Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 JjV Nautn í fjötrum Það var ríflega hús- fyOir í Hallgríms- kirkju á tónleikum Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolfs Lislevands á Listahátíð á mánu- dagskvöldið, enda ílytjendurnir stjörnur sem hafa notið gríðar- legra vinsælda á síð- ustu árum. Á efnis- skránni var tónlist frá löngu liðnum dög- um, endurreisn og barrokktíð, eftir Mar- in Marais, Merula, Caccini, Tobias Hume, Juan Hidalgo, Sebastian Durón, José Marin og Gaspar Sanz. Gamba, lúta og bar- rokkgítar eru ekki há- vær hljóðfæri. Að setja þennan hóp i Hallgrímskirkju voru mistök. Þessi fíngerða tónlist, sem einkennist af miklu flúri og skrauti og mjög dýnamískum en afar fínum blæbrigðum í styrk og tóni naut sín engan veg- inn sem skyldi í þessu húsi. Á fjórða bekk kirkjunnar heyrðist tónlistin eins og úr fjarska og blæbrigðin hurfu ógreinileg inn í voldugan enduróminn. Kynningar Jordi SavaU voru ekki skiljanlegar og ekki var hægt að greina orðaskil hjá söngkonunni. Þessi tónlist hefði átt að vera flutt í langtum minna rými þar sem gestum heföi líka gefist meiri nánd við tónlistarmennina. Þetta var synd því til- finningin var eins og maður væri að missa af einhverju fyrir framan nefið á sér, vel var hægt að heyra að það var verið að flytja dá- samlega tónlist undurfallega en því miður varð nautninni ekki fuOnægt. Jordi SavaU er stórkostlegur listamaður. Það er hrein unun að hlusta á hann leika á gömbuna sína og vald hans á hljóðfærinu ótrúlegt. Hann hefur líka náð að rísa hátt upp úr frekar leiðinlegri umræðu í tónlistarheim- Jordi Savall, Montserrat Figueras og Rolf Lislevand. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir inum um endurlifgun gamaUar tónlistar. Það sem máli skiptir er að hann hefur valið sér fina tónlist tU að spUa og spUar hana afskap- lega vel. Montserrat Figueras er að sama skapi einstök söngkona og dásamleg upplifun að heyra hana syngja. Þriðji maðurinn í lið- inu, Rolf Lislevand, kom kannski mest á óvart með faUegum lútu- og gítarleik sínum. Þótt nöfn flestra þeirra tónskálda sem þarna komu við sögu séu nú gleymd lögðu þau mörg mikið til þróunar tónlistarinnar. Nafn Marins Marais er kannski þekktast þeirra í dag - vegna kvikmyndarinnar AUra heimsins morgna eftir sögu Pascals Quign- Að lúta í duftið ards þar sem tónskáldið er í að- alhlutverki. Flutningur þeirra SavaUs og Lislevands á til- brigðum Marais við eitt elsta dægurlag tónlist- arsögunnar, La folia, var gríðarlega góður. Þá stóð líka upp úr flutningur Lislevands á spænskum gít- ardönsum Gaspars Sanz sem eru mörgum kunn- ari í seinni tíma útfærslu Joaquíns Rodrigos. Af söngtónlistinni voru Kansónettur eftir Tarquino Merula sérstaklega skemmtUegar og vel fluttar; - gamaldags tón- list fyrir sinn dag þótt Mer- ula hafi verið að sumu leyti uppfinningasamur í tónlistinni. 011 verkin eftir hann voru með seiðandi þrá- stefi í hassa og augljóst að þau eru i ætt við þá tónlist sem hljómaði í Barbaríinu forðum. Montserrat Figueras söng af innilegri gleði og með dramatískum stæl sem skilaði sér vel þrátt fyrir aUt. Þessir tónleikar verða manni örugglega eft- irminnilegir en hefðu áreiðanlega getað orð- ið ógleymanlegir hefði maður heyrt tónlist- ina skýrar og án þeirrar slikju sem enduróm- ur kirkjunnar fjötraði hana í. Listahátið hefði einnig mátt standa betur að gerð efnis- skrár. Það er ekki boðlegt hjá jafnvandaðri og virtri hátíð og Listahátíð í Reykjavík að bjóða upp á efnisskrá þar sem ekki einu orði er vikið að tónlistinni sem á að flytja, hvað þá tónskáldunum, sem sum hver voru tíma- mótatónskáld og sögulega mikUvæg eins og Giulio Caccini. Það er lágmark að tónleika- gestir fái að vita hvenær og hvar tónskáldin voru uppi svo þeir geti dregið upp í huga sér einhverja mynd af því umhverfi sem tónlist- in er sprottin úr. „Grænmetisleikur", sýning Ingu Svölu Þórsdóttur og kín- verska listamannsins Wu Shan Zhuan, er framlag gaUerisins í Ingólfsstræti 8 til Listahátíðar að þessu sinni. Sýningin er hluti af verki sem hófst í Múnchen árið 1996 og er enn að verða tU. Upphaflega stiUtu þau Inga Svala og Wu fersku grænmeti og ávöxtum upp á borð. Þar rotnaöi það en þau bættu alltaf vikulega við án þess að taka nokkuð burt og blönduðu þannig saman fersku og „skemmdu". Þau fylgd- ust með breytingunum, tóku myndir, teiknuðu og skráðu hjá sér upplýsingar, t.d. um lyktina. í Ingóifsstræti 8 er ljósmynd af uppstillingunni á „háu stigi“, bútateppi úr strigadúkum sem verið hafa undirlag, teikningar af grænmeti og ávöxtum á ýms- um þroskastigum og glerkassi með hluta úr grænmetisuppstill- ingu sem er komin langleiðina að því að verða drulla. Áhersla er lögö á alþjóðlegan uppruna grænmetisins og fer fram mikil kynblöndun, evr- ópsku káli er skeytt við suörænan ávöxt svo úr verður fegursti bastarður. Á endanum verður allt að sama grautnum, sama hvaðan það er upprunnið. Á einu borði er alíslenskt grænmeti. Er ætlunin að fylgjast með því rotna á meðan sýningin stendur. Gera má ráð fyrir að svipað fari fyrir því og káli af öðru þjóðemi. Þau Wu og Inga Svala hafa starfaö saman undanfarin ár þótt þau vinni líka hvort í sínu lagi. Bæði starfrækja fyrirtæki; Wu rekur „Alþjóðlegt rautt skopskyn" (sem ég þekki lít- ið til) og Inga Svala „Duftunarþjónustu" en afurðir hennar hafa komið fyrir augu okkar íslendinga nokkrum sinnum. Grænmetisleikurinn er skyldur duftverk- Hvar er fnykurinn? Inga Svala Þórsdóttir hjá glerkassanum. DV-mynd E.ÓI. Myndlist Áslaug Thorlacius um Ingu Svölu en hún hefur malað ýmis fyr- irbæri - gullhring, postulínsklósett, brjósta- haldara, gervityppi, innkaupakerru og fleira. Duftinu kemur hún fyrir i lokuðum krukk- um og er öllu haldið til haga, þar með talið upplýsingum um þyngd, vinnsluaðferð og tímann sem ferlið tók. Það sem aðallega er frábrugðið í þessu verki er að duftunarþjón- ustan kemur hvergi nærri heldur fær hið náttúrlega „duftunarferli" hjálparlaust að eiga sér stað og taka þann tíma sem það þarf. Einnig það að stundum fær efnið að hverfa á eðlileg- an hátt, uppstillingin á borð- inu hefur fengið að þoma og við það rýmar efnið að sjálf- sögðu. En glerkassinn er eins og krukkan, nokkurs konar míkrókosmos, fullur af efni sem hverfur ekki en er sífellt að breyta um form. (Einhvern veginn þannig heldur maður jú að heimurinn sé.) Grænmetisleikur er kyrra- líf, ákaflega hefðbundið fyrir- bæri. Oftast eru ávextir fal- legir að lit og formi enda eru ávextir og grænmeti í hugum flestra eitthvað sem bæði er ferskt og safaríkt. Hér er áherslan önnur. Fegurðin víkur fyrir ljótleikanum, ilm- urinn fyrir ólyktinni, liturinn fyrir brúngráma. Við eram minnt á að þessa leið förum við sjálf á endanum, sama hver við eram. Einnig vekur verkið upp hugrenning- ar um hið upprunalega, frummyndina - skiptir máli á hvaða formi listaverkið er ef efnið er það sama? Þessi sýning er aðeins frásögn eða heimild um það sem gerðist; niðurstöður athugunarinnar en ekki sjálft viðfangs- efnið. Fyrir vikið verður hún örlítið „fjarlæg" eða „sótthreinsuð". Það eina sem tilheyrir fyrsta stiginu er í lokuðum glerkössum og abbast því litið upp á áhorf- andann. Hvar er fnykurinn af rotnuninni? Ég sakna hans svolítið. En hún er falleg og það er gaman að skoða hana. Sýningin er opin frá klukkan 14-18 fimmtudaga til sunnudaga og stendur til 21. júní. Ibsen-hátíð í Osló 27. ágúst til 5. september í sumar verður haldin leiklistarhátíð í norska þjóðleikhúsinu sem kennd er við leikskáldiö Henrik Ibsen. Þetta er í sjötta sinn sem slík hátíð er haldin og leggur nú sérstaka áherslu á breiddina í sýningum á leikritum skáldsins og innhlástur- inn sem líf hans og sköpunarverk hafa gefið leikhúslistamönnum heima og erlendis. Á hátíðinni verða sýningar á Brandi og Rosmershólmi frá norska þjóðleikhúsinu og Þjóðníðingur kemur frá Kungliga Dramatiska Teatern i Svíþjóð. Frá The Theatre for the New City i New York kem- ur Gint, últra-amerísk túlkun á Pétri Gaut sem fylgir „Pete Gint“ frá æskustöðvunum í Appalachia (amerískum Guðbrandsdal) og þar til hann sest að sem íhugull fyrrverandi milljónamæring- ur í Kaliforníu um áttrætt. Frá Piramatiki Skini í Grikk- landi kemur útfærsla á Aftur- göngum: Á auðu sviði stendur leikarinn sem var að enda við að leika séra Manders í Aftur- göngum og heldur áfram að hugsa um hvað hafi eiginlega mistekist svona hrapallega í lífi hans. Einnig verður Pétur Gautur dansaður á há- tíðinni og leikið með hann á fleiri vegu og Brandur er lika efni í tvær „ööruvísi" sýningar. Eina leikskáldið auk Ibsens sem fær að vera með á hátíðinni er Shakespeare; frá Litháen kemur sýning á Hamlet sem lofað er að sé frumleg og líkamleg og sprengi öll þekkt tak- mörk á sviðskúnst. Heimilisfang hátíðarinnar er: Nati- onaltheatret, Postboks 1225, Vika, 0110 Oslo. Og svo er bara að koma sér til Noregs. Fjórði söngur Guðrúnar á diski Svo gleðilega hefur skipast að Fjórði söngur Guðrúnar, ópera Hauks Tómassonar sem fram- sýnd var í Kaupmannahöfn þegar hún var menningarborg Evrópu 1996 og við fengum svo að sjá hér heima í viðaminni uppsetningu, er komin út á hljómdiski sem sænska útgáfufyrir- tækið BIS gefur út. Tónlistarhópurinn Caput leikur undir stjórn Christians Eggen, en söngvarar eru hinir sömu og fluttu verkið í Kaup- mannahöfn og hlutu fyrir ein- róma lof í dönskum fjölmiðlum. Skemmst er einnig að minnast þess að Haukur Tómasson fékk bæði Menningarverðlaun DV i íslensku tónlistarverðlaunin í ár fyrir þetta verk. Haukur byggir verk sitt á hetjukviðunum í Eddu sem kenndar eru við Guðrúnu Gjúkadótt- ur. Hann klippir saman brot úr kvæðum og fellir saman í sjálfstæða heild sem segir harm- söguna fomu af Sigurði Fáfnisbana og konun- um tveimur sem unnu honum, Brynhildi og Guðrúnu. Sögu Guðrúnar er fylgt áfram eftir að Siguröur hefur verið drepinn. Hún er gefin Atla konungi til sátta, en hann virðir ekki sættir og drepur bræður hennar. í hefndar- skyni drepur Guðrún höm þeirra Atla og gefur konungi mjöð blandaðan blóði þeirra að drekka úr höfuðskeljum barnanna. í iok óper- unnar rifjar Guðrún upp lífshlaup sitt eftir þau atvik og það er ekki síöur tíðindaríkt. Guð- rúnu syngur sópransöngkonan Berit Mæland. Japis dreifir. Caput leikur Svein Lúðvík Annar hljómdiskur var að koma út með Caput-hópnum, Hvar væri ég þá? með tónlist eftir Svein Lúðvík Bjömsson. Stjómandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. „Sveinn Lúðvík Björnsson er einfari í ís- lenskri tónlist," segir Atli Heimir Sveinsson í gi’ein um tónskáldið. „Hann vinnur jafnt og stööugt, hægt og flýtir sér aldrei. Þess vegna eru verkin ekki mörg, sem eftir hann liggja. Og þau eru alltaf stutt, ekki sekúndu lengri en þau þurfa að vera. Nót-' urnar era ekki margar, en sérhver nóta er á’ réttum stað í tíma og rúmi. Allt er aðalatriði, og allir tónar eru jafn- mikilvægir í verkinu." Á diskinum era ellefu verk frá áranum 1989 til 1997, einleiks- og tvíleiksverk og einn kvintett. Út- gáfan er styrkt af Blindravinafé- laginu, samtökum blindra og sjón- skertra á íslandi, og Blindravina- félagi Islands. Japis dreifir og Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.