Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stofnaður af forsvarsmönnum Samtaka um þjóðareign í dag Stefnt að fram- boði í öllum kj ördæmum s I dag verður stofnaður stjórnmálaflokkur hér á landi, í annað skipti á fáum dögum. Pétur Gunnarsson sat blaðamannafund með stofnendum Frjálslynda lýðræðis- flokksins í gær. Þeir íhuga að leggja lög- bann við notkun Sverris Hermannssonar á stefnuskránni, sem unnin var áður en upp úr samstarfí þeirra og Sverris slitnaði. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ fundi aðstandenda Frjálslynda lýðræðisflokksins. Bárður Halldórsson, Lúðvík Kaaber og Guðmundur Ólafsson. STJÓRNMÁLAFLOKKUR, sem stefnir að framboði í öllum kjördæmum við næstu Alþing- iskosningar, verður stofnaður á fundi í félagsheimili Seltjarnarness í dag. Vinnuheiti flokksins er Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn en á fund- inum verða greidd atkvæði um nafn hans, jafnframt því sem forystu- menn verða kosnir. Bárður Halldórsson, formaður Samtaka um þjóðareign, sem kynntu flokksstofnunina og lögðu fram stefnuyfírlýsingu á blaða- mannafundi í gær, segir að það sé fundarmanna í dag að ákveða hverj- ir verði í forystu flokksins enda sé þetta hreyfing sem leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð. Á fundinum rakti Bárður, ásamt stjórnarmönnum í Samtökum um þjóðaiæign, þar á meðal Valdimari Jóhannessyni, blaðamanni, Guð- mundi Ólafssyni, hagfræðingi, og Lúðvík E. Kaaber, héraðsdómslög- manni, hvernig samstarfsslit Sam- taka um þjóðareign og Sverris Her- mannssonar hefði borið að frá sínum sjónarhóli. Bárður sagði, að eftir að hafa um skeið unnið með Sverri að samningu stefnuskrár og laga fyrir væntanleg- an sameiginlegan stjórnmálaflokk, hefði hann komið að máli við Sverri hinn 16. nóvember og tjáð honum að ekki teldu allir félagsmenn Samtaka um þjóðareign Sverri heppilegan foringja flokksins. Sverrir hefði sagst hrifinn af óhlutbundnum kosn- ingum og lagt til að kosið yrði um foringja á stofnfundinum. Daginn eftir hefði hann hins veg- ar snúið við blaðinu og slitið sam- starfi einhliða við Samtök um þjóð- areign. Bárður og Valdimar sögðust telja að í raun hefði aldrei vakað fyr- ir Sverri annað en að nota krafta samtakanna til þess að fleyta sér inn á Alþingi til þess að hann gæti þar hefnt harma sinna og átt í illdeilum við Finn Ingólfsson og Jóhönnu Sig- urðardóttur. Bárður sagði það vonbrigði að Sveirir hefði ekki treyst sér til að lúta leikreglum lýðræðisins og láta kjósa um forystumenn flokksins. Ekki hefði komið fram málefnaá- greiningur milli þeirra. Bárður sagðist telja að það að stofna stjórn- málaflokk með fjölskyldu sinni og tveimur vinum, eins og Sverrir hefði gert, bendi ekki til að menn telji sig njóta mikils fylgis. Nýtti andlega krafta til að semja stefnuskrá Bárður Halldórsson sagði að Sverrir Hermannsson hefði nýtt sér þá andlegu krafta, sem Samtökin um þjóðareign byggju yfir, til þess að útbúa stefnuskrá fyrir flokk, sem ekki ætti að hafa annað að markmiði en að lyfta persónu Sverris Her- mannssonar til áhrifa. Hann sagði að Samtök um þjóðar- eign íhuguðu að leggja lögbann við því að Sverrir Hermannsson og Frjálslyndi flokkurinn, sem hann hefði stofnað með kennitölubraski eins og eitthvert hlutafélag, reyndi að nota þá stefnuskrá sér til fram- dráttar. Valdimar sagði að fylgismenn Sverris hefðu reynt að nota þeim fé- lögum það til hnjóðs að hafa séð á skrifstofu samtakanna drög að hug- myndum um það hvernig hægt væri, að bandaríski'i fyrirmynd,_að endur- reisa líf þeirra þúsunda íslendinga sem neyddust til að lifa í neðanjarð- arhagkei-fínu eða hrekjast úr landi vegna gjaldþrota. Slíkar tillögur væri erfítt að vinna en aðstandendur Frjálslynda lýðræðisflokksins vilji alltént reyna að vinna að bættum hag þessa stóra hóps. „En það er kannski eðlilegt að þeir sem hafa alist upp við hermangsgróða eða hafa „milljónapensjón“ geti ekki hugsað sér það,“ sagði Valdimar. I yfirlýsingu Sverris frá í gær er gefið í skyn að stjórnarmenn Sam- taka um þjóðareign gangi erinda, eða a.m.k. stuðli að framgangi hags- muna kvótaeigenda. Guðmundur Olafsson sagði að þetta væri rógur sem krefja ætti Sverri um rökstuðn- ing fyrir. Valdimar sagði að Sverrir hefði sjálfur verið kvótaeigandi og ráðherra í þeirri ríkisstjórn, sem kom kvótakerfinu á. Guðmundur sagði einnig að þeir menn væru til innan Samtaka um þjóðareign, sem alla tíð hefðu verið andvígir samvinnu samtakanna við SveiTÍ Hermannsson. Lúðvík Kaaber sagðist fagna því að upp úr samstarfi við hann hefði slitnað. Bárður Halldórsson kvaðst hafa borið ábyi-gð á því að fá Sverri til samstarfs við Samtök um þjóðareign með því að hringja í hann eftir að hann hraktist úr Landsbankanum og lýsa því yfir að hann vildi ganga til liðs við þá sem berðust gegn kvótakerfinu. Þá baráttu hefðu Sam- tökin stundað lengi og Bárður hefði boðið Sverri velkominn til liðs við þau. Þannig hefðu samtöl þeirra og samvinna hafist. Bárður sagði að sjálfsagt mætti saka sig um að hafa verið bláeygur að telja að Sverrir hefði áhuga á málefnabaráttu. Frumburðarréttur þjóðarinnar og hærra kaup til þingmanna I stefnuyfirlýsingu Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem lögð var fram í gær, kemur fram að flokkurinn vilji móta og standa vörð um réttlátt, frjálst og opið þjóðfélag þar sem leit- ast er við að finna jafnvægi milli frelsis, jafnréttis og samstöðu - þjóðfélags þai' sem enginn verður hnepptur í fjötra fátæktar, fáfi'æði eða ósjálfstæðis. Meginmarkmið flokksins sé að þjóðin nái aftur frum- burðarrétti sínum til hagnýtingar lands og sjávar. Hafnað sé hvers kyns sérdrægni og einkaleyfum til aðgangs að sameiginlegum auðlind- um. í almennri stefnuyfirlýsingu eru áherslum flokksins gerð nánari skil. Þar kemur m.a. fram að flokkurinn vilji stuðla að aukinni virðingu Al- Stefnuyfírlýsing Frjálslynda lýðræðisflokksins þingis, meðal annai's með því að búa Alþingismönnum betri aðstæðui' til L að sinna skyldum sínum og tryggja | að þeir vinni þann eið sem þeir hafa §1 unnið að stjómarskránni. Lúðvík Kaaber staðfesti að með þessu væri átt við kauphækkun til þingmanna og Guðmundur Ólafsson sagði að þetta gæti þýtt það og einnig hitt að aðstaða þingmanna yrði bætt og aukinn aðgangur þeirra að sérfræðiaðstoð. Lúðvík sagði að nú ættu þingmenn erfitt með að gegna skyldum sínum; þeir væru L háðir hagsmunasamtökum, fiskveiði- \ stjórnunarkerfíð væri til marks um ? niðurlægingu löggjafans. Enginn fundarmanna lýsti yfir framboði til alþingis og Bárður sagði að það væri verkefni flokksmanna að velja frambjóðendur. Fundarboðendurnir kváðust gera sér ljóst að samstarfsslit þeirra og Sverris Hermannssonar væru til þess fallin að spilla fyrir baráttu þeirra. Um 300 manns hefðu sýnt áhuga á þátttöku í stofnfundi áður en I samstai-fið brást. Þeh' kváðust vona að almenningur sýndi áhuga á að snúið yrði frá fiskveiðistjómunar- kerfinu áður en það yrði of seint og á þeim hugsjónum sem flokkurinn er stofnaður til að vinna að. Þeir sögð- ust vilja skora á fólk að fjölmenna á stofnfund Frjálsslynda lýðræðis- flokksins, sem hefst klukkan 10.30 í félagsheimili Seltjarnamess í dag. Húsið verður opnað klukkustund áð- ur en fundur hefst. Þjóðin nái aftur frum- burðarrétti sínum FRJÁLSLYNDI lýðræðisflokk- urinn gaf í gær frá sér stefnu- yfu’lýsingu, sem fer hér á eftir: „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er stjórnmálahreyfing Islendinga sem vilja móta og standa vörð um rétt- látt, fi'jálst og opið þjóðfélag þar sem leitast er við að finna jafnvægi milli frelsis, jafnréttis og samstöðu - þjóðfélags þar sem enginn verður hnepptur í fjötra fátæktar, fáfræði eða ósjálfstæðis. Einkunnarorð flokksins eru: Frelsi - jafnrétti - samstaða. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn að- hyllist frjálst markaðskerfi, leggur áherslu á réttindi og skyldur hvers einstaklings til að gæta eigin velferð- ar og hagsmuna, hafnar hvers kyns forréttindum og einokun einstakra manna, flokka eða samtaka, en hefur borgaralegt og stjórnmálalegt jafn- rétti og frelsi að leiðarljósi. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn telur að styrkur hvers samfélags sé fólginn í vilja og atgervi frjálsra karla og kvenna, sem hafa traust á samfélagi sínu og vita sig búa við frelsi háð lögum. Eitt helsta verkefni þeirra sem falið er að fara með stjórnmálalegt vald er að endur- reisa, vemda og efla þetta traust. Það verður aðeins gert með því að tryggja að slíkt traust sé verðskuld- að og réttmætt. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn berst fyrir lýðræðislegu og frjálsu samfélagi og hafnar forræði ein- stakra hópa og stétta yfir ráðuneyt- um landsins. Flokkurinn leggur áherslu á að ríkisvaldið er til þjón- ustu við alla Islendinga, og beri að haga vinnubrögðum sínum sam- kvæmt því. Hlutverk ríkisvaldsins er að leggja almennan lagagi'unn fyrir athöfnum manna, en ekki að ráðskast með þá á sviðum þar sem þeir em færari um að ráða sér sjálf- ir. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vill færa stjórnarskrá lýðveldisins í nú- tímalegt horf að fyrirmynd þeirra ríkja þar sem lýðræðislegt stjórnar- far hefur náð mestum þroska. í því skyni verði kosið sérstakt stjórn- lagaþing með landið allt sem eitt kjördæmi. Flokkurinn leggur sér- staka áherslu á eftirfarandi: Þrískipting ríkisvaldsins verði gerð ákveðnari og greinilegri þannig að löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald verði óháð og aðskilin hvert frá öðru. Frelsi einstaklinga til orðs og at: hafna sé tryggt í stjómarskrá. I þessu tilliti vegur þyngst réttur hins almenna borgara gagnvart stjórn- völdum. Sjálfstæði, frelsi og réttur allra einstaklinga til að stofna félög eða vera utan þein-a skal jafnframt tryggður í stjórnarskrá. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn tel- ur brýnt að komið verði á beinni og gagnkvæmari tengslum milli stjóm- valda og kjósenda með svokölluðum „lýðræðistih'aunum" - beinu lýðræði á sveitarstjómarstiginu, rafrænum þjóðai-atkvæðagi-eiðslum, stefnu- markandi málstofum og/eða rökræð- um frjálsra borgara um einstök þjóð- mál á vettvangi fjölmiðla o.s.frv. Slíkt kæmi ekki í staðinn fyrir hið form- lega kosningakerfi, heldur sem við- bót við það. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn setur mannúð í öndvegi og mun standa vörð um velferðarþjóðfélag með öryggis- og tryggingakerfi sem dregur ekki dug og framtak úr fólki, en kemur dyggilega til móts við þarf- ir þess. Flokkurinn mun ekki líða að þeir sem bíða lægri hlut í baráttu við fátækt, sjúkdóma eða aðra ógæfu verði látnir einir um ófarnað sinn, og mun tryggja þeim alla aðstoð sem unnt er að veita. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn heitir því að standa vörð um heil- brigðisþjónustu landsins og lýsir því yfir að þeir sem skilað hafa fullu dagsverki í þágu samfélagsins eigi að njóta tiyggra ævidaga í ellinni og eiga kost á starfi við sitt hæfi svo lengi sem þeir kjósa og eru færir um. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vill tryggja jafnrétti til menntunai', óháð efnahag eða búsetu. Skólaskylda miði að því að búa uppvaxandi kynslóðir undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Á efri skólastigum verði lögð meginá- hersla á að efla sjálfstæði í vinnu- brögðum og á gagnrýna og skapandi hugsun án þess að dregið sé úr vægi undirstöðugreina. Menntun er fyrir fólk á öllum aldri og þjóðfélag sem er stöðugum breytingum undirorpið krefst símenntunai'. Frjálslyndi lýðræðislokkurinn mun jj berjast gegn hvers kyns spillingu í ís- jg lensku þjóðlífi og stjórnmálum og § stuðla að aukinni virðingu Alþingis, meðal annars með því að búa Álþing- ismönnum betri aðstæður til að sinna skyldum sínum og tryggja að þeir virði þann eið sem þeir hafa unnið að stjórnarskránni. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mun á sviði utanríkismála gæta ís- lenskra hagsmuna í hvívetna og , skipa íslandi áft'am í sveit lýðræðis- 1 ríkja. Flokkurinn vill að íslendingar jj stuðli eftir mætti að frelsi og virðingu j! fyrir mannréttindum meðal allra þjóða og leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa landa og heimshluta, þar sem neyð ríkir, til sjálfshjálpar. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur að meginmarkmiði að þjóðin nái aftur frumburðarrétti sínum til hagnýtingar lands og sjávar og hafn- ar hvers kyns sérdrægni og einka- leyfum til aðgangs að sameiginlegum j auðlindum. Fiskveiði- og hálendislö^g- I um verði breytt þannig að öllum Is- J lendingum sé tryggður jafn réttur til nytja lands og lagar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.