Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 15 Er tími sveitar- stjórnanna kominn? Kjallarinn Helga Guörún Jónasdóttir sérfræöingur á skrif- stofu Jafnréttisráös Kynskipting á vinnumarkaði er einn alvarlegasti og jafnframt þrá- látasti vandi sem vestræn hagkerfi glíma við. Slík skipting stuðlar ekki einasta að launamismunun milli kynjanna með því að mynda stóra klasa af láglauna- störfum innan svonefndra kvennagreina. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kyn- skipting á vinnu- markaði leiði af ________________ sér ósveigjanleika og efnahagslegt óhagræði sem getur dregið veru- lega úr samkeppnishæfhi viðkom- andi hagkerfis. Athyglisverð stað- reynd á tímum harðnandi sam- keppni alþjóðavæðingarinnar! Hlutur sveitarstjórna van- metinn? Beri jafnréttismál á góma er oft- ar en ekki litið til stjórnvalda. í þessu sambandi vill þó gleymast að stjórnsýslustigin eru tvö og að sveitarstjórnir hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þessum efn- um. Auk pólitískrar stefnumótunar á vegum jafnréttisnefnda, þá eru sveitarfélögin iðulega atvinnurek- endur með stórar kvennagreinar á launaskrá. Síðast en ekki síst hafa sveitarstjórnir mikil áhrif á möguleika for- eldra til atvinnu- þátttöku og um leið það svigrúm sem fjölskyldan hefur hvað varð- ar jafnrétti á heimavelli. Útivinn- andi kon- ur og heimilis- störfin Konur á vinnumark- aði hafa verið vin- sælt rann- sóknarefni undanfarna áratugi. Niðurstöð- um lang- flestra ber saman um að auk þess sem staða kvenna er _______ yfirleitt lak- ari en karla hvað launa- greiðslur og metorð snertir, þá axla þær í ríkari mæli ábyrgð- ina á heimilisstörf- um og umönnun bama. Lærðar deilur hafa síðan staðið um það hvort og þá hvaða orsakasam- hengi sé þarna á milli. Það breytir þvi þó ekki að af flest- um, ef ekki öllum, þessum rannsóknum má draga þann lær- dóm að staða kvenna á vinnumarkaðnum er í beinu orsak- Kynskipting á vinnumarkaði er einn alvarlegasti og jafnframt þrálátasti vandi sem vest- ræn hagkerfi glíma við, segir Helga Guörún m.a. í grein sinni. „Rannsóknir hafa leitt í Ijós aö kynskipting á vinnumarkaöi leiöi af sér ósveigjanleika og efna- hagslegt óhagræði sem getur dregiö verulega úr samkeppnis- hæfni viökomandi hagkerfís asamhengi við samspil heimilis og skóla, þ.e. leikskóla og gmnn- skóla. Sveitarstjórnir í lykilstöðu Sveitarstjórnir eru því í lykil- stöðu til að vinna að framgangi jafnréttis kynjanna og samhliða því sporna gegn kynskiptingu á vinnumarkaði. Má í þessu sam- bandi nefna þætti á borð við skóla- sel eða heilsdagskóla fyrir alla ald- urshópa grunnskólans. Þá reynist sumarfríið langa hjá grunnskólun- um oft erfiður hjalli fyrir foreldra að klífa. Síðast en ekki síst geta sveitar- stjórnir beitt sér fyrir því að jafn- réttissinnuð starfsmannastefna verði tekin upp á vinnustöðum þeim tengdum og stuðlað með skipulögðum hætti að viðhorfs- breytingum i garð svonefndra kvennastarfa. Helga Guðrún Jónasdóttir Af ástum ólíkra í landi hinna blindu er sá ein- eygði kóngur. Maður nokkur stóð í þessari trú þangað til hann álp- aðist inn í dal hinna blindu. Þar var hann afbrigðilegur og ekki leið á löngu uns blindingjarnir fóru að gera kröfu um að hann fómaði augum sínum svo hann yrði gjaldgengur brúðgumi í sam- félagi þeirra. Mér skilst að leikgerð þessarar þekktu sögu H.G. Wells, Land hinna blindu, hafi verið sett upp í bæ einum vestur á fjörðum fyrir skemmstu, kannski af því að þar ku einmitt vera eineygður maður sem vill verða kóngur í voða stórri höll. Verkurinn er bara sá að samborgarar hans eru ekki blindir í raun og veru heldur stend- ur hann einungis í þeirri trú að svo sé af því að þeir sjá hlutina öðruvisi en hann. Hver er þá blindur og hver al- sjáandi? Hver er réttsýnn og hver glámskyggn á íslandi i dag? Samlyndi Borgarbúar gera sér stundum þá grillu að þeir þurfi að komast úr skarkala borgarinnar út á land til að sjá hlutina i réttu ljósi. Vera má að þetta hafi tilætluð áhrif, sérstaklega ef menn þekkja fáa á ákvörðunarstaðnum og taka ekki virkan þátt í bæjarlífinu. Þá geta þeir vísast snúið skarpskyggnir til borgarinnar aftur og iðjað ánægð- ir þangað til þvargið blindar þá á ný. Landsbyggðarfólk ímyndar sér aftur á móti stundum að það þurfi að losna úr fámenninu og „þröng- sýninni" og komast þangað sem enginn þekki það í borginni, því þar sé hægt að gera allan „ósómann" í friði. Það þurfi sum- sé að losna undan þeim hömlum sem hin ágengu augu návígisins setji því. Flippa út. Svo geta menn komið afslappaðir og finir til baka og baðað sig í vökulu augnaráði nágrannans, þangað til þrúgunin fer að herja á nýjan leik og nokk- urra daga eða vikna gjugg í borg verður ofar hverri kröfu. Þannig lifa borg og bær merkilegu sam- lífi; hvorugt getur án hins verið. í fámenn- inu vill nálægðin við fólkið sem þekkir mann verða þrúg- andi, í fjölmenninu vill nálægðin við fólk- ið sem þekkir mann ekki verða þrúgandi. Sundurlyndi í borgum getur ver- ið erfitt að halda átt- um. Þar eru blindir og sjáandi, haltir og óhaltir hverjir ofan í öðrum, þar leiðir stundum blindur haltan og öfugt. í bæjum kemst blindur ekki upp með að leiða haltan athugasemdalaust, ja nema ef sú venja skyldi hafa skapast þar um slóðir. Þar getur nefnilega reynst erfitt að vera öðruvísi og hugsa sjálfstætt, vegna þess að bærinn er löngu búinn að hugsa allt fyrir mann. Það eiga því allir að vera blindir ef hefð hefur skapast fyrir því, altént þykir best að allir sjái það sama, stundum meira að segja nýju fötin keisar- ans. Þar fæðast menn og konur á ákveðinn bás og erfitt getur reynst að flytja sig um set i fjósinu, kannski óger- legt. Þar sem nándin er meiri vill persónu- frelsið sumsé verða minna. Þar sem nándin er minni, þó að þröngin sé meiri, verður persónufrelsið einatt meira. Þess vegna flúði ungi maðurinn úr dal hinna blindu áður en þeir stungu úr hon- um augun, jafnvel þótt hann elskaði þar stúlku og fengi henn- ar eftir „aðgerðina“. Hann flúði suður yfir heiðar og keypti sér blokkaríbúð með út- sýni í Kópavogsdaln- um þar sem enginn þekkir hann enn og öllum er nokk sama hvort hann er alsjáandi, nærsýnn, fjar- sýnn eða staurblindur. En sá eineygði er ennþá að von- ast eftir voða stórri höll. Rúnar Helgi Vignisson / borgum getur veriö erfítt aö halda áttum. Þar eru blindir og sjáandihaltir og óhaltir hverjir ofan í óörum, þar leiöir stundum blindur haltan og ófugt. Kjallarinn Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Með og á móti Fer Islandsmótið vel af staö? Fjörleg byrjun „Það fer fjörlega af stað. Ég hef alltaf sagt að byrjun mótsins sé í beinu framhaldi af því hvemig æfingaleikir og annað gangi síð- ustu 3 vikurnar fyrir mót og ég man ekki sjálfur eftir svona þungum vikum rétt fyrir mót, bæði vegna ástands gras- svæða og eins veðurs. Að því leyti finnst mér mótið fara bet- ur af stað en ég átti von á. Lið- in eru greini- lega misjafnt komin og það J^nn8Son' tekur 3^4 um- ferðir að koma mönnum í réttan gír. Lið eru að gera góða hluti í upphafi móts, eins og til dæmis Þróttur. Ég fylgdist með liðinu nokkuð náið í vor og það er greinilegt að á þeim bænum hafa menn æft vel í vetur og íagt sig fram. Þróttarar eru að uppskera laun erfiðisins og þeir verða ekki auðunnir í sumar. Gengi ÍA þarf ekki að koma mönnum svo á óvart þó að liðið sé að spila mun verr en það hefur verið að gera undanfarin ár. Liðið missti marga burðarása úr liðinu og hefur ekki náð að fylla skörð þeirra. Fyrir mótið misstum við 15-20 bestu mennina til útlanda og það tekur tíma að púsla liðun- um saman aftur. Ég er þeirrar skoðunar að ungir og efnilegir strákar eigi eftir að koma á óvart í sumar og það er margt sem bendir til þess að mótið verði jafnt og skemmtilegt og fleiri lið séu tilbúin að taka stig af þeim Uðum sem eru álitin best. “ Vorbragur „Það er yfirleitt ekki mikið að marka fyrstu umferðir ís- landsmótsins í knattspyrnu. Liðin koma flest vel undir- búin til leiks, en misvel þó, auk þess sem meiðsli lykil- manna skekkja þann getumun sem er á milli liðanna. Þetta hafa sum lið nýtt sér í gegnum tíðina, ekki síst þau sem hafa yfir að ráða lakari hópi leik- manna, en þorri félaganna. Stig- in telja jafnmikið hvenær sem þau koma, en gott að fá þau snemma, því þau verða yfirleitt ekki aftur tekin og betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. í ár er kannski skiljanlegt að vorbragur sé á fyrstu leikjunum, því Övenju miklar breytingar hafa orðið á flestum liðanna í kjölfarið á straumi íslenskra leikmanna til útlanda éftir síðasta keppnistíma- bil. Þáð er ekki fyrr en 4-6 um- ferðir eru búnar sem það er að marka frammistöðu liðanna. En þá er reyndar mikið þúið af mót- inu svo sum félög verða búin að koma sér þægilega fyrir með nokkra sigra meðan önnur eru í verri málum. Þó ekki svo að þau geta hæglega unnið til verðlauna eins og dæmin sanna, t.d. varð eitt ágætt félag í 2. sæti íslandsmótsins þrátt fyrir að hafa leikið fyrstu 6 leikina, 1/3 mótsins, án sigurs. Það er mikið af efnilegum ungum leikmönnum að koma upp hjá íslenskum félögum. Ég vona að margir þeirra nái að sýna getu og karakter til að tryggja sér sæti í liðum sínum, en hinir vinni í að bæta sig og sýni þolinmæði. Þótt það hafi kannski ekki verið nein glæsiknattspyma sem á boðstólum hefur verið hing- að til, þá er allt of snemmt að ör- vænta.“ -GH Höröur Hilmarsson knattspyrnuáhuga maöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.