Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 22
Kirkjan í Odda og bærinn eins og bann lítur út núna. lesa bækur, og það urðu að vera bækur á móðurmálinu, bækur á latínu dugðu ekki þótt hún væri mál lærðra manna. Þessi siður Islendinga að skrá á skinn frásagnir af merkum og ómerkum atburðum, líka hvers kyns sagnir og kveðskap sem augljóslega var ekki ætlaður til annars en skemmtunar, þessi siður er orðinn svo rót- gróinn á 12. öld að það virðist ekki hvarfla að nafn- greindum höfundum 13. aldar, eins og Snorra Sturlu- syni og Sturlu Þórðarsyni, að skrifa á öðru máli en íslensku þó að Sæmundur fróði muni hafa skrifað á latínu. Eflaust hefur samfélagsgerðin ýtt undir að menn láta skrá hvers kyns heimildir, til að mynda um eignarrétt á jörðum, hverjir námu land á hverjum stað og svo framvegis. Heimildir eru um að fyrsti prestur í Odda, Sigfús Loðmundsson, faðir Sæmundar fróða, hafi stundað nám hjá Rúðólfi farandbiskupi í Bæ í Borgarfirði. Hins veg- ar verður getspeki hvers og eins að skýra fyrir okkur hvað hefur komið föður hans til að senda sveininn til náms. Hvað var það sem knúði svo marga ólæsa höfð- ingja hérlendis til að senda sonu sína í skóla hins nýja siðar til að læra að lesa og skrifa, læra vísindi samtím- ans? Svör við þvílíkum spurningum liggja ekki á lausu. Við skulum í þessu sambandi hafa í huga að það eru fáir áratugir iiðnir af 11. öld þegar Sigfús þessi er sendur frá Odda um óravegu þeirra tíma vestur á land til skólanáms hjá útlendingi, svo skammur tími liðinn frá kristnitökunni á Þingvelli árið 1000 að faðir hans hefur sennilega munað hana sjálfur. Síðan sitja afkomendur þessara manna hér og hafa forystu innan héraðs og utan. Kennslan Fór Fram á Latínu Ekki er vitað um skólahaldið í Odda í einstökum atriðum. Það hefur verið líkara heimiliskennslu en nú- tíma skóla, og sjálfsagt hafa meistararnir eins og Sæ- mundur prestur reynt að haga kennslunni í samræmi við skólanám eins og þeir þekktu af eigin reynslu er- lendis frá. Megininntak í skólanámi þeirra tíma skiptist í sjö greinar, hinar „sjö frjálsu listir" er svo nefndust. Þar var fyrst þrívegurinn, vegurinn til málsnilldar, en það voru þrjár málsgreinar: málfræði, rökfræði og ræðufræði (eða mælskulist). Framhaldið var svo fjór- vegur: reikningslist, flatarmálsfræði, söngfræði og stjörnufræði. Það var vegurinn til vísdóms. Kennslan fór fram á latínu, eflaust með skýringum á móðurmál- inu, og þannig varð lærðum mönnum hún töm. Sú ákvörðun þingheims á Þingvelli um aldamótin 1000 að allir landsmenn skyldu játa kristna trú hafði miklu víðtækari áhrif en þau sem oftast og helst er minnst á, umskipti frá skurðgoðadýrkun Asatrúar- manna til trúar á guð heilagrar kirkju. Kirkja þeirra tíma, miðaldakirkjan, var í raun alþjóðleg stofnun, einu skipulegu alþjóða samtök sem nokkuð kvað að á þeim tíma. Ákvörðun Islendinga um að snúast til kristinnar trú- ar var því öðrum þræði ákvörðun um að ganga í þetta alþjóðlega samfélag með þeim réttindum og skyldum sem fylgdu. Kirkjan leit svo á að skyldurnar væru m.a. hlýðni við páfann í Róm og önnur rétt kirkjuleg yfir- völd, en það tók aldir að kenna íslendingum að sinna þessari skyldu, og tókst víst aldrei eins vel og kirkju- höfðingjar suður í löndum vildu. Þetta var í raun ákvörðun um að taka upp háttu siðmenntaðra þjóða eins og þeir þekktust á þeim tímum. Dreifingarstöðvar Alþjóðlegra Menningaráhrifa Fyrir okkur íslendinga nútímans er óljóst hverju þessi ákvörðun hefur breytt í lífi forfeðra okkar fyrir tæpum aldatug, en eflaust hafa breytingarnar verið hægfara sökum lifnaðarhátta í þeirra tíma samfélagi. Við vitum til að mynda ekki hversu hratt, eða hægt, kristnar hugmyndir hafa fest rætur með þjóðinni eða hversu ríkar hugmyndir Ásatrúarinnar hafa verið í huga manna næstu aldir. Hitt virðist nokkuð augljóst hvaða réttindi vegna trúarskiptanna skiptu sköpum fyrir íslenska menningu þegar til lengdar lét. Það voru þau óbeinu réttindi sem jafnan fylgja lærdómi og þekk- ingu á fremstu vísindum samtímans. Og með því að ákveða að landsmenn skyldu allir kristnir vera opnuðu íslendingar sér aðgang að alþjóðlegri menningu sam- tímans, eða réttara sagt, að hinum vestræna, evrópska hluta hennar. í þessu sambandi verður vart lögð of rík áhersla á að öll vísindi þeirra tíma voru í höndum kirkjunnar, því að sú aðgreining trúarbragða og vísinda sem við þekkjum nú, var ekki komin til sögunnar. Að- setur kirkjumennta, eins og klaustrin, stólsskólarnir og skólarnir á stöðum eins og Odda, Haukadál í Biskups- tungum, Bæ í Borgarfirði o.s.frv., voru því í raun dreif- ingarstöðvar alþjóðlegra menningaráhrifa. Frá slíkum stöðum breiddist út bókleg þekking, kunnáttan að lesa og skrifa. Ef svo hefði ekki verið, hefðu íslendinga sögur og önnur slík rit aldrei verið skráð. En jarðveginn undirbjuggu menntasetur eins og Oddi sem ef til vill hefur verið helsta menningarstöð landsins um hríð. Að minnsta kosti verður þáttur þessa staðar ekki ofmetinn í því menntunarstarfi sem fram fór fyrstu aldir kristn- innar á íslandi. Vegur Oddastaðar hefur lækkað á liðnum öldum. Það má oft kallast óraunhæf draumsýn að ætla sér að hefja forna sögustaði til vegs á ný. En er það svo fjarstætt um Odda? Séra Matthías sá bjartari tíma fyrir sér um Rangárþing þegar hann kom hingað 1901 og orti ljóð sitt sem hann nefnir Á Gammabrekku, sautján erindi þar sem í eru m.a. þessi erindi: Ó, Rangárgrundin glaða, nú glóir þú við sól, en mikil mein og skaða þér mælir tímans hjól! Og sárt þú máttir sýta og syngja dapran brag, er yfír allt að líta var eyðihjarn og flag. En römm þó yrði raunin við rok og eld og sand, þá gróa gömlu hraunin og grær á ný þitt land. Og enn þá anga fögur þín ungu hjartablóm, og enn þinn Ijómar lögur með lífsins silfurhljóm. Gömlu hraunin hér upp frá eru tekin að gróa og svartir sandar orðnir grænir á ný, svo að eldri kynslóð- in þekkir ekki lengur Rangárvellina fyrir sömu sveit og yngri kynslóðin ekki sandbylji. Var þessi draumsýn fyrrverandi Oddaklerks ekki óraunhæf um aldamótin 1900? Ég hygg nú samt að sú draumsýn sumra manna sé miklu raunhæfari nú, að hugsa sér að vekja Oddastað til virðingar á ný og koma hér upp nútíma mennta- stofnun. svo sem rannsókna í búvísindum á vettvangi þar sem búskapur er stundaður. Slík stofnun hæfði staönum á næstu öld þegar aldatugur verður liðinn frá kristnitökunni. Það verkefni bíður ungu kynslóðarinnar sem hefur verið svo lánsöm að kynnast ekki sandbyljum á Rangársöndum. Árni Böðvarsson cand. mag. er málfarsráðu- nautur Rlkisútvarpsins. Jón Gunnar Jónsson Ástarsaga Jón átti bát en ég ekki neitt og Jón átti líka kofa. Við elskuðum Rósu vitlaust og heitt og vildum hjá henni sofa. Leystum við skjótlega litla þraut sem lögð var hér fyrir okkur. Nú Rósa og Jón eru réttgift hjón — ogég — ég er hjálparkokkur. Skrifað á bækur 1. Vetur er nú. Það verður ekki lengi, vorið mun koma bráðum eins og fyr, lcika á sína léttu og glöðu strengi. Látum því standa opnar hjartans dyr. 2. Bráðum víkur, Bergur minn, burtu okkar dagur. Áfram heldur heimurinn harður en ægifagur. Eftirmæli Samviskan bauð að legði hann líf sitt að veði. Samt var það bara rugl sem hún var að kvaka. Börn sín og konu glaður hann kvaddi og hress í geði. Kom svo dauður til baka. Tómas Nú hægjum við ferðina. í hinsta sinn haninn galar á Pétur. Taktu á sárinu, Tómas minn. Trúðu svo, ef þú getur. Jón frá Pálmholti Jón Yngvi — Endurbirt vegna þess aö lína féll niöur Svartir vindar þjóta um myrkur loftsins fara rauðar stjörnur fara stjörnur í rauðum skýjum um möl og brekkur slær leiftri frá ókunnum orðum frá heitum dýrum orðum sem aldrei voru sögð. Um blátt myrkur loftsins á veglausri nóttu fara óræðir draumar fara draumar úr óræðum söngvum yfir strandir og höf æðir gnýrinn frá ókunnu hrópi frá sáru vonlausu hrópi sem aldrei heyrðist. Svartir fuglar í skýj um * undir örlagaskuggum fara djúpir tónar fara tónar úr grænum djúpum um friðlausa andrá bíður leitin að ókunnri perlu að mjúkri lýsandi perlu sem aldrei hefur fundist. Jón Gunnar Jónsson safnar vlsum og birtir I Lesbók. Jón frá Pálmholti er skáld I Reykjavlk. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.