Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1998, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1998 45 Elva Ósk Ólafsdóttir og Aníta Briem í hlutverkum sínum. Óskastjarnan í kvöld verður á stóra sviði Þjóðleikhússins sýning á Óska- stjörnunni eftir Birgi Sigurðsson sem er fyrsta leikrit hans í rúman áratug eða allt frá því Dagur von- ar var sýndur á vegum Leikfélags Reykjavíkur i Iðnó við miklar vin- sældir. Leikhús Sögusvið Óskastjömunnar er íslensk sveit á þeim tíma í ís- lenskum landbúnaði þegar kjöt- fjallið hlóðst upp og ungir bændur höfðu farið út í stórframkvæmdir en voru síðan unnvörpum sviptir kvóta. Ung myndlistarkona snýr aftur á æskuslóðir eftir að hafa verið búsett erlendis. Á æsku- heimilinu býr systir hennar. Báð- ar höfðu þær þótt efnilegir lista- menn í æsku en aðeins önnur hélt út í heiminn og líf þeirra tók ólíka stefhu. Leikarar í Óskastjömunni eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Þór Tulinius, Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir og Aníta Briem. Leikstjóri er Hall- mar Sigurðsson. Orlan veröur meö fyrirlestur og mál- þing í Norræna húsinu í kvöld. Orlan - spjallar við áheyrendur Franska listakonan Orlan hefur mikla sérstöðu og notar líkama sinn sem tjáningarform. í Nýlistasafninu er til sýnis myndband þar sem má sjá þær aðgerðir sem hún hefur far- ið í sjálfviljug á skurðarborðinu. í kvöld verður Orlan með fyrirlestur i Norræna húsinu kl. 20 og fýlgir málþing i kjölfarið. Umferðaröryggisdagur í Neskaupstað í dag heldur Slysavamafélag kvenna i Neskaupstað ásamt Um- ferðarráði og fleiri aðilum um- ferðaröryggisdag fjölskyldunnar. Full dagskrá verður á planinu fyrir framan Hótel Egilsbúð á milli kl. 15 og 19. Verður margt gert til skemmt- unar og fróðleiks. íslenska óperan: Chilingirian-strengjakvartettinn — Einar Jóhannesson gestaeinleikari í kvöld verða í íslensku óperanni tónleikar með Chilingirian-strengja- kvartettinum. Sérstakur gestur kvartettsins á þessum tónleikum verður Einar Jóhannesson klarí- nettuleikari. Chilingirian-strengja- kvartettinn hefur starfað í 25 ár og haldið tónleika í sex heimsálfum, í öllum virtustu tónlistarhúsum ver- aldar. Með tónleikum sínum og upp- tökum fyrir stærstu hljómplötufyrir- tæki heims hefur kvartettinn skapað sér nafn sem einn þekktasti strengja- kvartett heims. Chilingirian hefur fast aðsetur í Royal College of Music í London. Breska sendiráðið styrkir komu kvartettsins hingað til lands. Margir heimsþekktir einleikarar hafa leikið meö kvartettinum og gestaeinleikari i kvöld verður eins og áður segir Einar Jóhannesson. Á efnisskrá eru verk eftir Haydn, Janacek og Mozart. í Chilingirian eru Levon Chilingirian, 1. flðla, Charles Sewart, 2. fiðla, Philip De Groote, selló, og Ásdís Valdimars- dóttir, víóla, en hún gekk til liðs við kvartettinn 1995, hafði áður starfað með Miami-kvart-ettinum. Tónleik- arnir hefjast kl. 20. Chilingirian-strengjakvartettinn leikur í íslensku óperunni í kvöld. Hæg vestlæg átt Skammt suð- ur af landinu er hægt vaxandi 1.027 mb. hæð sem þokast vestur. Við Hvarf er minnkandi lægðar- drag. í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt og dálltil súld með köfl- um við vesturströndina og á annesj- um norðaustanlands en víða létt- skýjað og þurrt annars staðar. Hiti verður 12 til 20 stig síðdegis en 5 til 8 stig í nótt, hlýjast suðaustanlands. Sólarlag í Reykjavík: 23.16 Sólarupprás á morgun: 3.34 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.38 Árdegisflóð á morgun: 8.05 Veðrið í dag Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 5 Akurnes léttskýjaó 7 Bergstaöir þoka 5 Bolungarvík skýjaö 5 Egilsstaðir 6 Keflavíkurflugv. skýjaö 8 Kirkjubkl. léttskýjaö 8 Raufarhöfn súld 4 Reykjavík skýjaö 8 Stórhöföi skýjaö 7 Helsinki skýjaö 6 Kaupmannah. þokumóöa 10 Osló skýjaö 11 Stokkhólmur 9 Þórshöfn skýjað 6 Faro/Algarve léttskýjaö 15 Amsterdam þokumóöa 12 Barcelona skruggur 18 Chicago hálfskýjaö 13 Dublin skýjaö 7 Frankfurt rign. á síö. kls. 12 Glasgow léttskýjaö 9 Halifax alskýjaó 12 Hamborg þokumóöa 12 Jan Mayen snjóél á síö. kls. 0 London rigning 8 Lúxemborg skýjaö 10 Malaga léttskýjaö 18 Mallorca skýjað 17 Montreal heiöskírt 10 París skýjaö 12 New York skýjaö 19 Orlando alskýjaö 26 Róm þokumóöa 17 Vín léttskýjaö 15 Washington alskýjaö 15 Winnipeg heiöskírt 15 Öxulþungatak- mörk á stöku staö Góð færð er á þjóðvegum landsins. Vegna aur- bleytu eru öxulþungatakmörk á stöku stað á norð- anverðu landinu og eru þeir vegir merktir með til- heyrandi merkjum. Yfirleitt er miðað við ásþunga Færð á vegum upp á sjö tonn, þó getur það verið minna sums stað- ar. Vegavinnuflokkar eru á nokkram stöðum og er meðal annars verið að lagfæra leiðina Ara- tunga-Gulifoss. Ástand vega Skafrenningur E3 Steinkast 12 Hálka CD Ófært 0 Vegavinna-aftgát 0 ðxulþungatakmarkanir H1 Þungfært <£> Fært fjallabílum Samkomur Umsjónarfélag einhverfra Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 20 í sal Þroskahjálpar að Suðurlandsbraut 22. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Félag eldri borgara, Kópavogi Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8 i dag kl. 13. Kristján eignast systur Litla telpan sem er á milli móður sinnar og bróður heitir Þórunn og fæddist á fæðingardeild Landspítalans 16. septem- Barn dagsins ber síöastliöinn. Hún var við fæöingu 2.750 grömm og 50 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Magnea Magnúsdóttir og Stefán Kristjánsson og bróðir Þórunnar heitir Kristján. Eins og sjá má eru Bualfarnir ekki háir í loftinu. Búálfarnir Hefurðu týnt sokk? Eða skart- gripum? Telurðu þig vita hvar þú skildir eftir penna án þess að þú getir fundið hann? Skýringuna má finna hjá búálfunum sem er#’1 aðalpersónumar í The Borrowers sem Háskólabíó hefur sýnt að undanförnu. Búálfarnir búa í hi- býlum okkar. Þeir nota sokkinn sem rúm og penninn er orðinn að brú. Búálfarnir mega ekki sjást og þeir mega ekki fá meira lánað en þeir hafa þörf fyrir. Búálfamir í The Borrowers lifa sáttir við sitt þar til þeir þurfa að skipta um húsnæði, þá vandast málin. Aöalhlutverkin em í höndum Johns Goodmans, Jims Broadbents, Celia Kvikmyndir Ilb Imrie, Marks Willi- ams, Bradleys Pierce og Hughs Lauries. Leikstjóri er Peter Hewitt. The Borrowers er byggð á vin- sælum bamabókum eftir Mary Norton. Hugmyndina að þessu litla fólki má rekja til þess þegar hún lék sér sem bam að máluðum postulínsbrúöum. Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Háskólabió: Keimur af kirsuberi Laugarásbíó: Deconstruction Harry Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: Fallen Bíóborgin: Out to Sea Regnboginn: Scream 2 Regnboginn: Vængir dúfunnar Stjörnubíó: The Assignment Krossgátan Lárétt: 1 hindrun, 5 vafa, 8 reykja, 9 fífl, 10 örlaganorn, 11 umdæmis- stafir, 12 boltinn, 15 ringlulreiðin, 17 sefi, 19 venjur, 20 gæsla, 21 hjálp. Lóðrétt: 1 drap, 2 org, 3 makaði, 4 pinni, 5 lauk, 6 gladdist, 7 rölt, 10 mikill, 13 grind, 14 lögun, 16 tré, 18 blöskra. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 svelti, 8 víti, 9 ali, 10 asa, 11 flas, 13 timdur, 16 lána, 18 iða, 19 nauðga, 21 Ámi, 22 ári. Lóðrétt: 1 svall, 2 víst, 3 eta, 4 lifn- að, 5 taldi, 6 il, 7 fis, 12 auðar, W unun, 15 raki, 17 áar, 19 ná, 20 gá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,990 71,350 72,040 Pund 116,320 116,920 119,090 Kan. dollar 48,730 49,030 50,470 Dönsk kr. 10,5750 10,6310 10,4750 Norsk kr 9,5160 9,5680 9,5700 Sænsk kr. 9,2140 9,2640 9,0620 Fi. mark 13,2480 13,3260 13,1480 Fra. franki 12,0120 12,0800 11,9070 Belg. franki 1,9525 1,9643 1,9352 Sviss. franki 48,6100 48,8700 49,3600 Holl. gyllini 35,7300 35,9500 35,4400 Þýskt mark 40,2900 40,4900 39,9200 ít. líra 0,040750 0,041010 0,040540 Aust. sch. 5,7220 5,7580 5,6790 Port. escudo 0,3931 0,3955 0,3901 Spá. peseti 0,4739 0,4769 0,4712 Jap. yen 0,515200 0,518300 0,575700 írskt pund 101,420 102,050 99,000 SDR 94,260000 94,830000 97,600000 ECU 79,3000 79,7800 78,9600 Símsvari vegna gengisskráningar 562327Cjp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.