Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Neytendur Árni á þing Ljóst er aö Árni Sigfússon mun innan skamms hætta sem oddviti D-listans eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. Margir telja að hann hugsi sér einnig að hætta alfarið í borgarstjórn. Hann hefur góðan stuðning í Reykjavík og víð- tæk sambönd í flokknum. Því eru taldar líkur á að hann feti í fótspor Birgis ísleifs Gunnarssonar en eftir að hann tapaði borginni fór hann í prófkjör og varð þingmaður og í framhald- inu seðlabankastjóri... „Mölum þá" Það var frægt um árið þegar Ingvi Hrafn Jónsson, þáverandi fréttastjóri Stöðvar 2, heyrðist óvart segja i miðju kosningasjón- varpi að Sjónvarpið væri að „baka þá í grafíkinni". Nú á kosninganótt heyrðist einnig „óvart“ í Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, þar sem hann sagði kampakátur að þeir væru „að mala RÚV“ sem hefði m.a. misst af tölum úr Kópa- vogi. Sjónvarpið var áður á undan með tölur frá mörgum stöðum eða allt þar til Eggert Skúlason skúbb- aði úr Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Stöð 2 stóð sig umtalsvert bet- ur en „stöð Davíðs". Ryðdallur! Það varð uppi fótur og flt í höf- uðborginni þegar rússneskur tog- ari lagðist að bryggju í miðbænum í vikunni en þar þurfti hann að vera daglangt vegna viðgerðar. Sjónvarpið mætti á staðinn og menn áttu varla orð yflr þeirri ósvífni að leggja ryðkláfn- um þar sem vel máluð og glans- andi skemmti- ferðaskip eiga að hafa forgang. Ferðamálafull- trúi Reykjavik- urborgar, Anna Margrét Guðjónsdóttir, var með andköfum vegna þeirrar sjón- mengunar sem þama átti sér stað. Sandkomsritara varð hugsað til Akureyrar þar sem „rússnesk ryð- hrúga“ sem kölluð er togari hefur legið mánuðum saman en landfest- ar hans ná langleiðina upp í göngu- götu. Reykjavíkurrússinn var eins og skemmtiferðaskip miöað við Rússann fyrir norðan... Hjörvar formaður Efsti maður Reykjavíkurlistans, Helgi Hjörvar, slapp með skrekk- inn eftir harðar kárínur í kosn- ingabaráttunni. Á næstu dögum verður hann kjörinn forseti borgar- stjórnar nema Guðrúnu Ágústs- dóttur takist á síðustu stundu að véla af honum emb- ættið. Fyrst Reykjavikurlistinn náði ekki níunda manninum mun Helgi verða að hlýða svipu Ingi bjargar Sólrún- ar Gísladóttur og ekki geta leyft sér einleikf svipað og hann gerði meðan hann var varaborgarfulltrúi samanber þegar fargjöld Strætó hækkuðu. Helgi er þegar óformlegur foringi yngra liösins í Alþýðubandalaginu. Hann mun því væntanlega velgja Margréti Frímannsdóttur undir uggum enda víst að hann hefur augastað á aö verða formaður að kjörtima hennar loknum, ef ekki fyrr... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn is Við berum ábyrgð á börnum okkar i umferðinni hvort sem þau eru fótgangandi eða í bfl. mmr lp|A'g Wm -fJKW , (-v *■» ‘ •**+*-* \ . w#' . '4 : wT rMr j ji-w' ft ## Ábendingar og reglur frá Umferðarráði: Oryggi barna í bílum Margrét Sæmundsdóttir, fræðslu- fulltrúi Umferðarráðs, er fróð um öryggisbúnað barna í bílum. í fram- haldi af verðkönnun á Neytenda- síðu DV í síðustu viku var Margrét innt eftir því hvað hafa ætti í huga þegar öryggisbúnaður barna í bíl er valinn og hvað bæri að varast. Nýjar reglur um bílstóla Frá og með 1. september 1998 skulu nýir barnabílstólar vera við- urkenndir og E-merktir samkvæmt ECE-reglugerð nr. 44.03 eða viður- kenndir samkvæmt viðeigandi bandarískum stöðlum FMVSS eða kanadískum stöðlum CMVSS. Spyrjist þvi fyrir þegar barnabíl- stóll er keyptur hvort hann uppfylli ekki örugglega þessa staðla. Öryggispúðar Bamabílstóll má aldrei vera í sæti bíls ef uppblásanlegur öryggis- púði er framan við það. Ef öryggis- púði er í bíl er skylt að hafa merki sem aðvarar ökumenn við þessari hættu. Merkið er yfirleitt á hurð við framsæti farþegamegin og stendur á því „airbag." Enn fremur er orðið „airbag" þrykkt í mælaborð bílsins og á stýri bílsins. Barn þarf að hafa náð 140 sm hæð og vera a.m.k. 40 kg til þess að mega sitja í sæti ef uppblásanlegur örygg- ispúði er framan við það. Þrír þyngdarflokkar Barnabílstólar em flokkaðir í þrjá flokka eftir þyngd bamsins. Flokkur 0: Þyngd 0-10 kg. Böm á aldrinum 0 til 9 mánaða Flokkur 0+: Þyngd 0-13 kg. Börn á aldrinum 0 til 19 mánaða Flokkur 1: Þyngd 8-18 kg. Börn á aldrinum 9 mánaða til 3-4 ára Flokkur 2: Þyngd 15-25 kg. Börn á aldrinum .3-4 ára til 6-7 ára Flokkur 3: Þyngd 22-36 kg. Börn á aldrinum 6-7 ára til 10-12 ára. Ungbörn vel varin Ungbörn em vel varin í barnabíl- stól sem snýr baki í aksturstefnu, annaðhvort í fram- eða aftursæti. Ef ökumaður er einn á ferð er best að barnabílstóllinn sé í framsæti. Ann- ars er hætta á að ökumaðurinn þurfi að snúa sér við til þess að sinna barninu um leið og hann ekur bílnum. Það getur verið hættulegt. Ef annar fullorðinn er í bílnum eða stálpað barn er best að sá sitji i aft- ursætinu hjá ungbarninu. Enn fremur er hægt að nota barnavagnskörfu í aftursætinu sem er þá fest með sérstökum beltum. Barnið er þá einnig fest i körfuna með beltum. (Flokkar 0 og 0+). Börn frá 9 mánaða til 4 ára Þegar barn hefur vaxið upp úr ungbarnabílstól, oftast við 9 mán- aða aldur, er öraggast aö það sé áfram í barnabílstól sem snýr baki í akstursstefnu, annaðhvort í fram- sæti eða aftursæti. Þegar barnið get- ur ekki lengur snúið baki i aksturs- stefnu á það að snúa fram í aftur- sæti bílsins. Ekki er mælt með því að barn í bamabílstól snúi fram í framsæti bifreiðar. (Flokkur 1). Börn frá 4 ára til 6-7 ára Barnið er nú öruggast í aftursæt- inu. Barnabílstólar fyrir börn á þessum aldri eru yfirleitt festir með þriggjafestu bílbelti ásamt belti fyr- ir barnið sem festir það i stólinn. Til eru bamabílstólar þar sem þriggja festu bílbeltið er notað til þess að festa bæði barn og stól í bíl- inn. Athuga verður þegar þessi ör- yggisbúnaður er notaður að beltin falli þétt að líkama bamsins, ef þau gera það ekki þá er betra að nota barnabílstól meö eigin beltum. (Flokkur 2). Bílpúðar Öruggast er að barn sem situr á bílpúða sé í aftursætinu. Bílpúða á að festa með þriggjafestu bílbelti. Bílbeltið á að liggja á öxl barnsins og lærum. Til er sérstakur búnaður, (beltisstrekkjari) sem stýrir bílbelt- inu á öxl barnsins. Aldrei má setja bílbelti undir handlegg barns eða smeygja því aft- ur fyrir bak. Bílbelti sem sett er undir handlegg getur verkað eins og hnífur ef bíllinn lendir í árekstri. Ef bílbelti er smeygt aftur fyrir bak getur neðri hluti beltisins kramið bam svo að það hljóti mjög alvar- lega áverka á innri líffæri.(Flokkur 2). Belti falli þétt að líkama Sama lögmálið gildir um belti I barnabilstólum og bílbelti almennt, beltin verða að falla þétt að líkam- anum. Ef þau renna út af öxlum eða liggja laust að barninu þá veita þau ekki þá vörn sem þau eiga að gera. Dæmi eru um að börn hafi losnað úr barnabílstól í umferðaslysum vegna þess að beltin voru of laus. Bílstólar rétt notaðir Mismunandi aðferðir eru við að festa barnabílstóla i bíla eftir teg- undum og er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum framleiðenda þegar bam er spennt í stólinn og hann festur í bílinn. Flestir bamabilstól- ar era festir með þriggjafestu bíl- belti en aðrir hafa auk þess viðbót- arfestingar. Því stöðugri sem stóll- inn er í bílnum þeim mun öruggari er hann. Öryggisbúnaður við hæfi @megin:Mikilvægt er að barnið hætti ekki of fljótt að nota barnabíl- stól. Barnabílstólar eru miðaðir við þyngd barnsins og þá á að nota þar tU bamið hefur náð þeirri þyngd sem gefln er upp af framleiðanda. Staðreyndin er sú að börn era lát- in allt of ung á bílpúða. Barn getur því aðeins notað bílpúða ef bílbeltið fellur þétt að líkama þess og liggur á öxl en ekki hálsi og á lærum en rennur ekki upp á maga. -glm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.