Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Fréttir Norðmenn heykjast enn á að heimila útflutning á hvalrengi: hart við norska ríkið - fáist ekki leyfi, segir Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni „Norskir ráðamenn eru drullu- hræddir við Ameríkanann. Um það snýst þetta mál sem búið er aö velkjast á milli embættismanna og ráðuneyta í allan vetur. Þeir hafa gert allt til þess að tefja þetta mál,“ segir Július Jónsson, kaupmaður í Nóatúnsverslunum, sem mánuðum saman hefur reynt að fá keypt hvalrengi cif norska stórþingsmann- inum og hvalfangaranum Steinari Bastesen. Málið er hápólitískt og hafa amerísk stjómvöld spurst fyrir hjá Júlíusi um það hvað Nóatúns- verslanir ætlist fyrir með hvalspik- ið. Bastesen bíður þess enn að fá heimild til að flytja 100 tonn af hval- spiki til íslands en það er norska sjávarútvegsráðuneytið sem getur gefið útflutningsleyfið - en hikar. Leyfi til útflutnings mun óhjá- kvæmilega leiða til alþjóðlegra mót- mæla og því hefur Peter Angelsen sjávarútvegsráðherra dregið Stein- ar á svarinu frá því í október í fyrra og á meðan bíða Nóatúnsmenn eftir renginu sem Júlíus segir að muni rokseljast enda sárlangi íslenska neytendur í súran hval. Hann segir þolinmæði sína vera á þrotum og nú dragi til þess að Norðmenn verði Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóa- túni, hefur mánuðum saman staðið í stappi við Norðmenn um að fá að kaupa af þeim hvalrengi. Nú er þol- inmæði Nóatúnsmanna á þrotum og fáist ekki leyfið á næstu dögum stefnir í málaferli. DV-mynd Hilmar Þór látnir svara til saka fyrir að standa gegn viðskiptum sem séu í alla staði lögleg. „Þeir hafa verið með alls kyns lof- orð um að nú sé þetta allt að koma. Nú er að rerrna upp sú stund að við Norski stórþingsmaðurinn og hval- fangarinn Steinar Bastesen vill selja Nóatúni hvalrengið en fær ekki út- flutningsleyfi. DV-mynd Gísli Kristjánsson förum í hart gegn norska ríkinu. Það er ekkert í lögum sem bannar þennan útflutning. Þar skiptir sköp- um að við eigum ekki sæti í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Næsta mál á dag- skrá er að grípa til málaferla í því skyni að ná fram rétti okkar. Við erum bara fórnarlömb i þessu máli og það er afar einkennilegt að norsk stjórnvöld telja sig komast upp með allan andskotann gagnvart íslend- ingum. Ég er viss um að málið væri ekki i þessum farvegi ef um væri að ræða Bretland eða Þýskaland. Við eigum mikil viðskipti við Noreg og þetta er óskiljanleg framkoma," seg- ir Júlíus. Á borði Angelsens Mál þetta er nú á borði Peters Angelsens sjávarútvegsráðherra sem lofar svari í næstu viku. Stein- ar Bastesen stórþingsmaður er harðorður í samtali við DV og hann tekur í sama streng og Júlíus. Hann segir lögsókn blasa við fáist ekki út- flutningsleyfið. „Ef ég fæ nei þá læt ég höfða mál á hendur Angelsen og það mál er gjörunnið fyrir mig. Þetta vita bæði Angelsen og allir lögspekingamir hans,“ sagði Steinar. Steinar sagði að sér væri vel kunnugt um að ráðherrann vildi allt til vinna að hann drægi umsókn sina til baka en það gerði hann aldrei. -rt/-GK ^ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lind hf.: Alitaefni hvort stjórnin hafi sinnt eftirlitsskyldu - viðskipti Lindar við tiltekna aðila „stórlega ámælisverð“ í skýrslu Ríkisendurskoðunar til bankaráðs Landsbanka íslands varð- andi málefni Lindar segir álitaefni hvort stjóm félagsins hafi sinnt eftir- litsskyldu sinni með framkvæmda- stjóra félagsins. Bent er á hversu víð- tækar heimildir framkvæmdastjór- Kristján Þór bæjarstjóri DV, Akureyxi: „Við kláruðum meirihluta- myndunina í nótt,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðis- manna á Akureyri í morgun, en frágengið er að Sjálfstæðisflokkur og Akureyrarlisti verði í meiri- hluta í bæjarstjórn Akureyrar. Samkvæmt samkomulaginu verður Kristján Þór bæjarstjóri. Embætti forseta bæjarstjórnar kemur í hlut Sjálfstæðisflokks- ins og er talið liklegt að Sigurð- ur J. Sigurðsson skipi það. Akur- eyrarlistinn fær formann bæjar- ráðs og er líklegt að Ásgeir Magnússon taki það sæti. -gk „Árdalsvík“: Meirihluti DV Akureyri: Framsóknarflokkur og Sam- einingarlistinn hafa náð sam- komulagi um að mynda meiri- hluta í sveitarstjórn nýs sveitar- félags Dalvíkur, Svarfaðardals- hrepps og Árskógsstrandar. Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, segir að embætti forseta sveitarstjómar komi í hlut Sameiningar, en for- maður byggðaráös í hlut Fram- sóknarflokksins. Þá hefur verið leitað eftir því við Rögnvald S. Friðbjömsson, bæjarstjóra Dal- víkur, að hann verði sveitar- stjóri í nýja sveitarfélaginu. -gk inn, Þórður Ingvi Guðmundsson, hafi haft til að skuldbinda félagið. Þá er rifjað upp það álit bankaeftirlitsins að viðskipti Lindar við tiltekna aðila... séu í andstöðu við megintilgang lag- anna um eignarleigustarfsemi og séu að mati bankaeftirlitsins stórlega ámælisverð". Þá segir í skýrslunni að þessar at- hugasemdir bankaeftirlitsins hafl lagt rikari eftirlitsskyldur á stjómarmenn með störfum framkvæmdastjórans en ella. 1 skýrslu Ríkisendurskoöunar er lýst þverstæðu í rekstri félagsins sem fram komi í ársreikningi þess árið 1992 þar sem lýst er áhyggjum vegna offjárfestingar í vinnuvélum. Árið 1993 er sérstaklega tiltekið í skýrslu framkvæmdastjóra með ársreikningi að tekist hafi að auka hlutdeild lána Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra vísar ábyrgð á málefnum Lindar á bankaráð Landsbankans. til verktakastarfsemi. Ríkisendur- skoðun lýsir því að skort hafi á fagleg vinnubrögð af hálfu Lindar hf. sem glímt hafi við sívaxandi útlánatöp á árunum 1993 og 1994.1 skýrslunni er dregin sú niðurstaða að líkur séu til þess að eftirlit stjómar með fram- kvæmdastjóra hafi ekki verið sem skyldi en ekki er tekin afstaða til þess hvort stjómarmenn hafi bakað sér bóta- eða refsiábyrgð með athafna- leysi sínu. Árið 1994 gerði stjóm Lind- ar feitan starfslokasamning við ffarn- kvæmdastjórann sem hélt fullum launum í 7 mánuði auk annarra hlunninda svo sem bifr eiðar sem var í eigu Lindar og alls rekstrarkostnaðar. Ríkisendurskoðun telur fulla ástæðu fyrir bankaráð Landsbankans að láta kanna með einum eða öðrmn hætti starfshætti ffamkvæmdastjór- ans með tilliti til þess hvort um refsi- vert athæfi hafi verið að ræða. í fram- haldi þeirrar athugunar yrði gripið til viðeigandi ráðstafana á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. í sem skemmstu máli þá var ekki gripið til þeirrar athugunar ffá hendi banka- ráðsins þrátt fyrir hvatningu Ríkis- endurskoðunar. -rt Málefni Lindar voru rædd á Alþingi f gær. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir var þungorð í garð viðskiptaráðherra. DV-myndir Hilmar Þór Stuttar fréttir i>v Rannsóknarnefnd Þingflokkur jafnaðarmanna ætlar að flytja tillögu á Al- þingi um stofh- un sérstakrar rannsóknar- nefndar sem fari í saumana á Landsbanka- málinu. Þeir sem nefndin kalli á sinn fund hafi skyldu til að mæta að við- lagðri refsingu, að sögn Sighvat- ar Björgvinssonar á Bylgjunni. Engar nýbúanjósnir Utanríkisráðuneytið segir fréttir af nýbúanjósnum V-Evr- ópusambandsins á íslandi ekki eiga við rök að styðjast, hvorki í Evrópulöndum né á íslandi. Eiturveisla Tónleikar Prodigy í Laug- ardalshöll í marsmánuði voru mesta fikniefnaveisla ársins og um þúsund böm og unglingar voru undir áhrifum ólöglegra fikniefna. Þetta kemur fram í skýrslu Reykjavíkurlögreglunnar um ástandiö í fikniefnamálum. Hærri framfærsla Grunnframfærsla námsmanna hækkar um 1.400 kr., úr 56.200 á mánuði í 57.600. Almennt frí- tekjumark hækkar einnig um 5.000 kr„ úr 180.000 í 185.000 kr. samkvæmt nýjum lánareglum Lánasjóðs ísl námsmanna sem taka gildi 1. júní. Einkaréttur á jökli Fyrirtækið Langjökull ehf. auglýsir einkai-étt sinn á stórum hluta Langjökuls í kynningar- bæklingi sinum. Ekki sé hægt að komast á jökulinn nema með því að fara um jörð fyrirtækisins sem það leigir af nærliggjandi sveitarfélögum. Jörðin er friðlýst svæði. Samkomulag náðist í gær un áframhaldandi meirihluta sam- starf Sjálfstæðis- j og Framsóknar- 1 flokks í Grinda- vík. Jón Gunnar Stefánsson verð- ur bæjarstjóri ________ fýrsta árið en staðan síðan aus lýst. Mannlausir spítalar Mikið vantar upp á að hægt verði að manna stóru sjúkrahús- in í Reykjavík samkvænjt neyð- aráætlun I verkfalli þegar hjúkr- unarfræðingar ganga út 1. júlí. 140 hjúkrunarfræðinga vantar á Sjúkrahús Reykjavíkur eitt. RÚV sagði frá. Hiutabréf hækka Hlutabréf í sjávarútvegsfyrir- tækjum eru tekin að hækka eftir að HAFRÓ gaf út hversu mikið óhætt sé að auka heildarafla á næsta fiskveiðiári. Bréf í Granda og Síldarvinnslunni hækkuðu um 6% á Verðbréfaþingi í gær. Morgimblaðiö segir frá. Verkfallstap Um 34.100 vinnudagar töpuð- ust í 18 verkfollum á síöasta ári. Nær helmingur daganna tapaðist á Vestflörðum en þar voru 530 manns í verkfalli frá 21. april til 7. júní. Verkfollin náðu afis til tæplega 12 þúsund manns. Birgir Björn hættir Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Bandalags háskólamanna, hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. ágúst. Hann hef- ur verið fram- kvæmdastjóri síðan 1986 og hagfræðingur BHM var hann 1984-1986. Dagur sagði frá. Fríverslunarviðrædur Viðræður um fríverslunarsamn- ing milli EFTA-landanna og Kanada hófúst í Reykjavík í gær- morgun. Þetta eru könnunarvið- ræður og ræðst framhaldið af ár- angri þeirra. SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.