Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 íþróttir _______« íþróttir Bjarni á leið í ÍA? - Skagamenn ætla að láta reyna á það Bjami Guðjónsson, atvinnumað- ur hjá Newcastle í Englandi, æflr nú á fullu með Skagamönnum í sumarfríi sínu. Svo kann að fara að hann gangi til liðs við þá og spili með þeim fram eftir sumri. „Við Bjarni höfum rætt þetta okkar á milli og við stjórnina en lengra er málið ekki komið í bili. Bjami er tilbúinn og næsta skref er þá að ræöa við Newcastle og fá hann lánaðan eða leigðan. Ég býst við því að Bjarni vilji ná undirbúnings- tímabilinu með Newcastle til að styrkja stöðu sína þar og þá væri Helmingur sænska landsliðsins i handknattleik er þjakaður af salmonellusýkingu þessa dagana. Hún hefur stungið sér niður á versta tíma því úrslitakeppni Evr- ópumótsins hefst á ítaliu á fóstudag- inn. Svíar tóku þátt í móti í Króatíu á dögunum og talið er að þeir hafi sýkst af matnum á hótelinu þar sem þeir gistu. Fæstir þeirra hafa getað æft síðan og undirbúningur liðsins fyrir EM hefur verið í molum. Flest- þetta spuming um að hann spilaði með okkur eitthvað fram í júli,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skaga- manna, við DV í gær- kvöld. Skagamenn em í vand- ræðum með sóknarleik- inn eftir að Mihajlo Bibercic stóð ekki undir væntingum og hætti eftir einn leik. Þeir eru að kanna málin erlendis og vom aö sögn Loga með júgóslavneskan leikmann í athugun en hann reynd- ist ekki laus. Bjami ætti að styrkja þá vel en hann skoraði 15 mörk í 25 leikjum með ÍA í efstu deild áður en hann fór til Newcastle síðasta sumar. -VS ir hafa lést talsvert og hætt er við að þrekið verði lítið þegar í slaginn kemur. Stefan Lövgren og Martin Frándesjö era á meðal þeirra sem illa hafa farið út úr sýkingunni. Læknir liðsins fylgist vel með gangi mála og segir að enginn geti spilað nema hann hafi verið hitalaus í þrjá daga. Fyrsti leikur Svía er gegn Þjóð- verjum á fostudaginn. -VS Alen Boksic leikur ekki með Króöt- um á HM í knattspymu í sumar. Meiðsli í hné tóku sig upp í gær og þarf hann að gangast undir aðgerð. Paul Gascoigne leikur í fyrsta skipti í langan tima í byrjunarliði enska landsliösins sem mætir Marokkó i vináttuleik Marokkó í dag. Gascoigne heldur upp á 31 árs af- mæli sitt 1 dag en hann leikur sinn 56. landsleik fyrir Eng- lendinga. Síðasti leikurinn sem Gassi byijaði inná var gegn ítölum í Róm í október á síð- asta ári. Paul Ince verður ekki með i leiknum gegn Marokkó vegna meiðsla á ökkla. Menn hafa áhyggjur af því að Ince veröi ekki búinn aö ná sér af meiðsl- unum fyrir HM sem hefst eftir 15 daga. Michael Skippe var i gær ráðinn þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Dortmund í stað ítalans Nevio Sacala sem látinn var fara frá félaginu á dög- unum. Skippe þjálfaði áhugamannaliö Dort- mund og kom ráðning hans mjög á óvart en meðal þeirra þjálfara sem orðaöir voru við starfiö voru Jupp Heynckes, þjálfari Real Madrid, og Ruud Gullit, fyrrum stjóri hjá Chel- sea. Lothar Matthaus leikur í dag sinn 123. landsleik fyrir Þjóðverja sem mæta Finnum í Helsinki i undir- búningi liðsins fyr- ir HM. Hann hefur ekki leikið síðan í desember 1994. Samkvœmt heimildum frá Italíu hef- ur Lazio gert tilboð í Angelo Peruzzi, markvörð Juventus, og hljóðar tilboð- ið upp á tæpar 700 milljónir króna. Norömenn, sem ekki hafa tapaö leik á heimavelli síðan 1991, mæta Sádi Arabíu í landsleik í knattspymu í Ósló í kvöld. Danski knattspyrnumaðurinn Thom- as Helveg er einn eftirsóttasti knatt- spymumaðurinn um þessar mundir ef marka má áhuga marga stórliða. Udinese, ACMilan, Bayem, Monaco, Valencia og Fiorentina hafa öll boðið honum samning. Che Bunce, Nýsjálendingurinn i liði Breiöabliks, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Bunce var rekinn af velli fyrir gróft brot gegn Víkingi á dögunum. Aðrir sem fengu rauð spjöld í upphafi Is- landsmótsins fengu hefðbundið eins leiks bann. -GH/JKS/VS Guðjón-ÍA: Dóms að vænta í næsta mánuði í gær fóm fram vitnaleiðslur í máli Guðjóns Þórðarsonar, lands- liðsþjálfara í knattspymu, og Knattspymufélags ÍA. Dóms í mál- inu er að vænta í næsta mánuði. ÍAsagði Guðjóni upp störfum í nóvember 1996. Hann átti þá tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Ekki náðust sættir um samnings- lok en þegar Guðjón var ráðinn landsliðsþjálfari síðasta sumar varð samkomulag um að málið yrði sett í gerðardóm. Báðir máls- aðilar skipuðu einn fulltrúa í gerð- ardóminn og KSÍ oddamanninn. Krafa Guðjóns er að við samn- inginn verði staðið en Skagamenn telja sig lausa allra mála. -VS íkvöld Úrvalsdeildin í knattspymu: KR-Grindavík................20.00 1. deild karla í knattspyrnu: Þór-FH 20.00 Skallagrímur-HK 20.00 Breiðablik-Fylkir 20.00 Stjaman-KA 20.00 Havlik á ný til HK-manna Rudolf Havlik, sá kunni tékk- neski handknattleiksþjálfari, er á leið tilHKá nýjan leik. Havlik hef- ur komið mikið viö sögu hjá Kópa- vogsfélaginu og starfaði þar síðast fyrir fimm árum. Havlik, sem hefúr verið aðal- þjálfari Dukla Prag undanfarin ár, verður aðstoðarþjálfari meistara- flokks HK og þar með Sigurði Sveinssyni þjálfara innan handar. Havlik þjálfar einnig 2. og 3. flokk félagsins og verður yflrþjálfari yngri flokkanna. -VS Brassar kynnast aðstæðum Heimsmeistarar Brasilíu í knattspymu dveljast þessa dagana í æflnga- búðum í Frakklandi fyrir HM sem hefst 10. júní. Brasilíumenn leika opnun- arleik keppninnar gegn Skotum í París. Brassamir dvelja í bænum Ozoior La Ferriere 60 km suður af París. Þeir sjást hér á æfingu í gær. Reuter Sænska landsliöiö í handbolta: Sýktist af salmonellu - nokkrum dögum fyrir EM á Ítalíu Allir á Stjömuvöllinn! Baldur ENGLAND Stan Collymore reynir nú allt til þess að verða áfram í herbúðum«y Aston Villa en þessi óstýriláti fram- T herji hefur ekki staðið í stykkinu á Villa Park síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 7 milijónir punda. Collymore segir: „Ég veit að ég hef ekki staðið undir væntingum en ég vil fyrir alla muni halda áfram hjá fé- laginu. Hér likar mér vel og ég ætla mér að standa mig vel á næsta tíma- bili.“ Collymore skoraði aðeins 8 mörk á nýliðnu tímabili. Dion Dublin hjá Coventry er einn feitasti bitinn í ensku knatt- spyrnunni i dag. Arsenal er sagt' hafa boðið Cov- entry 5 milljónir punda i leik- manninn og þá eru Middlesbro- ugh, Liverpool og Blackburn öll á höttunum eftir Dublin sem á eitt ár eftir af samningi sínum. Nicolas Anelka, franska framherj- anum sem sló í gegn með Arsenal á tímabilinu, hefur verið boöinn nýr 4 ára samningur við Lundúnaliðið sem tryggir honum vikulaun upp á 2 milljónir króna. Jim Smith, knattspyrnustjóri hjá Derby, vill kaupa þýska varnarmann- inn Stefan Schnoor en samningur þessa 27 ára gamla leikmanns viö Hamburg rennur út í sumar. Arsenal er sagt hafa boðiö Roberto Baggio 650 milijónir króna fyrir þriggja ára samning við fé- lagið. Baggio hefur lýst þvi yfir aö hann vilji spila á Englandi en hann hefur tvö undanfarin ár leikiö með Bologna. Arsenal er ekki eina félagið sem vill krækja í Baggio því Inter Milan er að' undirbúa kauptilboð. West Ham hefúr sett sig I samband við umboösmann Claudio Taffarel, landsliðsmarkvörð Brasilíu. West Ham vill fá þennan 33 ára gamla markvörð til að taka stöðu Frakkans Bernhard Lama sem er farinn til Par- isSG. Sol Campbell, varnarmaður Totten- ham, hefur verið útnefndur besti leik- maður enska landsliösins fyrir áriö 1997. Campbell átti mjög góða leiki með Englending- um í und- ankeppni HM og var kjölfesta í vöminni en samt er hann ekki ör- uggur í 22 manna landsliðshópinn sem leikur á HM. Kenny Dalglish knattspymustjóri hjá Newcastle ætlar að taka upp vesk- ið í sumar og styrkja lið sitt fyrir bar- áttuna næsta timabil. Ekki veitir af kunna menn að segja enda gekk lið- inu afar illa í vetur. Dalglish hefur nú boðið Sheffield United 2 milljónir punda í Wayne Quinn B-landsliðsmann Englendinga. Þá er hann mjög spenntur fyrir Mart- in Laursen, u-21 árs landsliösmanni Dana, sem leikur meö Silkeborg. 2. umferö í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu: Þetta var mjög sætt - Fjölnir vann sinn fyrsta leik og KR-stúlkur rótburstuðu IA á Skaganum 0-1 Harpa Sigurbjömsdóttir Fjölnir vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni þegar liðið lagði Hauka að veUi í Hafnarfirði. Harpa skoraði sigurmarkið snemma í fyiri hálfleik og þrátt fyrir ágæta sóknartU- burði Hauka tókst þeim ekki að jafria leikinn og urðu að játa sig sigraðar. Leikurinn einkenndist af mikilli bar- áttu og var fuUgrófur á köflum. TU að mynda fengu þær Hanna G. Stefánsdóttir og Eva Bj. Ægisdóttir úr Haukum að líta rauða spjaldið og eru Haukarnir því búnir að fá aUs þrjú rauð spjöld í sumar og mun það vera met í efstu deUd kvenna að eitt og sama liðið fái að líta svo mörg rauö spjöld í aðeins tveimur leikjum. „Þetta var mjög sætt, það var búið að spá Ula fyrir okkur og við ætluðum að sýna það að við verðum ekki auð- unnar í sumar. Við getum þetta rétt eins og hin liðin,“ sagði Guðbjörg Ragnarsdóttir, markvörður Fjölnis, sem stóð í ströngu á miUi stanganna. Blikasigur í Kópavogi 1-0 Sigríður Þorláksdóttir 1- 1 Karen Burke 2- 1 Sigrún Óttarsdóttir „Fyrri hálfleikur var enginn glans hjá okkur og við áttum í erfiðleikum með margt í leik okkar, en þetta lagað- ist í seinni hálfleiknum. Við höfum verið að breyta dálítið uppstiUingunni hjá okkur og það tekur tíma að kom- ast inn í það. Það sem er þó mikUvæg- ast er að við náðum 1 þrjú stig hér í dag og þau em dýrmæt," sagði Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eft- ir 2-1 sigur gegn ÍBV í Kópavoginum í gær. Leikurinn var jafn framan af en eft- ir að Blikamir höfðu komist yfir náðu Eyjamenn smám saman tökum á leiknum og Karen Burke, enski lands- liðsmaðurinn sem var að leika sinn fyrsta leik með ÍBV eins og Laufey Jó- hannsdóttir sem kom frá KR, jafnaði leikinn. Blikarnir komu ákveðnari tU siðari hálfleiks og tryggðu sér sigur- inn. Rótburst á Skaganum KR-ingar sýndu meistaratakta þeg- ar þeir mættu ÍA á Akranesi. Olga Færseth skoraði þrennu , ÁsthUdur Helgadóttir skoraði tvö mörk og þær Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Guð- laug Jónsdóttir sitt markið hvor. Sannfærandi sigur Vals Valur vann sannfærandi sigur á Stjömunni að Hlíðarenda, 4-1. Laufey Ólafsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val og Erla Sigurbjartsdóttir eitt. Elva B. Erlingsdóttir skoraði mark Stjömunnar. -ih Gianfranco Zola svekktur aö vera ekki valinn í ítalska landsliöshópinn: Ætlaði mér stóra hluti í Frakklandi Seattle rak Karl Þjálfara Seattle SuperSonics, George Karl, var sagt upp störf- um í gærkvöld eftir rúmlega sex ára starf hjá liðinu. -JKS Newcastle missir einhverja leikmenn sem léku með liöinu í vetur. Daninn John Dahl Tomasson er liklega á leið til PSV í Hollandi, ítalinn Alessandro , Pistone er undir smásjá hjá spænska liðinu Atletico Madrid og West Ham og Fulham eru að reyna að krækja i Robert Lee. -GH Stjörnustúlkan Elva B. Erlingsdóttir reynir hér skot að marki Vals í viðureign liðanna að Hlíðarenda í gærkvöld. Margrét Jónsdóttir með gangi mála. Vaisstúlkur unnu öruggan sigur. (ris Eysteinsdóttir er til varnar en álengdar fylgist DV-mynd Brynjar Gauti Gianfranco Zola er vonsvikinn. Gianfranco Zola, leikmaðurinn snjalli hjá Chelsea, er aö vonum mjög svekktur yfir því að hafa dott- ið út úr ítalska landsliðshópnum í knattspymu sem leikur á HM í sumar. Zola var skilinn eftir en Ro- berto Baggio valinn í hans stað eft- ir að vera úti í kuldanum um nokk- urt skeið. „Þetta vom gífurleg vonbrigði og ég átti ekki von á öðm en ég yrði í hópnum," sagði Zola við fréttamenn í gær en hann var þá í fyrsta sinn að tjá sig um val Cesare Maldini, landsliðsþjálfara ítala, á landslið- inu. „Maldini getur ekki skýlt sér á bak viö það að ég hafi átt erfitt tímabil. Kannski voru janúar og febrúar svolítið erfiðir fyrir mig en eftir það kom ég sterkur upp og var þátttakandi í einu besta tímabili í sögu Chelsea frá upphafi,“ segir Zola. Zola segir að fullt af fólki haldi að enska úrvalsdeildin sé lakari en 1. deildin á Ítalíu og þess vegna leggi leikmenn á Englandi ekki eins hart að sér og á Ítalíu. „Þetta er ekki rétt því leikmenn á Englandi æfa mikið og enska úrvalsdeildin er ekki lakari en sú ítalska," segir Zola. „Það siðasta sem ég heyrði frá Maldini var að hann hringdi í mig eftir úrslitaleikinn í Evrópukeppn- inni og óskaði mér til hamingju með sigurinn. Ég skil ekki hvemig hann getur haldið því fram að ég sé ekki klár í slaginn sökum meiðsla því ég var með í Evrópuleiknum og skoraði mark. Ég er ekki meiddur og er í 100% formi. Ég ætlaði mér stóra hluti í Frakklandi en nú verð- ur maður bara áhorfandi hvort sem manni líkar það betur eða verr,“ segir Zola. Zola hefur oft leikið stórt hlutverk með ítalska landsliðinu og mönnum er ofarlega í minni þegar hann skoraði sigurmark ítala gegn Englendingum á Wembley í undankeppni HM. Flestir reiknuðu með því að Zola myndi klæðast ífrdska landsliðsbúningum í Frakklandi en Cesare Maldini landsliðsþjálfari, var undir miklum þrýstingi að velja Roberto Baggio og valdi hann á síðustu stundu á kostnað Zola. -GH f) ÚRVALSD. KV. KR 2 2 0 0 11-0 6 Valur 2 2 0 0 a-i 6 Breiðablik 2 1 1 0 2-1 4 Stjarnan 2 1 0 1 6-5 3 Fjölnir 2 1 0 1 1-4 3 ÍA 2 0 1 1 0-7 1 ÍBV 2 0 0 2 2-7 0 Haukar 2 0 0 2 0-5 0 Hlé veröur nú gert á deildinni vegna landsleik við Spánverja I Evrópukeppninni sem verður háður ytra á sunnudaginn kemur. Þriöja umferö hefst 4. júní með leikjum Fjölnis-ÍA, Stjömun- ar-Hauka, ÍBV-Vals og umferðinni lýkur 5. júní með leik KR og Breiða- bliks. í Leiftur Baldur Bragason er genginn til liðs við Leiftur á ný og leikur vænt- anlega með Ólafsfirðingum gegn ÍR í úrvalsdeildinni í knattspymu ann- að kvöld. Baldur fór frá Leiftri til gríska 1. deildar liðsins Panahaiki eftir ára- mótin og samdi til þriggja ára, en var þó á leigu frá Leiftri út þetta tímabil. Lið- ið féll mjög óvænt á dögun- um og í kjölfarið á því kom Baldur heim. Hann lék flestalla leiki liðsins og þótti með bestu leikmönn- um þess. „Það varð að samkomulagi eftir að liðið féll að ég færi heim. Ég var ekki nógu ánægður með gang mála hjá Panahaiki, liðið var allt of sterkt til að falla en peningamálin vom í óreiðu hjá forseta félagsins. Laun skiluðu sér seint og illa og ég á enn peninga hjá félaginu," sagði Baldur við DV í gærkvöld. „Ég tel mig hins vegar hafa stað- ið mig það vel með Panahaiki að ég eigi góða möguleika á að komast að hjá öðm grísku félagi næsta vetur. Það kemur jafnvel til greina að fara aftur til Panahaiki ef skipt verður um forseta," sagði Baldur. Hann er samningsbundinn Leiftri út þetta tímabil og segist standa við þann samning. „Það höfðu fleiri félög sam- band við mig en mér hefur alltaf liðið vel á Ólafsfirði og þar hefur alltaf verið staðið við alla hluti. Það er skemmtilegt þar á sumrin, ég er þegar kominn með fiðringinn og get ekki beðið eftir því að komast norður. Það er mikið af nýjum leikmönnum hjá Leiftri en ég hef heyrt að liðsandinn sé mjög góður og ég á von á fjöragu sumri fyrir norðan," sagði Baldur Bragason. Baldur er þrítugur og spilaði með Leiftri frá því í júlí 1994 og til loka síðasta tímabils. Hann á að baki 115 leiki í efstu deild með Leiftri og Val og auk þess 5 A-landsleiki, og mæt- ir væntanlega í góðu formi norður eftir Grikklandsdvölina. -VS Henning Henningsson, þjálfari Skallagríms: Hvalreki fyrir Borgnesinga - Kristinn Friöriksson genginn í liöiö Úrvalsdeildarlið Skallagríms í körfuknattleik fékk góðan liðstyrk í gærkvöld en þá ákvað Kristinn Friðriksson að ganga í raðir félags- ins. Kristinn er 26 ára gamall bakvörður og er af mörgum talinn besta skyttan í íslenskum körfuknattleik í dag. í vetur hefur hann leik- ið með BK Odense í dönsku 1. deildinni en lengst af sínum ferli hefur hann leikið með Keflvík- ingum og einn vetm- lék hann í búningi Þórsara á Akureyri. „Það er mikill styrkur fyrir okk- ur að fá Kristin og ég myndi segja að hann væri hvalreki fyrir körfú- Henning Henningsson. boltann í Borgarnesi. Hann lék mjög vel með Odense í vetur og gerði stormandi lukku með lið- inu,“ sagði Henning Henningsson, þjálfari Skallagi-íms, í sam- tali við DV I gærkvöld en hann lék einmitt með Kristni hjá BK Odense i vetur. Henning var á dögunum ráðinn þjálfari Skallagríms og mun jafnframt leika með liðinu næsta vetur, svo og fráfarandi þjáifari liðsins, Tómas Holton. Það má því reikna með Borg- nesingum sterkum á næsta keppnistímabili en á nýliðnu tíma- bili komst Skallagrímur ekki í úr- slitakeppnina. -GH Fyrsta deild karla íkvöldkl. 20 íGaröabæ Stjaman KA Olís er styrktaraóili Stjörnunnar t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.