aðOum þar sem fallist er á nauðasamninga fái þá afar sérstöku meðferð hjá embætti tollstjórans að vörslufé svo sem virðisaukaskattur fellur undir nauðasamningana og endurgreiðist aðeins að hluta. Mis- ferli með virðisaukaskatt Qokkast imdir þjófnað lögum samkvæmt og því er ekki annað að sjá en embætti tollstjóra afgreiði slík mál frekar fijálslega. Þannig virðast þeir sem aðeins skulda virðisaukaskatt ekki eiga neina undankomuleið ffá „skuld“ sinni. Ef aftur á móti er um að ræða syrpu af skuldum lætur embættið gott heita að fá sama hluta af vörsluskatt- inum og lánadrottnar samþykkja í nauðasamningum. Það er þó að sjá að ekki sé gefin út syndaaflausn til virð- isaukaskattsmanna heldur taki toll- stjóri það hlutfall sem fæst og eftir- stöðvunum sé sópað undir teppið og skuldarinn ekki lögsóttur fyrir afbrot sitt. Ástráður Karl Guðmundsson, deild- arstjóri hjá Tollstjóraembættinu, stað- festi í samtali við DV að þegar um væri að ræða samþykkta nauðasamn- inga þá féhist embættið á að fá sömu upphæð og aðrir aðilar samninganna. Hann sagði þetta lögum samkvæmt en það væri alveg skýrt að ríkið stæði aldrei að slíkum samningi þegar um væri að ræða vanskil á vörsluskött- um. Þannig væri nauðasamningur aldrei samþykktur í slíkum tilvikum nema fyrir tilstilli annarra. Vaskurinn afskrifaður Þegar staðið hefur verið við nauða- samning sem lækkar virðisaukaskatt þá eru mál afskrifuð hjá embættinu og þau send til skattrannsóknastjóra. Samkvæmt heimildum DV grípur það embætti ekki til frekari aðgerða nema um sé að ræða upphæðir sem eru yfir eina milljón krónur. Smærri mál ein- faldlega fara ofan í skúffu og gleym- ast. í stærri málunum eru menn rukk- aðir og þá eru mörg tilfelli þar sem menn greiða allan vörsluskattinn til að fá ekki á sig ákæru. Það mun vera túlkun ákæruvaldsins að mál falli niður ef greitt er áður en til ákæru kemur og þannig hafi ekki hlotist skaði af fyrir ríkissjóð. Mýmörg smærri vörsluskattamál fara fyrir ríkisskattstjóra og fæst þeirra fara til ríkissaksóknara. Eftir stendur að þrátt fyrir að vanskil á vörslufé sé að lögum skilgreint sem þjófnaður þá eru tilvik þar sem hægt er að komast hjá endurgreiðslu á stærstum hluta. Það veltur á því að margir stórir lána- drottnar samþykki niðrníellingu skulda og þannig neyði ríkið til að semja um það sama. Sá sem aðeins skuldar vörsluskatt og óskar eftir nið- urfellingu að hluta á enga von enda sekur um þjófnað á fjármunum sem klárlega tilheyra ríkissjóði. Dómar hafa fallið þar sem misferli með vörsluskatta er skilgreint sem fjár- dráttur. Borgi sá sem slíka iðju stund- ar mun leið hans liggja i fangelsi þar sem hann verður að sitja af sér. -rt Borgarstjóri Miðað við sérkennilega þróun mála undanfarin misseri ætti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að vera nýkjörinn borgarstjóri í Kjalarvík. Þá er tillit tekið til þess að nýlega voru samein- uð sveitarfélögin tvö, Reykjavík og Kjalames. Á flestum stöðum þar sem sveitarfélög hafa verið sameinuð kemur upp dæmalaust nafharugl. Þvi má furðulegt teljast að höfuðborgin skuli enn halda nafni sínu eftir sam- einingu við fólk og land á Kjalamesi. Kjalnesingar kunna að vera svona hógværir eða stærð Reykjavíkur svo yfirþyrmandi í samanburði við sveit- arfélagið undir Esjunni. Einhverra hluta vegna sluppu Reykvíkingar með skrekkinn. Ella heföu menn á Vesturgötu eða Laugavegi vart ratað heim. Ýmis ævintýramennska í nafhgift- um sveitarfélaga hefur litið dagsins ljós. Flestir rötuðu í Borgames enda merkti einn dáðasti sonur staðarins, Halldór E. Sigurðsson, þáverandi samgönguráðherra, allar leiðir þang- að. Borgames hvarf hins vegar af landakortinu við það að nokkrir hreppar gengu í samlag með kaupstaönum. Borgarbyggð tók við. Miðpunktur Austurlands, Egilsstaðir, er að hverfa og við tekur Austur-Hérað eða eitthvað í þeim dúr. Sá gamli og góði útgerðarstaður, Pat- reksfjörður og nærsveitir, breyttist í Vestur- byggð. Keflavík og grennd voru nafnlaus lengi vel. Upphaflega var talað um Suðurnesjabæ en það breyttist siðan í Reykjanesbæ. Fleiri eru nafnlausir. Svo er til dæmis með þá mætu Austfírðinga á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupstað. Vilji mun fyrir því að kalla það sameinaða sveitarfélag Austurríki. Jafngott verð- ur þá að ruglast ekki á flugvélum i framtiðinni ætli menn sér í skíðaferðalag til Evrópu. Eins má láta sér detta í hug að kalla sveitarfélagið Noreg með hliðsjón af því að Norðfjörður er þar burða- rás. Þá hafa Eyflrðingar og aðrir landar beðið ör- laga Dalvíkur. Tvö smærri sveitarfélög samein- uðust kaupstaðnum. Ágæt tillaga kom fram um að nefna sveitarfélagið Dalvíkurbæ líkt og Isfirð- ingar gerðu snyrtilega þegar Flateyri, Þingeyri og fleiri þorp sameinuðust ísafirði í Isafjarðarbæ. Nei, það var of mikil bjartsýni. Málsnillingar slengdu öllu draslinu saman og nú heitir Dalvík og nágrenni Árdalsvík. Sameiningin heldur áfram. Reykvíkingar náðu naumlega að halda nafninu þá er borgin náði sér í land á Kjalarnesi. Fari svo að stærri sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu sameinist Reykjavík hverfur væntanlega nafn borgarinnar, ef miða á við reynslu undanfarinna missera. Þá kemur sterklega til greina, auk Kjalarvíkur, höfuðborg- amafnið Seltjamarnesbyggð eða Kópavík. Verði Hafnarfjörður með er kannski einfaldast að nefna höfuðborgina Höfn. Með tilliti til þess að höfuðborgarsvæðið er helsta viðskiptasvæði landsins mætti ganga alla leið og nefna höfuð- borg íslands hreinlega Kaupmannahöfn. Þá geta íbúar landsins valið sér búsetu hvort sem er í Austurríki eða Kaupmannahöfn. Dagfari Stuttar fréttir r>v Tryggvaskáli Tryggvaskáli við enda Ölfusár- brúar á Selfossi verður endur- byggður í sumar. Skálinn var upp- haflega byggður sem skýli fýrir iðnaðarmenn sem unnu við fýrri Ölfusárbrúna. Skálinn er kenndur við Tryggva Gunnarsson, sem var byggingarmeistari brúarinnar. Styrkir íslandsbanka Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ís- landsbanka, hef- m' úthlutað sex árlegum 150 þús- und kr. náms- styrkjum bank- ans og einum 200 þús. kr. athafna- styrk. Athafnastyrkinn hlaut Gísli Reynisson fyrir tæknibúnað til að reikna út hagkvæmustu afurða- samsetningu i fiskveiðum. Grásleppuveiöi Mun færri trillukarlar veiða grá- sleppu á þessu vori en í fyrra. Verð á hrognum er lágt og leyft er að veiða um helmingi minna. Heildar- magn af hrognum verður um sjö þúsund tunnur á vertíðinni nú en var 13.400 tunnur í fyrra. Dagur sagðifrá. Hafnarkráin á fullu Hin umdeilda Hafnarkrá í Hafn- arstræti í Reykjavík hefúr fengið fúllt vínveitingaleyfi á ný með skil- yrðum um bættan aðbúnað sem borgaryfirvöld og lögregla hafa sett. Betri afkoma Verð á varan- legum þorskkvóta er nú mn 800 kr. kílóið. Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður segir að hækkandi verð á kvóta ráðist ekki af fr amboði og eftirspum held- ur af góðum og batnandi hag út- gerðarinnar í landinu. Smábátum fjölgar Smábátum hefúr fjölgað mjög á Bolungarvík. Tíu nýir hafa bæst I flotann auk tveggja sem komið hafa í stað eldri báta. Með bátunum hef- ur komið um 500 tonna kvóti til Bolungarvíkur. Vikublaöið Vestri segir frá. Erfiður rekstur Rekstur Mjólkursamlags ísfirö- inga var erfiður á síðasta rekstrar- ári og umtalsvert tap er að mestu að rekja til afskrifaðra viðskipta- skulda upp á 6 milljónir króna. Vikublaðið Vestri segir frá. Suðurlandsskógar Fyrstu plöntur undir merkjum Suðurlandsskóga hafa verið gróð- ursettar í Skálholti. Suðurlands- skógar eru 40 ára verkefhi. Rækta á skóga og skjólbelti á 35-40 þúsund hekturum lands í Ámessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafells- sýslu. Dagskráin á Selfossi sagöi frá. Böðvar áminntur Dómsmálaráð- herra hefúr áminnt Böðvar Bragason, lög- reglustjóra í Reykjavik, vegna hvarfs fikniefha sem voru í vörslu lögreglunnar og beitingu sekta fyrir umferðarlagabrot. Böðvar mun sætta sig við áminninguna að sögn RÚV. Hringla innkölluð LEGO-leikfangaframleiðslufýrir- tækið í Danmörku hefúr innkallað 600-700 þúsund smábamahringlur frá bæði neytendum, smásölum og heildsölum vegna hættu á að smá- böm geti stungið þeim ofan í háls- inn og kafnaö. Hringlan nefiiist LEGO PRIMO Ladybird. Tilkynn- ing um málið hefur borist Löggild- ingarstofúnni frá dönsku neytenda- stofhuninni. Slitnað upp úr I gær slitnaði upp úr viðræðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í ísafiarðar- bæ. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.