Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skoðanakannanir DV í aðdraganda kosninganna á laugardaginn birtist hrina skoðanakannana á fylgi flokkanna í höfuðborg- inni, þar sem átökin voru hörðust. Samanburður á síð- ustu könnunum fyrir kosningar sýna að DV komst næst úrslitum þeirra. Þetta er í takt við þá nákvæmni sem kannanir blaðs- ins hafa sýnt fyrir fjölmargar kosningar. Niðurstaðan undirstrikar jafnframt trúverðugleika þeirra aðferða, sem blaðið hefur beitt við kannanir sínar í meira en tvo áratugi. Niðustaða kosninganna sýndi að Reykjavíkurlistinn naut fylgis 45,2% kjósenda. í síðustu könnun DV hlaut hann 45,1% fylgi. Munurinn var því einungis 0,1% en í tilviki D-listans 0,2%. Að meðaltali skeikaði því aðeins um 0,15%. Félagsvísindastofnun komst næst DV í síðustu könn- un. Þar var þó munurinn næstum tíu sinnum meiri ef miðað er við fylgi R- og D-lista. Hjá Gallup, sem RÚV studdist við, var hann hins vegar meira en tólfíaldur. Þessi nákvæmni DV speglar auðvitað mikla næmni fyrir straumum meðal almennings. Sú næmni birtist einnig í því að könnun DV var fýrst til að nema skrið- una yfir til Reykjavíkurlistans, þegar fylgi hans mæld- ist um skeið yfir 60%. Það var athygli vert, að sú könnun DV sem mældi flug Reykjavíkurlistans yfir 60%, mætti vantrú, sem eðlilega gætti einkum meðal stuðningsmanna D-listans. í kjölfarið birtust svo kannanir á vegum annarra miðla, sem staðfestu sömu þróun. Skoðanakannanir DV á liðnu misseri sýndu líka ít- rekað vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. í því ljósi spáði DV að flokkurinn myndi vinna drjúga sigra í sveitarstjórnakosningunum. Það gekk sannar- lega eftir. Saga DV-kannana talar vitaskuld sjálf sínu máli. Hún þarfnast síður en svo bumbusláttar af blaðsins hálfu. Nákvæmni þeirra og aðferðafræði eru hins vegar gerð að umræðuefni á þessum vettvangi að gefnu tilefni. í kosningabaráttunni komu fram efasemdir um verð- leika þeirra úr tveimur áttum. í ritstjórnargrein Morg- unblaðsins var dregið í efa að aðstæðurnar að baki þeirra tryggðu nægan trúverðugleika. Það var að sönnu drengilega dregið til baka. Oddviti D-listans, Árni Sigfússon, neitaði hins vegar að horfast í augu við þann veruleika sem niðurstöðurn- ar birtu. Hann dró ítrekað í efa að nægilega vönduð vinnubrögð lægju að baki þeim. Staðreyndirnar sýna allt annað í dag. Þetta er nauðsynlegt að undirstrika í lok kosning- anna. Ekki til að hælast um heldur til að sýna fram á að sú gagnrýni sem teflt var gegn þeim átti ekki við rök að styðjast. Kannanir DV reyndust einfaldlega ná- kvæmari en annarra. Skoðanakannanir eru þjónusta við lesendur. Þær gegna því hlutverki að upplýsa fólk um viðhorf og við- horfsbreytingar meðal ahnennings. Það er sjálfsögð skylda íjölmiðils í samfélagi sem byggist í vaxandi mæli á upplýsingum. í dag er DV eini miðillinn sem gerir sínar kannanir sjálfur. Það er besta trygging lesenda fyrir sömu ná- kvæmni og hingað til. Össur Skarphéðinsson Dollý meö sjálfa sig í lambslíki: og nú klóra sér fleiri í hausnum en páfinn í Róm Forboðin þekking Þaö hefur vissulega verið ríkj- andi viðhorf lengi að mannkynið sé með vaxandi þekkingu að sækja fram til hins besta hugsanlega heims. Enda hafa vísindasigrar og tæknileg útfærsla þeirra leyst margan vanda og gert mannlíf þægilegra eins og allir vita. Að vísu hafa menn lengst af verið haldnir illum grun um það líka að til væri forboðin þekking, eitt- hvert skilningstré sem háskalegt væri að éta af, einhver Gráskinna sem gæti drepið þann með galdri sínum sem í hana hnýsist. En sá grunur fór halloka á síðustu öld og langt fram af þessari: vísindasigr- arnir voru svo glæsilegir að efa- semdarmenn voru auðveldlega slegnir út af laginu. Auk þess komu menn sér saman um að það væri ekki hægt aö stöðva þekking- una. Ekki hægt að finna mörkin þar sem stinga mætti niður skilti sem á stendur: lengra má ekki fara - ekki í þessa átt. Dásamleg og banvæn Þó hefur ekki skort tilefni til að óttast afleiðingar þekkingarsigr- anna. Eðlisfræð- ingar voru að von- um hræddir við að láta kjarnorkuna og þar með atóm- vopn í hendur stjórnmálamanna. Efnafræðingar hafa búið til eitur- gas, líffræðingar sýklavopn. Þekk- ingin er dásamleg, þekkingin er banvæn. Hvað er hægt að taka til bragös? Og sú spurning gerist æ frekari til fjörs- ins, ekki síst á okkar dögum stór- tíðinda í erfðafræði. Þegar sá möguleiki skýtur upp kolli með þeirri frægu skosku rollu Dolly að hægt sé að gera einstaklinginn ei- lífan meö því að klóna hann. Og þegar færustu vísindamenn stingja saman nefjum um það hvemig staðið verði að því að breyta erfðastofnum áður en til getnaðar kemur. Fitla við egg og sæðisfrumur - til þess að menn taki það í eigin hendur í smá- atriðum hvemig af- kvæmi þeir eignist. Og nú skiptir mjög í tvö hom í viðbrögð- um. Margir eru sem ölvaðir yfir ævintýra- legum möguleikum sem opnast. Kannski geta menn tekið fyrir- fram frá bami sem er að koma í heiminn hættu á að það fái síð- armeir krabbamein, sykursýki og aðrar meinsemdir. Hver get- ur annað en hrifist af því? Aðrir setja dæmið upp sem framhald af neytendafrelsi á markaði: fólk mun kaupa sér möguleika á að gera úr sjálfu sér og niðjum sínum það sem því best líkar - og þar með útrýma líka útlitsgöllum, til- hneigingu til offitu o.s.frv. Ekkert andskotans „happadrætti náttúr- unnar“ lengur! Við viljum vera hraust og falleg og gáfuð -- og ráð- um því sjálf! Nýr aðall? En nú fara margir að klóra sér í hausnum, og fleiri en páfmn í Róm sem vill ekki að menn séu að leika guð. Ætla menn sér að út- rýma neikvæðum eiginleikum og búa til fullkomna menn? Hver mun taka ákvörðun um það, hvaða erfða- vísar eru „gallar"? Ríkisstjómin? Vís- indamenn? Stórfyrir- tæki? Og þegar byrj- að er á þessu fitli við erfðastofna, getur nokkuð vitað hvar ber að spyma við fót- um - og verður það yfirleitt hægt? Marg- ir telja það einna al- várlegast að erfða- tæknin kemur inn í markaðsheim sem hefur verið að gera svo sem 10% einstak- inga að gífurlega ríkri yfirstétt. Það er einmitt þessi voldugi og stórauðugi minnihluti sem mun vissulega hafa forgangsað- gang að rándýrri erfðaverkfræði - kaupa sér möguleika til að breyta sér og sínum afkvæmum. Þekktur bandarískur vísinda- maður, Lee Silver, gengur svo langt að telja eins konar „gena- stjórn" i vændum. Mannkynið muni skiptast í „genaríkan" aðal - hina ríku úrvalssveit, sem verður svo sannarlega hraust og fríð og hæfileikarík - og svo „náttúru- böm“ sem eiga áfram von á hverju sem er í erfðavísum sínum. Sumir segja: þetta er ekki nema framhald af því sem þegar er, þjóðfélagshóp- ar hafa vissulega mjög mismun- andi möguleika á að búa í haginn fýrir böm sín. Það er rétt, en samt er hér eðlismunur á. Einmitt sá sem Aldous Huxley leiddi fyrir nær 70 árum út á ystu nöf í frægri framtíðarskáldsögu, „Veröld ný og góð“. Þar er erfðatækni og innræt- ingu frá frumbemsku beitt til þess að skapa genarika fagra og snjalla yfirstétt (svokallaða Alfa) og svo undirmálslið af ýmsum gerðum til að annast ómerkilegri verkefni. Útkoman er þægilegur og öruggur og afþreyingarríkur - og óþolandi skelfilegur heimur, eins og mcirgir muna. Árni Bergmann „Það er einmitt þessi voldugi og stórauðugi minnihluti sem mun vissulega hafa forgangs- aðgang að rándýrri erfðaverk- fræði - kaupa sér möguleika til að breyta sér og sínum af- kvæmum.u Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Skoðanir annarra „Með óbragð í munninum" „Davíð Oddsson kann að vera ýmsum íþróttum búinn en ósigri kann hann ekki að taka - yfir honum var lítil reisn í fréttatíma sjónvarpsins þegar hann þakkaði sér og góðærinu sigur Reykjavíkurlistans, sagði að kjósend- ur hefðu kosið hann „með óbragð í munninum", lét að því liggja að víðtækt og langvinnt samsæri á fréttastofú sjónvarps hefði komið Ingibjörgu Sólrúnu til valda og spáði því að hún myndi gera það sem hann sjálfúr gerði - að yfirgefa borgarstjórastólinn fyrir meiri frama og meiri völd og skilja sveit sína eftir i sárum.“ Guðmundur Andri Thorsson í Degi 26. maí. Allir sigra í kosningum „Kosningar eru e.t.v. ekki beinlínis brauð og leikir eða ópíum fyrir fólkið, en virðast hafa svipaða virkni og lyfið prozak, a.m.k. kosningar á íslandi. Fyrir kosningar eru allir sem styðja flokka eða framboð út og suður um stafróflð uppfúllir af bjartsýni, beijandi sér á brjóst í belgingi og yfirgripsmikilli sigurvissu. í ljósi þess skyldi maður ætla að eftirköstin og von- brigðin hjá þeim sem tapa verði gríðarleg ... Og þannig væri þetta auðvitað ef ekki væri sú undarlega náttúra ís- lenskra kosninga að þar eru allir sigurvegarar. Þegar upp er staðið og tahð hefúr verið upp úr kjörkössunum, kemur sem sé ævinlega í ljós að enginn flokkur, ekkert framboð, enginn frambjóðandi, hefur í raun tapað, að minnsta kosti ekki að eigin mati.“ Jóhannes Siguijónsson í Degi 26. maí. Hvorki hvatning né dauðadómur „Ég tel þessi úrslit sveitarstjómarkosninganna hvorki dauðadóm né bakslag í sameiningarmálum en heldur ekki neina hvatningu enda era úrslitin svo misjöfn að það er engin ein lína í þessu yfir landið. Ég tel að þegar málið er gert upp í heild séu bæði plúsar og mínusar í málinu og niðiustaðan þannig að úrshtin hafi engin sér- stök áhrif.“ Svavar Gestsson í Degi 26. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.