Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1985, Blaðsíða 9
trúuð og það má vel vera að hún hafi verið dýrlingur. Torfi: Agnes getur verið dýrlingur þótt hún sé vanheil á geði. Starfsemi líkamans og heilagleiki eru sitt hvað. Hins vegar liggur það fyrir að hún hafi átt mjög erfiða æsku og þess ber hún merki. Svo að við víkjum aftur að kirkjunni. Nú segir Martha á einum stað í verkinu við Mirj- am, fulltrúa kirkjunnar: „Fátækt, skírlífi og fáfræði, það er á því sem þið þrífist." Byggir kirkjan tilveru sína á fáfræði? Torfi: Alls ekki. Kirkjan var brautryðjandi í menntun og öflun þekkingar. Visindi, bókmenntir og listir þróuðust i skjóli hennar. En stundum hafa kirkjunnar menn óttast að vissar skoðanir röskuðu heimsmyndinni, t.d. því að jörðin væri miðpunktur sólkerfisins. Það reyndist ekki vera rétt, enda kom brátt í ljós að leiðrétt- ing á þessu atriði raskaði engu í trúnni. Allur sannleikur er frá Guði, bæði í trú og vísindum, því geta rétt vísindi og trúin ekki rekist á, þau liggja samsíða. Ef árekstur verður, að því er okkur virðist, þá hefur annar hvor aðilinn misskilið eitt- hvað. Högni: Ég held að trúin og trúarþörfin, hvernig sem henni er fullnægt, sé mjög nauðsynlegt einnig í vísindum og fyrir vís- indi. Þar get ég verið Torfa sammála. Torfi: Mér dettur í hug það sem einhver sagði að stundum virtist eins og fólk, sem búið er að troða kollinn á sér fullan af þekkingu og vísindum, hafi lokast meir fyrir hinu yfirnáttúruiega heldur en þeir sem meira rými hafa ónotað í höfðinu. Ef hægt væri að kenna farfugli á kort og áttavita, myndi hann hætta að rata af eðl- isávísun. Kirkjan Og Fáfræðin Nú gerist verkið í klaustri. Klaustur, eru þau nauðsynleg í dag, og ef svo er, hvaða hlutverki gegna þau? Torfi: Það að ganga í klaustur hlýtur að byggjast á því að menn vilja helga sig Guði algerlega. Klausturfólk reynir að nálgast Guð, gera vilja Hans og gefast Honum, eftir því sem unnt er. Viðleitni þess og bænir hljóta að vera öllum til blessunar. Klaustrin eru nokkurskonar aflvaki kirkjunnar meðal fólksins. Karmelsystur hafa t.d. hugleiðingu og bænahald að aðal- starfi en vinna ekki veraldleg störf að neinu ráði. Við getum spurt hvort þörf sé á starfi þeirra, ég held sjálfur að það sé mjög mikilvægt. Aðrar reglur starfa meira í hinum veraldlega heimi, t.a.m. Jósefs- systur og Franciskussystur og ekki síst Kærleikstrúboðarnir, regla Móður Teresu í Kalkútta. Hún fæst fyrst og fremst við að líkna sjúku og þjáðu fólki. Okkar tímar krefjast þess að sérstaklega sé unnið að því, neyðin og þjáningin í heiminum krefst liknar, á það hefur Móðir Teresa öðrum fremur bent. Högni: Nú er ég ekki trúaður maður svona í hefðbundnum skilningi. En ég held að klaustur og klausturlifnaður hafi ákveðna þýðingu í þjóðfélagi nútímans. Hér fyrr á öldum voru klaustur mikil menntasetur, það að ganga í klaustur var fyrir marga eina tækifærið til að geta lært. í því sam- bandi má nefna bókina „Nafn Rósarinnar" sem kom hér út síðasta haust. Þar er þessu lærdómshlutverki klaustranna lýst ákaf- lega vel. En hvað snertir félagslegt gildi klaustr- anna í dag, held ég að það sé vesturlanda- búum ákaflega hollt að hafa þau til að spegla þjóðfélög sín í. Það er mikilvægt að hafa aðra kosti en þann að taka þátt í hringiðunni, eins og við flest gerum, og geta séð að það er í raun ekkert sáluhjálp- aratriði að vinna frá 8 til 22 og eignast alltaf meira og meira og finnur jafnframt að sú þörf sem rekur mann áfram verður aldrei uppfyllt. Er þá það að loka sig inni í klaustri og helga líf sitt Guði sínum flótti frá tilverunni og því þjóðfélagi sem viðkomandi lifir í? í því sambandi má minna á flóttaleiðir eins og t.d. ofnotkun vímuefna og sjálfsvíg. Torfi: Ef ég væri að flýja frá einhverju til einhvers, skil ég það svo að ég væri að flýja frá hinu erfiðara til hins auðveldara. En það er ekki auðvelt að vera í klaustri. Ég held að það sé eitthvert alerfiðasta starf sem maður getur tekið sér á hendur. Heimurinn er að vísu erfiður, en ef einhver reyndi að flýja hann inn í klaustur í leit að auðveldara lífi, myndi hann fljótlega snúa til baka. Högni: Sú forsenda, sem ég geng útfrá, er að efnishyggjan ein dugi okkur alls ekki. Því miður er það þannig í þjóðfélagi okkar að hinn stóri sannleikur er trúin á hag- vöxtinn. Og það er trú. Það er ekkert sem segir að þjóðarframleiðslan eigi að aukast um 3% á ári. Það er ekkert skilyrði fyrir lífshamingju. Viö skiljum ekki þegar börn- Abbadísin, sem Guðrún Ásmundsdóttir leik- in okkar ánetjast eiturlyfjum, við skiljum ekki hversvegna 30% hjónabanda enda með skilnaði og við skiljum ekki af hverju fólk gengur út og bindur enda á líf sitt í síauknum mæli. Málið er að það þarf eitthvað meira en efnishyggjuna eina til að halda lífi okkar saman. Hinsvegar um trú sem flótta, þá held ég t.d. að trúarþörf Agnesar byggist mikið til á flótta. Af því litla sem við fáum að vita um hana, vitum við að hún elst upp við hörmulegar aðstæður hjá móður sem var líklega geðveik, a.m.k. drykkjusjúk, og sýnir lífi sínu á engan hátt neina virðingu, né heldur því fólki sem í kringum hana er. Það sem hún innrætir Agnesi er ákaflega frumstæð aðferð til að greina á milli góðs og ills. Það sem móðurinni finnst illt er innprentað í Agnesi sem eitthvað hræði- legt og því fylgir líkamlegur sársauki og skömmustukennd sem hún ræður ekki við. Þannig var flóttaleiðin mörkuð fyrir hana. Ég lít á þetta sem flóttaleið vegna þess að þegar geðlæknirinn fer að ræða við hana og draga í efa trúarstaðfestu hennar á ýmsan hátt, gliðnar hún í sundur og verð- ur áberandi meira geðveik. Það má því segja að Martha hafi í tilraun sinni til að bjarga Agnesi bundi enda á flóttann og ýtt henni þannig fram af hengifluginu, sem er ákaflega dapurlegur endir. Ef ég lít á þetta faglega sem geðlæknir verð ég að gagn- rýna harðlega starfsaðferðir kollega míns þarna á sviðinu! Hver er munurinn á kaþólsku kirkjunni í dag og kirkju miöalda? Torfi: Þetta er sama kirkjan, á því leikur ekki nokkur vafi því hún hefur haldið Geðlæknirinn, sem Sigríður Hagalín leikur. áfram sem sérstök stofnun og viðhaldið því sem kallað er vígsluröð. En engin stofnun getur verið óbreytt í svo langan tíma. Þó varð það þegar Lúther kom fram, að einskonar stöðnun kom i þróunina. Síð- an þegar Jóhannes XXIII varð páfi kallaði hann saman annað Vatikanþingið árið 1962. Það fékkst við að endurmeta, kanna og athuga hvort hlutirnir hefðu ekki verið bundnir of fast. Hvort ekki væri kominn tími til að breyta og þróa. Nú eru liðin 20 ár og á þeim tíma hefur orðið ótrúleg breyting, en það er samt sem áður sama kjölfestan og sömu kenningarnar. Það er bara ytra formið sem hefur breyst. Kirkjan verður semsé að fylgja eftir þjóð- félagslegum breytingum? Torfi: Hún verður að laga sig eftir þeim heimi sem hún starfar í, en kenningum sínum getur hún ekki breytt. Maðurinn skiptir um föt eftir veðurlagi og tísku en sjálfur er hann áfram hinn sami. Nú hefur kaþólska kirkjan oft verið kennd við íhaldssemi, t.d. í sambandi við getnaöar- varnir og fóstureyðingar. Högni: Jú, kirkjan er íhaldssöm, en hún er oft eins og kjölfesta í þróuninni. Það er hinsvegar ekki mikið sem ég vildi segja um fóstureyðingar, þær eru yfirleitt ákaflega óheppilegar og gerðar eftir ströngum for- sendum. En mér finnst kirkjan vera ákaf- lega íhaldssöm gagnvart getnaðarvörnum. Torfi: íhaldssöm er kirkjan að vissu marki, og það á hún að vera. FLÓTTI Kirkjan er kjölfesta og hún á að vera íhaldssöm. Stendur hún þá e.Lv. að einhverju leyti í vegi fyrir framþróun samfélagsins? Högni: Nú er ég enginn sérfræðingur í þessum málum og get bara talað um þetta sem venjulegur borgari í samfélagi okkar. Ég verð ekki var við að kirkjan sé á nokk- urn hátt dragbítur á framþróunina. Reyndar held ég að hún sé ákaflega nauð- synleg til að innprenta okkur ákveðna sið- fræði. Hún hefur hins vegar engan einka- rétt á því að segja hvað er siðlegt og hvað ósiðlegt. Við þurfum oft að gera slíkt upp við okkur sjálf, en hún getur eins og aðrir gefið okkur ákveðnar viðmiðanir. Torfi: Þegar við tölum um framfarir, mein- um við að eitthvað hafi batnað, er það ekki? Eitt sinn talaði ég við prest um ein- mitt þetta og hann sagði: „Ég kalla það ekki framfarir, ég kalla það breytingar." Það verða breytingar á öllum sviðum, en hvort þær gera menn ánægðari með lífið, það er allt annað mál. Högni: Við verðum að hafa það í huga, að alltént í okkar þjóðfélagi og þeim í ná- grenni við okkur, erum við iangsjaldnast að reyna að efla hag samfélagsins og stuðla að framþróun vísindanna í því skyni að bæta úr frumþörfum okkar. Við höfum í okkur og á, við höfum nokkuð gott heilsu- gæslukerfi, sem að sjálfsögðu þarf stöðugt að endurbæta og gera betra. Við höfum einnig þokkalegt menntakerfi og nú er ég ekki að segja að þetta sé fullkomið því þetta þarf allt að þróast áfram. En mikið af þeirri framþróun, sem við erum að sækjast eftir, er til þess að uppfylla það sem við köllum tómstundaþarfir. Þarfir sem eiga að gefa lífi okkar fyllingu. Það skiptir þá náttúrlega máli hvernig við nýt- um okkur þær og mér hefur sýnst að því leytinu til við vera á villigötum. Það er t.d. lögð óskaplega mikil áhersla á hluti sem hafa ekkert í för með sér nema meiri tóm- leika. Lifshamingjan er fólgin í því að verða sólbrúnn suður á Mallorka, fara í Broadway á föstudags- og laugardags- kvöldum, í fötum úr ákveðnum búðum í bænum, svo að einhver dæmi séu tekin. Og þetta er fáránlegt. Sem einstaklingar hljótum við að gera okkur grein fyrir því, samt sem áður sogumst við með inn í þessa hringiðu. Framþróun til að uppfylla þarfir okkar á þennan hátt er innantóm. Lifir Kirkjan? Framtíð kirkjunnar í vísindaþjóðfélaginu, hver verður hún? Hafna vísindin trúnni, hafnar trúin vísindunum? Mun kirkjan lifa? Torfi: Kirkjan hefur fyrirheit Krists um að hlið heljar muni ekki sigrast á henni, þ.e. að hún muni aldrei líða undir lok. Hún mun standa við þær kenningar sem henni hefur verið falið að boða, hvað sem á geng- ur. Vísindin ná aldrei neinu lokatakmarki, þau verða alltaf að uppgötva meira og meira af sannleika Guðs. Kirkjuna og vís- indin getur greint á tímabundið ef annað hvort þeirra misskilur eitthvað, annars verða niðurstöður þeirra samsíða. Það er algerlega útí bláinn að berjast gegn kirkjunni því ef Jiún er sönn líður hún aldrei undir lok, en ef hún er heila- spuni fellur hún um sjálfa sig og líður undir lok. llögni: Við getum ekki skilgreint þörfina fyrir trú, það gerir hver einstaklingur útaf fyrir sig. Ég reikna með því að vísinda- hyggjan muni aldrei útrýma trúarþörf- inni. Bara t.d. vegna þess sem ég sagði í byrjun: Fyrir hvert það svar sem vísindin koma fram með, vakna tíu nýjar spurn- ingar. Og meðan trúarþörfin er til verður kirkjan til, í einhverju formi a.m.k. Kirkj- an sem stofnun hlýtur þó að breytast, en ég skal ekkert um það segja hvernig kaþ- ólsk eða kristin kirkja kemur til með að vera skipulagslega séð eftir 50 eða 100 ár. En trúarþörfin verður til staðar og meðan hún er fyrir hendi held ég að við munum reisa eða viðhalda einhverri stofnun í kringum hana. Það er hinsvegar rangt að setja vísindi og trú upp sem andstæður. Kirkjunni tókst ekki að útrýma vísinda- hyggjunni á miðöldum og vísindin munu ekki útrýma kirkjunni á tækniöld. Eitthvað að lokum? Högni: Mér fannst leikritið ekki fyrst og fremst fjalla um vísindi og trú sem and- stæður, heldur einnig um ýmsa eiginleika i okkur sjálfum eins og móðurþörfina, þörf- ina fyrir að sýna hlýju og þörfina fyrir að geta trúað á eitthvað sem manni þykir gott. Það er kannski það sem við þurfum að leggja meiri rækt við. Torfi: Eg hafði mikla ánægju af að sjá þetta verk og þær sem með það fóru skil- uðu hlutverkum sínum frábærlega vel. En að við eigum um trú eða vísindi að velja, á það fellst ég ekki, það hljóta að vera trú og vísindi, þetta tvennt á samleið. Runóllur Agústsson starfar viö sölu og auglýs- ingar hjá Leikfélagi Reykjavlkur. ur. Guðrún S. Gísladóttir í blutrerki sínu í leikritinu sem bér um ræðir. Agnes — barn Guðs. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.