Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 32
V I K I N G A WFli # a$vtnnJa 1 æ ^yrtr kt i LÍcjsj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ1998 Lindarhneykslið: Fullur trúnað- arbrestur jmilli þings og ráðherra - segir Ásta Ragnheiður „Það er augljóslega fullur trúnaðar- brestur I þessu máli milli ráðherrans og Alþingis. Hann ber því við að Al- þingi hefði átt að bregðast við þar sem það hefði kosið bankaráðið. Hvemig í ósköpunum átti það að gerast þegar ráðherrann liggur á upplýsingunum," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður sem spurði Finn Ing- ólfsson viðskiptaráðherra um málefni Lindar vorið 1996 eða fyrir tveimur ámm en fékk endanlegt svar í gær. í svari ráðherrans kom fram að hann '•þekkti ekki nægilega vel til mála fyrir- tækisins sem tapað hafði stórfé á kostnað Landsbankans. Nú er komið fram að á þeim tíma haíði hann undir höndum kolsvarta skýrslu Ríkisendur- skoðunar sem lýsti vafasömum stjórn- unaraðferðum framkvæmdastjórans, Þórðar Yngva Guðmundssonar, og rekstri sem einkenndist nánast af rugli. Þá er i skýrslunni, sem dreift var til fjölmiðla í gær og Finnur haföi undir höndum þegar spurt var, banka- ráð Landsbankans hvatt tO að láta rannsaka feril framkvæmdastjórans "og bregðast við með viðeigandi hætti. Ásta Ragnheiður segir að ráðherr- ann og bankaráðið beri fulla ábyrgð á því aðgerðaleysi sem átt hafi sér stað og hvemig þetta mál standi nú. „Ráðherrann ber fulia ábyrgð í þessu máli. Það er hans að gæta hags- muna þjóðarinnar í bankamálum. Þetta er stærsta tap bankans sem hann hefur orðið fyrir í aliri sögu sinni. Menn skulu athuga að þarna er um að ræða 1000 milljónir króna. Þetta mál er allt eitt allsherjar hneyksli," segir Ásta Ragnheiður. -rt Þórður Yngvi: Ráðlagt að tjá mig ekki „Mér hefttr verið ráðlagt að tjá mig ekki um þessi mál að sinni,“ sagði Þórður Yngvi Guð- mundsson, fyrrum framkvæmdastjóri Lindar, þegar DV óskaði eftir viðbrögðum hans í morgun vegna hinnar svörtu skýrslu Þórður Ríkisendurskoðunar Yngvi Guð- þar sem miklar efa- mundsson. semdir eru settar fram við starfshætti Þórðar sem framkvæmdastjóra Lindar fyrir Qórum árum. Þórður Yngvi, sem nú starfar hjá utanríkisráðuneytinu, segist síðar 3%iunu verja hendur sínar en það sé ekki tímabært nú. -rt í FÉKK RÁPHERR- ( ANN AÐ KEYRA V HEIM? Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra prófaði í gær nýja öndunarsýnatækið sem lögreglan hefur tekið í notkun. Tækið á að komast að því á aðeins sjö mín- útum hvort ökumenn eru undir áhrifum áfengis og hvert áfengismagnið er. Tækjabúnaður þessi var kynntur í gær á 30 ára afmæli hægri umferðar á Islandi. DV-mynd Hilmar Þór Markús Örn Antonsson um gagnrýni á fréttastofur RÚV: Ástæða til að fara yfir stöðuna „Þessi mál eru náttúrlega til um- ræðu hér innan stofnunarinnar. Ég tel nú ekki mikið unnið með því að vera með einhveijar fljótfærnislegar yfirlýsingar. En ég held að það sé full ástæða til að staldra við og fara ræki- lega yfir stöðu mála,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri aðspurð- ur um þá gagnrýni sem fram hefur komið, sérstaklega hjá forsætisráð- herra, um meinta hlutdrægni ríkis- fréttastofanna, sjónvarps og útvarps, fyrir kosningamar í Reykjavík. Markús Öm segist ekki telja að svara beri Helga H. Jónssyni með yf- irlýsingagleði um skilyrðislegan stuðning við fréttastofurnar. Varð- andi ritstjórnarlegt mat sagði útvarps- stjóri: „Það er kannski fyrst og fremst fréttastjóranna að ræða um þá hluti sem lúta að ritstjómarlegri verkstjórn þeirra - vali á fréttum og höfnun eins og gengur og gerist samkvæmt hinu afstæða fréttamati. En það er vissu- lega áhugavert ef það fengist nú um- ræða um fréttamatið og hvaða rök- stuðningur liggur fyrir þegar því er beitt,“ sagði Markús Örn. Útvarpsráð fjallaði um mál frétta- stofa RÚV í gær. - En í hvaða farvegi er málið að öðru leyti? „Forstöðumenn hér fjalla auðvitað um þetta mál,“ sagði Markús Öm. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar kosningabarátta er um garð gengin, og gagnrýni kemur fram af þessum toga, þá hlýtur að fara fram nánari skoðun á því hvernig staðið hefur ver- ið að málum hér hjá okkur. Það verð- ur þó ekki gert með yflrlýsingagleði. Það þarf að leggja í það vinnu og hún tekur tíma. Þannig verður að málun- um staðið." - Hvað áttu við með yfirlýsinga- gleði? „Ég á við yfirlýsingu eins og komið hefur fram hjá Helga H. Jónssyni um að yfirmenn þessarar stofnunar eigi að gefa út skilyrðislausar stuðningsyf- irlýsingar við fréttastofurnar." Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjón- varps, sagði í gær, aðspurður um hversu hart hann muni ganga fram um stuðningsyfirlýsingu yfirmanna RÚV, að hann muni ekki gera það frekar en fram hefur komið. „Mér finnst ekki óeðlilegt að yfir- menn stofnunarinnar láti eitthvað frá sér heyra. En það er þeirra ákvörð- un,“ sagði Helgi. Um harðorða gagnrýni forsætisráð- herra í garð fréttastofa ríkisfjölmiðl- anna sagði Markús Örn: „Ég held að það sé mjög hollt og gott fyrir íjölmiðla að ritstjómir þeirra fari mjög vandlega yfir langan feril eins og verið hefur í kosning- aundirbúningnum og öllum frétta- flutningi og öllum málatilbúnaði síð- asta hálfa árið eða meira," sagði út- varpsstjóri. -Ótt Kjartan Gunnarsson: Misskilningi verði eytt „Það hefði verið eðlilegt að birta samhliða skýrslu Ríkisendurskoð- unar greinargerð bankaráðsins til Ríkisendurskoðunar,“ sagði Kjart- an Gunnarsson, bankaráðsmaður Landsbankans, í samtali við DV i morgun. Kjartan var spurður hvað hefði breyst frá því að viðskiptaráðherra og bankaráðið fékk skýrslu Ríkis- endurskoðunar um Lindarmálið í hendur vorið 1996 sem ylli því að hann ætlaði nú að óska sakamálar- annsóknar en hefði ekki séð ástæðu til þess þá. Hann vildi ekki svara því en sagði: „Hafi verið ein- hver misskilningur milli ábyrgðar- aðila málsins þá er rétt að taka málið upp aftur. Ég hef ekkert ann- að um það að segja.“ Varðandi fyrmefnda greinargerð bankaráðsins til Ríkisendurskoð- unar sagði Kjartan að hann myndi á bankaráðsfundi á morgun óska eftir því að hún yrði birt einnig. Aðspurður hvort hann hefði ein- hverja kenningu um hvers vegna viðskiptaráðherra hefði birt skýrslu Ríkisendurskoðunar nú sagðist Kjartan enga slíka hafa. „Ráðherra hafði hana bara í 14 daga árið 1996.“ -SÁ SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA Veðrið á morgun: sunnan og austan Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður að mestu og dálítil súld vestan- og norðanlands en yfirleitt bjart veður um sunnan- og austanvert landið. Hiti verður á bilinu 5 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Veðrið í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.