Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 26
á'2 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 Afmæli Valdís Halldórsdóttir Valdís Halldórsdóttir, húsmóðir og kennari, Skógarbæ, Árskógum 2, í Mjódd í Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Valdís fæddist í Fljótstungu og ólst upp hjá foreldrum sínum að Ás- bjarnarstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hún stundaði nám í Unglingaskóla Ásgríms Magnússon- ar i Reykjavík 1925-26 og lauk kenn- araprófi frá KÍ 1930. Valdís kenndi eitt ár í Borgar- hreppi í Mýrasýslu, var bamaskóla- kennari á Eyrarbakka 1931—42, kenndi við barna- og miðskólann í Hveragerði 1945-48 og frá 1956-73. Valdís sat í skólanefnd Ölfus- skólahéraðs frá 1948-54. Smásögur og kvæði hafa birst eftir Valdísi í Eimreiðinni, Dropum og Emblu, en Valdís var, ásamt Valborgu Bents- dóttur og Karólínu Einarsdóttur, meðritstjóri Emblu, bókmennta- tímarits sem birti eingöngu sögur og kvæði eftir konur, auk ritgerða um skáldskap kvenna. Tímaritið Embla kom út á árunum 1945-48. Valdís og eiginmaður hennar bjuggu í Hveragerði í fjölda ára en fluttu til Reykjavíkur eftir að hún hætti kennslu. Hún þýddi nú síðustu árin ýmsar smásögur og skáldsögur eftir ýmsa Norðurlandahöfunda en sumar þýðingar sínar hefur hún lesið í útvarp. Fjölskylda Valdís giftist 2.2. 1935 séra Gunnari Benedikts- syni, f. 9.10. 1892 að Viðborði í Ein- holtssókn i Austur-Skaftafellssýslu, d. 26.8.1981, rithöfundi. Gunnar var sonur Benedikts Kristjánssonar, bónda að Viðborði og síðar Einholti, og k.h., Álfheiöar Sigurðardóttur húsfreyju. Valdís og Gunnar eignuðust tvö börn. Þau eru: Heiðdís, f. 5.2. 1943, leikskólafulltrúi á Selfossi, gift Árna Óskarssyni, starfsmanni Landsbankans, Þorlákssonar dóm- kirkjuprests, en Heiðdís og Árni eiga tvö böm; Halldór, f. 18.6. 1950, félagsráðgjafi í Reykjavík, kvæntur Jarþrúði Þórhallsdóttur frá Bakkafirði, sjúkra- þjálfara á Landakoti, en þau eiga þrjú böm. Systir Valdísar er Guð- rún, fyrrv. húsfreyja á Ásbjamarstöðum og ekkja eftir Kristján Guð- mundsson, fyrrv. bónda þar, en hún er nú búsett í Borgarnesi og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Valdisar vora Halldór Helgason, f. 19.9. 1874, b., kennari og skáld á Ásbjam- arstöðum, og k.h., Vigdis Valgerður Jónsdóttir, f. 26.9. 1880, húsmóðir. Ætt Föðurforeldrar Valdísar voru Helgi Einarsson, b. á Ásbjarnarstöð- um, og Guðrún, dóttir Halldórs, b. í Litlu-Gröf Bjarnasonar og Halldóru Ólafsdóttur. Helgi var sonur Einars, b. á Ásbjarnarstöðum, og Sigríðar Sigurðardóttur frá Lundum. Faðir Einars var Halldór fróði á Ásbjam- arstöðum Pálsson, Jónssonar. Einar var langafl Helgu, móður Pálma Gíslasonar. Systir Einars var Ingibjörg, langamma Sigríðar, móð- ur Þórs þjóðminjavarðar. Önnur systir Einars var Margrét, langamma Jóns, foður Þorsteins frá Hamri. Bróðir Einars var Jón, langafi Halldórs H. Jónssonar arki- tekts. Bróðir Valdísar var Bergþór, fað- ir Páls veðurfræðings. Systir Val- dísar er Halldóra, fóðuramma Kol- beins Pálssonar. Móðurforeldrar Valdísar voru Jón, b. í Fljótstungu Pálsson og Guðrún, dóttir Péturs Ó. Gíslason- ar, bæjarfulltrúa og útgerðarmanns í Ánanaustum, bróður Guðmundar sem var móðurafi Sverris Kristjáns- sonar sagnfræðings. Jón í Fljótstungu var sonur Páls, smiðs á Þorvaldsstöðum, Jónssonar og Guðrúnar Bjamadóttur, systur Halldóru, móðurömmu Guðmundar Böðvarssonar, skálds á Kirkjubóli. Valdís tekur á móti gestum í sam- komusal að Árskógum 6-8, á milli kl. 15.00 og 17.00 í dag. Valdís Halldórsdóttir. Hjörtur Leó Jónsson Hjörtur Leó Jónsson, fyrrv. hreppstjóri, til heimilis að Káragerði við Eyrargötu á Eyrarbakka, varð áttræður í gær. Starfsferill Hjörtur fæddist á Kambi í Deildardal í Skagafirði og ólst upp í Hofshreppi í Skagafirði. Hann lauk barnaskóla- námi á Hofsósi, stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1933-34 og nám við íþróttaskólann í Haukadal 1938-39. Hjörtur stundaði síðan ýmis störf til sjós og lands, var t.d. lögreglu- þjónn á Siglufirði um skeið. Hann flutti á Eyrarbakka 1946 starfaði hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi til 1949 en hóf þá störf hjá Landnámi ríkisins þar sem hann starfaði til 1960. Þá hafði hann um tíma allmikla garðrækt sem hann stundaði með- an aldur leyfði. Hjörtur var hreppstjóri á Eyrarbakka í tuttugu ár. Hann sá um sjúkrasam- lag Eyrarbakka um ára- bil og sá um öll sjúkra- samlög Árnessýslu á ár- unum 1972-90 er hann hætti vegna aldurs. Hjörtur Leó Jónsson. Fjölskylda Kona Hjartar er Sesselja Ásta Erlendsdóttir, f. 28.9.1921, hús- móðir. Hún er dóttir Erlends Jóns- sonar, skipstjóra á Stokkseyri, og Vigdísar Guðmundsdóttur húsmóð- ur. Böm Hjartar og Sesselju Ástu era Jón Erlendur, f. 8.3.1946, starfsmað- ur við byggingarvinnu í Reykjavík; Vigdís, f. 2.3. 1951, starfar við leik- skóla á Selfossi, gift Þórði Ámasyni trésmíðameistara og eru börn þeirra Þórdís Erla, f. 15.10. 1970, og Ámi Leó, f. 7.11. 1973; Hreinn, f. 13.3. 1956, sjómaöur i Þorlákshöfn og era börn hans Ásta Huld, f. 2.11. 1981, Hjördís Gígja, f. 21.9. 1986 og Hreinn Orri, f. 17.11. 1989. Dætur Hjartar frá fyrra hjóna- bandi með Lilju Fransdóttur eru Hólmfríður Rannveig, f. 6.10. 1941, starfsmaður við leikskóla á Selfossi og á hún Qögur börn, Önnu Lilju, f. 24.4. 1959, húsmóður, Ingu, f. 20.4. 1961, húsmóður, Sigmar, f. 18.9. 1962, trésmiðameistara og Birgi Leó, f. 20.2. 1970, trésmíðameistara; Hrafnhildur, f. 25.8. 1943, lengst af starfsmaður við Keflavíkurtlugvöll, nú búsett á Spáni og á hún fjögur börn, Þórdísi, f. 3.6.1964, húsmóður, Nönnu, f. 10.2. 1967, húsmóður, Svein, f. 1.4.1964, tamningamann og Vigdísi, f. 11.4. 1973, starfsmann við gróöurhús. Albræður Hjartar: Runólfur Jóns- son, f. 1919, bóndi á Brúarlandi í Skagafirði; Páll A. Jónsson, f. 1921, nú látinn, fyrrv. hótelstjóri á Siglu- firði; Ingólfur, f. 1923, d. 1990, bóndi á Nýlendi í Skagafirði. Hálfsystkini Hjartar: Steinþór Ás- geirsson, f. 1912, d. 1993, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Baldur Ásgeirsson, f. 1914, listamaður og fyrrv. starfsmaður hjá Gliti í Reykjavík; María Jónsdóttir, f. 1923, húsmóðir á Siglufirði. Foreldrar Hjartar voru Jón Hall- dór Ámason, f. 1878, d. 1939, tré- smiður og skáld á Kambi, og Hólm- friður Rannveig Þorgilsdóttir, f. 1888, d. 1973, bóndi. Hjörtur er að heiman. Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín Arndal Lilja Vigfúsdóttir Hjaltalín Am- dal, hjúkranardeild Hrafnistu í Hafnarfirði, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill ■' Lilja fæddist í Brokey á Breiða- firði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hún var einn vetur í Reykjavík í tungumálanámi og starfaði jafn- framt á saumastofu þar. Eftir að Lilja gifti sig hefur hún búið í Hafh- arfirði, lengst af á Brekkugötu 9, síðan að Álfaskeiði 80 en nú síðustu árin hefur hún dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrst á vistinni og síðan á hjúkrunardeild eftir aö heilsu hennar hrakaði. Lilja stundaði ýmis störf jafn- framt heimilisstörfum. Hún var t.d. matselja í mörg ár er hún bjó við Brekkugötuna og hafði kostgangara í föstu fæði en margir þeirra borð- uðu hjá henni áram saman. Fjölskylda Lilja giftist 1.1. 1930 Finnboga J. Amdal, d. 1966, fulltrúa bæjarfóget- ans í Hafnarfirði og síðar forstjóra gjúkrasamlagsins í Hafnarfirði. Hann var sonur Jóhanns Jónssonar, og k.h., Sigríðar Eiríksdóttur. Böm Lilju og Finnboga era Jón Hjaltalín F. Amdal, f. 17.5. 1930, fyrrv. svæðisstjóri VÍS í Hafnar- firði, kvæntur Margréti Jóhanns- dóttur frá Siglufirði og eiga þau tvo syni, Hlyn, f. 1957 sem kvæntur er Auði G. Eyjólfsdóttur, og ívar, f. 1959, kvæntur Elínu H. Káradóttur en böm þeirra era Margrét Helga, f. 1992 og Jóhann Kári, f. 1994; Finn- bogi, F. Amdal, f. 24.10. 1933, trygg- ingaráðgjafi hjá Sjóvá-Almennum í Hafnarfirði, kvæntur Hjördísi Stef- ánsdóttur frá Siglufirði, og eiga þau tvo syni, Stefán, f. 1958 sem er kvæntur Þórdísi Eiríksdóttur og eiga þrjú börn, Eddu Margréti, f. 1983, Axel, f. 1986 og Eirík, f. 1989, og Hreinn, f. 1965, en sambýliskona hans er Ingibjörg Snorradóttir og er dóttir þeirra Rakel Hjördís, f. 1997; Kristjana Vigdís Laufey, f. 7.6. 1939, listmálari á Akureyri, gift Þorgeiri Þorgeirssyni frá Laugum í Reykja- dal og era börn þeirra fjögur, Berg- ur, f. 1958, kvæntur Sigríði Kristins- dóttur og era dætur þeirra Berg- þóra, f. 1991, og Vigdís, f. 1994, Lilja, f. 1959 en sambýlismaður hennar er Bjöm Erlings- son og era synir þeirra Þorgeir, f. 1996, og Mark- ús, f. 1998, Finnur, f. 1967, og Fjóla, f. 1972 en sam- býlismaður hennar er Baldur Bragi Sigurðsson. Systkini Lilju: Jón Bergur, nú látinn, bóndi í Brokey; Guðbjörg Krist- ín, nú látin, ljósmóðir í Stykkishólmi; Hildur Halldóra, nú látin, hús- móðir í Stykkishólmi; Lára Málfríður, nú látin, húsfreyja á Narfeyri á Skógarströnd; Vil- hjálmur Óskar, fyrrv. bóndi í Brokey; Eygló V. Hjaltalín, kennari í Reykjavík; Laufey, dó ung kona. Foreldrar Lilju voru Vigfús Jóns- son Hjaltalín, f. 4.10. 1862, d. 3.7. 1952, stórb. í Brokey og k.h., Krist- jana Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 10.9.1874, húsfreyja. Ætt Vigfús var sonur Jóns Hjaltalín, stórb. í Brokey, Bergssonar Hjalta- lín, b. í Öxney, Jónssonar Hjaltalín, skálds og prests á Breiða- bólstað á Skógarströnd, Oddssonar Hjaltalín lrm. í Gullbringusýslu, á Rauð- ará við Reykjavík, Jóns- sonar Hjaltalín, sýslu- manns í Kjósasýslu, Odds- sonar. Móðir Odds lrm. var Metta María Jensdótt- ir Jóhannessonar, fógeta á Jótlandi. Móðir Jóns skálds var Oddný Er- lendsdóttir, lrm. í Reykja- vík, Brandssonar. Móðir Jóns i Brokey var Soffia Jónsdóttir frá Brokey. Móðir Vig- fúsar var Hilda Vigfúsdóttir, b. í Brokey, Sigurðssonar, stúdents frá Geitar-eyjum. Kristjana var dóttir Kristjáns, hreppstjóra á Gunnarsstöðum, Guð- brandssonar, b. á Hólmlátri á Skóg- arströnd, Magnússonar, frá Tungu, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Jófríður Jónsdóttir. Móðir Kristjáns var Kristín Bjarnadóttir úr Trékyllisvík. Móðir Kristjönu var Guðbjörg Hákonardóttir, stórb. á Gunnarsstöðum. Lllja Vigfúsdóttir Hjaltalín Arndal. Til hamingju með afmælið 27. maí 80 ára _____________ Nikulás Isaksson, Borgarvegi 4, Njarðvík. 75 ára Fjóla Mileris, Skálagerði 5, Reykjavík. 70 ára Agatha Þorleifsdóttir, Einigrand 4, Akranesi. 60 ára Anna Hildur Árnadóttir, Hörgslandskoti I, Skaftárhreppi. Hulda Jóhannesdóttir, Álfhólsvegi 76, Kópavogi. Margrét Hjálmarsdóttir, Holtagerði 63, Kópavogi. Þórey Aðalsteinsdóttir, Skarðshlið 29f, Akureyri. 50 ára Alda Bryndís MöUer, Hjcdlabrekku 6, Kópavogi. Davíð Atli Oddsson, Bergholti 1, Mosfellsbæ. Helga Pála Elíasdóttir, Holtsbúð 28, Garðabæ. Hrólfur Eiríksson, Eyvindarstöðum, Eyjafjarðarsveit. Þorleifur Guðberg Jónsson, Brattholti 1, Hafnarfirði. 40 ára Amdís Helga Kristjánsdóttir, Frostafold 34, Reykjavík. Ásthildur D. Kristjánsdóttir, Melbæ 31, Reykjavík. Erla Sigríður Guðjónsdóttir, Hraunbæ 29, Reykjavík. Finnur Ámason, Leifsgötu 27, Reykjavík. Hjörtur Ámason, Furagrund 81, Kópavogi. Jóhannes L. Vilhjálmsson, Nýlendugötu 15a, Reykjavík. Lene Drejer Klith, Smáratúni 9, Selfossi. Ólafur Ámason, Vesturási 20, Reykjavík. Þórdís Gunnarsdóttir, Starengi 26, Reykjavík. Þráinn Bjöm Sverrisson, Sólvallagötu 43, Reykjavík. Ævar Andri Rafnsson, Laugavegi 15, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.